Morgunblaðið - 11.05.1951, Blaðsíða 1
16 síður
38. árgangur. 104. tbl. — Fösíudagur 11. maí 1951. Prentsmiðja Morgunblaðsins.
ISeldur rolaðl lii á duef-
Fkráriœndmniiu í gæsr
Hargar þrautir þó éleystar þar emrþé
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
PARÍS, 10. maí: — Eftir dagskrárfundinn í París í dag gera menn
sjer heldur meiri vonir um árangur en fyrr. Rússneski varautan-
rlkisráðherrann, Gromikó, lýsti yfir, að Rússar gæti fallist á 2.
tillögu Vesturveldanna um dagskrá fyrirhugaðs fjórveldafundar,
ef lagfærð væri tvö atriði.
. Formælandi Vesturveldanna^
sagði að fundi loknum, sem var l
sá 48. í röðinni, að aðgerðarleys-
ið væri nú rokið út í veður og
vind, en enn þá væri margir erf-,|
iðleikar, sem þyrfti að sigrast á.
VIBTAL ViÐ FRJETTAMENN I
Gromikó sagði í langri tölu, að
Rússar hjeldu fast við skoðun
síaa um vígbúnaðinn. Að fundi
lókr.um veitti hann blaðamönn-
um áheyrn, aldrei þessu vant.
TVÆR BREYTINGAR
Tvær eru þær breytingar, sem
Rússar vilja gera á tillögum
Vesturveldanna um dagskrá. Sú
fyrst, að umræður um afvopnun
l>ýskalands færist fram á dag-
skránni, en Vesturveldin hafa
gert ráð fyrir þeim seinast.'—- í
annan stað verði rætt um Atlants :
hafssáttmálann og herstöðvar
Bandaríkjanna í öðrum heims-
álfum.
Kynna sjer ÍGÍfhernað
EUNDÚNUM, 10. maí: — Sjer-
fræðingar 9 ríkja eru á förum til
Kóreu, þar sem þeir kynna sjer
lofthernað. M.a. senda Danir
þangað sjerfróðan mann í þessu
skyni.____________
Kommúnislum ekki
vært í Pakislan
KARAKI, 10. maí: — í dag hófst
í Pakistan leit að kommúnistum,
sem sjerstaklega skaðsamlegir
verða taldir. Níu forsprakkar
þeirra hafa þegar verið teknir
Höndum. í hópi þeirra 6, er hand
teknir voru í Lahore, er aðalrit-
ari verklýðssambandsins í Pun-
jab, Mohammed Afzal.
Verkfallið
var ólö^jegt
STOKKHÓLMI, 10. maí — 1 dag
voru 137 verkamenn ið.juvers í
Svíþjóð dæmdir í 75 til 150 kr.
sekt hver fyrir þátttöku í ólög-
mætu verkfalli. 35 voru sýknaðir
með öllu. Verkamennirnir voru
óánægðir með einn verkstjórann
og heimtuðu, að hann væri rekinn.
IÞví var ekki sinnt. Lögðu þeir þá
niður vinnu, en vinnudómurinn
kvað upp þann úrskurð, að verk-
fallið væri ólöglegt. —NTB.
Vlðhafnarmikil
hjónavígsla
MUNCHEN, 10. maí — 1 dag
gengu þau í hjónaband Otto von
Habsburg, erkihertogi, sá er gerir
tilkall til krúnu Habsborgarætt-
arinnar, og þýska prinsessán
Regina von Saxen-Meiningen. —
Hann er 38 ára, en hún 26. Vígsl-
an var borgaraleg, en mikið var
um dýrðir, svo að 19. öldin hefði
jafnvel verið fullsæmd af.
Rússneskur liðsfsringi
flýr fi! V-B$rlínar
BERLÍN, 10. maí -— Rússnesk-
nr liðsforingi, Vassili Ivano-
vitsj að nafni, hefir gefið sig
fram við bresku yfirvöldin í V,-
Berlín og lcitað þar hælis sem
flóttamaður. Var liðsfóringinn
nýkominn úr lcyfi heima í Rúss
landi. Póttist hann þá sjá,
hversu „allt var óbærilegt aust-
ur þar“. Bresk yfirvöld í borg-
inni hafa tillcynnt Rússum, að
þau hafi orðið við beiðni manns
ins, og muni fá honum griðland
—Reuter-NTB.
ÍSfiufningurinn til
Kína fakmarkaður
LUNDÚNUM, 10. maí —
Hartley Shav/cross, viðskipta-
málaráðherra Breta, skýrði
frá því í neðri málstofunni í
dag, að breska stjórnin muni
fallast á þá tillögu Bandaríkja
manna, að flyt.ja ekki hráefni
til Kína, sem hafi hernaðar-
legt gildi. Þá sagði ráðherr-
ann, að stjórnin hefði gefið
sumum nýlendunum fyrirmæli
um að senda ekki meira tog-
leður til Kína á þessu ári.
Kvað ráðherrann togleðurs-
innfluting Kínverja hafa ver-
ið óeðlilega mikinn á fyrsta
ársf jórðungi þessa árs, og má
gera ráð fyrir, að þörfum
þessa árs sje fullnægt að öðru
leyti en því, sem fer til hern-
aðar. —Rcuter-NTB.
HERLIÐIÐ ER ADEIH5 TIL VARNAR
KHÖFN, 10. maí:
— Sjóhernaðar-
fræðingur sænska
dagblaðsins Dag-
ens Nyheter
ræddi í gær um
várnarsamning ís
lands og Banda-
ríkjanna og '«n u
bandarísks herliðs
til íslands. —
Ræddi hann um
þetta frá hernað-
arfræðilegu sjón-
armiði. — Taldi
hann aðgerðir
þessar aðeins til
varnar. Herstöðv-
ar Atlantshafs-
bandalagsins á Is-
landi væru ómiss-
andi til að verja
skmaleiðirnar yf-
ir Atlantshafið
gegn kafbátum
Rússa, sem bæki-
stöðvar hafa í
Murmansk. Hann
telur að með þess-
um aðgerðum sje
og komið í veg
fyrir að Rússar
hernemi landið
með skyndiárás.
— Páll.
Tveir ríkisíorsetar eru
í Panama sem stendur
áí!:ed Rcbens
Sá, som selfur var af, nýlur lulllingls lög-
reglunnar, svo að bingið fær ekki að gert
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BALBOA, 10. maí: — í dag sátu hvorki meira nje minna en 2 for-
setar að ríkjum í Panama. Annan þeirra hafði þjóðþingið tilnefnt,
en lögreglan fjellst ekki á kjör hans. Sat hann rólegur heima hjá
sjer í hópi vina sinna. Allir voru þeir óvopnaðir, en sannfærðir um
engu a<? síður, að forsetinn gæti setst að í forsetahöllinni. Hinn
hefir þjóðþingið sett af, en það virðist ekki nóg, því að hann hefir
búist um í forsetahöllinni, og umhverfis hann sitja vinir hans gráir
fyrir járnum. Úti fyrir er sterkur hervörður vopnaður vjelbyssum.
láfinn Eans
Hann varS verkamálaráðherra
eftir Aneurin Bevan, er sagði sig
úr ríkisstjórn breska Verka-
mannaflokksins fyrir skömmu
Engin sljórnarbreyl-
ing í vændum
STOKKHÓLMI, 10. maí: — Blað
í Stokkhólmi hefir skýrt frá þvi,
að breytingar í ríkisstjórninni
væri í vændum. Væri i ráði að
Bændaflokkurinn tæki þátt 1
henni. Erlander, forsætisráð-
herra, hefir nú borið þessar sögu-
sagnir til baka. — NTB.
PRAG, 10. maí — Hollenski kaup-
sýslumaðurinn Johannes Louwers
var dæmdur í 15 ára nauðungar-
vinnu í Prag í fyrra. Var hann
sakaður um njósnir í Tjekkó-
Slóvakíu. Hann hefir nú verið lát-
inn laus og er lagður af stað heim
til Hollands. —Reuter-NTB.
Htkil spilling ríkis-
sljórnar Kóreu
^ FLSAN, 10. maí — Leo Shi Yong,
• faraforseti S.-Kóreu, sagði af sjer
í dag í andmælaskyni við þá spill-
ingu, sem hann telur hafa grafið
um sig innan r-íkisstjórnarinnai'.
Sagði Yong, að borið hefði verið
fje á ráðherra og háttsetta liðs-
foringia. „Ríkisstjórnin ber ábyrgð
á þessu, og þar sem leiðrjetting
hefir ekki fengist, hefi jeg engin
önnur ráð en segja af mjer“.
—Reuter-NTB.
SShMu sýninguna
LUNDÚNUM, 10. maí: — Dönsku
konungshjónin eru enn ‘í Lund-
únum. í dag skoðuðu þau þann
hluta sýningarinnar miklu, sem
er á suðurbakka Thems-árinnar.
FeikiSegyr olíubruni
í Ausfurrski
VÍN, 10. maí: — Fvrir liálfum
mánuði kom upp eldur í Mat-
zen-olíusvæðinu á hernáms-
svæði Rússa í Austurríki um
50 km norðaustan Vínarborg-
ar. Talið er, að 600 til 1000
smái. olíu og millj. rúmfet af
gasi brenni þar daglega.
Eldurinn magnaðist enn í
dag, og stóðu eldsúlurnar 16
m í loft upp. Svört reyk- og
sótský hylja hjeraðið. Fólk
verður sótsvart í margra km
fjarlægð. Svo ægilegur er hit-
inn, að slökkviliðsmenn verða
að halda sig í 200 m fjarlægð
frá eldinum. — Reuter-NTB.
Bandai íkjamenn Eeggfa
að Döniim, að þeir lengi
erþjónustulímann
OEIRÐIR
Svona var umhorfs í kvöld, en
áður hafði komið til óeirða, þar
sem fjellu 3 menn, en yfir hundr-
að særðust.
NAM STJÓRNARSKRÁNA
ÚR GILDI
Ástæða þessara átaka er sú, að
Arias, sá er nú hefir verið settur
af, nam úr gildi stjórnarskrá
landsins frá 1946 upp á sitt ein-
dæmi, en úrskurðaði, að stjórnar
skráin frá 1941 skyldi ganga í
gildi í staðinn. Þetta var á mánu-
daginn var. Þinginu þóttu þetta
nokkuð skrýtnar aðfarir og óþol-
andi. Þegar hann vildi svo bæta
fyrir brot sitt vegna þeirrar and-
úðar, er hann sætti, var það um
seinan, því að þingið hafði vikið
honum frá, og skipað varaforset-
ann, Arosmena, í staðinn.
STUÐNINGUR
LÖGREGLUNNAR
Nýir erfiðleikar skutu upp
kollinum, er lögreglustjóri lands-
ins lýsti yfir, að lögreglan mundi
framvegis skoða Arias sem lög-
legan forseta Panama, og vernda
hann með öllum sínum tækjum,
ef nauðsyn krefði.
ALLT Á RINGULREIÐ
Þingið hefir líka gert ályktun,
þar sem þess er krafist, að Arias
verði kvaddur fyrir rjett, sak-
. aður um stjórnarskrárbrot. Sam-
þykkt þingsins um að vikja hon-
um frá er líka að öllu leyti lög-
mæt og bindandi eftir stjórnar-
skránni, en meðan hann hefir alla
lögreglu landsins um 3000 manns
á sínu bandi, er ekki sennilegt,
að Arosmena komist í forseta-
höllina.
Segja má, að allt hafi verið á
ringulreið í landinu í kvöld. Öll
opinber starfsemi hefir stöðvast
til fulls.
Einkaskeyti til Mbl. frá NTB.
KAUPMANNAHÖFN, 10. maí: — Dönsku morgunblöðin segja frá
því, að danska ríkisstjórnin hafi fengið tilmæli frá bandaríska
sendiherranum um, að herskyldutiminn verði lengdur úr 10 mán-
uðum í 3 misseri.
BER UNDIR
LANDVARNARÁÐIÐ
Bandarísku yfirvöldin eiga
að hafa bcðið um svar um
hæl.
Berlingske Tidende segir, að
hergagnahjálpin við Dan-
mörku verði stöðvuð, ef ríkis-
stjórnin sinni málaleituninni
ekki.
Danir eru þeirrar skoðunar,
að þetta mál verði að taka til
meðferðar í landvarnaráði
Atlantshafsríkjanna. I.iggi í
augum uppi þeir erfiðleikar,
sem lenging herþjónustutím-
ans mundi hafa í för með sjer.
EKKI í NOREGI
NTB hefir snúið sjer til
norska utanríkisráðuneytisins,
þar sem oss var tjáð, að
ekki hcíði borist nein tilmæli
frá Bandaríkjunum um, að
herþjónustutíminn í Norcgi
yrði lcngdur.
RYSKINGAR STÚDENTA OG
LOGREGLUIHAMBORG
HAMBORG, 10. maí: — í dag
kom til átaka í Hamborg milli
lögreglu og 1200 stúdenta og
annarra æskumanna. Stofn-
uðu þeir til hópgöne'u, er
stefnt var lil ráðhússins, en
100 ■ lögreglumenn skárust í
' leikinn og reyndu að sundra
hópgöngumönnum, en það
tókst ekki fyrr en beitt var
vatnslöngum. Sagt var, að
sumir stádentanna hafi notað
hnífa. Voru þeir að andmæla
því, að fellt hafði verið úr
gildi ákvæði, er heimilaði
þeim að ferðast með járnbraut
um við niðursettu verði. —
Nokkrir særðust.
— Reuter-NTB.