Morgunblaðið - 19.07.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1951, Blaðsíða 10
 í 10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 19. júlí 1951. Framhaldssagan 16 ..... % ' .................. STÚLKAN 0G DAUÐINN ^iiimiimiimmiiiiimniiiiinmniniiinn* Skdldsaga eftir Quentin Patrick i r. I>að er skrítið hvað jeg man vel -eftir þessum augnablikum. Jeg sje fyrir mjer vatnsstrókinn úr munninum á fiskinum í miðj- um brunninum. Seinna þegar aðrir hræðilegir atburðir höfðu skeð á þessum sama stað og minn ingarnar vöktu aðeins hrylling,! þa hugsaði jeg oft um það hve fagurt hafði verið þar þetta kyrra vorkvöld. Steve og jeg sátum á stein- bekknum við gosbrunninn. Við satum þegjandi góða stund. Steve starði á steinlagninguna ogr strauk hendinni við og við yfir liár.sitt „Bölvaður kjáni.... mikill bölvaður kjáni hef jeg verið,“ tautaði hann meira við sjálfan sig en mig. „Þetta er auma á- standið“. Mjer þótti mjög vænt um; Steve og jeg sárkenndi í brjósti umkann núna. Jeg lagði höndina á öxl hans. Hann leit á mig og þá sá jeg hve þungbúinn hann var. En jeg sá líka að þó að hann hefði ýft á sjer hárið var það samt eins og nýgreitt. Allt í einu var eins og hann hefði náð aftur sjálfstraustinu sem einkenndi svo mjög Carteris fjölskylduna. „Jeg vil að þú vitir hve leitt nijer þykir þetta Lee,“ sagði hann. „Jeg veit að þjer þótti vænt um Grace. Jeg vildi óska að Jerry vissi hve sórt mig tek ur þetta hans vegna. Það var leitt að vinátta okkar skyldi fara út um þúfur. En það var vegna Grace.... “ Hann þagnaði og hló við beisk- lega. „Jeg ætla líka að biðja afsök- unar á því að jeg varð að yfir- gefa ykkur í gærkvöldi. Guð einn veit að jeg fór úr öskunni í eldinn. Jeg vissi að Steve hafði ekki komið heim fyrr en klukkan fjög- ur og þó að það að vissu leyti væri einn liðurinn í öllum þeim undarlegn atburðum, þá gat það varla verið í nokkru sambandi yið dauða Grace. „Jeg var blátt áfram neyddur íil að yfirgefa ykkur,“ sagði ástfanginn af annarri stúlku, Lee. Þú ert sjálf ástfangin eða er það ckki?“ Jeg svaraði ckki, svo hann endurtók spurninguna: „Ert þú ekki ástfangin af Jerry Hough?“ í þetta sinn tók hann þögn rríína sem samþykki. Hann bætti! við með lágri röddu: „En Norma sjer fyrir þjer. Það er ekki skemmtilegt.... en það stendur eins á fyrir okkur báð- um. Þú hefur bara meiri von en jeg.“ Við þögðum lengi á eftir, og jeg hugsaði um hve undarlegt það var að við sátum þarna og sögð- um hvort öðru slíkt einmitt hjer þar sem var eini sfáðurinn við Wentworth, þar sem hægt var að eiga stefnumót með elsk- huga. Þarna sátum við Steve Carteris og hjeldumst í hendur og sögðum hvort öðru frá ástum okkar.... „Erum við ekki komin dálítið langt frá því sem við ætluðum eiginlega að tala um?“ spurði jeg og dró hendina að mjer:-' „Hvað viltu að jeg geri?“ „Jeg vil að þú segir Trant dá- lítið án þess að segja honum hvaðan þú hefur það.“ „Jeg get reynt það,“ sagði jeg kuldalega. „Hvað á jeg að segja honum?“ Hann leit undan svo að jeg sá ekki framan i hann. „Lee.... jeg hitti Grace í nótt .... löngu eftir að hún var farin úr leikhúsinu.“ Þegar hann þagnaði fannst mjer eins og allt í kring um okkur stæði á öndinni. Það var eins og litli jólasveinninn hefði vaxið í myrknnu og orðið stærri og mjer fannst hann vera orðinn ógnandi á svipinn. Fyrst var jeg svo óttaslegin að jeg kom ckki upp nokkru orði. Loksins fjekk jeg málið; „Áttu við.... áttu við að þú hafir mælt þjer móts við hana?“ Steve hristi höfuðið. „Jeg hitti hana af hendingu um hálffjögur leytið í morgun. Jeg var að koma heím frá New York, Steve og tók um báðar hendur og kom við á bensínstöðinni til nriínar. „Jeg varð að afgreiða ■ að fylla á bílinn. Þá stóð annar Jtijög áríðandi mál. Jeg get ekki ■ bíll þar fyrir. í honum sat ein- sagt þjer hvað það var. En! seinna skeði nokkuð sem við j verðum að segja lögreglunni frá.! Gg þú verður að hjálpa mjer að j Jcoma því til skila.“ ,.,,Þú átt við að þeir verði að fá að vita síðari helminginn af sögunni, en þú getir ekki sagt þeim hvers vegna ,þú þurftir að fara,“ sagði jeg dálítið kulda- léga. „Það hefur sjá'Ifsagt verið vegna einhverrar átelpunnar." „Já, bæði óbeinlínis.og beinlín-, is,“ sagði hann og horfði á mig með undarlegu augnaráði. „Mjer Öáft'það í hug að þú vissir að jeg' hafði flækt mjer í eitthvað, og í þetta sinn var alvara á ferðum. Hefurðu ekki tekið eftir því að jég er hættur að „fara út á lifið“ eins og það er kallað? Auðvitað varð jeg að taka tillit til þess þegar faðir minn bauð sig framj til forsetakosninganna. En það ytar ekki eina ástæðan.“ „Jæja,“ sagði jeg. Jeg gat ekki að því gert en jeg fann til af- btýðissemi gagnvart stelpunni, þar sem við sátum þarna í hlýju vorkvöldinu. Steve hjelt um bönd mína og horfði í augu mjer. Auðvitað var jeg ekki ástfangin af Steve. En við höfðuin alltaf verið goðir vinir og við höfðum aldrei látið afskipti hans af öðrU kvenfólki hafa áhrif á vináttu okkar. En á rödd hans skildi jeg að í þetta sinn var alvara á ferð- -um. Hann flutti sig nær mjer og kannske var það í fyrsta sinn sem jeg fann hve hættulega að- i laðandi hann var. ’l „Mjer fannst að þú mundir * vita að það er af því að jeg er hver maður.... og Grace. Jeg þekkti hana ekki strax aftur, en þegar jeg keyrði upp að dæl- unni, steig hún út úr bílnum. Jeg heyrði að hún talaði við manninn, sem hún var með og sagði eitt- hvað um að hringja. Og svo hvarf hún inn á afgreiðsluna. Þá sá jeg að það var Grace.“ „En sástu þann sem var með henni?“ spurði jeg. „Jeg get varla sagt það. Hann fór ekki út úr bílnum. En jeg held að það hafi verið sá, sem Dick Dodd sagðist hafa sjeð hana með fyrir utan leikhúsið. Hann var hattlaus svo jeg sá að hann var eldrauðhærður." „Sjóliðsforinginn hefm- þá keyrt hana heim,“ sagði jeg og reyndi að henda reiður á hugs- anir mínar. „En hvert í ósköp- unum hefur Grace hringt svona seint?“ „Jeg hef ekki hugmynd um það. En þegar hún kom út aftur, sýndist mjer hún vera æst.“ „I hvernig kápu var hún?“ „Kápu?“ Steve hikaði. „Þeg- ar jeg sá hana var hún í ljósri loðkápu.... líkri þeirri sem þú ótt.“ Það var þá ekki eins og jeg hafði haldið í fyrstu. Það var ekki fyrr en seinna að hún hafði farið í þessa rauðu kápu. í Jeg sá óljóst framundan vanga- svipinn á Steve. Hann hjelt á- fram: „Jeg vonaði að hún kæmi ekki auga á mig en hún þekkti bílinn minn. Hún kom til mín og gægð- ist inn um gluggann. Þú veist hvað hún er nærsýn. Bíddu við augnablik, Steve, sagði hún.... og svo fór hún yfir að hinum bílnum og sagði eitthvað við rauðhærða manninn. Jeg hef ekki hugmynd ura hvað hún sagði við hann, en hann ók strax burt, í áttina til New York.“ „Yfirgaf hann hana þá þarna? Og skildi hana eftir eina hjá þjer.“ „Já, hann skildi hana eftir hjá mjer,“ sagði Steve og hló lítið eitt. „Hún settist upp í bílinn hjá mjer án þess svo mikið sem að spyrja um leyfi og sagði bara: Jeg vona að þjer sje ekki á móti skapi að keyra gamla vinkonu spottakorn, Steve?“ i llfÍlTiiinPVQIlT V erslunarf j elagi =, y oiii Vcrslunnrmaður sem áhuga i « * 1 / 1 & • * x* hefir fyrir verslun óskar eftir • • * garn. fjelaga til þess að stofnsetja | Sjtrstáldégá fallegar sumar- , | peysur í ljósum litum, koma i matvöruverslun. Æskilegt er að viðkomandi liafi ráð á lnisnæði. [ dag. Einnig garnhosur, allar Tilboð sendist afgr. Mbl. fvrir [ stærðir. Opið aðeins frá kl. 1—b 21. þ.m.. merkt: „Verálunar- 1 þessa viku. ( bllarvörubiiðin, Laugaveg 118 fj lagi“. á ! ÁRNALESBÓIf Á veiðimannaslóðum EFTIR LAWRENCE E. SLADE. ■■ - • ■ 5. Beggi þurfti ekki annað en að sjá Connor á fletinu.Það var auð- sjeð, áð maðurinn var alvarlega slasaður, líklega nær dauða en lífi. Beggi setti hanskana upp og gekk til dyra. — Jæja, jeg legg þegar af stað. Jeg reyni að koma lækninum hingað eins fljótt og hægt er. Jeg efast samt um að það gangi vel, því að jeg sjé ekki betur en að hann ætli að fara að skella á með Stórhríð að norðan. Beggi lagði af stað og nú ók hann eins hratt og hundarnir komust. Veðrið var heldur drungalegt, lágskýjað og komin á norðanátt. —. IIip, hip, hú, hú, sagði Beggi og hastaði á hundana. Þeir voru að vísu égætir, en þó munaði miklu, að forustuhundurinn hefði fallið í fvrstu viðureigninni. Og nú gkall hríðin yfir. Rokið stóð á móti þeim og ferðin gekk seint. Hagl og slydda barðist í andlit Begga. Það var ekki um annað að gera en að leita skjóls og sjá, hvort ekki stytti upp. Kundarnir voru líka innan skamms orðnir mjög þreyttir af að berjast gegn rok- inu. Beggi leitaði því niður i Fálkagil. Gil þetta var alldjúpt og graf- ið niður af læk einum, sem kom ofan úr risafjöllum. Nú var gilið rnikið til fyllt af snjó og íshroða. Það var óhætt að fara varlega eftir. hörðnuðum skaflinum, niður í gilið, en gæta varð þess að renna ekki niður um göt í skaflhryggnum, því að þar gein við lækjarfar- vegurinn langt fyrir neðan. Ef maður og sleðahundur fjéllu þar of- an í var engin von til að þeir kæmust lífs af. upp af sjálfsdáðum. Beggi leysti nú hundana frá sleðanum. Hann reisti -hann upD á bliðina undir klett einum og lagðist svo ásamt hundunum í eina kös bak við sleðann. Þannig gat hann vonandi haldið á sjer hita og bjóst hann trl að biða af sjer hríðina. Það gat liðið langur tími, bar lil óhætt væri að halda áfram. Nú eyði jeg ANDREMMUNNI um leið og jeg bursta TENNURNAR með COLGATE TANNKREMI Af því aS tannlækn- irinn sajrði mjer: — Colgate tannkrem myndar sjerstæða froSu. Það hreinsar allar matarörður sem hafa fests milli tannanna. Colgate hcldur munnin- um hreinum, tönnunum hvítum og hjálpar til að varna tannskemmdum. .. : H.F. EIMSKIPAFJELAG ISLANDS: s. „GULLFOSr fer frá Reykjavík laugardaginn 21. júlí kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmannahafnar. Tollskooðun farangurs og vega- brjefaeftirlit byrjar í tollskýl- inu vestast á hafnarbakkanum kl. 10,30 f. h. og skulu allir farþégar vera komnir í tollskýl- ið eigi síðar en kl. 11 f. h. Járnrennibekkur T I L SÖLU Raftækjavinnustofa Lúðvíks Guðmundssonar, Laugaveg 48 B. Náttúrulækningafjelag Reykjavíkur efnir til * grasaferðar til Hveravalla. Lagt af stað kl. 2 á laugardag. Komið ta baka á mánudagskvöld. Þátttaka tilkynnist FERÐASKRIFSTOFU RÍKISINS fyrir kl. 5 á föstudag. T r jerennibekkur Alveg sem nýr trjerennibekkur, amerískur, af Tauco- gerð, er til sölu. — Fylgidót óg inriflutnings- og gjaldeyr- isleyfi fyrir aukatækjum meðfylgjandi. Uppl. í síma 3457 í kvöld og annað kvöld milli kl. 7 og 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.