Morgunblaðið - 13.06.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.1951, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. júní 1951 Framhaldssagan 18 niiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiirrirmi 1 ERFÐASKRÁIN Skóldsaga eftir Neliu Gardner White „Jeg hef ekki hugmynd um hvað jeg á að gera við þetta“, sagði hann. „Hvað verður eigin- lega um þessa muni, sem eru seldir hjerna? Koma þeir aftur á basarinn næsta ár? Haldið þjer að þjer getið notað þessa litlu svuntu?“. Hún leit glettnislega á svunt- una. „Jeg held hún sje of lítil fyrir mig“, sagði hún. „Jeg nota venjulega stórar slátrarasvunt- ur“. „Það hefði jeg ekki haldið“, sagði hann. Hann lei't upn og sá að Miranda var komin til þeirra. Augu hennar voru óeðlilega stór og hún leit viðvarandi á hann. „Get jeg fengið annan te-bolla?“, sagði hann. „Jee verð að hressa mig eftir öll þessi kaup“. Hann sá giftingarhringinn og tvo aðra hringi alsetta gimstein- um og perlum á fíngerðum og grönnum fingrum frú Lord, þeg- ar hún lyfti te-katlinum. Hanr settist á borðbrúnina. „Farðu burt“, sagði hann við Miröndu. „Mig langar til að daðra dálítið við móður þíná“. En þegar Miranda var farin, þá gat honum ekki dottið neitt í hug að segja henni. Hann sat bara þegjandi og drakk te-ið. — Honum fannst hann vera aleinn í miðri mannbröng með henni. Þögnin varð vandræðaleg. Frú Lord sat grafkyrr. Hún bauð ekki te-ið, en skenkti aðeins í bollana, þeoar fólk bað um það. „Jeg elska Miröndu“, sagði hann skynailega. „Er yður sama?“. Þetta "nt sannarlega ekki kallast heppilegt augnablik fyrir slíka yfirlýsingu, orðin voru svo stór að honum fannst þau mundu hafa heyrst um alla i salinn. En enginn annar hafði heyrt það. Hann fann að frú Lord horfði á hann rannsakandi og alvarleg á svip. Honum fannst hann hafa hagað sjer eins og kjáni, en maetti þó augnaráði hennar með sömu alvöru. „Er henni sama?“, spurði frú Lord. „Jeg hef ekki sagt henni það“, sagði hann. „Jeg hefði ekki haldið að þjer væruð af gamla skólanum, þegar menn sneru sjer fyrst til foreldr- anna með bónorðið". „Jeg er það heláur ekki. Mjer datt bara í hug að spyrja yður hvort yður væri sama“. „Jeg vil ekki úttala mig um það, ef það skiptir ekki máli“, sagði hún þurrlega. „Jeg sagði ekki að það skipti ekki máli“, sagði hann. „Það gssti einmilt skipt rnáli. Miranda treystir dómgreind yðar. En þetta er auövitað bara út í blá- inn. Mirön„u fellv.r ekki emu sinni víð mig“. Tvær konur komu að borðinu. „Gerið svo vel að fá ykkur köku“, sagði Weuster. Og þar með var þessu samtali iokio. Fólk fór að tínas. heim í kvöld matinn. Það munái koma aftur um kvöldið. Átti hann að le^gja það á sig að koma aftur? Hann hjelt ekki. Hann ^yrði að frú Burrell sagði: „Góða nótt, Mary“ „Jeg ætla að ganga heim“, sagði han„ við Burrel-hjónin. Burrelí lagði sn iggvast hendi sína á öxl Websters, en leit strax u;idan. Svipur ha is var föður- legur og þah.dátur í senn. Webster gekk þvert yfir sal- inn þangað sem Miranda stóð. „Á jeg að fylgja þjer heim“, spurði hann. „Jeg er að bíða t-„r mömmu", sagði hún. „Þá fylgi jeg ykkur báðum“, sarði hann. < „Þú ert örláíur á góðverkin". s „Svona hættu þessu“, sagði hann næstum hran; lega. “Komdu þjer af stað, úr því bú þarft ekki að ve-ra hjerna len,'ur“. Hann fann að fólk horfði á þau þegar þau gengu út. Honum fannst næstum hann ..e'"ra bað ; segja: „Sleikir sí" upp við Lord- j fólkið núna, ] egar það hefur komist yfir öll auðæfin. Hann kemur auga á aðalatriðin, náung- j inn „ skrifstofunni hjá Burrell". j En „ann fór út í f'r' 1 með Mir- öndu o" móður hennar. Þau töl- ] uðu ekki um annað en hversdags- lega hluti og voru komin allt of fljótt að húsinu. „Góða nótt“, sagði hann. Þær svöruðu vingjarnlega og hur.u inn. Næsta dag var messa í kirkj- unni. „Nei, hvað sje jeg“, saffði frú Everts. „Þarna fara þau. Jeg skil ekki hvernig hún getur farið til kirkju. Jeg skil það ekki“. Og þarna gengu þau, Francis, Miranda og frú Lord , „öldu vetr arveðrinu, upp tröppurnar og inn í kirkjuna. „Nei, það er ekki von að þjer skiljið það“, sapði-’.”e„st3r. En hann fór ekki til kirkju þennan sunnudag. Hann varð að viðurkenna að hann treysli sjer ekki til þess. Hann treysti sjer ekki til að fara að horfa á Franc- is við hlið móður sinnar og í- mynda sjer hvað hann væri að hugsa. Síðari hluta þriðjudagsins sat V/ebster einn á skrifstofunni. — Burrell hafði farið i rjettarsal- inn til að flýtja mál. Um þrjú leytið opnuðust dyrnar og Frank Lord kom inn. Hefur hann skipt um skoðun? var það fyrsta sem Webster datt í hug. Frank Lord kinkaði kolli og settist. „Það verður að binda endi á þetta, herra Webster“, saeði hann. „Hvað?“. „Þetta allt. Jeg kæri mig ekki um að mjer sje blandað meira í slíkt“. „Jeg verð að viðurkenna, að jeg veit ekki hvað þjer eigið við“. „Blaðamennirnir hafa verið að ónáða konuna mína og jeg kæri mig ekki um það‘V „Jeg get því miður ekkert að því gert. Jeg skrifaði ekki*erfða- skrána“. „Jeg skal þá sjá svo 'um að endi verði bundinn á þetta. Jeg hef gert ráðstafanir". „Hvernig þá? Þjer getið ekki farið í mál við Thorne. Það er ekkert við því að gera þó fólk tali um þetta .... blaðamenn verða líka að vinna fyrir laun- um sínum. Þjer gætuð eins gert kröfur yðar til peninganna“. „Þvi skyldi gera það? Jeg er ekki ríkur maður, herra Webster, en sóma minn á jeg þó. Jeg kæri mig ekki um að hann sje rifinn í tætlur“. „Jeg sje ekki betur en þjer eig- ,ið hann ennþá ósnertan. En jeg skil ekki hvernig á að binda endi á þetta, ef enginn oerir kröfu til peninganna. Mjer finnst órjett- látt að láta allt renna til ríkisins. Jeg skyldi halda að þjer þyrftuð á þeim að halda". „Hver þyrfti svo sem ekki á þeim að halda? En jeg veit að jeg er ekki maðurinn, sem átt er við. Jeg hef saet það áður, að jeg talaði aldrei við Thorne á með- an hann lifði og móðir mín minnt ist aldrei á hann“. „Sannar það nokkuð? Ilvenær dó móðir yðar?“. „Þegar jeg var sextán ára“. „Jee býst varla við að hún ARNALESBOff 'JTlorgimblaðsms * VINNULANDI 2. Jú, Tommi þorði ekki annað en að gera eins og pabbi hans skipaði. Hann tók fræbrjefið og fór með það út í garðinn. En áður en hann tæki til vinnu sinnar, — hvernig væri það þá að tylla sjer aðeins niður og hvíla sig. Honum veitti sannarlega ekki af því, áður en hann byrjaði á þessari leiðinlegu vinnu. Og svo leið ekki á löngu þar til hann var sestur utan í kálgarðsveginn og góndi upp í loftið. Það myndi ábyggilega líða á longu þar til hann gæti fengið sig til að standa upp og taka til við starfið. Samt var hann að hugsa um fræið. — Æ, þessi leiðinlegu rófu- fræ, sem lágu þarna í brjefinu. Það voru eiginlega þau, sem ollu honum öllum þessum erfiðleikum. — Og að hugsa sjer, að pabbi skuli setja mig í svona leiðinda- verk. Að pabbi skuli ekki ennþá skilja, hvað mjer finnst leiðinlegt að vera alltaf hreint að þessu striti og púli. Og meira en það, ef jeg fer nú að púla við að setja þessi fræ niður í jörðina, þá kostar það bara ennþá meiri vinnu seinna, þá þarf að reita burt arfanr, hlúa að þeim, vökva þær og síðast strá á þær DDT og svo að taka lófurnar upp, skera kálið af þeim, setja þær í poka og bera þær upp í hús. Ó, ó, mig er bara strax íarið að kenna til í hryggnum uf tilhugsuninni einni að eiga að fara að burðast með 100 punda poka upp í hús. Nei, jeg er nú ef satt skal segja, þeirrar skoðunar, að það væri allra best, ef engin rófa kæmi nokkru sinni upp. En ekki kemst jeg hjá því að stinga fræjunum niður. Annars verður pabbi fokvondur, skammar mig og flengir. Jeg verð að finna ein- hvern stað, þar sem jeg get auðveldlega potað þeim niður. Jú, þarna var hugmyndin. Og Tommi stóð hægt á fætur og leit í lcringum sig. Þarna lá allstór steinn í einu kálgarðshorninu. Hann gekk að síeininum, lyfti honum upp og jú, þarna undir steininum var dáiítil hola, sem var alveg mátulega stór fyrir þetta leiðinlega rófufræ, og áður en við var litið, þá hafði Tommi tæmt fræbrjefið ofan í holuna og síðan velti hann steininum aftur yfir og leit flótta- lega í kringum sig. Jæja, nú getið þið legið þarna og gerið manni þá ekki meira mein, þetta sumar, sagði Tommi, og nú hef jeg líka tíma til þess að tylla mjer sem snöggvast niður og hvíla mig litið eitt. Og með það lagðist hann afíur niður í grasið. Þetta var hávaxið gras, sem skýldi honum í sólskirtinu. Rjett hjá honum var ribs- berjarunnur og fyrir neðan garðinn rann lægn lækur, sem glampaði á í sólskininu. Mikið var lifið annars yndislegt, þegar menn gátu legið og legið og legið. Og þarna lá Tommi hreyfirlgárlaus og góndi upp í festingu himinsins. 17. júní Barnaiiöcyg Ljereftsfánarnir endast, meðan barni-3 notar flögg. — Verð 10 kr. Skólavörðustíg 2 wy Sími 7575 Úr fórum Jóns Árnasonar í útgáfu Finns Sigmundssonar. Bókin uin þjóðsögurnar og safqanda þeirra. — Ein fróð- legasta og skemnitilegasta bókin um menn og málcfni síðustu aldar. „ÞAÐ ER GULLFALLEGT ÞAÐ VERÐUR UNDRASAFN". var sagt um þjóðsögurnar, þegar þær voru í undirbún- ingi. Þjóðsögurnar urðu líka ástsælasta rit þjóðarinnar. Hjer segir frá því hvernig safnið varð til, cg mönnum þeim, sem að því unnu. Allir þeir, er þjóðsagnanna hafa notið þurfa einnig að eiga ðr fórum Jóns Hlaðbúð IIAFNARFJÖRÐUR HAFNARFJÖRÐUR Slysavarnardeildin Hraunprýði í Hafnarfirði efnir til 4ra daga ferðalags til Akureyrar, Dalvíkur, í Vaglaskóg og Hóla í Hjaltadal, í samfjelagi við Slysavarnarfjelagskonur í Reykjavík. Konur verða að hafa ákveðið sig, fyrir n. k. mánudagskvöld, 18. júní. Allar upplýsingar Varðandi ferðalagið eru gefnar hjá undirrituðum. Frú Rannveigu Vigfúsdóttur, sími 9290. Mörtu Eiriksdóttur, sími 9118. Sigríði Magnúsdóttir, sími 9175. Sólveigu Eyjólfsdóttur, sími 9754. STJÓRNIN iotabátor til sölu með tilheyrandi vjelum. Ægisgötu 10. — Sími 1744. Kaupuini blý og kopar Vjelaverkstæði SIG. SVEINBJÖRNSSON H.F. Skúlatúrti 6. — Sími 5753.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.