Morgunblaðið - 14.06.1951, Síða 10

Morgunblaðið - 14.06.1951, Síða 10
lfc MORGUNBLAÐIÐ í'immíudagur 14. júní 1931 Framhaldssagan 19 imriiiiitiiiiiiiiiiimiiiii ERFÐASKRAlN) .....Skáldsaga eftir Neliu Gardner "White r.iiimmmmmmiÁ hefði talað um slíkt við yður á i þeim aldri. Og ef þ-=>ð er frú Lou’ hjerna í Trigo, þá býst jeg held- ur ekki við að hún hafi talað um það við börn sín. Jeg er ekki að segja þetta sem neina fullyrð- ingu. Jeg er bara að reyna að líta á þetta frá skynsamlegu sjónar- miði. Þetta eru mikil auðævi sem um er að ræða. Jeg held fyrir mitt leyti að mjer þætti heiður að því að vera sonur Zachary Thorne“. „Jeg hof ekkert út á hann að setja. Hann er bara ekki íaðir minn. Það er alit og sumt .... Stelpan kom upp eftir til okkar“. „Hver?“. „Lord-stelpan“, sagði Frank „Til að snuðra og koma konunni minni úr jafnvægi". „Hana langar aðeins til að vita sannleikann eins og alla“. „Sama er mjer þó þau hirði peningana“. „Bíddu við, Lord. Þið verðið að skilja að bau eru í eins miklum vanda stödd eins o« víer. Þjer vitið hverskonar fólk þau eru. Þau hafa stjórnað hessum bæ frá alda öðli og eru ákaflega stolt. En þau vilja ekki taka neitt, sem ekki er þeirra rjetta eign. Og ef til vill kæra þau sig ekkert um þessa penin^a, þó að þau sjeu í ennþá meiri fíárkröggum en þjer. Jeg veit það ekki. En þjer eruð ekki einn um þetta. Þjer getið ekki ætlast til þess að fólk tali ekki um þetta. Það er aðeins mannlegt eðli. Jeg hef jafnvel hjálpað til að beina athyglinni að yður, til hess að lietta á Lord- fólkinu. Nema þau ætli að <*era kröfu tíl peninganna, en það hafa þau ekki ennþá“. Frank Lord leit niður á gólfið, og síðan upp aftur. Hann virtist dálítið skömmustulegur. „Þetta setur bara allt á annan endann“, sagði hann. „Við höfum aldrei haft mikið á milli handa, en við höfum kornist vel af. Jeg var kennari og við biu",um í stór- borg. Það var heitt og þrön"t fyrir drenginn og Jennie hafði áhyggjur af honum. Jeg hafði umýð úti í sveit ó sumrin og þekkti dálítið til sveitastarfa. — Okkur fannst það "ott tækifæri. En það hefur verið erfitt. Þjer getið ekki litið á það frá mínu sjónarmiði. Þjer sjáið betta auð- vitað bara sem hvert annað mál. En þetta hefur áhrif á allt dag- legt líf. Þegar maður þarf ekki annað en standa urn og se»ia að maður sje lausaleikskrakki til að fá allt sem maður þarfnast .... þá hefur það áhrif á allt hvers- daglegt líf“. „Jeg skil“, sagði Wcbster. „Þetta hefur breiðst eins og eld- ur um allan bæinn. En þarna liggja peningarnir og þeir eru nytsamir. Og jeg skil ekki hvern- ig þjer getið vitað að yður beri þeir ekki“. „Jeg þekki mitt fólk“, sagði Frank Lord. „Það er allt og sumt sem jeg veit .... Jeg var að koma frá Lord-húsinu. Jeg hag- aði mjer auðvitað eins og kjáni, en jeg kærði mig ekki um að stelpan kæmi snuðrandi uppeftir til okkar aítur“. Webster þagði góða stund. „Hvað skeði?“, spurði hann loks. „Jeg hitti gömlu frúna. Hún skildi ekki hvað jeg var' að tala um“. „Jeg var hræddur um það. Hvað sagði hún?“. „Jeg hef aldrei komið inn í annað eins hús. Ef maður þarf að búa í svona húsum þegar maður verður ríkur, þá kæri jeg mig ekki um það .... Hún sagði svo sem ekki mikið. Bara: „Jeg skil“ kuldalega. Svo sagði hún: „Þakka yður fyrir komuna“, og jeg var kominn út á götu aftur. — Jeg hagaði mjer eins og kjáni. Hvern- Ig átti jeg að vita að hún vissi ékkert um þetta?“ I „Nei, þjer gátuð ekki vitað það.) Én þau hafa líka sín vandamál. Þau eiga lika dreng, sem er veik- ur.... en hann er bara næstum eins gamáll og þjer. En jeg ætla að biðja yður að segja ekki frá því. Hann kærir sig ekki um að fólk viti að hann er veikur. Og þau eiga dóttur og jeg elska hana .... svo þetta snertir mig lika. Jeg skal segja yður það, Lord, að fyrst fannst mjer gaman að þessu. Mjer fannst gaman að því að sjá Lordfólkið falla niður úr hásæti sínu. Jeg varð fyrir von- brigðum þegar jeg fann yður. En nú finnst mjer þetta allt leiðin- legt. Jeg veit að þetta hlýtur að hafa sín áhrif. Mig langar ekki til að neyða Francis til að taka ákvörðun. Jeg skil ekki hvernig hann á að geta það. Móðir hsns er lifandi.... og þess vegna er það miklu erfiðara fyrir hann en yður. En jeg er feginn að hún hefur fengið að vita það. Það var betra að þjer urðuð til þess held ur en jeg hefði þurft að gera það eða annað hvort barna hennar. Hún hlaut að fá að vita það fyrr eða síðar.“ Lord stóð á fætur. „Já, þetta verður flóknara og f lóknara... Jeg ætla að biðja yður að biðja stúlkuna að koma ekki aftur.“ „Ef jeg hitti hana,“ sagði Webster. Hann sat kyrr í stólnum eftir að Lord var farinn og hugsaði um skemmtilega eldhúsið uppi á bóndabænum. Og um barnið með fallegu brúnu augun, sem virtist ekki geta talað, en var þó svo gáíulegt. Og um Jennie með festulega andlitið. Hann hafði fundið það strax að þessi fjöl- skyldá var bundin ástarböndum. En nú sá hann Jennie fyrir sjer horfa á drenginn og hugsa um allt, sem hægt rnundi að gera fyrir hann, ef þau fengju pening- ana. Og honpm fannst hún mundi horfa á Frank, mann sinn, mð öðrum augum. Það var óbæri- legt að hugsa um það. Fari þess- ir peningar til fjandans, sagði hann upphátt við sjálfan sig. Og hvers vegna í ósköpunum hafði hann sagt Frank Lord að hann elskaði Miröndu? Honum hafði fundist hann þurfa að segja eitt- hvað við hann sem sýndi að þetta snerti hann líka, að vandamálið snerti ekki aðeins hann og hans fjölskyldu. Jæja, þá vissi frú Lord það. Hvort sem hún hafði vitað það ■ fyrr eða ekki, þá vissi hún það að minnsta. kosti núna. Hann tók upp símann. Hann þekkti ekki símanúmerið, en bað um Lord- húsið. Frú Lord kom í símann. Rödd hennar var stillileg eins og alltaf. „Já?“ sagði hún. „Er Miranda heima?“ „Nei, hún er ekki heima.“ „En Francis?" „Nei. Hver er þetta, með leyfi?“ „John Webster. Má jeg koma snöggvast?“ Hann hafði ekki ætl að að spyrja um það þegar hann tók upp símatólið. En honum fannst óbærileg tilhugsunin um það að hún væri ein. „Mjer þætti vænt um það ef þjer vilduð koma einhverntima seinna, herra Webster,“ sagði hún. „Jeg er upptekin einmitt núna. Verið þjer sælir.“ Jæja, ef til vill var það fyrir bestu. Hún mundi ekki þiggja samúð. Hún mundi vilja ráða við þetta ein síns liðs. En samt sem áður var tilhugsunin óbærileg. Hálftíma síðar kom Miranda. Það snjóaði úti og snjókornin lágu á höfði hennar og á öxlun- um á slitna loðfeldinum. Snjó- kornin bráðnuðu næstum sam- stundis því það var heitt á skrif- stofunni eins og alltaf. Hún stóð við dyrnar ,hikandi og vandræða legri en hann hafði nokkurn tíma sjeð hana. „Er óhætt að treysta þjer?“ sagði hún loks. „Það vona jeg. Já, þú getur það. Jeg var að reyna að ná í þig-“ ARNALESBOK Jtlcrgunblaðsins 1 VINNULANDIÐ 3. Hátt uppi á himninum sá hann snjóhvít ský líða og þá hugsaði hann: — En hvað svona skýjum hlýtur að líða dásamlega. Þarna liggja þau uppi á himnirum og þurfa ekkert að gera nema að leika sjer. Það hlýtur að vera dásamlegt lif. Tommi lokaði augunum og reyndi að ímynda sjer, að hann væri orðinn að skýi, sem svífi um himininn, hájt uppi yfir húsþökunum í borginni. En allt í einu kipptist hann við. Hann opnaði augun og horfði undrandi á það sem var skyndilega að gerast. Hann sá ekki betur en að eitt hvíta skýið lækkaði allt í einu flugið. Það hafði verið svo langt í burtu en nú kom það allt í einu svífandi móti honum, yfir kirkjuria og yfir nágrannahúsið, þangað til það að lokum sveimaði yfir kálgarðinum' og snerist og ólgaði eins og hver. Tommi trúði varla sínum eigin augum. Gat það verið að skýið hefði skyndilega fluttst svo hratt yfir himininn, eða hafði hann sofnað á meðan. Nei, það var ekkert um það að efast, skýið nálgaðist svo hratt að Tommi hjelt, að skýið ætlaði að taka hann með sjer. Hann þreif upp skófluna, sem lá þarna við hlið hans og sló með henni í skýið. en það þýddi ekkert. Honum fannst hann heyra lágt muldur inni í skýinu. Nú varð Tommi hálf skelkaður. Hann langaði mest til að læðast burt og flýja frá þessu ægilega skýi. En allt í einu myndaðist op í skýjabakkann, líkast munni og nú fór þessi skýjamunnur að tala við hann. — Hvað ert þú að gera, drengur minn, sagði skýið. — Jeg er að hvíla mig. Mjer fannst gott að hvíla mig og jeg hata að þurfa að vínna, sagði Tommi. — Mikið held jeg að það væri skemmtilegt að geta lifað eins og þið skýin, að mega sólunda sig uppi á himnirum og þurfa aldrei að vinna neitt. — Hahaha, sagði skýið og skellihló. Hahaha. Heldurðu, að jeg hati að vinna? Jeg? Hvernig getur þjer dottið önnur eins vitleysa i hug? Þú ert víst bara að gera að gamni þínu. Hvernig heldur þú að allir fallegu garðarnir og túnin og allur gróður hjerna í ná- grenninu liti út, ef jeg stæði með hendur í vösum. Það væri dá- 17. júní BarnaSlö Ljereftsfánarnir endast, meðan barni-5 notar flögg. — Verð 10 kr. I4x/,Uul^úJ Skólavörðustíg 2 '/W\ Simi 7575 Auglýsing Nemcndasamband Menntaskólans í Rcykjavík heldur árshátíð sína að Hótel Borg n. k. Iaugardag þann 16. júní. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir í íþöku n. k. fimmtudag» og föstudag frá 5—7 e. h. Ath. ,,Jubil“-árgangar tilkynni fjölda þátttakenda við allra fyrsta tækifæri. TILiíYftiN frá Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs um yfirfærslu á námskostnaði. Umsóknir um gjaldeyrisleyfi fyrir námskostnaði 3. ársfjórðungs 1951 vegna nemenda, sem dvelja ytra, ósk- ast sendar ásamt tilheyrandi vottorðum skrifstofu deild- arinnar fyrir 27. þ. m. A það skal bent að þeir nemendur, sem koma heim yfir sumarmánuðina, fá ekki yfirfærslu þann tíma, er þeir dvelja hjerlendis. Þeir, sem hafa hug á að hefja nám erlendis n. k. haust, skulu senda umsóknir ásamt tilheyrandi skilríkjum fyrir 15. júlí n. k. Reykjavík, 12. júní 1951. INNFLUTNINGS- OG GJALDEYRISDEILD FJÁKHAGSRÁÐS Byggingasamvinnufjelag starísmanna ríkisstofnanna \ m TILKYNNIR: S u Þeir fjelagsmenn, sem ætla að fá íbúð í fyrirhugaðri : sambyggingu, mætið í skrifstofu fjelagsins (Edduhús- Z inu, efstu hæð) á morgun og föstudag kl. 5—-7 og greið- ; ið þá fyrstu innborgun. * Fjelagsstjórnin. : Bilvfelía virki I »l ■i ■ ■ óskast á verkstæði Vegagerðar ríkissjóðs, við Borgartún. Z m m ■ Fullkomin reglusemi áskilin. Uppl. hjá Davíð Jónssyni. í Atvinna við saumaskap. 1—2 stúlkur, vanar verksmiðjuvinnu óskast nú þegar. VERKSMIÐJAN FRAM, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.