Morgunblaðið - 09.03.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1951, Blaðsíða 10
10 MORGVIS BLAÐIÐ Föstudagur 9. mars 1951 Framhaldssaga 27 illi vonar og ótta ^ajiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiUHiiiiinmnvi EFTIR BRUNO FISCHER iiiim111111111111111111111111? „í bandi um öxlina?“ „Já. Það var þægilegast að bera byssu þannig, þegar mað- ur er í ljettum sumarfötum. Jeg efast um að jeg hafi brot- ið nokkur lög með því“. „Jeg veit hvað bíður þín, ef jeg á eftir að rekast á þig með byssu“, sagði Cooperman. „Jeg sje um það að þú rek- ist ekki á mig“. Cooperman ætlaði að segja eitthvað en Helm greip fram í fyrir honum. „Við eyðum tím- anum til einskis, Prince“, sagði hann. „Við höfum auðsjáanlega ekkert upp úr Bascomb, nema út úr snúninga“. „Hann heldur það að minnsta kosti, en við getum gert yður heitt í hamsi, Bascomb“, sagði Prince. „Jeg skil ekki hvernig það má vera“, sagði Tony letilega. „Jeg svara öllum spurningum sem eru lagðar fyrir mig. Jeg get ekkert að því gert þó að ykkur líki ekki svörin“. Síðan heyrist lágt muldur og loks fótatak. Tony kom út á pallinn í fylgd með Cooperman. Lögregluþjónninn sem sat á tröppunum stóð á fætur. Bob Hutch leit með aðdáunaraug- um á Tony. „Þú bíður hjer, Bascomb“, sagði Cooperman og gaf George merki um að koma inn. „Gættu þín á þeim, George“, sagði Tony um leið og George stóð á fætur. „Láttu þá ekki leika á þig“. „Hafðu engar áhyggjur af mjer“, sagði George og gekk inn á eftir Cooperman. Þeir sátu allir í hægindastól- unum í stofunni. Helm sat á legubekknum við hliðina á lög- reglumanni, sem hafði ekki lagt neitt til málanna á meðan þeir voru að yfirheyra Tony. Oeinkennisklæddur maður sat við borðið með litla minnisbók fyrir framan sig. Ungur maður varla eldri en George sat í stóln um við gluggann. Hann var í ljettum sumarjakka og skyrt- an var fráhneppt í hálsinn. Hann stóð á fgfetur og rjetti fram hendina. „George Dentz? Jeg heiti Hugh Prince. Jeg þekki frænda yðar. Hef lent í málum við hann. Hann er röskur karlinn. Þjer þekkið náttúrlega Ben Helm. Og þetta er Greely und- irforingi". George kinkaði kolli til Helms og undirforingjans. „Ger ið svo vel að fá yður sæti“, sagði Prince, og George settist. Þetta virtist ætla að ganga vel. Enginn rjeðst á hann með skömmum. Enginn sakaði hann um neitt. Þegar hann var spurð ur, sagði hann frá því að hann hefði ekið Jeannie Poole á fimmtudagskvöldið fyrst heim til Tony Bascomb og síðan til Kinards. „Tókst vel á með ykkur þá?“ spurði Prince. „Ja, jeg bauð henni vínglas, en hún afþakkaði. Sagðist vera þreytt og vilja fara að sofa. Þegar við komum hingað, vildi Helm tala við míg, og Mark fylgdi henni í húsið. Jeg sá hana ekki eftir það“. „Þjer eigið við fimmtudags- kvöldið?“ Helm tók pípuna út úr sjer. „En úr því að þú bauðst henni vínglas með þjer, þá hefur þjer líklega líkað vel við hana“, sagði hann. „Jeg get varla sagt að jeg hafi þekkt hana. Við höfum ekki verið saman nema í tíu mínútur“. „En þig langaði til að kynn- ast henni betur?“ „Jeg hafði ekkert að gera þetta kvöld“. „Og svo þegar við sátum úti á appinum og spjölluðu sam- an þá gramdist þjer hvað Mark dvaldist lengi hjá henni. George strauk yfirvaraskegg ið með þumalfingrinum. „Gramdist mjer?“ „Já, það sýndist mjer“, sagði Helm. „Þú varst alltaf að gjóta augunum þangað“. „Jeg get varla sagt að mjer hafi gramist. JJeg þekkti hana varla“. „Og þó komuð þjer næsta dag til að hitta hana“, sagði Prince. „Jeg veit ekki hvort hægt er að segja það beinlínis. Jeg var að koma af skrifstofunni og þegar jeg ók hjerna framhjá sá jeg að hún sat úti á pallin- um svo að jeg stoppaði“. „Bíddu við“, sagði Cooper- man. „Þú ferð varla hjer um á leiðinni heim úr vinnunni". „Jeg sagðist ekki hafa verið á leiðinni heim. Jeg var að fara til Sprague til að tala við hann um mál, sem snertu reksturinn yfir daginn“, „Gerðuð þjer það?“ spurði Prince. „Jeg komst aldrei þangað. Jeannie Poole bað mig að gefa sjer kvöldverð niðri í bænum og keyra sig síðan á járnbraut- arstöðina11. „Hvað var klukkan þá?“ „Um hálf sex“. „Hvaða lest ætlaði hún að fara með?“ „Með lestinni sem fer klukk- an hálf átta frá Hessián Valley.“ „Jæja“, sagði Prince. „Og hvað svo?“ „Við borðuðum kvöldverð á „Black Roclc Inn“. Þar var fullt af fólki og afgreiðslan gekk seint. Allt í einu sá jeg að klukkan var orðin rúmlega sjö. Jeg sagði Jeannie að hún mu.ndi ekki ná lestinni og það færi ekki önnur lest til New York fyrr en næsta morgun“. „Engin furða þó að hún hafi misst af lestinni“, sagði Cooper- mann. „Black Rock Inn“ er fjórtán mílur frá járnbrautár- stöðinni". „Veist þú um nokkuð boðlegt veitingabús, sem er nær?“ „Það kemur ekki málinu við“, sagði Prince. „Þjer hljótið að hafa vitað að það var ekki hægt að keyra fjórtán mílur, borða kvöldverð og aka aftur til baka á tæpum tveim klukkutímum". „Það var gaman að vgra með henni og tíminn Jeið fljótt“, sagði George. Um leið og hann var búinn að segja það sá hann eftir því. Þetta voru nákvæm- lega sömu orðin og Tony mundi nota. „Eruð þjer vissir um að yð- ur hafi ekki fundist hún svo skemmtileg að þjer hafið ekki kært yður um að hún næði lest inni?“ „Jeg hugsaði ekki svo langt. Þó skal jeg viðurkenna að mjer fannst það ekkert verra að við þyrftum ekki að flýta okkur við máltíðina“. „Hvert fóruð þið svo?“ „Við vorum þar góða stund. Það var spilað þar og við döns- uðum. Annars þekkja þeir mig á „Black Rock Inn“. Gibons, eigandinn sá okkur þegar við fórum“. „Hvenær fóruð þið?“ „Klukkan hefur líklega ver- ið rúmlega hálf tíu. Jeannie var hrædd um að hún mundi ekki fá inni hjer, ef hún kæmi seinna“. „Þótti henni slæmt að hafa mist af lestinni?“ „Ekki beinlínis, en hún vildi endilega fara með fyrstu lest um mogrunirin. Jeg sagði henni að það færi lest klukkan sjö og hún vonaði að hún kæmist nógu snemma á fætur til að ná henni“. „Sagði hún nokkuð um það hversvegna henni lægi á að kom ast til New York?“ „Nei“. „Hvað sagði hún um sjálfa sig?“ „Hún talaði lítið sem ekk- ert um sjálfa sig“. „Minntist hún á Tony Bas- comb?“ George teygði sig yfir borðið til að drepa eldinn í sígarett- unni. Hann fann að mennirn- ir fimm horfðu allir á hann. „Hún spurði hvort hann ætti unnustu í Hessian Valley. Jeg kærði mig ekki um að tala um það við hana, svo að jeg gaf ekkert út á það“. Prince kinkaði kolli. Vafa- laust hafði hann fengið upp- lýsingar um Rebekku Sprague og biðlana hennar. „Langaði yður ekki til að vera lengur með Jeannie Poole í gærkveldi?“ „Jeg veit ekki. Máske. En hún sagðist þurfa að fara að hvíla sig ef hún ætti að ná lest- inni“. „Buðuð þjer henni að keyra hana á járnbrautarstöðina?“ „Nei. Mig langaði ekkert til að rífa mig 'á fætur klukkan sex til að keyra hana nokkurra mínútna ferð“. „Bað hún yður um það?“ „Nei“. „Hvernig ætlaði hún að kom ast á járnbrautarstöðina?“ „Jeg veit það ekki. Jeg ljet hana um það. Hún virtist kunna ráð við flestu. Hún var ekki feimin“. „Fór hún í símann á meðan þið voruð á „Black Rock Inn“, spurði Helm. „Ekki held jeg ... .“. George þagnaði. „Það getur verið þó að jeg hafi ekki orðið var við það. j Hún fór einu sinni eða tvisvar fram. í annað skiptið var hún góða stund í burtu. Það getur verið að hún hafi hringt. Jeg veit það ekki“. „Vissi hún þá að hún hafði misst af lestinni“. „Já. Við höfðum verið að dansa og vorum búin að borða“. „Hvað var klukkan þá?“ „Um hálf níu, en jeg veit það ekki fyrir víst“. EF LOFTVR GETVR ÞAÐ EKKl ÞÁ HVERt Hákon Hákonnrson 89. Jeg sleppti árunum og greip riffilinn, sem Mary var búin cið hlaða að nýju. Jeg skaut og það varð mikill tryllingui um borð í kanóinum, sem elti Jens. „Róðu, Jens, róðu!“ kallaði jeg. „Jeg skal sjá um, áð bá*~ arnir nái þjer ekki.“ Hinn kanóinn, sem hafði tekið stefnuna til okkar, var nú ekki meira en fjörutíu metra í burtu. „Jæja, Mary, taktu skammbyssurnar þínar,“ sagði jeg. „Þetta er höfðinginn!“ sagði hún, „hann, sem fór með mig til Apaeyju.11 Jeg lyfti rifflinum og ætlaði að senda honum kúlu, en Mary tók í handlegginn á mjer. „Skjóttu ekki, Hákon, lofaðu mjer að tala við hann.“ Og nú kom samtal, sem jeg skildi ekki eitt einasta orð í, en Mary*sagði mjer seinna, hvað hafði farið þeim á milli. „Sterki Hákarlinn á að lyfta árum sínum. Hvíta Blómið langar til að tala við hann.“ „Hvers óskar Hvíta Blómið, sem var tekið frá mjer?“ „Hún óskar þess, að þú ásækir ekki vini hennar. Hvíti maðurinn er bróðir hennar.“ „Hvíti maðurinn hefir læðst í burtu frá þorpinu. Hann er brátt á mínu'valdi og Hvíta Blómið á að koma með til Laka.“ „En Hvíta Blómið er sterk, og hún vill ekki koma til baka með þjer. En þú heíir verið góð við Hvíta Blómið. Þessvegna ætlar hún að vara þig við. Þú mátt ekki berjast á móti henni og hvítu bræðrunum hennar.“ „Hákarlinn er sterkur. Hann tekur allt með sjer til þorps- ins síns. Aðeins einu sinni ljet Sterki Ilákarlinn þrumur og eldingar hræða sig. Þú verður að snúa til baka með mjer“. Aftur var árunum sökkt í sjóinn og' báturinn nálg'aðist. „Tefðu hann dálitla stund í viðbót,“ kallaði jeg til Mary. „Jens er búinn að fá meðvind í seglið, og hann er að komast burtu frá þeim, sem elta hann.“ „Sterki Hákarlinn verður að hlusta á rödd Hvíta Blóms- ins,“ sagði Mary. „Eldin^ar hvíta mannsins eru hættulegar. Hefir þú ekki orðið var við það?“ Verkamannafjðiagið Dagsbrún Framhaldsaðalfundur Verkamannafjelagsins Dagsbrún verður í Listamanna- skálanum sunnudaginn 11. þ. m. kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Framhald aðalfundarstarfa. 1. Rætt um uppsögn samninga. Fjelagsmenn sýni skírteini við innganginnn. Stjórnin. Hangikjötið góðkunna er nú daglega tekið úr reyk. — Sama ágæta vcrkunin og áður. — Páskarnir nálgast. — Verslanir pantið í símum 4241 og 2678. ^amband íót óamuivma fjeta cja m •»ji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.