Morgunblaðið - 09.05.1951, Side 10

Morgunblaðið - 09.05.1951, Side 10
10 MORGinSBLAÐlÐ Miðvikudagur 9. maí 1951. Framhaldssagan 24 iiiMiniiwniMmiimmiiiiiitiriimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimn11 AST í IVIEIIMUIU SKALDSAGA EFTIR LOIS EDWARDS..—£ Jeg settist og Giséle hjelt áfram „Jeg verð að segja að mjer finnst þú ekki beinlínis vera að springa af kæti, ef tekið er tíllit til þess að þú ert nýtrúlofuð. Jeg vona að þú látir ekki áhugaleysi okkar hafa áhrif á þig. Þú hefur sjálfsagt heldur ekki búist við öðru. eða hvað?“ „Jeg bjóst ekki við neinu“. „Það er ágætt. Það eina sem þú færð frá mer, er nefnilega verra en ekki neitt. Þú vaktir lengi í gær?“ ,,Ja . „Það er skrítin hending að þú skulir vakna næsta dag við það að þú ert trúlofuð“. „Það var ekki beinlínis hend- ing“. Hún settist upp. „Ætlarðu að neita því að þú varst uppi í kof- anum með Guy í nótt og eftir því sem jeg best veit, þá talaðir þú ekki eingöngu um ekkjustand þitt? Helen sá þig, kjáninn þinn hún....“. Hún þagnaði. „Þú get- ur að minnsta kosti ekki neitað því“. Hún var orðin æst. „Jeg neita engu“. „Nei. Þú þykist hafa verið snið- ug, kæra tilvonar.di mágkona. En það stendur ekki lengi. Jeg þekki Guy og jeg veit að það stendur ekki lengi“. „Hvað stendur ekki lengi?“ spurði Guy. Hann stóð í dyrun- um. Giséle hrökk við. „Þessi trúlof un þín. Guy, þú mátt ekki gera það, þú mátt það.ekki. Hún er ekki þess verð að snerta þig. Hún er. .. „Þegiðu". Hann ýtti henni frá sjer og kom til mín og tók hönd mína. „Giséle, jeg sagði þjer í morgun að þú yrðir annaðhvort að koma fram við Georgiu sem tilvonandi eiginkonu mína, eða fara hjeðan annars. Þú samþykkt j ir það, og þrern stundum síðar hefur þú svikið loforðið. Þú átt i einskis úrkosta lengur. Þú ferð ( hjeðan og það strax“. Giséle stóð sem þrumu lostin. j „Guy, þjer er ekki aivara“. „Víst er mjer alvara. Þú ferð strax“. I fyrsta sinn síðan jeg sá hana, hvarf þót.tinn úr svip hennar. „Guy....“. Hún rjetti fram hend- urnar biðjandi. „Guy, eg skal gera hvað sem er, þú mátt bara ekki láta mig fara“. „Það er Georgia, sern verður að ákveða hvort hún fyrirgefur eða ekki“, sagði Guy kuldalega. Jeg sárkenndi í brjósti um þau bæði. Hann virtist rólegur, en hönd hans titraði. „Giséle“, sagði jeg. „Jeg skil og jeg skal fyrir- gefa“. Hún leit á mig og þó að jeg sæi að henni var mikið niðri fyrir þá komu þó hörkudrættir í andiit hennar. Jeg vissi það að hún; mundi aldrei fyrirgefa mjer. „Georgia, biddu hann um að lofa mjer að vera“, sagði hún. Jeg vildi ekki að hún yrði kyrr. Jeg var hrædd við hana. En jeg tók þjettar um hönd Guys. „Þú verður að biðja systur þína að vera kyrr hjer“, sagði jeg. „Þetta er líka hennar heimili". Það varð löng þögn áður en Guy svaraði. „Þú átt þetta ekki skilið“, sagði hann loks, „en þú getur verið hjer ef þú vilt“. Hann sneri sjer að mjer. „Jeg kem aftur eftir augnablik, Georg- ia. Þú verður eítir hjer hjá Gis- éle“. Kann gekk hratt út. „Þakka þjer fyrir, Georgia", sagði Giséle, þegar hann var far- inn. Rödd hennar var kuldaleg eins og regndroparnir á rúðunni. „Jeg býst við að þú háfir verið mjög göfug“. „Ekkert aö þakka“, sagði1 jeg. „Þú gerðir það auðvitað, fyrir Guy en ekki fýrir mig. Jeg skal haga mjer vel, Georgia. en jeg. . jeg get ekki fyrirgefið þjer.“ Jeg svaraði ekki.s.vo hún hjelt áfram. „Þú %nátt ékki segja Guy það?“ „Þú veist að jeg geri það ekki“, sagði jeg. „Annars mundir þú ekki þora að segja það við mig“. Jeg fór út og upp í herbergi mitt. Jeg tók kápu út úr skápnum og fór niður aftur og út. Rign- ingin fjell niður á bert höfuð mitt. Jeg gekk í kring um húsið og niður að býlinu. „Góðan daginn, Mia“ kallaði jeg og hljóp í áttina til hennar, þegar jeg heyrði að hún heilsaði mjer með gelti. Þegar jeg kom inn aftur eftir gönguferðina var jeg holdvot. Dyrnar að herbei'gi Helen voru lokaðar. Jeg hafði ekki sjeð hana síðan kvöldið áður. En jeg vissi að brátt mundi að því koma að jeg yrði að sjá hana. Þegar jeg kom niður í stoíuna hálftíma síðar, var hún ekki þar. En hin voru þar öll saman kom- in. Það hafði verið borið fram kampavín. Guy kom til móts við mig og tók undir handlegg minn. Við gengum inn í stofuna saman. „Jeg ætlaði að koma ykkur að óvörum“, sagði Guy. „en því mið ur er það ekki á hverjum degi sem kampavín er á borðum hjer, svo þið vitið sjálfsagt að eitthvað er á seiði. Jeg hef ánægjuna af að tilkynna ykkur að Georgia hefdr gefið mjer já-yrði sitt og vill verða konan mín. Þið getið ef til vill ekki samglaðst henni, en þið getið að minnsta kosti samglaðst mjer“. Hann brosti og lagði hand- legginn utan um mig. „Það var gaman að heyra“, sagði Bradford. „Leyfist manni að kyssa hina tilvonandi brúði“. Kona hans leit á hann með aug- ljósri vanþóknun þegar hann gekk yfir gólfið og kyssti mig á vangann. Það liðu nokkur augna- blik áður en hún sagði nokkuð. „Jeg óska þjer til hamingju“, sagði hún við mig. „Mjög ánægju legt fyrir þig“. „En jeg“, sagði Guy. „Á ekki að óska mjer til hamingju?" Hún hikaði en lyfti loks glas- inu og muldraði eitthvað. „Þið verðið að fyrirgefa þó að við látum ekki í ljós neina undr- un og ánaegju“ sagði Giséle og bætti svo við. „Guy sagði okkur það nefnilega í rnorgun". „Jeg óska þjer til hamingju, Georgia“ sagði Dickie. Hann lyfti glasinu hátt. „En því miður get jeg ekki óskað þjer til hamingju Guy. Jeg er búinn úr glasinu". Anette hafði ekkert glás. Hún sat þegjandi og horfði inn í eld- inn í arninum. Henri tautaði eitt- hvað á frönsku og Bruno stóð upp úr sætinu við gluggann og kom til okkar. Hann kyssti Guy á báð vanga að frönskum sið og hneigði sig djúpt fyrir mjer Þetta var engin gleðile" hátíðastund. Seinna um daginn fór jeg upp til herbergis míns til að hvíla mig. Jeg hafði setið inni í skrif- stofu Guy á meðan hann raðaði reikningunum eftir hátíðahöldin. Nú þegar jeg gekk upo stigann aftur, hugsaði jeg um Helen. Það var eins og jeg hefði sent henni hu^sftevti, því þegar jeg gekk fram hjá dyrum hennar, kallaði hún: „Ert þetta þú? Komdu inn. Mig langar til að tala við þig“. .Jec var dauðþreytt, en jeg varð að ljúka þessu af fyrr eða síðar. Jeg opnaði dyrnar og fór inn. Hún sat í hægindastól með wisky- flösku á borðinu fyrir framan sig. Jeg sá strax að hún var mjög drukkin. „Er það satt, sem Giséle sagði mjer?“ spurði hún. „Jeg veit ekki hvað Giséle hef ur sagt þjer, en það er satt áð jeg ætla að giftast Guy“. „Útilokað“. „Helen, nú hef jeg fengið nóg af þessum ásökunum. Jeg er ekk- ert. verri en aðrir og það er eng- in ástæða til þess að allir þurfi að verða skelfingu lostnir yfir því að jeg ætli að "iftast Guy“. „Hvernig getur þú gifst hon- um, þegar þú veist að jeg elska hann“, spurði Helen. „Þú hcfur svikið mig“. Hún hækkaði rödd- ina. „Mig langar ekki til að reyn- ast þjer illa“, sagði jeg og reyndi sð stilla mig, „en Guy elskar þig ekki. Honum er frjálst að velja hveria hann vill elska“. „En hann hefði getað elskað mig. Jeg hefði getað látið hann elska mig. Þið skuluð aldrei verða XKákoiB HékoRssrsoa 116. Um nóttina rak okkur nokkuð út til hafs og um morguninn leituðum við til lands að nýju. Nú var vandamálið það, hvernig við ættum að fara að því að ná í eigur okkar og fjársjóðinn. Þar að auki vantaði okkur nokkra menn í viðbót. Við urðum á einn eða annan hátt að ná í Borneo og negramatsveininn. Við bundum skonnortuna dálítið frá landi. Jehs fór í bátinn og rjeri til lands til þess að tala við skipstjórann eða einhvern ann- an. Jeg beindi einni fallbyssunni að landi til þess að geta sent ræningjunum kveðju, ef þeir skyldu ráðast á hann. Þegar Jens var kominn í- skotfæri frá landi, hætti hann að. róa og reis upp í bátnum. „Er stýrimaðurinn á Sæljóninu þarna?“ „Já, en skipstjórinn er hjer líka,“ svaraði Howell. „Þú skalt held- ur tala við hann.“ „Jeg er búinn að tala nóg við hann. Jeg spurði eftir stýrimann- inum.“ | „Enginn hjer opnar munninn, án þess að jeg gefi leyfi til þess". i öskraði Howell. „Þið getið naldið munni fyrir mjer, en ef ykkur skyldi fara að langa í eitthvað til að láta í hann, þá verður einhver annar en Howell að tala við mig. í raun og veru ætti jeg að senda honum : kúlu, en hann fær vafalaust þá refsingu, sem hann hefir unnið til, án minnar hljápar. Nú ætla jeg að tala við stýrimanninn. Ef jeg fæ það ekki, ræ jeg aftur út í skútuna.“ „Kvað viljið þjer?“ spurði stýrimaðurinn. „Hvað jeg.vil? Það væri sjálfsagt eðlilegra, að jeg spyrði, hvað þjer viljið. En við skulum ekki þýséta um það. Hve margir menn voru um borð á Sæljóninu?“ '£ : i „Þrjátíu og fimm alls“. 1 ' „Þarna í fjörunni eru ekki nema tuttugu og þrír, eftir því sem jeg get sjeð. Hvað er orðið af hinum?“ „Fjórir vortr skotnir niður á hiuni eynni í gær. Tveir duttu • *•••**■■■■■■••■■■■■■■■■■■■■*■■•■■■■■■■■•■■•■*•*•■»* * ■ .*■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ • I TILKVNMIMG I Hjer með tilkynnist, að P. Stefánsson, Hverfisgötu 103, : ■ Reykjavík, hefur verið breytt í hlutafjelag frá og með j ; 1. maí 1951, og er nafn hlutafjelagsins P. Stefánsson H.F. I ■ ! til heimilis Hverfisgötu 103, Reykjavík. ! Jafnframt tilkynnist, að jeg hefi látið af störfum, sem : • framkvæmdastjóri, frá sama degi. ; Um leið og jeg þakka löng og góð viðskifti, persónu- I ■ j legan og viðskiftalegan velvilja, leyfi mjer að æskja þess, ; ■ að P. Stefánsson H.F., verði aðnjótandi sömu hlunninda : • og velvilja og jeg. : ; Reykjavík, 5. maí 1951. Z P. Stefánsson. ; Eins og að ofan er skráð, hefir fyrirtækinu P. Stefáns- • • z : son, Hverfisgötu 103, verið breytt í hlutafjelag og verð- ; ; ur nafn þess hjer eftir, P. Stefansson H.F., Hverfisgötu : ; 103, Reykjavík. : Það er ætlun vor að starfa á sama trausta grundvelli ■ • og fyrirennari vor og væntum vjer að njóta sama trausts ; ■ og velvilja og hann. : P. Stefánsson H.F. : 66 KEIMWOOD „CHiEF HRÆRIVJELARNAR Eru nú komnar til landsins Tekið d móti pöntunum HEKLA H.F. Hafnarfjörðiir ! : Umsóknir fyrir hörn í dagheimili Verkakvennafjelags- 5 • : : ins veitt móttaka næstkomandi föstudagskvöld kl. 8,30, ; 2 * ; í Dagheimilishúsinu. S ■ •; ; Daghcimilisiiefndin. ■■■■■■BB■!■«■■■■!■■■•■•■«■■■■■•■■NI■■■I■■■■■•■■■■•■■■«■■■■••■■•■■■■a*H * m ■ »; ! SundhöSI Reykjavikur I « m • . - ■ B'. . m, | verður framvegis oþin fyrir bæjarbúa, ncma ósynd börn, jj ■ . m j allan daginn til kl. 8 síðd. Ósynd börn fá aðgang að Sund- : | | 41 frrttffi„ m 1 höllinni fyrir kl. 9 árd. og milli kl. 4,15 Síðd. til kl. 8. : ■ •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.