Morgunblaðið - 27.02.1951, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.02.1951, Blaðsíða 9
t Þriðjudagur 27. febrúar 1951 MORGUNBLAÐIÐ a Fyrsti forseti hins ísienska lýðveldis í DAG er fyrsti innlendi þjóð- höfðingi íslendinga, herra Sveinn Björnsson, sjötugur. — Fyrir áratug stóðu íslending- ar á þeim vegamótum, að þeir þurftu í fyrsta skifti að velja rnanna til að skipa sæti inn- lends þjóðhöfðingja á íslandi. Styrjöldin olli því, að atburð þenna bar fyrr að hendi en jnenn höfðu getað gert ráð fyr- ir. Margt varð því að gera í senn og án langs undirbúnings, marka stöðu þjóðhöfðingja á ís- landi og skipuleggja utanríkis- málin, sem íslendingar voru að taka í sínar hendur. Var það þá gifta íslendinga, að þeir áttu í sínum hópi mann, sem bjó yfir slíkri þekkingu ag reynslu í þessum málum og herra Sveinn Björnsson forseti. Það þótti því ekki leika á tveim tungum með íslendingum, að fela honum leiðsögu á þessum vettvangi. Lagði hann þá fyrst grundvöll að meðferð utanrík- ismála íslands og miðlaði hin- um yngri og óreyndari sendi- mönnum landsins milliríkja- erindum af VÍðtæKri þekkingu sinni. Hinn 17. júní 1941 vaí hann síðan kjörinn ríkisstjóri íslands af Alþingi. Hann var endurkjörinn ríkisstjóri árin 1942 og 1943 til eins árs í senn. Var honum því falið hið vanda- sama starf að taka sæti fyrsta innlenda þjóðhöfðingja íslend- inga. Engar erfðavenjur voru til hjer á landi um stöðu og starfa innlends þjóðhöfðingja. Þurfti því að reisa þar allt frá grunni og ryðja þá braut, er fara skal, því að lengi býr að fyrstu gerð. Ovissa styrjald- ©ráranna jók vandann við framkvæmd svo mikilvægra at- hafna. Mikið var undir því komið, að vel tækist, því að þá var enn óstigið örlagamikið skref í sjálfstæðisbaráttu þ.jóð- arinnar. Það var því íán, að til forystunnar valdist maður, er hafði til brunns að bera mikla mannkosti, bekkingu og hátt- vísi. A ríkisstjóraárum sínum innti herra Sveinn Bjömsson af hendi m. a. það míkilvæga starf, að taka á móti sendi- herrum erlendra ríkja, sem bá voru að stofna sendiráð á ís- landi. Allar þessar framkvæmd ir fóru herra Sveini Björnssyni úr hendi með hinum mestu ágætum. Hinn 17. júní 1944 rann upp sá dagur, sem Islendingar höfðu mest þráð öldum saman. End- urreisn lýðveldis á fslandi. — Kaus Alþingi þá herra Svein Björnsson fyrsta forseta hins íslenska lýðveldis. Er herra Sveinn Biörnsson hafði verið kjörinn Forseti íslands, flutti hann ávarp til þjóðarinnar, þar sem hann eggjaði hana lögeggj- an til samheldni og lagði áherslu á hin sígildu orð Þorgeirs Ljós- vetningagoða. „Ef sundr skipt er lögunum, þá mun sundr skipt friðinum, ok mun eigí við þat mega búa“. Árið 1945 skyldi kjósa for- seta af nýju til fjögurra ára með þjóðaratkvæði. Var herra Sveinn Björnsson þá sjálfkör- inn vegna augljósra hæfileika, þekkingar og reynslu. Af sömu ástæðum var hann sjálfkjörinn við forsetakosningamar 1949. Einstaka manni hættir til að meta ekki sem skyldi þyðingu þjóðhöfðingja bæði hjer á landi og í öðrum lýðræðisríkjum. Ef til vill á þetta nokkuð rót sína að rekja til hins mikla glamurs og hávaða, sem alltaf er í kring Á Alþingi um nutíma einræðisherra. En þegar betur er að gáð, er ein- sýnt., að þjóðhöfðingi lýðræðis- ríkis hefur öðru og betra hlut- verki að gegna. Ætlunarverk hans er einkum tvennskonar: Að vera sameiningartákn þjóð- arinnar inn á við og æðsti full- trúi hennar út á við. í innanlandsmálum er For- seta íslands fengin svo marg- vísleg verkefni, að enginn kostur er að rekja þau í stuttri blaðagrein. Iiann fer t. d. með löggjaíarvaldið ásamt Alþingi og er æðsti handhafi fram- kvæmdavaldsins. Hann skipar Myndin ti! vinstri er tekin við ríkisstjórakjör á Alþingi 17. júní 1941. Sveinn Björnsson vínnur drengskaparheit að stjórnarskrá ríkisins. — Næsta mynd: Forseti Hæstarjettar afhendir fyrsta þjóðkjörna for- se*a íslands kjörbrjef hans. — Neðsta myndin er af forseta íslands með, sýslumanni og sýslunefnd Skagafjarðarsýslu á Arnarstapa í Skagafirði sum- arið 1944. I hátíðasal Henntaskólans í Skagafirði ráðherra, skiftir störfum með þeim og veitir þeim lausn i samræmi við vilja meirihluta Alþingis, ef hann er fyrir hendi, en annai’s á eindæmi sitt. Á árunum 1943 og 1944 fór t d. ráðuneyti með völd, sem herra Sveinn Björnsson Forseti ís- lands skipaði. án atbeina Al- þingis. Forseti íslands og ráð- herrar skipa ríkisráð ,og hefur forseti þar forsæti. Eru þar rædd og tekin ákvörðun um mikilvægustu mál íslands. — Forsetinn veitir öll helstu embætti. Hann sæmir menn æðstu heiðursmerkjum. Hann hefur vald til að náða menn og veita almenna uppgjöf saka, þegar ástæða er til. Allt er þetta gert innan marka stjórn- arskrár íslands og laga. Forseti íslands er því æðsti merkisberi þeirrar hugsjónar lýðræðisríkis að tryggja sem best frið, öryggi og velfarnað þegnanna. í skiftum við önnur ríki, er Forseti íslands, svo sem aðrir þjóðhöfðingjar, ímynd fullveld- is og sjálfstæðis ríkis síns. Hann tekur við trúnaðarbrjefum er- lendra sendiherra. í hans nafni koma \ íslenskir sendiherrar fram erlendis, og hann fullgild- ir samninga við erlend ríki. Þegar erlendir þjóðhöfðingjar og ríki sýna Forseta íslands virðingu og sæmd, þá votta þeir með því einnig íslensku þjóð- inni virðingu, því að sómi hans er sómi íslands. Franklin D. Roosevelt, hinn mikli Forsetí Bandaríkja Norður-Ameríku, sem studdi íslendinga til full- komins sjálfstæðis, sýndi ís- lensku þjóðinni því mikla sæmd, er hann bauð herra Sveini Björnssyni, Forseta ís- lands, heim árið 1944. Var sú för hins íslenska þjóðhöfðingja sæmdarför hin mesta, bæðt honum sjálfum og íslendingum. Herra Sveínn Björnsson for- seti hefur afrekað margt á langri og starfssamri ævi, og munu mörg hans verk lengi í minnum höfð. En lengst mun þó lifa frásögnin um forsetacíóm hans, svo giftudrjúgur sem hann hefur reynst og svo sam- ofinn sem hann er þeim atburði, begar björtustu vonir íslend- inga og framtíðardraumar um frelsi og fullveldi rættust. íslendingar þakka herra Sveini Björnssyni, Forseta ís- lands, á þessum merkisdegi mörg og heillarík störf hans í þágu fósturjarðarinnar og árna honum, hinni ágætu konu hans, forsetafrú Georgíu Björnsson, og heimili þeirra heilla og ham- ingju. Gizur Bergsteinsson, Viðskíplasamninpur Indlands 09 Pakisfans KARACHI, 26. febrúar — I gær var undirritaður í Karachi, höf- uðborg Pakistans, viðskipta- 1 samningur við Indland. Með j samningi þessum viðurkenna | Indverjar skráð gengi gjaldeyr- j is Pakistans. Þegar gengi punds j ins var lækkað fyrir 19 mánuð- jum, lækkuðu Indverjar gengi síns gjaldeyris til samræming- ar. Pakistan fór hins vegar ekki að dæmi þeirra, og hefur ekki orðið að viðskiptum milli þess- ara ríkja síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.