Morgunblaðið - 14.06.1951, Page 6

Morgunblaðið - 14.06.1951, Page 6
B MORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. júní 1951 !l uti&toifc Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgóarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Lesbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla Austurstræti 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands I lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Húsmæðraskóli Reykjavíkur 10 ára Skipulag útílutnings- verslunarinnar UM ÞAÐ þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að almenning- ur á íslandi fagnar mjög hinu aukna verslunarfrelsi, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur tekist að koma á. Afleiðing þess er veruleg aukning margskonar nauðsynjavara til landsins. Jafn- hliða hefur þegar skapast nokkur samkeppni um vörugæði og vöru- verð milli þeirra aðila, sem inn- ílutninginn og verslunina ann- ast. Ailt stefnir þetta í rjetta átt. Hitt getur engum dulist að hið hækkandi verðlag byggist fyrst og fremst á verðhækkunum vör- unnar á erlendum markaði en getur engan veginn skrifast á reikning hinnar rýmkuðu inn- flutningsverslunar hjer á landi, nema að því leyti, sem snertir fríðindi þau, sem vjelbátaútveg- urinn hefur hlotið um ráðstöfun á hluta þess gjaldeyris, sem hann aflar. En þau byggjast á bráða- birgðaráðstöfunum, sem óum- flýjanlegar voru til þess að tryggja í bili rekstur þýðingar- mesta þáttar sjávarútvegsins. I þessu sambandi er þess að gæta, að flestar brýnustu nauðsynjar þjóðarinnar hafa verið settar á almennan frílista. Þser eru ekki keyptar innfyrir hinn svokallaða bátagjaldeyri. Sjálfstæðismenn hafa á Al- þingi og í ríkisstjórn haft for- ystu um þessa rýmkvun inn- flntningsverslunarinnar. Um hana hefur einnig verið allgott samkomulag milli þeirra flokka, sem nú fara með stjórn landsins. Mun raunar óhætt að fullyrða að þorri þjóðarinnar telji frjálsa verslun eðlilegt og sjálfsagt takmark i við- skiptamálum. Kommúnistar og kratar hafa ríkiseinokun versiunarinm>s að vísu á stefnuskrá sinni og þröngsýnustu afturhaldsmenn irnir í Framsókn telja alla sam keppni um viðskipti fólksins „óþarfan Iúxus“.'! Nægir í því sambandi að vitna til skrifa kaupfjelagsstjóra eins á Suð- urlandi í Tímann um þau mál. En allur almenningur vill hvorki ríkiseinokun verslunar- innar nje heldur yfirdrotnun pólitískrar klíku, sem hefur sam- vinnustefnuna að yfirvarpi fyrir einokunarbrölti sínu. Tíminn gerir útflutningsversl- unina að umtalsefni í forystu- grein sinni í gær. Fjölyrðir blað- ið mjög um það, sem það kallar einokun hennar. Kveður það Framsóknarfiokkinn andvígan öllu slíku og mjög fúsan til breytinga á núverandi skipulagi útflutningsmálanna. „En Sjálf- stæðisflokkurinn hefir hingað til staðið eins og veggur gegn öllum endurbótum á því sviði“, segir Tíminn. Ennfremur segir blaðið, að „ekkert sje gert til að fá hærra fiskverð“. Hvaða fólki æt!ar málgagn Framsóknarflokksins að trúa þessum rakaJausu ósannindum? Svarið við þeim er fyrst og fremst athugun á því, hverjir r áðí aðallega skipulagi útflutn- ingsverslunarinnar. Það eru fram leiðendurnir sjálfir. Vitað er að Tíminn beinir skeytum sínum fyrst og fremst að Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda, sem annast sölu saltfisksins. Það eru framleiðendur þessarar vöru, þeir sem annast fiskverk- unina, sem hafa! talið það henta best hagsmunum sínum og út- gerðarinr.ar, að sala afurðanna færi fram fyrir milligöngu eins aðila. Það er fráleit staðliæfing, að SÍF sje einhver einokunar- hringur. Það er þvert á móti frjáls samtök útvegsmanna, sem standa öllum opin. Til- gangur þeirra var í upphafi og er enn að tryggja fram- leiðendum, sem hagstæðast verð fyrir saltfiskinn, koma í veg fyrir niðurboð og brask, sem oft áður hafði vaklið fram leiðslunni og þjóðinni í heild milljónatjóni. Auðvitað er hægt að hætta þess ari samvinnu framleiðendanna. En það hafa þeir ekki viljað gera. Þeir hafa talið hana nauðsynlega. Þeir hafa ennfremur talið íhlut- un síldarútvegsnefndar um sölu saltsíldarinnar nauðsynlega. Auðsætt er, að framleiðendurn- ir sjálfir hljóta að vera dómbær- astir um hvaða skipulag henti best í þessum efnum. Þeir kjósa það helst, sem best hentar hags- munum þeirra, tryggir þeim sem hagstæðast verð og tryggastan, markað. Allir vita að SÍF hefur haft forystu um markaðsleit fyr- ir saltfiskinn og hefur unnið stór- kostlegt gagn á því sviði. Það'er þessvegna fráleit staðhæfing, sem Tíminn gerist ber að, er hann segir að ekkert hafi verið gert til þess að fá sem best verð fyrir saltfiskinn. Stefna Sjálfstæðisflokksins gagnvart útflutningsversIuninnÞ er nákvæmlega hin sama og gagn vart innflutningsversluninni: Hann vill að þar ríki eins mikið frelsi og frekast er unnt. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að nauðsynlegt geti verið að iramleiðendur hafi samvinnu um afurðasöluna á frjálsum grund- velli, til þess að hindra niðurboð á verðlaginu. Það breytir heldur ekki þeirri staðreynd ,að hin víðtæka vöru- skiptaverslun, sem við höfum orðið að eiga við mörg viðskipta- lönd okkar, hefur knúð til nokk- urrar íhlutunar um ráðstöfun útflutningsins og sjálfa afurða- söluna af hálfu ríkisvaldsins. Því fer víðs fjarri, að Sjálf- stæðismenn vilji viðhalda þess ari íhlutun og afskiptum af útflutningsversluninni einum degi lengur en þjóðarhagur krefst og framleiðendur sjálf- ir telja nauðsynlegt. Skrif Tímans um þessi mál byggj- ast því á einskærri viðleitni til blekkinga og rangfærslna. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti hverskonar einokun án tillits til þess, hvort það eru kommúnistar eða Framsóknar menn, sem beiía sjer fyrir henni. A ÞRIÐJUDAGINN var, var Húsmæðraskóla Reykjavíkur sagt upp. Skólinn hefur nú starf- að í 10 ár. Forstöðukona hans, frú Hulda Stefánsdóttir, hefur haft stjórn hans á hendi frá byrjun. Við þessa 10. skólaupp- sögn, gerði hún grein fyrir sögu skólans i aðaldráttum. UNDIRBÚNIN GURINN Bandalag reykvískra kvenna hafði um árabil haft stofnun húsmæðraskóla á stefnuskrá sinni. Þá hafði og verið hugsað um húsmæðraskóla í sambandi við kvennaheimilið Hallveigar- staði. Stjórnir þessara fjelaga- samtaka boðuðu til fundar nokkr ar konur til þess að undirbúa málið og í nóvember 1940 var nefnd kosin til að hafa allar fram kvæmdir í málinu. Þessar konur áttu sæti í nefnd- inni: Frá Elísabet Jónasdóttir, húsmæðrakennari, frú Fjóla Fjeldsted, húsmæðrakennari, frú Guðrún Jónasdóttir, bæjarfull- trúi, frú Kristín Ólafsdóttir, lækn ir, frú Laufey Vilhjálmsdóttir, fyrv. kennslukona, frú Ragn- hildur Pjetursdóttir, fyrrverandi hússtjórnarkennari, frú Soffía Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi, frú Steinunn H. Bjarnason, fyrv. kennslukona, frú Vigdís Stein- grímsdóttir ráðherrafrú. Þessi nefnd hjelt fyrsta fund sinn 27. nóvember 1940. Var þú frú Ragnhildur Pjetursdóttir kosin form. nefndarinnar, frú Laufey Vilhjálmsdóttir ritari og frú Vigdís Steingrímsdóttir gjald- keri. HÚSIÐ KEYPT Fyrsta verk nefndarinnár var að senda út ávarp til Reykvík- irga, þar sem óskað er stuðnings við málefni þetta. Reykvíkingar tóku þeirri mála- leitun vel. Kom þá strax fram, að áhugi ríkti meðal almennings að koma húsmæðraskóla hjer á íót. Nokkru síðar benti frú Stein- unn H. Bjarnason á, að hægt myndi vera að festa kaup á hús- inu Sólvallagötu 12. Samþykkti nefndin að kaupa húsið fyrir 100.000.00 kr„ og fá því breytt íyrir skóla. Halldór Jónsson arki- tekt sá um breytinguna, en Korne lius Sigmundsson byggingarvinn- una. Nefndin rjeði frú Huldu Stef- ánsdóttir sem forstöðukonu við skólann og frú Ólöfu Blöndal sem hannyrðakennara. Erfitt reynd- ist að efla skólanum annarra kennslukrafta fyrst í stað, eink- um hússtjórnarkennara og óvíst hvernig tekist hefði, ef tvær sæmdarkonur, frú Elísabet Jón- a.'dóttir og frú Fjóla Fjeldsted hefðu ekki hlaupið undir bagga. HÚSNÆÐI AUKIÐ Viðgerðin á húsinu gekk seinna en búist var við, og hann var ekki settur fyrr en 7. febrúar 1942. Vegna þess hve aðsóknin var strax mikil að skólanum, reyndist húsbæðið mjög ófull- nægjandi. Bæjarstjórnin jók húsakost skólans 1945 með því að kaupa íbúð á Grenimel 29, fyrir eina kennslukonu og 8 heimavistarstúlkur og hefir síð- an kevpt aðra íbúð í viðbót. — Jafnframt var unnið að því, að koma upp viðbótarbyggingu við skólahúsið og hún byggð, svo fljótt, sem auðið var. Hún komst þó ekki í notkun fyrr en á út- ínánuðum 1949. EFLÍST AD VINSÆLDUM Óhætt er að fullyrða að skól- inn hefur óunnið sjer miklar vin- sældir bæði hjer í Reykjavík og utan Reykjavíkur. Það sýnir hin rcikla aðsókn að skólanum. Hún reynist þó alltaf mest, eftir að hinar árlegu sýningar eru haldn- ar á forin, þar sem fólk getur áþreifanlega komist að raun um, hvað nemendur afkasta í skól- anum. Það með öðru, ber vott um vinsældir skólans, að verðlauna- sjóður skólans, sem er orðinn til af gjöfum einstakra veluhnara hans, nemur nú um 9000 kr. —- 12. júní Ilulda Stefánsdóttir, forstöðu- kona Húsmæðraskólans, við skolauppsögn. s Upphaf þessa sjóðs var það, að reykvísk húsmóðir gaf skólanum 100 kr. á fyrstu handavinnusýn- ingunni. Áttu þær að vera fyrsti visir til verðlaunasjóðs, handa nemendum, er sköruðu fram úr. ( En stærsta gjöfin, sem verðlauna sjóðnum hefur hlotnast er 5 þús. kr. frá frú Soffíu Kjaran. Fyrsta gjöfin til skólans var frá frú Svanfríði Hjartardóttir, er gaf minningargjöf til skóla- bygggingarinnar, til minningar um móður sína, Sigríði Hafliða- dóttir. En mesta gjöf, sem skói- anum hefur borist, er frá Hólm- fríði heitinni Gíslaaóttur, er um langt skeið hafði húsmæðra- kennslu, fyrst í Iðnó og svo í húsi sínu við Þingholtsstræti.— Hún gaf skólanum mikinn og dýran borðbúnað og arfleiddi hann að húseign sinni í Þing- holtsstræti 28. KENNAKALIÐÍÐ Miklar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans á þessum 10 árum, ncma hvað þær konur, er fyrst voru ráðnar að skólanum, frú Hulda Stefánsdóttir og frú Ólöf Blöndal, hafa starfað þar fram á þennan dag. Aðrir kennarar skólans cru nú frk. Sigurlaug Björnsdóttir, sem kennir ræstingu, þvott og meðferð þotta. Er hún húsmóðir á heima- vistarheimijinu á Grenimel 29. —— Frk. Katrín Helgadóttir hússtjórn arkennari kennir matreiðslu í heimavist og manneldisfræði. Ingi björg Þorvaldsdóttir kennir vefn- að íheimavinnu. Frú Dagbjört Jónsdóttir hússtjórnarkennari kennir matreiðslu og manneldis- frwði í B-deild. Frk. Sigríður Gísladóttir aðstoðar við handa- vinnukennslu og frk. Pálína Gísla- dóttir aðstoðar í eldhúsi heimavist- ar. Frú Sigríður Eiríksdóttir kennir heilsufræði í báðum deild- um I tima á viku ,og frú Sigríður Haraldsdóttir kendi búreikninga. Leikfimi var einnig kennd í skól- anum, sá Hrefna Ingimarsdóttir um leikfimikennsluna. SKÚLANEFNDIN Eins hefir skólanefndin tekið miklum breytingum, enda hefur það breyst hvaða aðilar hafa haft skipun þeirrar nefndar á hendi. Framh. á bls. 7. —Víkverjí skrifarr *—--- m DAGLEGA LÍFIIMU Dauðinn á götunni UMFERÐARSLYSIN á götum Reykjavíkurbæjar eru orðin það geigvænleg, að segja má, að það sje eitt mesta alvöru- og vandamál, sem nú steðjar að og lausn verður að fást í því máli, hvað sem það kostar. Það er ekki lengur hægt að horfa á, að börn jafnt sem fullorðnir geti ekki gengið óhultir um líf sitt um göt- urnar. En Iagfæring fæst ekki, nema að allir bæjarbúar taki höndum saman og vinni af fullri alvöru og sem einn maður að því að bægja þessari hættu frá. Ósjaldan einam að kenna ÞEGAR umferðarslys verða er það sjaldan einum, eða öðr- um aðilanum að kenna. Bifreiða- stjórar, sem verða fyrir því voða- lega óláni, að aka á mann og verða honum að fjörtjóni, eða slasa hann hættulega, geta oft á tíðum ekki forðað slysunum. Og það er sama hvað lögin segja um ábyrgðina það er oftast ekki hægt að kenna bílstjóranum einum um. — Það sanna best frásagnir blað- anna af slysunum undanfarið. Þeir, sem fyrir slysum verða eiga oftast einnig sök á hvernig fór. Litil huggun EN ÞAÐ er lítil huggun fyrir sorgmædda aðstandendur, sem fá barnið sitt liðið lík inn á heim- ilið, hver á sökina. Og þótt það sje málsbót fyrir bifreiðarstjóra, sem hefur orðið fyrir þvi óláni, að vagn hans banaði manni, þá er sársaukinn litlu minni. Þess vegna er tilgangslaust að ásaka, heldur verður að koma í veg fyrir „sjálfráðu slysin“. Umferðarreglur, fyrst og fremst TIL ÞE3S að tryggja öryggi í umferðarmálum er fyrsta skilyrði að settar sjeu nákvæmar og glöggar umferðarreglur — og þær eru til. En reglur eru til einskis, ef ekki er farið eftir þeim. Og ''óvíða munu umferðar- reglur vera brotnar jafn herfilega og í þessum bæ. Og það jafnt af ökumönnum sem fótgangandi. | Merm vilja seint skilja og fara eftir þeirri meginreglu, að ak- brautir eru fyrir farartæki og gangstjettir fyrir fótgangandi. — Þessi meginregla er sí og æ brot- Bvrja verður á börnunum YRST er að byrja á börnun- um og kenna þeim umferðar- reglur. Ekki með því einu, að segja þeim að „vara sig á bílun- um“ og hóta þeim með meiðslum ella. Heldur með því að skýra fyrir þeim grundvallarreglur um- ferðarinnar og kenna þeim að fara eftir þeim. Þá mun þeim fljótt lærast hvað um er að ræða. En það er ekki heldur nóg að kenna börnunum, ef þeir full- orðnu fara ekki eftir sömu regl- uin. Og á það skortir mikið. Að þessu sinni er vakið laus- lega máls á þessu mikla alvöru- máli. En það er ekki nóg að tala og skrifa. Framkvæmdir verða að fylgja. — Það er verkefni um- ferðarlögreglu og annara yfir- valda og þeirra, sem tekið hafa að sjer það göfuga hlutverk, að annast slysavarnir í landinu. Stóð ekki á svari FRÁ ræktunarráðunaut Reykja- víkurbæjar hr. JZ. B. Malm- quist bárust í gær eftirfarandi til- skrif: „Ut af skrifum í dálkum þínum í gær, Víkverji góður, vil jeg að- eins biðja þig að taka fram nu þegar. að „frambærilegar skýr- ingar“ skaltu fá varðandi þau ræktunarmál er þar eru gerð að umtalsefni. En því miður hef jeg engan tíma nú í vorönnunum að ,.eltast“ við fljótfærnislegár á- deilur, sem fiá faglegu sjónar- miði sjeð, þar sem um varanleg- ar ræktunarframkvæmdir er að ræða, hafa Við engin rök að styðj- ast,“ Þá sjáum við til hvers er að kvarta á þessum stað!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.