Morgunblaðið - 04.07.1951, Side 10
HORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 4. júlí 1951
r 10
grtiiiiiiiuiititiiiiuinuu'i Framhaldssagan 3 IIIIIIIIIIIIIIUIUUIIIIIIIIUIIIIUUIIIIIIIIfUIUIIIIIIIIIIIIIIUIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIUIMIIIUIIIIIIIIIi 'i
I STÍLKAN 0G DAUÐINN I
' .IIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIimilllllMIIIIIIIIIIIIUU
Skáldsaga eftir Quentin Patrick
IIIIIIIHIIIIIIIIII*
þeirra sem síðastir höfðu komið
inn í anddyrið. Á eftir þeim kom
Appel. Hann var óg-iftur en sást
oft í fylgd með Marciu Parson.
Hún var yngst og vinsælust af
kennslukonunum. Þetta var vægast
sagt óþægilegt augnablik.
Við komumst ekki burt. Við urð-
um að fara inn í salinn og jeg
hafði gefið Grace aðgöngumiðann
minn. Við urðum að láta eins og
við værum hingað komnar til að
fara í leikhúsið. Þau gengu öll
fjögur til okkar, Penelope Hud-
nutt í broddi fylkingar. Hún var
há og grönn í svörtum flauels-
kjól, og hreifði sig eins og drottn-
ing.
„Jeg sj'e 'að þið hafið komist
hingað heil á húfi“, sagði hún. Hún
talaði með áberan li enskum áhersl
um. „Hvar eru Norma og Grace?“
Penelope hafði óhugnanlega
hæfileika til að muna nöfn. Hún
mundi eftir skíinarnafni okkar
allra. Jeg varð fyrir svari og sagði
að við værum að bíða eftir þeim.
Hún kinkaði kolli og hjelt áfram
inn ásamt Hudnutt sem brosti sínu
ópersónulega brosi .... eins og
hann vissi að hann átti að þekkja
okkur, en hefði í rauninni ekki
hugmynd um hverjar við vorum,
en „Feiti Appei“, eins og við köll-
uðum hann reyndi að glettast við
okkur vegna áhuga okkar á leik-
listinni. Faðir hans var lögfræð-
jngur bæði fjölskyldu minnar og
Hough-fólksins í Newhampton.
Marcia Parson brosti vingjarn-
lega til okkar. Hún var ekki vit-
und kennslukonuleg og jeg þótt-
ist vita að hún hlakkaði ekkert
til að sjá leiksýninguna. Það vai'
bara af skyldu sem hún hafði far-
ið.
Við Elaine störðum hvor á
aðrá þegar þau þau voru öll fjög-
ur horfin inn í salinn
„Þú segir satt'Y sagði jeg. „Við
sitjum laglega i því. Þau svipast
ábyggilega um eftir okkur á
milli þátta. Og jeg sem er í efsta
bekk og á að vera öðrum til fyrir-
rhyndar".
„Bíddu við“, sagðí Elaine.
Það birti yfir svip hennar og
hún hljóp þangað sem afgreiðslu-
maðurinn stóð og talaði við hann
að því . er virtist með miklum
ákafa.
Á meðan birtist Grace. Hún
sagði að allt væri í lagi og vinur
hennar kæmi á hvaða augnabliki.
Mjer sýndist hún vcra í meiri
geðshræringu en nokkru sinni
íyrr.
Elaine kom hlaupandi aftur.
„Þetta * var prýðismaður",
hrópaði hún. „Hann skrifaði upp
fyrir mig nákvæmlega hvenær
þáttaskiptin eiu. Við þurfum
ekki annað en skréppa yfir göt-
una og standa hjerna meðal á-
horfendanna á meðan. Hudnutts-
hjónin hafa ekki hugmynd um
það hvort við erum í leikhúsinu.
Þau sítja uppi á öðrum svölum".
„Hudnuttshjónin?“.
Grace hafði ekki tekið eftir
Elaine, en nú sneri hún sjer að
henni og starði á hana stórum
augum með hálfopinn munninn.
„Áttu við að Penélope Hudnutt
sjer hjerna í leikhúsinu? En jeg
hjelt að hann....“.
Hún þagnaði. Augnaráð henn-
ar var undarlega neistandi. Svo
tautaði hún eitthvað um það að
hún ætlaði ekki að bíða eftir
kunningja sínum fyrir utan, og
fór inn í dimman salinn.
Elaine horfði á éftir henni og
sló fingrunum á enni sjer.
„Hún er eitthvað lítilsháttar
biluð", sagði hún. „Það er jeg
viss um. Jæja, komdu".
Jeg er viss um að það hefur
mátt sjá það á mjer að jeg hafði
slæma fcamvisku þegar við geng-
um yfi^götuna.
Einkennisklæddur máður
fylgdi okkur að blómskreyttu
borði, sem stóð við dansgólfið.
Steve Carteris var einn af þeim
mönnum, sem að því er virtist án
nokkurrar fyrirhafnar fá alltaf
besta borðið á veitingahúsum og
bestu þjónana. Þetta kvöld var
síst nokkur undantekning. —
Kampavínsflöskurnar, ábyggi-
lega af bestu tegund, stóðu í föt-
unum. Á miðju borðinu var stór
kaka með tuttugu og einu kerti
og í kring um hana alls konar
góðgæti. Það var meira að segja
eins og dansgólfið hefði verið
bónað í tilefninu og undir per-
sónulegu eftirliti Steve.
Stev.e stóð á fætur og heilsaði
okkur. Hann var svo fínn og strok
inn að það var næstum ótrúlegt
að hann væri einn af nemendum
Wentworthskólans. En Steve
hafði meðfædda hæfileika til að
vera vaxinn öllum kringumstæð-
um. Carteris-ættin var ein helsta
og elsta ættin í Suðurríkjunum
og Steve var sonur Carteris, fylk-
isstjóra, sem kvað vera hátt skrif
aður á listanum við næstu for-
setakosningar.
„Þú átt að sitja hjer í heiðurs-
sætinu, Lee", sagoi hann.
Jeg gat ekki stillt mig um að
senda illkvittnislegt augnatillit
til Normu, þegar hann bauð mjer
sætið við hægri hlið sjer. En
Norma virtist vera ánægð á milli
formannsins fyrir fótboltafjelag-
inu og leikstjórans okkar. Elaine
settist við hliðina á Nicholas
Dodd, en hann var herbergisfje-
lagi Steve. Hann var einn af þeim
fáu á skólanum, sem hafði vit á
því að setja Elaine ofar systur
hennar.
Meðan þjónarnir gengu um og
helltu í glösin okkar, sagði jeg
Steve frá því hvers vegna Grace
ekki kom.
„Það var leiðinlegt", sagði
hann. „Jeg hafði vonast eftir að
taka upp vináttuna við Hough-
fjölskylduna í kvöld. En þar sem
Jerry liggur með fótinn í gibs-
umbúðum....“. Hann þagnaði og
brosið hvarf snöggvast úr aug-
um hans. „Jeg vona að Grace hafi
ekki fundið upp á þessari leik-
húsferð til þess að losna við að
koma hingað?".
„Nei, hreint ekki", sagði jeg;
Jeg sagði honum frá hraðbrjef-
unum og að herbérgisfjelagi
minn hefði breytt um ákv'rðun á
síðastá augnabliki. Jeg sagði hon
; um að við neyddumst til að vera
í leikhúsanddyrinu á milli þátta.
| Hann sneri sjer að hinum gest-
unum og við töluðum ekki meira
um það. En þegar við stóðum upp
til að dansa, tók hann aftur upp
sömu umræðurnar.
„Jeg fann það á mjer að Grace
mundi ekki koma". sagði hann.
Hann talaði ekki eins kæruleys-
islega eins og hann átti vanda til
þegar hann hjelt áfram: „Hún
.... hún hefur kannske sagt þjer
hvers vegna þetta ósamkomulag
varð á milli mín og systkin-
anna?“.
Jeg vissi að vináttunni á rhilli
Jerry og Steve var lokið. Þeir
höfðu áður verið óaðskiljanlegir
vinir og þangað til fyrir skömmu
höfðu þeir búið saman í herbergi.
En enginn hafði gefið mjer neina
skýringu og jeg hafði heldur ekki
spurt að því.
Jeg kærði mig heldur ekk'i um
að vita það núna. Jeg var hrædd
um að jeg neyddist til að'tgka
málstað annars þeirra.
„Grace er illa við mig“, sagði
Steve. En jeg greip fram í fyrir
honum.
„Hvaða vitleysa, Steve. Hverj-
um okkar er illa við þig. Þú ert
auðvitað óttalega ómerkileg og
lítilssigld persóna, en við tilbiðj-
um þig fyrir það“.
„Þú mátt ekki segja það, ef
þjer er ekki alvara, Lee“.
Hann þrýsti hönd mína og jeg
gleymdi öliu öðru en ánægjunn-
^ar að dansa við hann og fylgja
hljómfallinu í músikinni. Mjer
jleið alltaf vel í návist Steve. Ef
jeg hefði ekki verið svona ást-
fangin af Jerry, þá hefði jeg sjálf
sagt gert mjer allt far um að
vinna ástir hans og rutt mjer
braut í gegn um allan aðdáunar-
skarann. En eins og var, vorum
við ekki annað en heimsins bestu
vinir .... og það var dásamlegt
að dansa við hann.
Þegar við hættum að dansa,
stakk jeg litla sígarettukveikjar-
anum, sem jeg hafði keypt handa
honum, í lófa hans.
Það var slökkt á ljósunum í
loftinu og kveikt á ijóskastara.
Fyrsta skemmtiatriðið byrjaði.
Söngkona gekk fram á gólfið.
Hún var í áókaflega fleygnum
kjól, svo að jeg bjóst við hneyksli
á hverri stundu. Hún gekk á milli
borðanna og söng vinsælt dgegijr-
lag. Við borðið okkar sjjjcfcjiváði
hún beint fyrir framan Steve og
söng af fullum hálsi, svo"nð mjér
sýndist kjóllinn ætla að rifna ut-
an af henni.
Blómapottar, serrs
prýða hvern glugga
Fást í blómabúðum og sjcrverslunum. — Sendum hvert
á land sem er. — Heildsölubirgðir sími 7398 og 1332.
Pottaaeiiin
Auglýsíng
um útgáíu vegabrjeía til útlanda
Þeir, sem hafa í hyggju að ferðast til útlanda og
þurfa á vegabrjefi að halda, eru beðnir að sækja um
útgáfu þess með a. m. k. hálfs mánaðar fyrirvara.
Leggja ber fram 2 Ijósmyndir, ásamt vottorðum toll-
stjóra og borgarstjóra.
Lögreglustjórinn í Keykjavík, 2. júií 1851.
BILA OG IIUSGAGNARYKSUGUK NYKOMNAR.
— VERÐ KR. 535,00. —
LJÓSAFOSS
Laugaveg 27 — Sími 2303
ARNALESBÓK
1 JXlcT£unblabsins 1
VPPREISN I AFRÍKU
EFTIR J. BOSTOCK
7
— Já, herra, sagði svertinginn og brosti svo skein í hvítar
tennurnar.
— Jæa, farðu þá strax af stað.
Og Nawamba þaut af stað í gegnum skóginn. En Merrill skip-
aði hermönnum sínum að skipa sjer í einfalda röð. Þegar hann
hrópaði áfram gakk, hreyfðist öll röðin skipulega áfram með
byssu við öxl inn í myrkviðinn í fótspor Merrills, sem gekk
fremstur.
Fljótið beygði allangt til vesturs á þessu svæði og tók á sig
stóran krók, svo að Merrill reiknaðist svo til, að með því að
fara þvert í gegnum skóginn yrði leiðin svo mikið styttri, að
hann yrði sennilega ekki mikið lengur til Bawali fótgangandi
en með skipi upp fljótið. Ein ókosturinn var, að erfiðara var að
verjast árásum á landi en á skipsfjöl úti á miðju fljóti. En á það
varð að hætta, ef hægt ætti að vera að bjarga lífi Alexanders
trúboða.
2. kafli.
— Sssu!
— Merrill gaf hermönnum sínum fnerki um að hafa lágt um
sig og þeir atöðvuðu göngu sína, en læddust eilitið nær.
Þeir sáu eldana loga á hlóðum hjá híbýlum Osaríánna og
þegar þeir voru komnir svo nærri þorpinu vaf nauðsynlegt að
íara varlega. Ef þeir kæmu upp un| fsig og Osariarnir tækju ’
eftir þeim, þá gat það kostað líf þeirrá allra.
Til sölu
Við Nökkvavog fokhelt timburhús. í húsinu eru 3
íbúðir, kjallari, hæð og ris. Selst hvort heldur er í einu
lagi eða hver íbúð út af fyrir sig. — Nánari uppl. gefur
Málaflutningsskrifstofa
Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar,
Laugaveg 27. — Sími 1453.
■I
• 4
Danskur fiskibátur til sölu
Fyrsat flokks danskur fiskibátur byggður 1941 í danskri
skipasmíðastöð, stærð 34 tonn í ágætu lagi, með nýjan
75/85 ha. HUNDESTED mótor (1950—’51), ásamt sendi-
og móttakara, er til sölu nú þegar gegn fastákveðnu verði.
112 þús. dönskum krónum.
Uppl. gefur fulltr. C. Larsen, Esbjerg Bank
A/S Fiskerihavnen, Esbjerg, Danmark.
HREINLÆTIS VÖRUR
Vim-ræstiduft — Bibby sápuspænir í pökkum
Lux handsápa — Colgate-tannkrcm, fyrirliggjandi.
EGGERT KRISTJÁNSSON & Co. hf.