Morgunblaðið - 07.03.1951, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. mars 1951
j— Framhaldssaga 25
Milli vonar og ólta
•■tlUlllllllllllllllllUIIIIIMIMll
--EFTIB BRUNO FISCHER ...........i
„Það var ekkert að henni
þegar jeg yfirgaf hana í gær-
kveldi. Nokkrum klukkutímum
seinna er hún dáin og lögreglu
þjónn kemur heim til min til að
spyrja mig um það“.
„Já, hún var myrt“, sagði
Reagan. „Við skulum koma
okkur af stað“.
„Hvert?“
„Til Kinards. Likið fannst
þar skammt frá“.
Það var ennþá hljótt í hús-
inu. Frændi hans og frænka
höfðu ekki vaknað. George fór
út og lokaði hurðinni. Hann var
ekki í neinum jakka og hann
hafði ekki borðað neinn morg-
unmat, en veðrið var milt og
gott og hann hafði enga lyst
á mat.
Hann gekk út að bílnum sín-
um og stakk hendinni í vas-
ann til að taka upp lyklana.
Ðöggin þakti allan bílinn. Hún
mundi eyðileggja á honum lakk
ið. Það komst ekki nema einn
bíll í bílskúrinn og auðvitað
geymdi frænka hans gamla bílr
skrjóðinn sinn þar. „Jeg kem
á eftir þjer“, sagði hann við
Reagan.
„Þú kemur með mjer í mín-
-um bíl“.
„Hvernig kemst jeg þá heim
aftur?“
„Þú kemur í mínum bíl“,
endurtók Reagan.
„Segðu mjer“, sagði George,
og stakk lyklunum aftur í vas-
ann, „ertu að taka mig fastan
fyrir morð, eða hvað?“
Reagan ýtti hattinum aftur
á hnakka. „Jeg hef fengið mín-
ar fyrirskipanir. Jeg átti að
koma með þig, en þú áttir ekki
að koma á eftir mjer“.
George Dentz settist upp í
lögreglubílinn. Þeir óku af stað.
„Hvernig var hún myrt?“ spurði
George.
„Kyrkt“.
George tók upp sígarettu-
pakka. Hann rjetti pakkann að
Reagan en hann hristi höfuðið.
„Fred Rufus fann hana um
sexleytið í morgun“, hjelt
Reaean áfram.
„Mjólkur sendillinn?“
„Já. Hann kom auga á hana
þar sem hún lá við veginn“.
„Hvenær var hún myrt“.
„Kannske þú getir sagt okk-
ur það“, sagði Reagan.
„Hún var lifandi klukkan tíu
í gærkveldi. Meira veit jeg
ekki“.
„Reagan ljet samtalið falla
niður. Hann var á leiðinni með
George til hinna rjettu aðila,
sem mundu kunna á honum
tökin.
Kinardfólkið var allt saman
komið austan undir húsveggn-
um. Kinard gamli sat í stól og
hækjurnar stóðu við stólbakið.
Frú Kinard og Erriily sátu á
grænum trjebekk með út-
skurði á örmunum, vafalaust
úr smiðju Kinards gamla. Mark
stóð upp við vegginn. Þau litu
öll upp þegar lögreglubíllinn
ók upp að húsinu.
„Þú bíður í bílnum“, sagði
Reagan og steig út. Hann gekk
inn I húsið og þegar hann var
kominn inn, fór George út úr
bílnum og til fólksins. Mark
gekk á móti honum.
„Þetta er auma ástandið“,
«agði George.
„Það segirðu satt“. Mark
þurrkaði sjer um ennið með
handarbakinu, þó að ekki virt-
ist hana of mikið klæddur í
þunnri hvítri bómullarskyrtu
og hvítum ljereftsbuxum. „Þeir
eru með Tony inni núna“.
„Lögreglan?“
„Prince, deildarforingi, nokkr
ir úr ríkislögreglunni, Cooper-
man og Helm. Þeir eru búnir
að yfirheyra mig. Spurðu hvar
jeg hefði verið í gærkveldi og
allt það. Þeir eru búnir að yfir-
heyra okkur öll“.
„Sá nokkur nokkuá?“
„Ekki svo framarlega sem jeg
veit. En kannske halda þeir því
leyndu. Þeir ljetu engan næt-
urgestanna fara, fyrr en þeir
voru búnir að svara mörg
hundruð spurningum“. Það brá
fyrir reiðiglampa í dökkum
augum Marks. „Þetta er ekki
holt fyrir viðskiptin. Þau eru
ekki of góð hvort eð er. Eng-
inn þessara sem voru hjer í
morgun, koma aftur hingað eft-
ir þessa meðferð“. ■
Gluggarnir voru opnir á hús-
inu og George heyrði óm af
samtali úti. Hann reyndi að'
heyra orðaskil en það tókst
ekki.
„Hvar skeði þetta?“ spurði
George.
„Svolítið ofar við götuna.
Veistu ,hvar stígurinn liggur?“
„Nei“.
„Annar stígurinn liggur á
bak við leiguhúsin og hinn frá
Digby Hill. Þeir sameinast og
liggja svo út á veginn. Það var
að minnsta kosti ekki langt
hjeðan, sem Fred Rufus fann
hana“. Mark fleygði sígarettu-
stubbnum og steig á hann.
„Þeir ljetu mig sjá líkið. Til
að ganga úr skugga um, hver
það væri, sögðu þeir. Það var
hræðilegt“.
George leit á Kinardhjónin
og Emily sem horfðu öll á hann
og Mark. „Hún hlýtur að hafa
farið út með einhverjum eftir
að jeg fylgdi henni hingað.
Líklega með einhverjum, sem
hún hefur þekkt“.
„Það er sennilegt“.
„Og þess vegna grunar lög-
regluna auðvitað Tony“.
„Jeg veit ekki hvað lögregl-
an heldur eða hugsar“, .sagði
Mark.
„Sá nokkur Tony koma hing-
að í gærkveldi?“ •
„Jeg veit það ekki. Jeg fór
upp í herbergið mitt klukkan
há'f tíu. Jeg hafði verið önnum
kafinn um daginn og jeg var
orðinn þreyttur. Mamma er
hvort eð er alltaf lengi á fót-
um, svo hún gat tekið á móti
vestum, sem kæmu eftir það.
Jeg las í bók dálitla stund og
svo fór jeg að sofa“.
George leit upp eftir húsinu.
„Sástu þegar jeg kom heim með
Jeannie Poole í gærkvöldi?“.
„Herbergið mitt er hinum
megin í húsinu. En mamma sá
þig“. Mark leit á George.
„Hvernig stóð annars á því að
hún missti af lestinni?“.
„Það var bara svona eins og
gengur". George horfði á ösk-
una úr sígarettunni detta í
grasið. „Hvernig vissir þú að
hún missti af lestinni?“.
„Hún sagði móður minni að
hún hefði komið aftur þess
vegna“. Mark horfði beint 1
augu hans. „Ertu að gefa það i
skyn að hún hafi sagt mjer það
sjálf ?“.
„Auðvitað ekki“, flýtti Ge-
orge sjer að segja.
Mark hló hljómlausum hlátri.
„Við skulum ekki vera að
blekkja hvoi-n annan. Ef til vill
gerði jeg það, ef til vill þú eða
Tony, eða einhver annar“.
George kinkaði kolli alvar-
legur á svip, og bauð Mark úr
sígarettupakkanum. Mark f jekk
sjer eina. Þeir stóðu. þegjandi
góða stund.
„Jeg segi ykkur það satt“,
heyrðist allt í einu hávær rödd
Kinards gamla. „Það er brjálað
ur maður hjerna á næstu grös-
um, sem leikur sjer að því að
ráðast á ungar stúlkur og
kyrkja þær. Þú ferð ekki fet út
með neinum, Emily. Heynrou
það?“.
„Pabbi, það heyrist til þín
um allan bæinn“, sagði Emily.
„Lofum þeim að heyra það.
Það er brjálaður maður! Fyrst
Isabel Sprague, svo....“.
„Allen, höfum við ekki orðið
að heyra nóg í morgun?“, sagði j
frú Kinard þreytulega. „Þú
þarft ekki að vera reiður við
Emily. Hún getur ekkert að
þessu gert“.
„Hver segir að hún geti að
þessu gert? Jeg er bara að vara
hana við. Það er allt og sumt“.
Hann hallaði sjer aftur á bak
í stólnum og muldraði eitthvað,
sem ekki heyrðist hvað var.
Mark fleygði sígarettunni frá
i sjer og steig á hana. „Þetta er
alveg rjett hjá pabba“, sagði
hann við George. „Allt kven-
fólk í bænum heldur að það sje
í hættu statt“.
j ,,Heldur?“, sagði George.
„Mjer finnst hættan nógu greini
leg“.
George heyrði að bíll nálgað-
ist húsið og leit við. Það var
annar lögreglubíll .Bob Hutch
sat við hliðina á lögregluþjón-
inum.
„Ætla þeir að sækja hingað
alla úr Hessian Valley?", sagði
George.
„Bog var úti í gærkvöldi með
Emily“, sagði Mark. „Þau komu
seint heim“.
„Sáu þau nokkuð?“.
„Emily segir að þau hafi ekki
orðið vör við neitt, en þeir vilja
auðsjáanlega spyrja Bob líka“.
Reagan kom út úr húsinu og
niður tröppurnar. Hann hrað-.
aði göngunni, þegar hann sá
hvar George og Mark stóðu
saman.
„Dentz, þú átt ekki að tala
við neitt vitnanna, fyrr en það
er búið að yfirheyra þig“, kall-
aði hann.
„Þú sagðir mjer það ekki áð-
an“.
„Jeg sagði þjer að vera kyrr
inni í bílnum“. Reagan tók und
ir handlegg hans. „Þú kemur
með mjer“.
George stóð kyrr í sömu spor
um og leit á höndina, sem hjelt
um handlegg hans. „Það er ó-
þarfi að leggja hendur á mig“,
sagði hann reiður. „Slepptu
mjer“.
Hákon Hákonarson
87.
„Nei, sjáðu! Sjáðu bara!“ hrópaði jeg.
„Hvað?“
„Þetta er fyrsti flekinn, sem jeg bjó til, sem er á leiðinni
hingað. Það er bara einn maður á honum og hann rær at
öllum kröftum, en kanóinn fylgir á eftir.
Mary tók kíkinn og eftir andartak hrópaði hún:
„Þetta er Jens! Það er Jens, sem stendur á flekanum og
villimenn elta hann. Hann hefir flúið og þeir eru á hælun-
um á honum! Ó, Hákon! Getum við ekki gert eitthvað til
að hjálpa honum? Ef þeir ná honum, deyða þeir hann áreið-
anlega.“
* „Ertu viss um, að þetta sje Jens, Mary?“
„Já, alveg viss. Þeir koma nær og nær. Ó, getum við ekki
hjálpað honum einhvern veginn?“
Jeg leit í kíkinn.
„Þetta er efalaust rjett hjá þjer, Mary. Þetta er Jens, En
hvað getum við gert?“
„Við höfum vopn. Hann hefir bara hníf.“
Vindur var mjög lítill, og seglið var slæmt, svo að
íiekinn gekk ekki hratt. Kanóbáturinn rann líka þunglega
i. gegnum vatnið, að öllum líkindum vegna pess, að hann
var fullur af villimönnum.
Jeg var búinn að taka ákvörðun.
„Jæja, Mary, þú verður hjerna í hellinum, en jeg ræ út
á móti honum. Það mun samt ganga hægt, því að flekinn er
þungur og golan er beint á móti mjer.“
„Nei, jeg vil koma með. Jeg get róið og jeg get skot-
ið“.
„Jeg vil helst, að þú sjert hjerna, en þú getur líka gert
mikið gagn á flekanum.“
Nokkrum mínútum síðar vorum við á leið út eftir vog-
num. Það gekk seinlega, þó að jeg reri af öllum kröftum.
„Nú eru þeir bara nokkra metra frá honum“, hrópaði
Mary. „Getum við ekki skotið, Hákon? Nær ekki rifiilkúla
svona langt?“
‘TíbxJ* Tno^QuMÍc^isnjLL J
ÍKafitdi «f. SaUoinMtn
UR*> oo SKRAlíTGRIPAVCHZtUM
cauoavco • »
„Jón er svo hræðilega montinn.“
„Já, siðast þegar hann átti afmæli,
sendi hann móður sinni heillaóska-
skeyti."
★
„Geturðu sagt mjer, hvaða dýr
það er, sem hefir augu og sjer ekki,
fætur og getur ekki gengið, en getur
stokkið eins hátt og Eiffeltuminn?"
spurði maður í samkvæmi.
Allir veltu þessu fyrir sjer um hrið
í djupri þögn, en árangurslaust. Loks-
ins gáfust þeir upp og báðu um að
fá að vita lausnina.
„Svarið“, sagði maðurinn, „er trje-
hestur. Hann hefir augu og sjer
ekki, fætur og getur ekki gengið.“
„Já“, samþykkti samkvæmið, „en
hvernig fer hann að því að stökkva
eins hátt og Eiffelturninn?"
„Eiffelturninn getur alls ekki
stokkið", sagði sá kímni brosandi. |
★
Kvekari nokkur sagði við mann,
sem var önnum kafinn við að út-
húða honum: „Varaðu þig, vinur, þú
gætir rekið andlitið á hnefann á
mjer.“
★
„Hvað sagði hann, að þú værir?“
„Lakoniskur.“
„Hvað þýðir það?“
„Jeg veit það ekki. En jeg gaf
honum á hann til þess að vera ör-
uggur."
★
Lögreglustjóri: „Eruð þið búnir
að ná þjófnum?“
Lögregluþjónn: „Nei, en við erum
búnir að gera hann svo hræddan, að
hann þorir ekki að láta sjá sig, þeg ir
við erum nálægt."
★
Kvenlegur gestur í fangelsi varð
djúpt snortinn af þunglyndislegum
svip eins inannsins sem hún sá þar.
„Vesalings rnaður", sagði hún sam-
úðarfull. „Hvað áttu eftir að vera
hjerna lengi?“ :
„Það er undir ýmsu komið, frú“,'
var svarið, „jeg er fangavörðurinn." j
Leiðinlegi maðurinn í samkvæm*
inu sneri sjer að stúlkunni sem sat
við hlið hans og spurði: „Hvaða ein-
kennilegi maður er þetta, sem starir
svona mikið ó míg?“
,.w svaraði hún glaðlega.
.Þ. .. .lægui sjerlræðingur í geð-
sjúk'i
fllllimillllllllillllllMIIIIIIIIIIMIIIIHIIMMnilJlllllllMIIIUf
,w.A»>crj5ja
fi
Ibúð
I á Melunum til sölu i skiftum 1
: 3
: fvrir 4ra herbergja íbúð. Má §
1 vera í úthverfunum. Annars |
: helst á hitaveitusvæðinu. Tilboð |
I sendist á afgr. Mbl., fyrir 12. H
f þ. mm., merkt: „Mars 1951 — |
I 764“. —
Ný danslög:
MONA USA
GOODNIGHT, ÍRENE
BIBBIDI BOBBIDI
B00
útsett fyrir píanó
ósamt guitarhijómum
meft íslenskum
textum eftir EKE
og IMtMA.
Fást i Hljóftf%ra>
húsinu, Bankastraeti
og hjá Sigrífti
Helgad., Lækjargötu.
Nótnaforlagiö TEMPÓ