Morgunblaðið - 11.05.1951, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. maí 1951.
H—wtnanminiinnniiii
Fiamhaldssagan 26
AST í AfElPyUM
....... SKÁLDSAGA EFTIR LOIS EDWARDS
Næsta dag var yndislegt veður, |
einmitt eins og veðrið átti að
vera þegar maður kom fyrst til
Longueville. Jeg hjeist ekki við
inni á meðan jeg beið eftir Guy
cg Nicolas. Jeg gekk niður göt-
una með Miu og hlustaði eftir bíl7
hljóðinu. En þegar jeg heyrði loks
í bílnum fór jeg út af götunni og
gekk upp að húsinu. Þegar jeg
kom þangað var bíllinn þegar
kominn og Guy var einmitt að
f.tíga út. Hann leit í kringum sig
og sá mig.
„Þarna ertu, Georgia"; sagði
hann. „Hjerna er Nicolas“.
Jeg hljóp á móti Guy og hann
íók mig í fang sjer og kyssti mig.
Hann rjetti litla drengnum hönd-
ina og hjálpaði honum út. Hann
var lítill og grannur í gráum föt
um og berhöfðaður. Mjer fannst
•Jiann ekkert líkur Guy, nema
fyrir það hvað hann var alvarleg
ur á svipinn.
Jeg rjetti honum höndina.
,,Komdu sæll, Nicolas. Mjer þyk
ir gaman að þú ert kominn". |
„Komdu sæl“. Svo snjeri hann j
sjer að Guy. „Er þetta Georgia, I
pabbi?“.
„Og þetta er Mia", sagði jeg.
,.Hún er vinkona mín. Jeg vona
að þið eigið líka eftir að vera
vinir“. j
Mia velti sjer á bakið þegar!
hún heyrði nafn sitt og dinglaði
i-ófunni. !
„Hún er skemmtileg“, sagði1
drengurinn og beygði sig niður
til að klappa henni.
„Henni þykir gaman að fara í
gönguferðir“ sagði jeg.
Hann leit á mig. „Það þykir
mjer líka“, sagði hann.
„Það er ágætt. Þá kemur þú
kannske með okkur. Við þekkj-1
um alla stígana um skóginn“. I
„Það verður gaman“, sagði
hann á sinni hátíðlegu ensku.
Hann var eins og lítill, gamall
maður. i
„Jæja, þá er það ákveðið" sagði,
jeg. Rödd mín varð hrjúf, því
ieg var að því komin að gráta. |
Guy kom til okkar. „Komdu
og heilsaðu frænkum þínum,
Nickie“ sagði hann og við geng-
um upp tröppurnar og inn í hús-
ið. i
Anette og Henri sátu fyrir fram
an arininn en Griséle sat í sætinu
við gluggann og var að pússa á
sjer neglurnar.
Guy lagði handlegginn yfir axl-
ir litla drengsins. „Þetta er
frænka þín Anette, frænka þín
Giséle og Henri“. Drengurinn
gekk á milli þeirra og heilsaði
með handabandi.
„Hann er alls ekkert líkur þjer
Guy“, sagði Giséle. „Hann er iif-
andi eftirmynd Nicole“. Hún gaut
augunum til mín og sagði síðan
við Nicolas: „Móðir þín var ákaf-
íega falleg. ... Það er hrós svo þú
átt að þakka mjer fyrir“.
„Þakka þjer fyrir“ sagði dreng
urinn.
„Jeg ætla að fara upp“, sagði
jeg og gekk til dvranna.
„A jeg að fara með Georgiu",
spurði Nickie.
„Já, farðu með Georgiu, Nickie
Hún fylgir þjer til Honoré."
Jeg beið eftir honum. Hann
rjetti mjer litlu hendina og jeg
tók þjett í hana.
Við gengum hægt upp tröpp-
ttrnar og hann fór að tala um
Frakkland. Skyndilega þagnaði
hann og þrýsti sjer að mjer. Jeg
hafði horft á hann, en nú leit jeg
upp og sá Helen koma niður.
Nickie starði skelfdur á hana og
jeg sagði lágt: „Vertu ekki hrædd
ur“. Andlitið á Helen var vægast
Sagt hryllilegt. Það þurfti ekki
fimm ára barn til að hræðast það.
: Hún nam sltaöar nokkrum þrep
um fyrir ofan okkur. .
„Þetta er Nicolas, Helen. Nickie |
lafði Helen er fiænka þin“. I
,Komdu sæl“ sagði hann lágt. •
„Lifandi eftirmynd Nicole“, j
mimMfktimtuiiiiiit
Hún horfði á okkur augnablik,
en hjelt síðan áfram niður tröpp-
urnar.
„Jeg er hræddur við hana“,
sa“ði Nicolas þegar hún var far-
in. „Á hún heima hjerna“.
„Bara um stundarsakir, en ekki
alltaf. Við skulum koma hjerna
inn og þá skal je« segja þier frá
henni Nickie. Hún er ekki svona
ljót af því að hún er vond. Hún
varð fyrir sprengju í stríðinu og
þá varð andlitið á henni svona.
Og þú verður að vera góður við
hana af því að hún á svo bágt“.
Hann leit á mig. „Ætlar þú að
vera með mjer þá?“ spurði hann.
„Já,“ sagði jeg.
,Þá skal jeg ekki vera hrædd-
ur“.
Jeg kom niður hálftíma síðar.
Jeg hafði skilið hann eftir hjá
Honoré. Hann talaði frönsku við
hana og hjálpaði henni að taka
upp úr ferðatöskunum. Jeg var
niðursokkin í að hugsa um hann
og heyrði þess vegna ekki hvað
þau voru að tala um í stofunni,
fyrr en það var of seint að snúa
við.
„.... gengur aldrei til lengdar"
sagði Giséle. „Kvenfólk þolir
aldrei annarra börn til lengdar.
Hún er enginn engill, hvað sem
hver segir“. Hún þagnaði þegar
hún sá mig.
„Afsakið“, sagði jeg. „Jeg ætl-
aoi ekki að trufla samræðurnar“.
„Nei, komdu bara inn“ sagði
Giséle. „Það er envinn vandi að
skipta um umræðuefni“.
' næsta dag.“ Gu-' brosti breytu-
lega. ,Hann er sonur minn, sagði
jeg við hann og jeg ætla að fara
með hann til Frakklands. Hann
! sagði að jeg gæti það ekki. En
| jeg sagðist geta það ög mundi
gera það“.
„Auðvitað hafðir þú á rjettu að
standa. En það geta orðið eftir-
köst“.
„Jeg veit það“ sagði hann og
andvarpaði. „En hann er að
minnsta kosti hjer. Jeg vona að
hann verði ekki erfiður fyrir
„Hann verður ekki á nokkurn
(hátt erfiður. Þvert á móti þá
i verður hann okkur til mikillar
hamingju. Þjer þykir mjög vænt
um hann, er það ekki?“
„Jeg vissi það ekki fyrr en nú,
hve mjög mjer þykir vænt um
hann“.
Jeg sagði satt, þegar jeg sagði
að Nieolas mundi færa okkur
hamingju. Hitt fólkið skipti sjer
lítið af honum og eyddi mestum
tímanum utan hússins. Nickie tók
þau sem sjálfsagðan hlut, en eins
og öðrum börni^m, voru honum
aðeins þeir raunverulegir, sem
honum þætti vænt um. Hann
hætti jafnvel að vera hræddur
við Helen. Hún var meira og
minna drukkin alla daga, en hún
var róleg. Bradfordhjónin voru
að búa sig undir að fara og Anette
og Henri ætluðu að slást í för
með þeim til París.
Guy kom á móti mjer og tók
um hönd mína. „Og við getum
líka farið út. Fyrirgefðu, Giséle,
en mig langar til að fara í stutta
göneuferð fyrir hádegisverð".
Hún veifaði hendinni með
hæðnisbrosi þegar við fórum út.
Við gengum niður stíginn að
tjörninni. „Þeim gremst að hann
skuli vera kominn", sagði Guy.
„En jeg bjóst heldur ekki við
öðru. En þjer?“
„Mjer þykir mjög vænt um að
hann sje kominn til okkar“ sagði
jeg op lagði handlegginn utan um
hann. „Hann er dásamlegt barn.“
„Það var erfitt að ná honum
burt frá Englandi", sagði hann.
„Gamli maðurinn var veikur beg
ar jeg kom. Jeg sá hann aldrei.
Löcfræðingurinn kom frá London
Við Nickie skoðuðum nágrenni
Longueville ásamt Miu. Nickie
var skemmtilegur fjelagi. Hann
var fullorðinslegur eftir aldri.
Hann hafði verið allt of mikið
einn. Hann var kurteis og eftir-
tektasamur. Ósjálfrátt fann jeg
að jeg var farin að tala við hann
eins og hann væri jafnaldri.
„Jeg er hrædd við gæsir,
Nickie“ sagði jeg dag einn, þegar
við sátum á hliðinu fyrir framan
býlið. Við höfðum farið í göngu-
ferð um morguninn og Mia var
komin aftur i hundagirðinguna.
„Hrædd við gæsir?“ sagði
Nickie. „En þær eru svo heimsk-
ar“. Hann gaut augunum til mín.
„Þú ert þá bara heimsk sjálf“.
hann beið eftir hvað jeg mundi
segja.
M <
ARNALESBOK
jV-orgunblaðsins 1
Hákon Hákonarson
118.
Jafnvel hinn blóðþyrsti stýrimaður var orðinn meir og við-
ráðanlegur.
„Allt í lagi“, sagði hann. „En við höfum hvorki vott nje þurrt.
Ekki svo mikið sem einn dropa af vatni.“
Jens sagði þeim, hvar þeir gætu fundið vatn og bætti við, að
hann skyldi senda þeim ofurlítið af brauði í land. Þeir yrðu að
láta sjer það nægja.
Allir sjóræningjarnir, með stýrimanninn í broddi fylkingar,
gengu niður að sundinu. Aðeins einn varð eftir. Það var Howell.
Stýrimaðurinn þekkti hann nógu vel til þess að vita, að það var
best að tala ekki mikið við hann núna. Reyndar hafði hann engin
skotvopn, en hann var stór og sterkur og barátta með hnífum
myndi ekki beinlínis verða nein skemmtun.
Hvað var það, sem fór fram í huga hans núna? Var það sam-
viskan, sem var að byrja að naga hann? Eða var það hugsunin um
það, sem gæti átt eftir að henda hann? Eða gat það verið, að hann
iðraðist gerða sinna?
Nei, það var bara eitt, sem komst að í huga Howells skipstjóra,
og það var hugsunin um hefnd. Klukkustund eftir klukkustund
sat hann í fjörunni. Svo reis hann á fætur. Howell var búinn að
taka ákvörðun sína.
Hann skimaði í kringum sig. Svo gekk hánn þangað, sem ræn-
ingjarnir höfðu hent vopnum sínum og rannsakaði þau vandlega.
En allar byssurnar voru óhlaðnar, Ef til vill voru einhver nothæf
vopn í hellinum. Hann gekk nokkur skref. En allt í einu nam hann
staðar og andlit hans varð náfölt. Hellirinn —---------hann hætti
sjer ekki þangað inn. Hvað var það, sem hafði borið þar við fyrir
langa löngu? Enginn nema Howell gat svarað" því.
; |l|Rj|ftuj'þ^ingum sig og kom auga á lík eins sjóræn-
SAMKOMISALMISN
LAOGAVEG 162
GÖMLU
DANSARNIR
í KVÖLD KL. 9.
Stjórnandi Námi Þorbergsson.
Hljómsveit Magnúsar Randrup.
Aðgöngumiðar á kr. 10.00,
seldir við innganginn.
Fjclag Suðurnesjamanna:
Lokadagsfagnaður
fjelagsins verður í Sjálfstæðishúsinu 17. maí n. k.
Til skemmtunar vcrður rcvya Bláu stjörnunnar
„HÓTEL BRISTOL“ og svo dans.
Fjelagsmenn verða að sækja aðgöngumiða sína fyrir
15. maí, en þeir eru seldir í Skóverslun Stefáns Gunn-
arssonar og í Hafnarfirði hjá Þorbirni Klemenzsyni.
Laugardaginn 26. maí verður skemmtunin í samkomu-
húsi Njarðvíkur.
Listamannaskálinn:
Dansskemmtun í kvöld
Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 7. Borð tekin frá úm leið.
Sími: 6369.
Allt fjörið verður í Skálanum í kvöld.
L.M.F.R.
Keflvíkingar og nágrenni
Mikið úrval af allskonar hengiplöntum. — Einnig
blómstrandi pottaplöntur.
Allar tegundir af afskornum blómum. Rósir kr.
2,50—5.00. Rósabúnt kr. 10.00. Levkoj kr. 2,50. Lev-
kojsbúnt kr. 5,00. Einnig Nellikkur.
Blómabúðin PÁLMINN,
Keflavík.
4ra herbergja íbúð
við Sólvallagötu til pölu. — Uppl. eftir hádegi.
Sigurður Ólafsson hrl.
Ilaukur * Jónsson hdl.
I.ækjargötu 10B, sími 5535