Morgunblaðið - 10.07.1951, Side 6

Morgunblaðið - 10.07.1951, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. júlí 1951. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Ofbeldinu hnekkt S.L. SUNNUDAG hjeldu fulltrú- ar Sameinuðu þjóðanna og komm únista fund með sjer til þess að ræða undirbúning að viðræðum um vopnahlje í Kóreu. Hafa þær borið þann árangur að ákveðið er að ráðstefna um vopnahlje hefjist í dag. Er það öllum friðelslcandi þjóðum að sjálfsögðu hið mesta iagnaðarefni. Virðast nú horfur á að blóðsúthellingum linni í Kóreu og friður komist á. Hinn frjálsi heimur hefur öðlast mjög mikilvæga reynslu í Kóreu- styrjöldinni. Henni var hrundið af stað með ofbeldisárás komm- únista á hið frjálsa lýðveldi Suð- ur-Kóreumanna en það hafði ver- ið stofnað í skjóli Sameinuðu þjóðanna eftir að ómögulegt hafði reynst að sameina alla Kóreu í eitt frjálst ríki. Rússar höfðu komið í veg fyrir að það tækist. Þeir vildu ekki leyfa írjálsar kosningar að lýðræðis- legum hætti i öllu landinu. Þeir vildu ekki einu sinni leyfa eftir- litsnefnd Sameinuðu þjóðanna að ferðast um landið. Þegar að allar tilraunir til þess að sameina Kóreu í eitt lýðfrjálst ríki höfðu stundað, var markalína dregin milli norður og suðurhluta lands- ins og sjálfstætt ríki með lýð- stjórnarskipulagi stofnsett í Suð- ur-Kóreu. En Rússar kunnu þessari ráða breytni illa. Þeir sátu allt frá upphafi á svikráðum við Suður- Kóreu. En þeir vildu þó ekki ganga þar hreint til verks. Leikur þeirra var sá að etja fimmtuher- deild sinni í Norður-Kóreu á for- aðið. Niðurstaðan varð svo sú að Norður-Kóreumenn rjeðust suð- ur yfir 38. breiddarbauginn hinn 25. júní sumarið 1950. Síðan hafa ófriðareldar logað austur þar. Kóreustyrjöldin hefur verið að því leyti sjerstæð að þar áttust við hersveitir víðtækustu alþjóða samtaka, sem sagan greinir, og árásaraðiii, sem hafði gerst ber að ofbeldi og yfirgangi. Þessi styrjöld hefur þannig staðið um það, hvort ósvífnum ofbeldis- seggjum eigi að haldast það uppi í framtíðinni að ráðast 'á friðsam- ar þjóðir og ræna þær frelsi sínu. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðist þessa prófraun glæsi- lega. Herir þeirra hafa hrund- ið árás kommúnista, rekið of- beldisliðið af höndum sjer og fengið þeirri þjóð frelsi sitt að nýju, sem á var ráðist. Þessi staðreynd hefur gífur- lega þýðingu fyrir framtíðar frið og öryggi í heiminum. Rússar og leppar þeirra í Austur-Asíu og um víða ver- öld hafa sjeð ofbeldi þeirra kæft. Þeir vita nú að til er öflugt alþjóðlegt lögregluvald sem ekki lætur árásir og of- beldi gagnvart friðsömum smá þjóðum órefsað. Hver sú þjóð er verður fyrir ofbeldisárás, á stuðning þessara samtaka vís- an. Engin ástæða er til þess að vopnahljei í Kóreu fyigi nokkur hugaríarsbreyting hjá kommún- istum. Þeir hafa aðeins áttað sig á því að þeir hafa tapað taflinu í Suður-Kóreu. Áframhaldandi barátta þeirra er vonlaus. En heimsveldisdraumar Rússa eru ekki liðnir undir lok í þeirra eig- in huga. Þeir munu framvegis sem hingað til nota fimrptuher- deildir sínar í hinum ýmsu lönd- um til þess að undirbúa ofbeldis verk sín. Hvenær, sem þeir þora munu þeir freista þess að leggja hlekki kúgunarinnar á frjálsar þjóðir. Raunhæfasta leiðin til þess að tryggja heimsfriðinn er þessvegna sú, að hinar frjálsu lýðræðisþjcðir lialdi áfram að treysta samtök sín til varnar löndum sínum. Samtök hinna Sameinuðu þjóða verða að halda áfram að eflast. Að baki þeim verða allar þær þjóðir, sem unna friði og öryggi í heiminum, að skipa sjer. Úrslitin í Mýrasýslu KOSNINGAÚRSLITIN í Mýra- sýslu sýna mjög vaxandi fylgi Sj álfstæðismanna en þverrandi fylgi Framsóknar. Það er athyglis vert að við síðustu kosningar fyrir um það bil tveimur árum, hefur frambjóðandi Famsóknar 92 atkvæði yfir frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Nú er þetta bil aðeins orðið 17 atkvæði. Pjetur Gunnarsson, frambjóð- andi Sjálfstæðismanna, er eini frambjóðandinn, sem eykur fylgi sitt. P’ramsókn tapar milli 30 og 40 atkvæðum, Alþýðuflokkurinn fær „snert af bráðkveddu" og tapar helmingnum af fylgi sínu, utan flokka maðurinn, sem klæddi sig í einhverskonar skolla buxur og var studdur af komm- únistum fær svo að segja rá- kvæmlega sömu atkvæðitölu og frambjóðandi þeirra árið 1949. Þar með er „þjóðfylkingar- draumi“ kommúnista um and- stöðu við utanríkisstefnu núver- andi ríkisstjórnar, lokið. Aðeins þeirra eigin dyggu og trúu fylgis menn vildu gera hann að veru- leika. Þessi úrslit í Mýrasýslu sýna sennilega nokkuð rjetta mynd af því, sem er að gerast í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir að öðru leyti en því að kommún- istar eru áreiðanlega að tapa. Vinstri flokkarnir eru yfirleitt að tapa, en stefna Sjálfstæðisflokks- ins að vinna á Auðsætt er að áróður Fram- sóknarflokksins um bændafjand- skap Sjálfstæðismanna hefur gjör samlega mist marks. Mýramenn hafa látið þann þvætting eins og vind um eyrun þjóta. Að þessari kosningabaráttu lok inni, er sjerstök ástæcfa til þess að minnast þess að Pjetur Gunn- arsson, frambjóðandi Sjálfstæðis flokksins, hefur háð hana af hinni mestu prúðmensku, dugn- aði og festu. Er óhætt að fullyrða að hann njóti nú mjög mikilía vinsælda, trausts og álits í hjer- aðinu. Er það mjög að vonum þar sem hann er ágætur maður og þaulkunnugur högum almennings í sýslunni. Þarf ekki mikla bjart sýni til þess að gera ráð fyrir að þess muni nú skammt að bíða að hann taki sæti Mýramanna á Alþingi. Þess má að lokum geta að Mýrasýsla hefur nú bæst í hóp þeirra kjördæma Framsóknar flokksins, sem komin eru á fremstu nöf með að tapast. Þar munar nú aðeins 17 atkvæðum að Sjálfstæðisflokkurinn vinni kjördæmið. í Dalasýslu var þessi munur við síðustu kosn- ingar 11 atkvæði og í Vestur- Skaftafellssýslu 5 atkvæði. Miklar líkur benda til þess að straumurinn liggi frá Fram- sókn í þessum hjcruðum eins og í Mýrasýslu. Það @r §o!f ú vera HorðmaSur á Islandi segir Blrger Knudsen (orsflóri HTB merkilega innsýn í hinn andlega þrótt, er með þjóðinni býr. FORSTJÓRI norsku frjettastof- unnar NTB, Birger Knudsen, fer flugleiðis hjeðan til London í dag. Þar verður hann í næstu viku í boði Reuters frjettastofunn ar í tilefni af 100 ára afmæli henn ar. Birger Knudsen hefur notað timann vel þessa daga, sem hann hefur dvalið hjer á landi. Hefur farið hjer um sveitir Suðurlands, norður í land til Mývatns og afl- að sjer margvíslegs fróðleiks um land og þjóð. I gær tók herra Sveinn Björns- son, forseti á móti honum að Bessastöðum, ræddi við hann m. a. um samskipti Norðmanna og íslendinga fyrr og síðar. í gærkvöldi hafði Morgunblað- ið stutt samtal við hann. Komst hann m.a. að orði á þessa leið: MARGS AÐ MINNAST — Á leiðinni hingað til lands með Gulfaxa sagði einn íslensk- ur farþegi við mig, „Það er gott að vera Norðmaður á íslandi, næstum því eins gott, eins og að vera íslendingur í Noregi“. Jeg vona að þetta sje rjett-! hermt hvað Norðmenn snertir. En jeg veit það af reynslunni eftir þessa hemisókn mína, að þessi ummæli eru sönn að því er ís- lendinga snertir. Því reynsla mín er, að það er sannarlega gott að vera Norðmaður hjer. Hvar sem jeg hef komið, hef jeg fundið til þess hve Norðmenn eru hjer vel- komnir gestir. Jeg á margs að minriast frá þessari heimsókn minni. En hin svipmikla náttúra landsins hefur orkað mest á hug minn. Að sumu leyti er hún svipuð því, sem við Norðmenn eigum að venjast, en að öðrum þræði, er landið ykkar gerólíkt Noregi. MERKILEGAR ANDSTÆÐUR Þið eruð vanir að kalla ísland „andstæðnanna land“ frosts og funa. En aðrar andstæður urðu mjer augljósari á ferðum mínum um land ykkar. Það er hið und- arlega sambland af hrjóstrum og auðlegð, ófrjóum auðnum og nátt úruauðæfum, er 'enn liggja að miklu leyti ónotuð. Jeg er hrifinn af því, hvernig þið eruð vel á veg komnir með, að nota þau náttúruöfl í þjónustu i þjóðarinnar, sem að vissu leyti hafa stuðlað að landeyðingu fyrr á tímum. Á jeg þar við jarðhit- ann, gróðurhúsin öll og þá stór- merku atburði, sem eru að gerast í virkjun gufunnar í Krísuvík. Yfirleitt dáist jeg að því hve mikið stórvirki ykkar fámenna þjóð hefir tekið upp, jafnt á hinu menningarlega og verklega sviði. Á jeg þar við háskólann ykkar, m. a., alþýðuskólana úti um land, I söfnin, o. m. fl. Hve símakerfi og vegakerfi ykkar er orðið full- komið, þrátt fyrir strjálbýlið og raíveiturnar ná tiltölulega langt. ANDBLÆR SÖGUNNAR En sennilega verður mjer það ógleymanlegast að hafa fengið tækifæri til að heimsækja nokkra þeirra sögustaða sem jeg ó unga aldri, eins og margir Norðmenn, las um. Fyrst og fremst verður mjer það minnisstæð stund, er mjer auðnaðist að finna andblæ sögunnar á sjálfu Lögbergi. Ósjálfráft hvarflaði hugur minn þó til þeirra tíma, er hjer var stofnað norrænt rjettarríki á lýðræðisgrundvelli. Freistandi væri að fara um þetta fleiri orðum. En jeg læt hjer staðar numið. IILUTVERK BEGGJA ÞJÓÐANNA Get jeg þó ekki látið hjá líða að minnast á hve oft jeg þessa daga hef fundið til skyldleikans milli þjóðar minnar og íslend- inga, og þeirrar skyldu, sem hvíl ir á núlifandi kynslóðum beggja þjóða, að tryggja menningarsam band þeirra sem best. Loifleiðir annast far- þegaflug til Græn- A-í A ' / f -’ y' ,4® % " Birger Knudsen Tíu-tólf daga dvöl í landinu, gefur manrii vissulega ekki færi á að grandskoða hvað eina, sem fyrir augu ber og eyru. En þegar jeg hverf hjeðan, stendur mjer það gleggst fyrir hugskotssjónum i hve miklum stórræðum íslenska þjóðin stendur nú, til eflingar á andlegri og efnalegri framþróun sinni. MYNDLISTIN Við Norðmenn höfðum tæki- færi til að kynnast einum þætti íslenskrar nútímamenningar á s.l. vetri, sýningu íslenskrar myndlist ar, sem haldin var í Oslo og víð- ar. Sú sýning gaf, um leið og við fengum svipmyndir af landinu, FLUTNINGAR Loftleiða hefjast nú til blýnámanna á Ella-eyju. I nótt var von á 40 manns ílug- leiðis frá Kaupmannahöfn, er Katlina-flugbátur frá Loftleið- um á að flytja í dag þangað norð- ureftir. Fjöldi manna kemur með Drottningunni næst, er á að fara loftleiðis hjeðan þangað norður. ’æftleiðir munu hafa tvo Kata- lina-flugbáta í þessum flutning- um. Annan þeirra keypti fjelag- ið frá Ameríku í vor af banda- rískum hernaðaryfirvöldum og hefur hann verið innrjettaður hjer á landi til farþegaflutninga. i>akkir frá BúnaSarsam- bandi BorgarfjarSar ÞÁTTTAKENDUR í borgfirsku bændaförinni komu heim heilu og höldnu úr ferð um Suður og Suð- vesturland, senda fólkinu í þessum byggðum hjartans kveðjur og þakk ir fyrir ágætar viðtökur. Sjerstak- ar þakkir færum við þeim fjelög- um, sem tóku á móti okkur með frábærri rausn og gestrisni, og ekki síður öllu því góða fólk er kom til móts við okkur eða fylgdí okkur á leið og gcrði þessar mót- Frh á hls. 8 —Vlkverji sfaifarr —---- |]R DAGLEGA LÍFINU Fyrirlitlegur áróður OLDUM saman hafa íslending- ar þótt góðir heim að sækja, gestrisnir og greiðviknir við að- komufólk. — Nú virðist hafinn íyrirlitlegur áróður, sem hvetur menn til að koma ruddalega og dónalega fram við gesti, sem að garði bera. Hefur borið á því, að áróður þessi hafi heppnast, eink- um meðal unglinga, sem láta hafa sig til að koma dónalega fram við aðkomumenn í bænum og leggja sig fram til að móðga þá. Að sjálfsögðu lendir skömmin á þjóðinni í heild og ekkert vinnst með tuddamennsku ein- staklinga, nema að koma óorði á fjöldann. Atvikið í Sundhöllinni ÞAÐ bar við fyrir nokkrum dögum, að maður nokkur æddi um Sundhöllina í Reykjavík og krafðist þess, að þrír eða fjór- ir útlendir menn, sem höfðu keypt sjer aðgang að höllinni, eins og aðrir, yrðu reknir út. „Þetta eru erlendir hermenn og það sæmir ekki, að þeir syndi í sama vatni og íslendingar", sagði maðurinn. „Út með þá!“ Þessir útlendu „hermenn“ voru þrír sjóliðar af norsku eft- irlitsskipi, sem hjer var statt. Að sjálfsögðu var ekki tekið mark á dónalátum íslendingsins. f veitingastofunni ANNAÐ atvik kom fyrir í veit- ingastofu hjer í bænum um líkt leyti. Nokkrir einkennis- klæddir mepn sátu við veitinga- borð og nutu veitinga, sem þarna voru á boðstólum. Á borði þeirra var íslenskur fáni, sem veitínga- maður hafði sett á þetta borð sem önnur til skrauts. Allt í einu gengur ungur mað- ur að borði útlendinganna, þrýfur fánann og segir: „Þið hafið móðgað íslenska fán ann með nærveru ykkar hjer“. Útlendingarnir gengu þegjandi út og virtu að sjálfsögðu ekki dónann svars. Inntiuttur asiöur ÞAÐ leynir sjer ekki, að sú ó- kurteisi, sem nokkrir íslend- ingar sýna erlendum gestum nú orðið, er erlendur ósiður, sem mjög tíðkast nú í eystri hluta Evrópu. Þenna sið vilja Islend- ingar almermt ekki taka upþ. — Hann er þeim fjarri skapi. Okurteisi við ókunnugt fólk-er jafn fyrirlitleg og smeðjulæti og skriðdýrsháttur. Hvorttveggja er ólíkt Islendingum. Og hvorugt er leiðin til að halda virðingn sinni. 600 ferðamenn í Reykjavík IGÆRMORGUN kom hingað hið nýja, glæsilega skip Gunn- ard-skipafjelagsins, „Caronia", með um 600 ferðamenn frá Bandaríkjunum. — Eins og áður fyrr þegar skemmtiferðaskip komu til bæjarins, setti ferða- fólkið svip sinn á bæinn. — Því miður komu fyrir nokkur atvik, lík þeim, sem hjer er getið að framan um framkomu nokkra dóna gagnvart gestum. En yfir- leitt var framkoma Reykvíkinga til sóma, eins og hún hefur áður verið við slík tækifæri. Ferðafólkið ljet vel yfir stuttri dvöl sinni hjer. Austurvöllur vinsæll blettur EINS og ferðamönnum er títt var mikið tekið af ljósmynd- um hjer í bænum, er „Caronia"- fólkið var á ferðinni. —* En eng- inn staður var jafn vinsæll í aug- um ferðamanna, sem höfðu Ijós- myndavjelar meðferðis, og Aust- urvöllur. — Frá því snemma í gærmorgun og þar til langt fram á kvöld voru ferðamennirnir að taka ljósmyndir af Austurvellí og nágrenni. Margir spurðu um styttu Jóns. Sigurðssonar, forseta. — Þegar stórir ferðamannahópar koma til bæjarins ætti að setja upp skiltí með upplýsingum um forsetann við styttu hans. — Ef það er smekklega gert geta þær upplýs- ingar orðið að góðu gagni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.