Morgunblaðið - 09.03.1951, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.03.1951, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 9. mars 1951 i Kistmundiir Guðmundsson i <* írumreiðslumuður — Minning Minningarorð Ingiríður Kristjánscféftir frá Gunnarsstöðum KRISTMUNDUR Guðmundsson. framreiðslumaður, verður jarð- settur í dag. Hann andaðist á sjúkrahúsi í Hull að kvöldi fimmtudagsins 23. febrúar, eftir stutt en hörð fangbrögð við dauð ann. Kristmundur hafði tekið sjer frí frá störfum í Sjálfstæðis- húsinu, til að leita sjer nokkurra daga hvíldar frá hinu lýjandi starfi framreiðslumannsins, en hann veiktist skyndilega á skips- fjol, og í stað þeirrar hvíldar og hressingar, sem hann hafði sjálf- ur kosið sjer, um borð í Goða- fossi úti á opnu Atlantshafi, ákváðu forlögin honum aðra sigl- ingu og varanlegri hvíld en allir, sem til þekktu, hefðu kosið. oOo Hjá stórum þjóðum, sem eiga sjer gróna veitinga- og gistihúsa- menningu, eru störf framreiðslu- mannsins virt vel. Löng reynsla og mikil þjálfun í almennri bátt- vísi og kynnum við erlenda gesti, hófur sannað, að felldir eru dóm- ar um þjóðina almennt, siðmenn- ingu þeirra og háttvísi, á for- sendum þess, hvernig starfslið véitinga- og gistihúsa er þjálfað í framkomu og háttum. Kristmundur Guðmundsson háfði um flest, sem máli skipti, hinn rjetta skilning á þessum málum; stjettarbræður hans fundu þetta og skildu, enda var hann ævinlega kjörinn til for- svars fyrir stjett sína og samtök, þegar vanda skyldi val á manni. Kristmundur var dugandi starfs- maður. Hann gekk til starfs síns með hinu rjetta hugarfari þjóns- ins, í þess orðs bestu merkingu. Hann var sjerstakur reglumaður, Ijettur i skapi, hjálpsamur og úr- ræðagóður. Skapmaður mikill, en missti aldrei sjónar á hinni gullvægu reglu framreiðslu- mannsins, að vinna jafn vel fyrir viðskiptamanninn og fyrirtækið. Enda var hann virtur vel af báð- um aðilum. oOo Kristmundur hóf ungur nám í iðn sinni, fyrst á Hótel Island. undir handleiðslu A. Rosenberg. Fjekk hann þar góðan skóla, enda mat hann það vel og minnt- ist starfsáranna þar með þakk- látum huga. Síðan starfaði hann í mörg ár hjá þeim heiðurshjón- um Margrjeti og Agli Benedikts- sýni í Oddfellowhúsinu. En síðast var hann framreiðslumaður í Sjálfstæðishúsinu. oOo I dag, þegar jeg kveð Krist- mund Guðmundsson, leita minn- ingar frá liðnum árum á huga minn. Mjer er sem jeg heyri hann "taka sjer í munn orð Cecil Rhodes: So little done, so much to do. En þannig er það ævínlega, þegar ungir og kappsfullir menn falla frá. Oft á liðnum starfsár um áttum við tal saman um iðn hans, framtíð hennar og menntun framreiðslustjettarinnar. — Jeg lærði margt af þeim samtölum, og þótt persónuleg kynni væru ekki gömul, eða mjög náin, tel jeg Kristmund i hópi þeirra manna, sem jeg mun lengi minn- ast, sakir mannkosta hans. ár- vekni og dugnaðar. En hugurinn leitar einnig á þann stað, sem var Kristmundi heilagur — til heim- ilis hans, til elskuiegrar konu hans, sem ung var honum gefin, og til sonanna þeirra tveggja. — Þar er mikil sorg og söknuður yfir örlögum hins góða eigin- manns og föður. En í hinni þyngstu sorg er veitt huggun og von í trúnni á áframhaldandi líf og endurfundi. Guð gefi syrgj- andi ekkju þrótt og dug, en litiu sohunum hennar blessun. L. H. ★ ÞEGAR Kristrnundur Þórarinn Grfðmundsson, framreiðslumað- uri kveður oss 28 ára gamall, þá er það eins og svo oft áður, að við eigum bágt með að skilja og sætta okkur við það að fjelagar okkár kveðji þennan heim í blómá lífsins. i Kristmundur Þ. Guðmundsson var fæddur 6. janúar 1923 í Ól- afsvík, en fluttist á öðru ári til Reykjavíkur, og ólst hjer upp. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Kristmundsson, sjómaður í Ól- afsvík, er ljest fyrir mörgum ár- um og Ásdís Kristjánsdóttir, ættuð frá Ölafsvík, en er nú bú- sett í Reykjavík. 29. maí 1943 kvæntist Krist- mundur Guðrúnu Jónsdóttur, Helgasonar, sjómanns i Hafn- arfirði, og lifir hún mann sinn ásamt tveimur sonum þeirra, Þóri, 8 ára og Jóni Helga, sem er 9 mánaða. Ungur hóf Kristmundur Guð- mundsson nám í framreiðslustörf um að Hótel Island í Reykjavík, fór síðan í þjónustu Eimskipafje- lags Islands, og var þar um skeið, og okkar fyrstu kynni voru á þeim árum, er við vorum saman á e.s. Brúarfoss. Síðan skildu leiðir okkar í samstarfi um nokk urra árá skeið, uns við fórum að starfa saman í fjelagsmálum stjettar okkar, eins og síðar verð ur greint frá hjer. Ekki varð hann mörg ár til sjós, en hann vann við fram- reiðslustörf allan þann tíma, sem og ætíð síðar, eítir að hann fór í land,var í mörg ár við þau störf í Tjarnarcafé, en síðan árið 1948 hefur hann unnið þessi störf í Sjálfstæðishúsinu, en 20. febr. s.l. fjekk hann leyfi frá störfum í Sjálfstæðishúsinu, til að leysa stjettarbróður sinn af ó m.s. Goða foss. Arið 1942 gerðist hann fjelagi í Matsveina- og veitingaþjónafje- lagi Islands, og hefur hann unnið mikið starf fyrir það fjelag og síðar fyrir Samband matreiðslu- og framreiðslumanna, var 1947 kosinn gjaldkeri þess, og frá þeim tíma hefur hann ætíð verið í stjórn þess, og lengst af sem vara formaður. Hann átti oft sæti í sómninganefndum fyrir fjelagið og sambandið, og síðast starfaði hann í samninganefnd við Eim- skipafjelagið og Skipaútgerðina, þegar SMF fór í verkfall á sið- asta sumri. Á aðalfundum var hann oft fundarstjóri. Fulltrúi í Sjómannadagsráði hefur hann n n iiwnnni Markújs verið síðan árið 1946. og innan jess hafði hann ýmsum störfum ð gegna, var endurskoðandi, engi í skemmtinefnd og nú sxð- ast formaður hennar, en sú nefnd ;jer um allan undirbúning skemmtana* á sjómannadaginn. Hann hafði mikin áhuga fyrir xyggingu dvalarheimilis aldraðra ;jómanna, sem er eins og kunn- xgt er það málefni, sem sjómanna lagurinn beítír sjer fyrir. Vara- lulltrúi á Alþýðusambandsþingi og í Fulltrúáráði verkalýðsfje- laganna í Reykjavík hefur hann verið s.l. fjögur ár. í prófnefnd í framreiðsluiðn átti hann sæti síðan 1949. I störfum sínum sýndi hann mikla hæfileika, var ákveðinn í skoðunum fastur fyrir. en örugg- ur. Á aðalfundi framreiðsludeild- ar Sambands matreiðslu- og fram reiðslumanna, er haldinn var 26. febr. s.l., var Kristmundur heit. kosinn formaður deildarinnar. Við atvinnu sína sýndi hann einnig mikinn dugnað og trú- mennsku. Kristmundur Guðmundsson var glaðlyndur og hrókur alls fagnaðar. í starfi sínu var hann stundvís og tryggur vinum sín- um, og boðinn og búinn að gera þeim greiða og hjálpa þeim á einn eða annan hátt, ef nauðsyn bar til. Hann var sá maður, sem fjekk góðan vitnisburð húsbænda sinna þar sem hann vann, og traust stjettarbræðra sinna og vináttu eignaðist hann. Hann fór því vel með æfidag sinn, þótt ekki væri hann langur. Eftirlifandi konu Kristmundar, frú Guðrúnu Jónsdóttur, móður hans og sonum tveimur, sem og systkinum færi jeg alúðarfyllstu samúðarkveðjur frá mjer per- sónulega, sem og stjettarbræðr- um og stjettarsambandi okkar, SMF. Að lokum vil jeg segja þetta: Kristmundur minn. Fyrir hönd Sambands matreiðslu- og fram- reiðslumánna og Fulltrúaráðs ' sjómannadagsins færi jeg þjer kærar þakkír fyrir allt þitt starf fyrir þessi samtök. Persónulega þakka jeg þjer gott samstarf og trygga Vináttu. Það skárð, sem rofið hefur verið í okkar hóp, fjelaga þinna og vina, verður aldrei að fullu bætt. Eftir standa minningarnar, bjartar Qg hrein- ar. Hvíl þú í friði. Böðvar Steinþórsson. Sígarettukveikjari ; DunhiII, tapaðist i gærmoigun ! í Kirkjustræti, við innke.vrsl- j una í Landsimaportið. Finnandi i er beðinn að skila kveikjaran- j um gegn fundarlaunum, i afgr. j Landsímans. j ! ! l HINN 25. fyrra mán. andaðist að heimili sínu Breiðabólsstað í Miðdölum Ingiríður Kristjáns- dóttir frá Gunnarsstöðum. Var hún elst allra íbúa Dalasýslu og vantaði misseri til að verða hundrað ára. Hún var fædd 28. ágúst 1851 að Gunnarsstöðum, og dóttir þeirra hjóna Kristjáns Guð brandssonar ríka á Hólmlátri og Guðbjargar dóttur Hákonar á Gunnarsstöðum, velmetins efna- bóndá. Sagnir skýra frá því, að Hákon haíi fundið bein drengs er úti varð á Rauðamelsheiði og flutt þau til kirkju og hafi hon- um síðan snúist flestir hlutir til gæfu. Kristján faðir Ingiríðar heit- innar var búmaður ágætur og hinn mesti framfaramaður um jarðrækt og stofnaði hann á merkilegan hátt búnaðarfjelag í Hörðudalshreppi. Hann varð skammlífur. Ingiríður heitin var ung manni gefin, aðeins 19 ára. Var það Kristján sonur Kristjáns sem kallaður var Hítardalsráðs- maður. Kristján ráðsmaður var kunnur maður og þótti mikill fyrir sjer. Ungu hjónin, sem gift- ust 8. júní 1871, munu hafa byrj- að búskap á Dunk, en fluttu það- an að Hraundal í Hraunhreppi. Þar andaðist Kristján eftir 13 ára hjónaband vorið 1884 og fluttist ekkjan með fjórum börnum þeirra að Gunnai'sstöðum.. Á næsta ári 17. sept. giftist hún Magnúsi Magnússyni af Húsa- fellskyni (Snorraætt) og bjuggu þau síðan allan sinn búskap, hálf- an fimmta tug ára, á Gunnarss- stöðum og þóttu jafnan merkis- hjón. Voru þau 59 ár í hjóna- bandi. Á Gunnarsstöðum var um- svifamikill búskapur, búfje rnargt, en jörðin erfið, fjalllendi til slægna og fjárgöngu. Magnús rak þar allumfangsmikla sveita- verslun. Þar var gestrisni mikil 1 og margt langferðamanna er þangað leituðu gistingar. Hús- rými mikið eftir því sem þá gjörðist og veitingar í besta máta, en gestagangur mæðir jafnan mest á húsfreyju. i Ingiríður heitin var tápkona, veitul og vinsæl, en engar aug- lýsingar voru birtar um það sem þau hjónin ljetu af hendi rakna til bjargþurftarmanna og ætt- i ingjá. Efnin jukust vegna starf- j semi og ráðdeildar, en ekki af á- girnd eða nísku. Húsfreyjan var starfskona mikil og rriáttí segja J að henni fjelli ekki verk úr hendi fram á allra síðustu ár. Hún j var einörð kona og hjélt sínum hlut án hávaða. Hún var hæg og ; prúð í framgöngu og leysti hvert starf vel af hendi. Síðasta tug æfi sinnar dvaldi hún hjá dóttur sinni Guðrúnu og manni hennar Jóni Sumarliða- syni hreppstjóra á Breiðabóls- stað, fyrst ásamt manni sínum, Sj . en hann andaðist 6. ágúst 1945. Hafði hún þar á því myndar- heimili hinu bestu aðhlynningu í ellinni. Nú síðast, á annað ár, var hún rúmliggjandi. Börn hennar þrjú frá fyrra hjónabandi náðu fullorðins aldri. Er eitt þeirra enn á lífi, Kristjana ekkja á Mógilsá. Frá síðara hjóna bandi eru á lífi Guðrún á Breiða- bólsstað, Guðbrandur bóndi á Gunnarsstöðum og Guðlaugur áður bóndi á Kolsstöðum, nú í Reykjavík. Magnús dó á þrítugs- aldri, bóndi í Lækjarskógi. Ingiríður heitin verður í dag jarðsett í Snóksdal við gömlu sóknarkirkjuna hennar. Gengur þar til hvíldar gagnmerk kona að endaðri langri og farsælli æfi- braut. Þorst. Þorsteinsson. [ Uppboh | i Opinbert uppboð verður haldið | | að Ingólfsstrasti 3 hjer í bæn- í 1 um, mánudaginn 12. mars n. k. : l kl. 2 e.h. og verður þar seld i i búðarinnrjetting, frysti- og i | kæliskápur, áskurðarvjel, borð i i vigt og ýmislegt fleira tilheyr- i | andi þrotabúi Axels Mogenscn. i i Greiðsla fari fram við hainars § I högg. — | : s = liorjyjarfógetinn í Keykjavík | : r 1 •iMiiiiitMiimiiiiiiiiimMiiiiiiiiiiiimiiiiMiiiiiiiiiiiiii. Armanit fer til Vestmannae.vja í kvöld. Vöru- móttaka í dag. Ef.th Eð. íhx: 1) — Jæja, þá sjáið þið sel- — Jæja, Matti,. við skulum ina. Þarna eru þeir, Diðrik tafarlaust hefjast handa. skipstjóri, svo þúsundum skipt- j " ý! ir. I 2) — Jæja, þá byrjum við, 3) — Hættið þið undir cins. segir Matti. Miðar rifflinum og Hættið undir eins. skýtur íyrsta selinn til bana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.