Morgunblaðið - 13.06.1951, Page 6
/
(
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. júní 1951
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, augiýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. •— Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók.
vernig r .. ««$ lcvimcssi
byggðam landsins og óbfggðnæi
b níu áiöngnn á
Lækurinn í hjarta Þórbergs
í ÞVÍ tölublaði Þjóðviljans, sem
út kom á „fimmtugasta burðar-
degi“ Kristins E. Andrjessonar er
vikið að ýmsum eiginleikum
þessa aðalfulltrúa Moskvastjórn-
arinnar hjer á landi. Lýsir Einar
Olgeirsson því yfir m. a., að hann
geti ekki hugsað til Kristins vin-
ar síns án þess að honum komi
í hug Jónas Hallgrímsson, Tómas
Sæmundsson, Konráð Gíslason,
Brynjólfur Pjetursson og sam-
starfsmenn þeiri'a á öndverðri
19. öld.
Naumast er í fáum orðum
hægt að lýsa því greinilegar,
hvílík órafjarlægð í hugsun-
arliætti, menningu og siðgæði,
er á milli hinna íslensku
kommúnistaforingja annars-
vegar og íslenskrar alþýðu
hinsvegar. Að þessu sinni verð
ur ekki fjölyrt um, hvernig
Fjölnismannastimpillinn á
Kristni Andrjessyni lítur út í
augum óbrjálaðra íslendinga.
Fullyrða má að óreyndu, að
þessi niðurstaða Einars muni
reynast haldgóð til aukins
skilnings á kommúnistum,
starfsaðferðum þeirra og
steinu.
í „mislukkuðu atomljóði“ Þór-
bergs Þórðarsonar í sama tölu-
blaði Þjóðviljans, þar sem hann
skýrir frá því í upphafi, að „læk-
ur renni í gegnum hjarta hans,
frá hjarta Alvaldsins", kallar
hann vin sinn Kristinn „lúður-
þeytara upprisunnar".
Þórbergur og flokksbræður
hans sýnast vera farnir að snúa
hugum sínum mjög til eilífðar-
málanna eða þeim veðrabrigðum
í heiminum, sem í vændum eru,
þegar þeir taka við hjer í V-
Evrópu.
Kristinn hefur sem kunnugt
er nýlega brugðið sjer austur
fyrir Járntjald í boði Moskva-
stjórnar að sjálfsögðu, m. a. til
að fá tækifæri til að standa á
sömu svölunum og Jósef Stalin
á Rauða torginu 1. maí og rjetta
fram reiddan hnefann, til' merkis
um, að hann standi af alhug í
blíðu og stríðu með brynjuðum
hersveitum þeim, er gengu í fylk
ingum yfir toigið þennan dag. |
Eftir því, sem best verður skil-
ið, er „lækurinn" sem rennur.
gegnum hjarta Þórbergs Þórðar-1
sonar eitthvað skyldur hinum j
brynvörðu sveitum á Rauða
torginu, og þeim anda, sem hef-
ur hervætt þær.
Kristinn E. Andijesson og fje-
lagar hans er gistu Sovjetríkin,
hafa haldið því fram, eftir heim- ’
komuna, að sitt hvað væri með j
öðrum hætti í Sovjetríkjunum en
V-Evrópuþjóðirnar hafa fijett.
Nú vill svo til, að opinberir gestir (
Sovjetstjórnarinnar eru ekki ein-
ir til frásagnar um það, hvað
gerist og viðgengst t. d. í þeim
ríkjum, sem Sovjetstjórnin hef-
ur lagt undir sig á síðustu ár-
um.
9
Þessa dagana eru frjettirnar
frá Ungverjalandi. einna eftir-
tektarverðastar. Að sjálfsögðu
eru þær ekki allar frá síðustu
dögum, vegna þess að leppstjórn-
in ungverska hefur slitið öll
venjuieg frjettasambönd vestur
á bóginn. En þaðan hafa borist
hvað eftir annað í vor fregnir
um, að andstaðan gegn ógnar-
stjórninni geri meira og meira
vart við sig þar í landi.
Núverandi stjórn í Ungverja-
landi komst til valda, eins og
kunnugt er, með sömu aðferðum
og kommúnistar alltaf nota —
svikum og oíbeldi.
Svikin eru rekin á vísindaleg-
an hátt eftir kenningum og að-
' ferðum, sem lærisveinum komm-
únismans hefur verið innprent-
að í áróðursskólum austur í
Moskva, Eitt aðalfagið í þeim
lærdómi er einmitt í því inni-
falið, að fá sem mesta æfingu
í, að snúa öllum sannleika við.
Kalla það frelsi, sem er kúg-
un. Kalla það ættjarðarást, þegar
menn þrælbindast erlendu valdi.
Kalla það jafnrjetti, þegar fá-
menn valdaklíka gerir sína eig-
in þjóð að þrælum.
Greinar Þjóðviljans síðustu
daga, síðan Kristinn kom úr
Moskvaförinni, eru prófsteinn á
það, hve vel hinni íslensku 5.
herdeild tekst, að koma orðum
að skipulögðum öfugmælum sín-
um.
En þegar kommúnistarnir eru
komnir til valda, eins og í Ung-
verjalandi, þá er hið miskunnar-
- lausa ofbeldi eitt sem ræður. Þar,
sem annars staðar, með þjóðum
austan Járntjaldsins, eru vald-
hafarnir sífellt með friðarorð á
vörum. í skjóli friðartalsins
fremja þeir ofbeldisverk sín og
glæpi.
Ofsóknirnar þar, mannahvörf-
in og allt, sem þeim fylgir, hefur
færst í aukana síðustu vikurnar.
Allt er þetta framkvæmt sam-
kvæmt „lögum“ og fyrirmælum
ofbeldismannanna, sem samin
eru undir því yfirskyni, að þetta
og hitt sje nauðsynlegt til að
„vernda friðinn". Friðarverndin
þar í landi er framkvæmd ein-
faldlega á þann hátt, að hver
sá maður, sem dirfist að láta í
ljósi nokkuð annað en þrælsótta
við Sovjetstjórnina, eða fellur
grunur á að hann hafi ekki fylli-
lega beygt sig í duftið fyrir hinni
austrænu kúgun, hann er misk-
unnarlaust þurrkaður út.
En eins og í öðrum leppríkj-
um Moskvastjórnarinnar hafa
sjerstakir sendimenn verið sendir
frá Moskvu, til að sjá um, að
útrýming á öllum þeim, sem
hlýða ekki Moskvavaldinu skil-
'yrðislaust, geti gengið fljótt og
örugglega.
9
Að sjálfsögðu hafa Kristinn E.
Andrjesson og fjelagar hans, sem
gistu höfðingjana í Moskvu fyrir
skömmu, fengið endurnýjuð fyr-
irmæli um, hvernig eigi að koma
á fót hinum kommúnistisku yfir-
ráðum á hólmanum okkar. |
Og líklegt er, að þeir hafi feng-
ið greinilega vitneskju um, hvað
bíffur þeirra, sem segja sig í lið
meff kommúnistum, áður en
kommúnistisk stjórn er tekin við,
og linast svo í hlýffninni við
Moskvavaldið þegar á reynir.
Með öðrum orðum, ef einhver
þeirra, sem Moskvavaldið hefur
haft ástæðu til að telja sjer, mis-
tekst aðalboðorð kommúnism-
ans, sem Þórbergur Þórðarson
hefur kent, að útþurrka persónu-
leika sinn í lifandi lífi, og velja
sjer þann kost, að lifa sem vilja-
laust verkfæri í höndum komm-
únistiskrar yfii'SÍjórnar, það sem
eftir er hjervistar daganna. Það
eru slíkir „mislukkaðir“ komm-
únistar, sem fækkar einna örast
í Ungverjalandi um þessar mund-
ir. Yfirvöld landsins telja að
„friðurinn“ sje þar ekki tryggður
fyrr en þcsskonar menn eru
horfnir.
ÞEIR eru ekki ýkja margir hjer
á landi, sem ferðast hafa um
landið þvert og endilangt. Til
þess lif'via ýmsar orsakir, sem
ekki verða raktar. Venjulega
. eyðir fólk fleiri eða færri dög-
um af sumarleyfi sínu til ferða
laga um landið og tekur fjöldinn
allur þátt í sumarleyfisfei ðum
Ferðaskrifstofunnar og Ferðafje
lagsins, enda er vandað til slíkra
ferða, góðir leiðsögumenn með
ferðahópunum, er kappkosta að
kynna það sem best, sem fyrir
augun ber.
Forstjóri Ferðaskrifstofu ríkis-
ins, Þorleifur Þórðarson, telur að
með því að ferðast um landio
8—10 daga á hverju sumri, í níu
sumur, í skipulögðum landkynn-
ingarferðum, megi fá mjög góð
kynni af öllu landinu, bæði í
byggð og óbyggðum þess. Hann
hefur gert áætlun um, hvernig
skipuleggja megi slík ferðalög.
FYRRI PART ÁRS
Ferðir sem þessar þyrfti að
ákveða og skipuleggja fyrri part
hvers árs. Með því vinnst það,
sem við viljum kappkosta, sem
ódýrastar ferðir, sagði Þorleifur
: Þórðarson, er Mbl. átti tal við
. hann um þessi mál fyrir skömmu.
Það er vandkvæðum bundið að
skipuleggja ferðir sem þessar, því
aldrei er hægt að vita um þátt-
töku, fyrr en komið er að brott-
farartíma.
LÆKKAIt FERÐA-
KOSTNAÐINN
Gerum nú samt ráð fyrir að
hægt væri að skipuleg«ja hveria
för með mánaðar fyrirvara, segja
I fyrir um ferðakostnað, og gera
sjer grein fyrir hví sem veiea-
mest er, en það er hvernig nýta
megi farartækin sem best, hvort
heldur það eru flugvjelar, bílar
eða skip. Með því að nota farar-
tækin vel, væri hæ^t að hafa
sætagjaldið ótrúlega lágt.
Ferðaskrifstofan vill vinna að
framkvæmd þessa máls, að auð-
velda fólki ferðalög um landið til
þess að kynnast því, fyrir sem
allra minnst giald. — „En þetta
er bví aðeins hægt, að almenn-
ingur komi til móts við okkur“,
eins og Þorleifur Þórðarson
komst að orði.
| Níu sumra landkynningin, eins
og Þorleifur hefur hugsað sjer
hana, er rnjög athyglisverð. En
forstjórinn lagði áherslu á, að
hann fagnaði hverri nýrri tillögu,
sem fram kæmi og væri til bóta.
FERÐIRNAR
I Kappkostað verður að gera
ferðalögin sem þægilegust, farið
| verður hægt yfir, svo að fólic
þreytist ekki og fái af þeim sök-
um ekki notið ferðarinnar sem
skyldi. Eins verður fólk, eftir því
sem auðið er, látið sjálfrátt um
hvort það gengur á þetta fjall
eða hitt, eða kýs heldur að hvíla
sig meðan á gönguferð stendur.
I Þorleifur hefur hugsað sjer, að
hver ferð taki í þessari níu sumra
landkynningu 8—10 daga, eins og
áður er sagt. Byrja mætti með
því að fara með skipi frá Reykja-
vík til Seyðisfjarðar eða Reyðar-
fjarðar. Mundu menn þá kynn-
ast ströndinni nokkuð fyrir sunn-
an land og austan. Síðan yrði
farið um Austurland í bílum, síð -
an ekið um Norðurland og til
Reykjavíkur. Þegar þessi ferða-
hópur kæmi austur, hefði annar
floklcur lokið ferð um Norður- og
Austurland í bílum þeim, sem
flokkurinn, er með skipinu kom
notar nú til ferðalagsins. Hinn
flokkurinn færi með skipinu suð-
ur. Þannig yrðu farartækin nýtí
til hlítar. Förin mundi taka 10
daga og yiði farið rólega um
þessi svæði og þau skoðuð: Vest-
mannaeyjar — Austfirðir —
Fljótsdalshjerað — Norð-Austur-
land — Mið-Austurland — Bor g •
arfjörður. Ferðaskrifstoían efnir
til slíkrar hringferðar nú í sum-
ar.
Ferð þessi hentar ekki öllum,
því að sumum finnst miður að
þurfa að ferðast á sjó. í stað
hennar gæti að miklu leyti kom-
ið 9 daga ferðalag, þar sem ekið
væri í bílum til Norður- og Aust-
ur-lands og flogið frá Reyðar-
firði til Reykjavíkur. Skoðuð
yrðu sömu landssvæði: Hvalfjörð
ur — Borgarfjörður — Mið-
Norðurland — Norður-Þingeyjar
sýsla og Múlasýslur.
2. orlofsferð gæti einniv verið
10 daga hringferð: Með skipi til
Vestur- og Norðurlands og með
bifreiðum um Norðurjand og
skoðað þá það, sem útundan
kynni að hafa orðið í 1. orlofs-
ferð. Helstu svæði: Patreksfjörð- j
ur — ísafjörður — Siglufjörður i
— Akureyri og nágrenni — Suður :
Þingeyjarsýsla — Skagafjörður'
— Borgarfjörður.
I stað hennar gæti komið að
nokkru leyti 8 daga bílferð frá
Reykjavík til Norðurlands. Helstu
staðir yrðu þá: Hvalfjörður —
Borgarfjörður — Húnavatnssýsla
— Skagafjörður — Eyjafjarðar-
sýsla — Akureyri og Suður-
Þingeyjarsýsla. Ein slík ferð er á
áætlun Ferðaskrifstofunnar í
sumax.
3. orlcfsferð — 10 dagar. Þá
yrði ekið frá Reykjavík til Þing-
valla — Laugarvatns — Gullfoss
— Geysis — um Hreppa í Þjórs-
árdal. Þá í Fljótshlíð — austur
með Eyjafjöllum — til Víkur og
Kirkjubæjarklausturs. — Flogið
j'rði frá Klaustri austur í Öræfi,
síðan ferðast á hestum og bíluna
tii Hafnar í Hornafirði og þaðan
með skipi til Reykjavíkur.
4. orlofsferð —■ 9 dagar. Þá yrði
ekið vestur í Dali, Breiðafjarðar-
eyjar skoðaðar. Síðan farið í bíl-
um frá Stykkishólmi um utan-
vert Snæfellsnes.
5. orlofsferð — 8 dagar. Ekið
að Hagavatni — Hvítárvatni —
í Kerlingarfjöll og norður á
Hveravelli. Gengið yrði í Þjófa-
dali. Síðan yrði ekið norður Auð-
kúluheiði — um Húnavatnssýslu
— Boi'garfjarðardali að Surts-
helli og loks um Kaldadal og
Þingvelli.
6. orlofsferð gæti orðið 8 dag >
ferð, en þá mætti aka að Heklu
— þaðan inn á Landmannaafrjett.
Gengið yrði á Loðmund og dvalið
í Laugum. Síðan yrði farið norð-
Framh. af bls. 6.
—Víkverji skrifarr —------------
IJR DAGLEGA LÍFIIMIi
„Fanden er meningcn.
64¥¥VAD FANDEN er mening-
en?“, sagði Óli Maggadon í
gamla daga, þegar honum blöskr-
aði.
Og ekkert væri undarlegt, þótt
mönnum komi eitthvað líkt í hug
dagana er þeir sjá, að stai'fsmenn
bæjarins ráðast á hvern gras-
blettinn á fætur öðrum og
plægja þá upp. — Á dögunum
var það túnið við SundJauvarná
sem gert var að moldarflagi og
nú hefur verið ráðist á Klambra-
túnið norðan Miklubrautar, en
þar var ágætt tún, sem börn og
unglingar gátu leikið sjer á öru"-»
fyrir umferðinni og auk þess var
bletturinn til prýði fyrir um-
hverfið.
lívaffa æffi er þetta?
ENN ERU að spyrja hvaða
æði þetta sje hjá garðyrkju-
mönnum bæjarins, að plævja
upp hvern grasblettinn á fætur
öðrum. — Sumir þykjast vita, að
það eivi að rækta kartöflur, har
sem þessi tún voru áður.
Það veit hvert barn, að kart-
öflur vaxa ekki neitt sjerlega vel
í grassverði og auk þess er nóg
landrými fyrir kartöflugarða ut-
an við bæinn og nóg land sem
þarf að brjóta, þótt ekki sje verið
að ráðast á þessar fáu grastætlur,!
sem almenningur hefur aðgang
að. |
Látið túnbiettina i friði
ÞAÐ er kannski ekkert við því
að segja, þótt tún sjeu tekin
undir götur og byv ingar. þegar
bærinn stækkar og skipulav ger-
ir ráð fyrir því. Þannig fór Geirs-
txinið, stór hluti af Landakots-
túni og fleiri tún hjer i bænum.
En að gera moldarfla® úr rækt
uðu túni, að því er virðist ein-
göneu að "amni sínu er svo frá- |
leitt, að menn hvorki vilja, nje
geta skilið þessa vitleysu.
1 gærmorgun er jeg ætlaði að
orða þetta við i'æktunarráðunaut
bæjarins, sagði símastúlkan að
hann væri bara við kl. 1—3, en'
jeg hafði engan tíma til að eltast
við bað. i
En gaman væri að heyra fram-
bærilega skýringu á þessu tiltæki.
Þaff síóff ekki á honum
Það fór eins og mig grunaði,
að það stóð ekki á svari um
hver hefði veitt stærsta laxinn
njer á lancii á stöng. Það var
kornið brjef um það strax í gær-
morgun.
í bi'jefinu er fullyrt, að það
hafi verið Jakob Hafstein fram-
kvæmdastjóri, sem veiddi stærsta
lax, sem fengist hefur á íslandi
og að það hafi verið í Laxá í
Þingeyjarsýslu, árið 1942. Laxinn
vóg 40 ensk pund.
Þessa sogu þekkti jeg og efast
ekki um að hún sje sönn. Það
segir m. a. Guðmundur í Miðdal,
sem er kunnur og glöggur lax-
veiðimaður.
En við skulum sjá hvort þessu
verður mótmælt annars staðar
frá með rökum og ef svo er ekki,
þá á Jakob metið.
tTndrunareíni
á Evrópuþingi
LAÐAMAÐUR, sem skrifar
& um Evrópuþingið í Strass-
borg í breska stórblaðið Daily
Mail, segir, að mestu undrunar-
efni manna á því þingi hafi verið,
að Icomin var ný klukka í þing-
salinn og að kvenfulltrúi nokkur
frá íslandi (Rannveig Þorsteins-
dóttir) hafði ekkert eftirnafn, en
„þekktist á því, að hún væri
kölluð dóttir einhvers", eins og
hann orðar það.
Það er svo sem ekki í fyrsta
skifti, að útlendingar furða sig á
föðurnöfnum íslendinga. Það er
alveg víst umræðuefni, ef útlend-
ing, sem hingað kemur í fyrsta
sinni ber að garði.
Það hefði kostað minni heila-
brot ef ungfrúin hefði tekið sjer
nafnið „Madamoiselle Framsókn“
Ljúfar endurminningar
frá 17. júní
GAMALL Víkverji skrifar, að
fyrir 40 árum hafi hún verið
í broddi líísins og ennþá hlýni
henni um bjartaræturnar, er hún
minnist þess að hafa sjeð Ið-
unnarmeyjar ganga inn á íþrótta-
völlinn 17. júní og sýna leikfimi-
listir sínar undir stjórn hins
ágæta kennara síns. Vill hún nú,
að kveníþrct.tir fái meira rúm í
dagskrá 17. júní hátíðahakfanna
en verið hefur.
Jeg er frúnni sammála, svo
fi'amarlegá, sem stúlkurnar láta
sjer nægja að sýna líkamsæfing-
ar, en snerta ekki á kúlu, ki’inglu
eða sleggju og lofa því að fara
ekki í spretthlaup og hástökk.