Morgunblaðið - 12.05.1951, Blaðsíða 6
6
IUORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 12. maí 1951,
tfVðistiHiifetft
Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlantia.
í lausasölu 75 aura eintákið. 1 króna með Lesbók.
Villandi frdsögn Þjóð-
viljans um leigumiðlun
Vinnufriður eöa uppiausn
og öngþveiti
TÆP VIKA er nú eftir af þeim
tima, sem til stefnu er, til þess
að ná samningum milli vinnu-
veitenda og þeirra verkalýðsfje-
laga, er sagt hafa upp samning-
um og boðað verkfall hinn 18.
þ. m., ef samkomulag hefir ekki
náðst fyrir þann tíma. Því verð-
ur engan veginn neitað að mikill
fjöldi fólks horfir með kvíða til
þeirrar ógæfu, sem langvarandi
verkföll og vinnudeilur hlytu að
hafa í för með sjer fyrir það og
raunar þjóðina í heild. Veturinn,
sem nýlega hefur verið kvaddur,
var mjög erfiður. Ekki aðeins
bændum og búaliði heldur al-
menningi við sjávarsíðuna. Afli
á vetrarvertíð hefur yfirleitt ver-
ið mjö tregur. í mörgum ver-
stöðv'um hefur orðið tilfinnan-
legur aflabrestur. Hin miklu
snjóþyngsli hafa einnig valdið
því, að framkvæmdir t. d. við
byggingar og aðra útivinnu, hafa
verið í minnsta lagi.
Allt þetta hefur haft í för með
,sjer mjög rýra atvinnu hjá fjölda
manns og jafnvel atvinnuleysi á
einstökum stöðum.
Almenningur kaupstaða og
sjávarsíðu mætir sumrinu
þessvegna við erfiðar aðstæð-
ur. Þetta fólk er þess mjög
vanbúið að mæta verkföllum
og vinnudeilum. Því ríður
þvert á móti mest á hinu, að
njóta stöðugrar og góðrar sum
aratvinnu.
Ef litið er á þarfir atvinnu-
veganna, gegnir svipuðu máli.
Mikilsvert er að framleiðslan
geti haldið áfram óhindruð.
Vöruskiptajöfnuður okkar við
útlönd hefur á fyrstu fjórum
mánuðum ársins orðið óhag-
stæður um tæpar 30 milj. kr.
Stöðvun framleiðslutækjanna
um lengri eða skemmri tíma
hlyti að gera hann ennþá ó
hagstæðari á næstu mánuðum.
Auk þess væri hinu aukna
viðskiptafrelsi þá stefnt í
mikla hættu. Forsenda þess er
beinlínis sú, að framleiðslan
geti gengið vel og örugglega.
Niðurstaðan er með öðrum
orðum sú, að verkföll og fram
leiðslustöðvun nú í sumar-
byrjun eftir hinn erfiða vetur
væri hreinn voði, ekki aðeins
fyrir þær stjettir, sem fyrst
og fremst eiga þar hlut að
máli, heldur og fyrir þjóðina
í heild.
Hjer skulu ekki ræddar þær
höfuðkröfur, sem þær deilur
snúast um, sem nú ógna atvinnu-
öryggi landsmanna. Það hefur
oft verið gert áður. En á það
skal aðeins bent að engar líkur
benda til þess að launþegar geti
bætt hag sinn og tryggt afkomu
sína með því að knýja fram fulla
mánaðariega vísitöluuppbót á
laun sín. Afieiðing þess hlyti að
verða ör vöxtur verðbólgunnar
og þverrandi atvinnumöguleik-
ar. —■
Atvinnurekendur og launþeg-
ar hafa fyrir nokkru tekið upp
viðræður sín í milli. Ennfremur
hefur verið skipuð sjerstök nefnd
af hálfu vinnuveitenda og Al-
þýðusambands íslands til þess að
rfcða við ríkisstjórnina um þessi
ifaál. Um það, hver árangur verð-
úr af þessum tilraunum til þess
áð ná samkomulagi, skal ekki
fullyrt. En þess verður að vænta
'að allra ráða verði freistað til
þess að koma í veg fyrir það
öngþveiti og upplausn, sem hlyti
að verða afleiðing víðtækra verk-
falla og framleiðslustöðvunar í j
byrjun mesta annatíma árs-
ins.
| Auðsætt er að kommúnistar
ætla sjer að nota þessar kaup- j
J deilur í áróðri sínum gegn ráð- !
stöfunum lýðræðisfIokkanna í ,
‘öryggismálum þjóðarinnar. En J
almenningur mun ekki láta !
fimmtu herdeildinni takast að
blanda innbyrðis ágreiningi um
kaup og kjör saman við lífsnauð-
synlegar ákvarðanir í öryggis-
og utanríkismálum.
Kommúnistar eru allstaðar
eins. Takmark þeirra er alls-
staðar það sama, hvort heldur
er í innanlandsmálum eða út
á við: Að grafa undan hags-
munum lands og þjóðar, spilla
friði og leiðu hrun og ógæfu
yfir almenning. Jarðvegur
þeirra eru rústir og niðurlæg-
ing.
En íslenska þjóðin vill ekki
skapa þeim þennan jarðveg.
Hún vill lifa í friði í landi
sínu, tryggja lífskjör sín og
sjálfstæði og öryggi þess
lands, sem hún byggir.
Eðlileg og óhjá-
kvæmileg ráðstöfun
YFIRLEITT má segja að blöð á
Norðuriöndum hafi tekið ráðstöf
unum ríkisstjórnar íslands í ör-
yggismálunum mjög á sömu lund.
Þau telja þær sjálfsagðar og eðli-
legar.
Þau ummæli, sem í stystu máli
gera grein fyrir afstöðu fslend-
inga í þessum efnum eru á þessa
leið:
„ísland er á hernaðarlega mikil
vægum stað innan umráðasvæðis
Norður-Atlantshafsríkjanna. Það
er gjörsamlega varnarlaust og
það skýrir óskir íslendinga um
að fá ameríska hervernd í land-
inu sjálfu.
Þetta þýðir öryggi gegn árás á
ísland og um leið styrkir það
varnir þær, sem Atlantshafsríkin
hafa komið upp til varðveislu
friðar og frelsis“.
Þetta var umsögn Social-Demo-
kraten í Kaupmannahöfn. Annað
blað kemst þannig að orði að með
vörnum íslands hafi verið fyllt
upp i hættulegt skarð í vörnum
Atlantshafsríkjanna. Það telur
ráðstafanir íslendinga eðlilegar
og óhjákvæmilegar. Það sætir
engri furðu þó að Norðurlanda-
þjóðirnar skilji aðstöðu okkar ís-
lendinga fvllilega í þessum efn-
um. Sjálfar vinna þessar þjóðir
kappsamlega að eflingu land-
varna sinna og njóta til þess að-
stoðar Norður-Atlantshafsbanda-
lagsins, sem þær eru þátttakend-
ur í.
Hinar norrænu þjóðir eiga
fvrst og fremst eitt takmark
með þátttöku sinni í alþjóð-
legu samstarfi, sköpun friðar
og öryggis í heiminum, friðar
fyrir þær siálfar og allar aðr-
ar þjóðir. Það er þessve"na
hámark brjálæðisins þegar
kommúnistar halda því fram
að þessar þjóðir sieu að undir
búa árás á Sovjetríkin!! E. t. v.
sýnir sú staðhæfing betur en
nokkuð annað, hversu þeir eru
órafjarri öllum raunveruleika
og sannleika.
í SUNNUDAGSBLAÐI „Þjóðvilj-
ans“ er á öftustu síðu birt feit-
letruð rammagrein um húsnæðis
málin og starfsemi leigumiðlunar
þeirrar, sem Fasteignaeigendafje
lag Reykjavikur er nú að gera
tilraun með. Eru þessi skrif blaðs
ins talin byggð á viðtali við fram
kvæmdastjóra Fasteignaeigenda-
fjelagsins. Þar sem viðtal þetta er
túlkað á mjög villandi hátt, vil
jeg taka fram eftirfarandi um
starfsemi leigumiðlunarinnar, og
er það í meginatriðum samhljóða
því, er jeg tjáði ritstjóra Þjóð-
viljans, þótt hann hafi af ein-
hverjum ástæðum ekki hirt um
að fara rjett með þær upplýsing-
ar: *
Til leigumiðlunarinnar hafa
leitað um *200 manns og beðið um
húsnæðí. Við lauslega athugun
hefir komið í ljós, að allmargt af
því fólki er ekki raunverulega
húsnæðislaust heldur hefir það
búið í ljelegum íbúðum eða hjá
skyldfólki sínu. Mun naumast
meira en helmingur umsækjenda
um húsnæði vera húsnæðislaus
vegna brottfalls festingarákvæðis
húsaleigulaganna.
„Þjóðviljinn“ segir, að illa
gangi að telja hina húsnæðislausu
og segir mig hafa afsakað það
með því, að stæði á fulltrúum
Leigjendafjelagsins til að aðstoða
við talninguna. Þetta er villandi
frásögn. Fyrir alllöngu síðan
skýrði jeg „Þjóðviljanum" frá
tölu umsækjenda um íbúðir. Hins
vegar sagði jeg, að ekki hefði far-
ið fram nein talning á því fólki,
sem umsækjendur hefðu á fram-
færi sínu, enda skiptir það ekki
miklu máli fyrir leigumiðlunina
sem slíka. Gat jeg þess einnig, að
ekki hefði heldur verið athugað
hverjir af umsækjendum væri
algerlega húsnæðislausir, en
reynt myndi verða að kanna það
í ramráði við Leigjendafjelagið.
Það skal játað, að treglega hef
ir gengið með að fá íbúðir, en þó
ef til vill.ekki ver en við var að
búast, miðað við allar aðstæður.
Þó hefir leigumiðlunin þegar
leigt milli 20 og 30 íbúðir, og fyrir
hennar tilstilli hafa verið fram-
lengdir leigumálar við allmarga
leigjendur, sem sagt hafði verið
upp ibúðum sínum. Nokkrir, sem
látið höfðu skrá sig, hafa síðan
útvegað sjer íbúðir sjálfir. Er
það auðvitað ekkert undrunar-
efni, því að leigumiðlun hefir
ekki áður tíðkast hjer í bæ og
þess því ekki að vænta, að allir (
húseigendur, sem laust húsnæði
hafa snúi sjer til hennar. Var
líka síður en svo gerð nokkur
tilraun til að gylla horfurnar um
öflun húsnæðis fyrir þeim, sem
til leigumiðlunarinnar hafa leit-
að, heldur voru þeir einmitt
hvattir til að gera sjálfir tilraun-
ir til að fá sjer húsnæði, ef þess
væri kostur, því að leigumiðlun-
in væri aðeins tilraun og ekki
væri hægt að gefa neina trygg-
ingu fyrir því, að hún gæti út-
vegað þeim húsnæði, sem til henn
ar leituðu.
Orsakir hins tiltölulega litla [
framboðs á húsnaéði eru ýmsar,'
en megin ástæðan mun þó sú,
að margir vilja ekki leigja íbúðir
þær, sem þeir hafa sagt upp leigu
afnotum áf, fyrr en víst er, hvort
þeir geta með góðu móti losnað
við núverandi leieiendur. Er það
baeði, aá fæstir húseigendur j
munu, ne'ma í ítrustu nauðsyn, '
bera út leigjendur sína, ef þeim
hefir ekki tekist að fá sjer neinn
samastað 14. maí, o® einnig hafa
bollaleggingar um það, að ekki
muni vera löglegt að segja leigj-
endum upp fyrr en 14. maí, og
þá með þriggja mánaða fyrirvara
gert það að verkum, að ýmsir hús
eigendur þora ekki að leigja aft-
ur íbúðir, fyrr en úr þessu fæst
skorið. Þessi skilnin^ur er að
vísu vafalaust röng túlkun á um- (
ræddu ákvæði húsaleigulaganna, (
en hvað um það, áhrifin eru engu
að síður þau, að ýmsir eru hik-
andi við að ganga frá leigumál
um fyrr en eftir 14. maí.
Unnið er nú að því á skrifstofu
Fasteignaeigendafjelagsins að ná
tali af sem flestum þeirra hús-
eigenda, sem vitað er um, að
sagt hafa upp leiguíbúðum frá
14. maí til þess að athuga, hvort
þær hafi þegar verið leigðar.
Meiri hluti þeirra íbúða, sem nú
þegar hefir verið spurt um, hefir
verið leigður áfram sömu leigj-
endum. Mun athugun þessari
haldið áfram alla þessa viku.
Leigumiðlun er fyrirtæki, sem
mikilvægt er, bæði fyrir leigjend
ur og húseigendur, að hægt sje
að starfrækja. Er því áreiðanlega
engum greiði gerður með því að
reyna að gera lítið úr slíkri starf
semi, allra síst leigjendum. Það
vita allir, að húsnæðisvandræðin
eru nú mikil, en ekkert bendir
til þess, að þau vandræði hafi
aukist við það, að húseigendum
hefir verið aftur fenginn sá sjálf
sagði rjettur að fá að ráða því,
hvaða fólk býr í húsum þeirra.
Sum blöð hafa Iagt sig eftir því
að svívirða það fólk, sem með
dugnaði og ráðdeildarsemi hefir
eignast hús yfir höfuðið, og þess
jafnvel krafist, að opinberir aðil-
ar fengju að setja húsnæðislaust
fólk eftir eigin mati inn á heim-
ili þess. Er vert fyrir þá, sem
lengst hafa viljað ganga í ofbeld-
isárásum sínum á heimilishelgi
og eignarjett að gera sjer það
ljóst, að ekki er hægt að aðgreina
húseigendur og leieiendur sem
öreiea og burgeisa, því að margir
húseigendur eru áreiðanlega
miklu ver stæðir fjárhagslega en
margir leigjendur, þótt auðvitað
sje einnig í hópi leigjenda margt
mjög efnalítið fólk, sem ekki hef-
ir haft aðstöðu til að eignast hús.
Eina leiðin út úr húsnæðis-
' vandræðunum er að sjálfsögðu
sú að reisa fleiri íbúðarhús. Um
það atriði ættu allir að geta verið
sammála.
Magnús Jónsson.
Rauða akurliljan
AUSTURBÆJARBÍÓ sýnir um
hvítasunnuna nýja litmynd sem
heitir „Nýir sigrar Rauðu Akur-
liljunnar". Kvikmynd þessi er
byggð á gömlum frásögnum af
hetjudáðum Englendingsins Sir
Percy Blakeney, sem á tímum
stjórnarbyltingarinnar gekk mjög
djarflega fram í því að bjargá
frönskum aðalsmönnum undan
ofsóknum Jakobínanna og frá
fallöxinni. Sögurnar af Rauðu
Akurliljunni, eftir Orczy barón-
essu, eru vinsælar og hafa víða
farið sigurför. Aðalhlutverkín f
myndinni leika David Niven og
Margaret Leighton.
Tvær sænskar
kvikmyndir
STJÖRNUBÍÓ sýnir 2 sænskar
kvikmyndir. Annað er söngva-
myndin „Prins Gustaf“. Segir
hún frá stúdentalífinu í Uppsöl-
um á dögum Óskars I. Svíakon-
ungs, þegar hann sendi syni sína
í skóla. Aðalhlutverkin leika Alf
Kjellin og Mai Zetterling. Hin
J myndin er ætluð fyrir yngri
áhorfendurna og er um Línu
Langsokk, „sterkustu stúlku í
j heiminum", sem fer í ferðalag út
í heim. Aðalhlutverkið leikur
i Viveca Serlachius.
—Víkverji skrilarr —----
LR DAGLEGA LÍFINL
Alþjóða fegurðar-
samkeppni.
ISAMBANDI við Bretlandshá-
tíðina efnir breska tímaritið
„Dance News“ til alþjóða feg-
urðarsamkeppni kvenna, sem
vafalaust mun vekja athygli víða
um heim. Fyrir utan heiðurinn
af því að vera kjörin fegurðar-
drotning Bretlandshátíðarinnar,
fær sigurvegarinn eitt þúsund
sterlingspund í verðlaun (45.000
krónur), en alls verða veitt fimmj
verðlaun.
Fegurðarsamkeppnin innan
Bretlands fer fram í mörgum
borgum, en ætlast er til, að þátt-|
takendur frá útlandinu keppi í
danshöllinni Lyceum í London
þann 23. júli í sumar.
Tekur íslensk stúlka
þátt?
HVAÐ kemur þetta okkur við?
gætu margir spurt? Það fer
alt eftir þvíy hvernig á málið er
litið. — Árum saman hefir ekk-
ur verið sagt, að íslenska kven-
fólkið beri af öðru hvað fegurð
snertir og hjer er tækifæri til að
fá úr því skorið, hvort þær full-
yrðingar eru annað en kurteisis-
hjal útlendinga, sem koma til
íslands.
Ef hjer á landi er slíkt úrval
friðra kvenna, að annað eins er
ekki til annarsstaðar, þá ætti ís-
lensk eða íslenskar stúlkur að
taka þátt i þessari alþjóða-feg-
urðarsamkeppni.
Þyrfti að velja vel
AN EFA efnir Fegrunarfjelag
Reykjavíkur til fegurðarsam-
keppni í sumar eins og gert var
í fyrra. En það verður varla fyr
en á afmæli Reykjavíkur í ágúst-j
mánuði. Væri nú ekki tilvalið, að
einhver fjelög tækju sig saman
um að efna hjer til fegurðarsam-
keppni fyr í sumar og velja
nokkrar fegurstu stúlkurnar og
senda þær síðan til London til
að taka þar þátt í alþjóðasam-
keppninni.
En þá þyrfti að velja vel.
Keðjubrjefafargan
KEÐJUBRJEFIN eru komin á
stað, rjett einu sinni. Fjöldi
manns hjer í bænum hefir undan-
farna daga fengið keðjubrjef í
pósti, þarsem mönnum er hótað
óláni miklu, ef þeir sendi ekki 10
manns samskonar brjef, en gæfa
á að fylgja því að senda þessa
vitleysu til kunningjanna.
Besta ráðið til að kveða þetta
niður undir eins er að taka ekki
mark á hótanabrjefunum.
Skothríðin við Akurey.
yESTURBÆINGUR skrifar á
V þessa leið:
„Það er vor í Vesturbænum
þessa dagana og við fögnum þvi.
Aldrei þessu vant er sjórinnt
spegilsljettur út í hafsauga og
farfuglarnir að koma með sínum
yndislega söng. En hinir smáu
íbúar Akureyjar, fuglarnir þar,
hafa. aðra sögu að segja. Daglangt
má sjá hraðskreiða vjelbáta ösla
í kringum eyna og skotin úr byss-
unum kveða við í sífellu.
I hljóði bölva jeg vonsku mann
anna og hvellirnir trufla mig í að
njóta fegurðar vorsins þarna i
Selvörinni. En þegar jeg sný von-
svikinn heim í kvöldmatinn bíð-
ur mín rjúkandi fugl, sem konan
er nýbúin að kaupa, og var skot-
inn í gær, og jeg blessa hana fyr-
ir huguisemina.“
Ljótt að heyra
EKKI ER hún falleg lýsingin á
vorinu í Vesturbænum, en því
miður er hún sönn.
Nú er komið að varptíma hjá
fuglunum og það ætti ekki að
vera til of mikils mælst að skot-
menn leggi niður sína þokkalegu
iðju rjett á meðan á varptíman-
um stendur.