Morgunblaðið - 07.03.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.1951, Blaðsíða 8
8 M n k t; n \ n L 4 « » *> Miðvikudagur 7. mars 1951 i’giwbtadife Ut^ a.t Arvakur, Reykjavlk 1 rvjitj.r Sigfúa Jónssou íitótjui 1 v altýr Stefánssoo (ábyigðarm.} PVi etmr' tstjóii: ívar Guðmundsson. «shok: 4rnl Óla. sími 304S ^.UEivsinear: Arnl GarBar Kristimwon íitstjorn. augiyslngai og aígreiðsla- t ustnrstræti 8 — Síml 1600 AaKrtrtaj'gja>o fcr. 16.00 á mánuSl. umanlanOs. I lausssoh. • • if* dntaklS i króna meO LaMi André Gide og heims- blekking kommúnismans Yikar skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU ANDRÉ GIDE, hinn heims- frægi franski rithöfundur og hugsuður, sem nyiega er lát- inn, var einu sinni kommún- isti og ákafur aðdáandi hins rússneska ráðstjórnarskipulags. Hann áleit að með falli zar- stjórnarinnar hefði rússnesk alþýða varpað af sjer okinu og öðlast það frelsi, sem hann hafði dreymt um til handa öll- um þjóðum. ★ Hinn öri og gáfaði Frakki barðist fyrir þessari skoðun sinni af þeim eldmóði, sem þjóð hans er í brjóst lagin. En svo fjekk André Gide tækifæri til þess að fara til Rússlands og dvelja þar um skeið, kynnast sjálfum raun- veruleika sovjetskipulagsins undir stjórn Stalins. Eftir það var André Gide ‘ekki lengur kommúnisti og aðdáandi þess „frelsis“, sem sovjetskipulagið hafði veitt rússnesku fólld. Hann sá í gegn um hið þjettriðna net blekkinganna, sem þyrlað hafði verið upp um valda- töku kommúnista og það skipulag, sem þeir höfðu komið á í Rússlandi. ★ Á rústum zarveldisins hafði nýtt þrælahald verið hafið. — Kommúnistar höfðu barist gega * kúgun keisarastjórnarinnar. — Þeir höfðu lofað fólkinu mann- rjettindum, prentfrelsi, mál- frelsi, skoðanafrelsi og raunar hverskonar frelsi, sem zar- stjórnin meinaði þvi. En kommúnistar voru ekki fyrr komnir til valda en að þeir sviku þessi loforð. Og þeir gtrðu meira. Þeir hertu á frels- isskerðingunum og reyrðu kúg- unarhelsið enn fastar að fólk- inu. ★ Engan þarf að undra þó að André Gide, sem unni andlegu frelsi framar öllu öðru, yrði fyrir sárum vonbrigðum er hann kynntist þessum bitra veruleika af eigin sjón og raun. Heima í Frakklandi komst hann m. a. þannig að orði: ,,Það er ekkert, sem kennir okkur eins vel að meta það ómetanlega andlega frelsi, sem við njótum í Frakklandi og misnotum stundum og dvöl í Soviet-Rússlandi“. Gide dró enga dul á hina breyttu afstöðu sína til hins kommúnistiska skipulags Hann lýsti vonbrigðum sín- um opin'kátt og af fullri hreinskilni. Hann varaði við falsspámönnunum, sem höfðu svikið málstað frelsis- ins. ¥ Margir af ágætustu rithöf- undum heimsins, sem eitt sinn trúðu því, að með rússheSku byltingunni hefði merki frelsis - ins verið hafið, hafa orðið fyr- ir sömu vonbrigðum. Þeir hafa sjeð að rússneska þjóðín hefur verið hræðilega blekkt. Þeim dylst heldur ekki að þessari blekkingarstarfsemi er haldið uppi um víða veröld, allstaðar þar, sem fimmtuherdeildir kommúnista hafa náð að festa nokkrar rætur. En það eru fáir, sem haf 1 i tækifæri til þess að kynnast ástandinu í Rússlandi af eigin sjón og raun. Það er lokað land. Um landamæri þess lyk- ur rammgert járntjald herbún- aðar og vígvjela. Jafnvel á öld- um Ijósvakans hefur hin komm únistiska harðstjórn landsins sett þjettriðna girðingu með skipulögðum útvarpstruflunurr Rússneska þjóðin getur hvorki; sjeð nje heyrt það, sem er að gerast í kring um hana í heim- inum. Stjórnin í Kreml ræður því, hvað ber fyrir augu henn- ar og eyru. Þannig hefur myrkri vanþekkíngarinnar verið sveip að um stærstu þjóð Evrópu. Orsakir styrjalda hafa á liðn" um öldum verið ýmsar. En ein meginástæða þeirra hefur þó verið vanþekking þjóðanna á högum hver annara. Almenning ur allra landa er friðsamur og hatar styrjaldir og óttast þær ógnir, sem sigla í kjöifar þeirra. En það er hægt að blekkja fólk- ið til fylgis við ofbeldi. Rúss- neska þjóðin veit t. d. ekki ann að en að Sameinuðu þjóðirnar og þá fyrst og fremst Bandarík in hafi hafið Kóreustyrjöldina með árás á Norður-Kóreu. Henni er líka sagt að Bretland og Bandaríkin, jafnvel Svíþjóð. Noregur og Danmörk bíði að- eins þess að færi gefist til þess að ráðast á Sovjet-Rússland. Þessi heimslygi er henni boðuð af öllum þeim ofsa, sem komm únistaáróðurinn hefur tileinkað sjer. Það er í skjóli þessarar hræðilegu blekkingar, sem heimskommúnisminn undir- býr þann blóðuga leik, þá „hryllilegu árekstra“, sem Lenin sagði að væru óumflýj anlegir milli Rússlands og hins vestræna heims Þann spádóm hefur Stalin einnig endurtekið. ÁRRISULIR Á ÞINGI DULNEFNIÐ „Árrisull“ á vafalaust mikla framtíð fyrir sjer. Það skaut upp höfðinu í þessum dálkum á sunnudag og við vorurh ekki fyrr búnir að opna skrifstofuna daginn eftir en Einn árrisull og Tvær árrisular sendu Dag- lega lífinu línu. Tvær árrisular skrifuðu í tilefni jasshug- leiðinganna, sem Árrisull fjek birtar eftir sig á sunnudag, en Einn árrisull hreifði nýju máli — sem raunar er ekki nýrra á nálinni en það, að búast má við því árlega með hækkandi sólu. • ALLS EKKI HRJÓTANDI TVÆR árrisular hafa þá orðið. Brjef þeirra er eilítið stytt, alveg óhjákvæmilega: Okkur finnst við mega til með að skrifa þjer nokkrar línur (segja þær) út af brjefi, sem þú birtir í Morgunblaðinu s.l. sunnud. um morgunútvarpið. Við hlustum oftast á morg- unútvarpið, og erum því hvórki sitjandi á skólabekk, nje hrjótandi í rúminu, eins og Árrisull ímyndar sjer að allir jassunnendur sjeu. En aðalatriðið var nú það, að í þau skipti, sem við höfum hlustað á morgunút- varpið, hefur aldrei verið leikin jassmúsik, og sú „hryllilega jassmúsik“, sem Árrisull er að amast við, er alls ekki jassmúsik, heldur algeng dægurlög. En því miður virðist sá mis- skilningur eiga sjer stað hjá fjölda manns, að jassmúsik og dægurlög sjeu eitt og hið sama. • EINTÓMUR MISSKILNINGUR ÞESSI maður spyr einnig, hvort ekki sje nægilegt að spila jassinn á kvöldin. En það er líka misskilningur hjá honum, að spilaður sje jass á kvöldin, því að oftast nær eru það danslög og áðurnefnd dægurlög, sem spiluð eru. Það er sannast að segja aðeins í jassþætt- inum, sem eingöngu er spilaður jass í útvarp- inu, en sá þáttur er aðeins hálftími á hálfs mánaðar fresti. Væri óskandi, að forráða- menn útvarpsins vildu taka tillit til þeirra fjölda jassunnenda, sem hjer eru, bg hafa jass þátíinn einu sinni í viku, enda mundi það áreiðanlega vel þegið.... • KARLAR. KONUR, BÖRN ÞÁ KEMUR röðin að Einum árrisulum. Hans brjef er á þessa leið, að undanteknum inn- gangsorðunum: . ...Jeg ætla því að biðja þig fyrir hönd allra þeirra karla, kvenna og barna, sem allt skammdegið verða að rifa sig á fætur um kl. 7 á morgnana, að fá þá vísu menn, sem stjórna hringlinu með klukkuna, til að sjá hana nú í friði þetta árið. Þeir, sem fara á fætur kl. 7, en það er stói hluti vinnandi fólks, eru allt skammdegið að hlakka til bjartra morgna. En með tilfærsl- unni á klukkunni er þessu fólki lengt skamm- degið og veturinn svo um munar. Lengra er brjefið ekki. • GIMSTEINAR! HJER ERU stórfrjettir handa kvenfólkinu: Fregnir frá Bandaríkjunum herfna, að New York Times Magazine hafi í síðastliðnum mánuði birt þrjár auglýsingar, þar sem boðn- ir eru steinar „gimsteinum fegurri“ og fyrir aðeins 10 til 16 dollara hvern karat (fyrsta flokks hvítir gimsteinar kosta nú um 1100 dollara pr. karat). • ALLT NEMA HARKAN GERFIGIMSTEINARNIR eru búnir til úr titania (titanium dioxide) og þykja fyrir- myndinni fegurrr. Geislabrot þeirra er mun meira en ósvikinna gimsteina, og þeir hafa alla eiginleika dýru, sjaldgæfu steinanna í ríkum mæli, nema hörkuna. Vikuritið Time spáir því, að gimsteinasalar verði að fara að vara viðskiptavini sína við „ódýrum eftirlíkingum“, sem aðeins sje hægt að þekkja á þvi, hve þeir sieu „ekta“ gim- steinum fremri um flestar sakir. Mokkrar samþykktir Búnaðarþings í gær BÚNAÐARÞING hefur gert ályktun um eignamat á búfjenaði, um nauðsyn þess að aðgerðir um eyðingu refa og minka verði samræmdar um land allt og þá hefur Búnaðarþing sent Alþingi áskorun, að samþykkja frumvarpið um breyting á lögum um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum landsins. sem eru í eyði eða ekki byggj- ast að áliti Nýbýlastjórnar og hlutaðeigandi hreppsnefndar. Enda vinni Nýbýlastjórn ötul- lega að því að jarðir þessar komist sem fyrst í trygga á- búð. Baráttan gegn kommún- ismanum er þessvegna um leið barátta gegn vanþekk- ingunni og blekkingunum. | André Gide unni frelsinu og taldi það hyrningarstein mannlegs þroska. Þessvegna snjerist hann gegn frelsis- ráni kommúnismanns. Þann ig hlýtur öllum þeim að fara scm taka þekkinguna fram yfir blekkingar hinnar miklu heimslygi, sem nú ógnar ör^ i yggi heimsins og andlegum þroska þjóðanna. EIGNAMAT Á BÚFJENAÐI Búnaðarþing ítrekar ályktun sína frá 1949 um að eignamat á búfjenaði sje metið ósann- gjarnlega hátt til skatts. Leggur Búnaðarþingið á- herslu á það, að Ríkisskatta- nefndin framkvæmi matið hvert sinn, sem næst tillögum yfirskattanefnda og að fylg: se ákvæðum laga um að meðal- tal skattamats undanfarinna 5 ára sje haft til hliðsjónar við matið. EYÐING REFA OG MINKA Búnað^rþing ályktar að leggja til við stjórn Búnaðar- fjelags íslands, að hún feli starfsmanni sínum í loðdýra- rækt, að annast um að komið sje á meiri samræmingu í að- gerðum um eyðingu refa og minka milli hjeraða. í því skyni skrifi hann öllum sýslu- nefndum og óski eftir tillögum þeirra í málinu. í brjefum til sýlunefnda sje, meðal annars, spurt um álit þeirra um hvort: Ráðnir skulu sjerstakir kunn áttumenn til að stjórna eða ann ast um útrýmingu á refum og minkum yfir stærra svæði. Fluttir skulu inn sjerstakir dýrhundar. Gerð sje tilraun um að eyða minkum með gasi. Gerðar sjeu ráðstafanir til að útvega heppilegar refabyss • ur. Sýslufjelögin óski eftir þvi að senda á sinn kostnað einn fulltrúa hvert á sameiginlegan landsfund í Reykjavík á þessu ári til að ræða þessi mál og taka sameiginlegar ákvarðanir. Samræmdar tillögur í þessu efni leggi síðan stjórn Búnað- arfjelags íslands fyrir næsta Búnaðarþing. ASKORUN TIL ALÞINGIS Um frumvarpið til laga um breyting á lögum um landnám, nýbyggðir og endurbyggingar í svfcitum, gerði Búnaðarþing þessa ályktun. Búnaðarþing er samþykkt stefnu þeirri, er kemur fram í frumvarpinu og beinir þeirri eiridregnu áskorun til Alþingis að það heimili Nýbýlastjórn með lögum að verja fje til þess að koma I veg fyrir að jarðir fari í eyði með því: Að aðstoða fátæka bændur við að koma á nauðsynlegum umbótum á ábúðarjöi'ðum þeirra í þeim tilgangi að hindra að byggilegar jarðir fari í eyði. Að aðstoða hreppsnefndir á því verksviði, er ábúðarlögin fela þeim. við að tryggja að jarðir haldist í ábúð. Að kaupa byggilegar jarðif, Mikil brifning á tónleikum SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hSjelt í gærkvöldi hljómleika með aðstoð Tónlistarfjelagskórs ins. Húsfyllir var og var hljóm- leikunum tekið með miklum fögnuði. áheyrenda. Dr. Urbantitsch stjórnaði hljómsveitinni. Leikin voru | verk eftir Schubert og Rossini. — Einsöngvarar voru Þuríður Pálsdóttir, Guðmunda Elíasdótt ir. Einar Sturluson og Kristinn Hallsson. Vort daglega brauð komin í 3. útgálu LJÓÐABÓK Vilhjálms frá Ská- holti, Vort daglega brauð, er nú komin út í þriðju útgáfu. Er hún í nokkuð breyttu formi frá fyrri útgáfum. Bókin er myndskreytt Sigfús Halldórsson hefur teikn að í hana allmargar pennamynd ir. Þriðja útgáfa er aukin. í henni eru 10 ný ljóð, sem Vil- hjálmur hefur orkt síðan síðasta ljóðabók hans Sól og menn kom út árið 1949. Fyrsta útgáfan kom út 1935, önnur þegar á næsta ár á eftir. Bókin er prentuð í Hólaprenti og frágangur hennar .góður. Kápumynd er eftir Sigfús. BONN. — í janúar voru fram- leiddar 10.140.000 smál. kola í V-Þýskalandi eða meira en í nokkrum öðrum mánuði síðan fyrir stríð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.