Morgunblaðið - 29.07.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.1951, Blaðsíða 6
M O RGUN BLAÐIB Sunnudagur 29. júlí 1951. uttMðMft Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar; Árni Garðar Kristmsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla- Austurstræti 8. — Sími 1600 Ásknftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlancts. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 krónu með Lesbók Kynni norrænna kvenna TJNDANFARNA daga hefur staðið yfir mjög fjölmennt mót rorrænna kvenna hjer í Reykja- vík. Hafa sótt það konur frá öllum Norðurlöndunum og hafa talsmenn þeirra slrýrt svo frá, eð geysimikill áhugi hafi verið fyrir þátttöku i rnótinu. Þær raddir heyrast stundum iveðal okkar íslendinga, að öll þátttaka okkar í samvinnu við aðrar þjóðir sje liidur og hje- gómi, sem aðeins hafi í för með sjer óþarfa sóun íjármuna. Þeir menn, sem þanrag mæla, telja okkur lítið gagn hafa af þvi að bianda geði við aora, hvort sem heldur sje á erlendri grund eða í okkar eigin landi. í þessari afstöðu felst háska- Ieg villa. E. t. v. er engri þjóð eins nauðsynlect og hinni fá- mennu íslenskv J>jóð að skapa sjer persónuleg vináttutengsl við fjölmennari eg áhrifameiri þjóðir. Sannleikurinn er sá, að slík tengsl, sem byggjast á þekkingu á landinu og einstök um sonum þess eða dætrum, geta verið drjsíg til nytsemi.' Þessvegna hef-sr þessi þjóð ekki efni á því að draga sig inn í skel einangrunar og út- úrboruháttar, sr.úa sjer til veggjar eins og hana varði ekki um neitt nema það, hvern ig tærnar á b< .- íi sjálfri líta út. Slík afstaf'i væri vísasti vegurinn til þee*? að gera okk- ur að vinalausu viðundri og rekaldi í þeim heimi, þar sem framtíð þjóðanna, öryggi þeirra ög sjálfstæði, byggðist einmitt á því a3 þær reyni að skilja vandaroát hver annara og nálgasí hver aðra af góð- vilja og þekkingu. Þátttaka okkar íslendinga í samtökum hinna Sameinuðu þjóða, Evrópuráðinu, Efnahags- samvinnu Evrópuþjóðanna á grundvelli M'arshalllaganna, Gréiðslubandalági Evrópu, al- þjóða þingmannasambandinu, rior ræna þingmannasambandinu og fjölmörgum öðrum samtökum •cinstakra stjetta ug starfshópa, Jiiiðar öll að því uð auka kynni heimsins af landi okkar, okkur sjálfum, lífi okkar og starfi. — Takmark okkar .neð þessum kynnum er ekki aðeins það að hafa gagn af þeim sjálfir og víkka með þeirn sjóndeildar- hring okkar ,heldux og að leggja fram okkar skerf tii þess að færa þjóðir heimsihs saman, skapa aukna alþjóðahyggju og við- leitni til þess að erfiðleikarnir verði sigraðir með sameiginlegu átaki frjálsra manna. í raun og sannleika er • þetta mikilfenglegasta viðfangsefnið, sem þjóðir veralaarinnar vinna að í dag. Þess megum við ekki dylja okkur, þrátt fyrir það að hugur þessarar iitlu þjóðar sje oft bundinn við smámuni dæg- nrbaráttunnar'. En ef við íslend- ingar viljum í raun og sann- leika vera hlutgengur aðili í sam- j starfi frjálsra menningarþjóða, þé verðum við óhjákvæmiíega að læra það, að hefja okkur öðru hverju upp yfir þrengsli dægur- baráttunnar. Við verðum að skilja það að á fullvalda þjóð hvílir meiri ábyrgð en ósjálf- stæðri hjálendu. Hvert það spor, sem þessi þjóð stígur í áttina til hóf- legrar þátttök” í samstarfi frjálsra þjóða og eykur þekk- k ingu á landi okkar og góð- vild milli okkar og annara þjóða, stefnir í rjetta átt. Þessvegna er koma hinna norrænu kvenna hingað m. a. ánægjuleg og þess virði að henni sje fagnað af alþjóð. Við bjóðum þær velkomnar hing- að og þökkum þeim komuna um langan veg til „einbúans í Atlantshafinu“. Fontenay sendiherrn heimsótti Abdullah konung í Jerúsalem stjérnarkreppa. RÚMAR FIMM vikur eru nú hðnar síðan að kosningar fóru fram í Frakklandi og 18 dagar síðan að samsteypustjórn Queille sagði af sjer. En Frakkland hefur ekki enn- þó eignast ríkisstjórn. Maurice Petsche, fyrrverandi fjármála- ráðherra, freistar nú í annað sinn stjórnarmyndunar. Er hann sjötti stjórnmálaforinginn, sem Auriol forseti fær það erfiða verkefni. Ekkert verður á þessu stigi málsins fullyrt um mögu- leika hans til þess að brjóta þann ís, sem nú virðist vera á milli franskra þjóðarleiðtoga. Þessi torleysta stjórnarkreppa í Frakklandi er ekki aðeins mjög óheppileg og raunar skaðleg fyr- ir frönsku þjóðina, lýðræði henn- ar, álit og öryggi, heldur og fyrir Evrópu og samtök vestrænna þjóða. Eðli málsins samkvæmt hlýtur í’rakkland að vera forystuland lýðræðisríkja meginlandsins. — Stjórnleysi og öngþveiti í innan- landsmálum þess getur hinsveg- ar rýrt mjög möguleika þess til þess að koma fram út á við af íestu og áræði. Nú er það að vísu svo, að hina frönsku lýðræðisflokka gteinir yfirleitt ekki á í utan- rikismálunum. Það er því ekki t þeim, sem samkomulag um stjórnarmyndun hefur strandað. Efnahagsmálin eru þar versti þrándurinn í götunni. En jafnvel afstaðan til katólsku kirkjunn- ar hefur blandast inn í þessar stjórnarraunir Frakka. Ágrein- ingur jafnaðarmanna við þjóð- lega lýðveldisflokkinn, M. R. P., um þátt kirkjunnar í fræðslumál- unum, virðist aðallega hafa vald- ið því að hinum þaulreynda og frjálslynda leiðtoga hans, George Bidault, tókst ekki stjórnarmynd un. — Þannig bera tilraunir stjórn- málaflokkanna til stjórnarmynd- unar upp á hvert blindskerið á fætur öðru. En á meðan fitnar pukinn á kirkjubitanum á öng- þveitinu. Kommúnistar skemmta sjer við vandræði frönsku þjóð- arinnar og fylgismenn De Gaulle, sem gráta óíarir lýðveldisflokk- anna þurrum tárum, láta sjer fátt um finnast. Þeir vilja koma málunum þannig að engin stjórn vei ði mynduð án þátttöku þeirra En slíka stjórn vilja lýðveldis- fiokkarnir forðast í lengstu lög. Það hlýtur að vera öllum frjálsum lýðræðisþjóðum á- hugaefni að stjórnarkreppan í Frakklandi, móðurlandi lýð- ræðisins, leysist sem allra fyrst. En auðsýnt er að kjör- dæmaskipun landsins þarf nýrra og róttækari breytinga en gerðar voru á henni í vor, til þess að traustur grundvöll- ur verði lagður að heilbrigðu stjórnarfari meðal hinnar glæsílegu frönsku þjóðar. FYRIR ISVT það bil hálfum mán- uði kom -fyrrverandi sendiherra Dana hjer á landi, Fr. le Sage de Fontenay, hingað til Reykja- víkur með dr. Alexandrine, ásamt frú Guðr-únu konu sinni. Þau lijón hafa nú sest að í Kaup- mannahöfn og búa þar á Hjalmar Brantings Plads nr.. 4. Eins og kunnugt -er fóru þau hjeðan í maí 1946, þegar sendiherrann hafði verið skipaður sendiherra Dana í Ankara í Tyrklandi. ÁNÆGJUEGT AÐ VERA j KOMIN HEIM I Það er ánægjuiegt að vera kom inn hingað heim til íslands, sögðu sendiherrahjónin, þegar Mbl. hitti þau snöggvast að máli í gærmorgun, ekki síst þegar von- m standa til þess, að síldveiðin glæðist, bætti sendiherrann við. Jeg vona, hjelt hann áfram, að nú þegar heimili okkar er í Kaup mannahöfn, muni margir íslend- ingar sækja okkur þar heim. Þar hafa raunar þegar verið haldin smá íslendingamót. Þjer getið ímyndað yður, að jeg ber hlýjan hug til íslands. Hjer hefi jeg dvalið manndóms- rr æfi minnar eða samtals í 22 ár. Mjer er það mikið gleðiefni, r ð sjá þær framfarir, sem orðið ■ hafa hjer síðan við fórum, bæði í Reykjavík og annarsstaðar. Jeg j varð t. d. hrifinn af að sjá i Hveragerði núna, alla gróðurhúsa , ræktina þar, blómin og matjurt- irnar. Á morgun ætlum við aust- ur að Sogi, þar sem nú standa yfir miklar framkvæmdir. Jeg vona að þjóðin kunni sjálf að meta hift auknu þægindi, sem henni haía skapast. UM AUSTURLÖND ?— Hvernig kunnuð þjer lífinu í Austurlöndum? — Þegar jeg var ungur, átti jeg fyrst og fremst tvö áhuga- mál. Annað var íslensk tunga og' saga. í menntaskóla gleypti jeg í mig Eddukvæði, sögur og kviður. Þegar jeg var stúdent, gat jeg lesið íslensku fyrirhafnarlítið. Hitt voru austurlensk fræði, arabiska og saga. Á þau lagði jeg ■ stund að loknu stúdentsprófi. I Þessvegna langaði mig alltaf til þess að komast til Austurlanda. Þegar stríðinu var lokið og ný viðhorf höfðu skapast, rjeðist það þannig, að jeg varð sendiherra þjóðar minnar í Ankara. Þar umgekkst jeg Araba mikið, varð ejginlega hálfgerður Arabi. — Þjer hafið ferðast mikið austur þar? -— Já, *við hjónin fórum þar alivíða um. Við heimsóttum Brussa, hina fornu höfuðborg Osmana ðg Konya, sem áður var höfuðborg Seldsjuka. í þessum borgum eru stórkostlegar rústir fi’á síðari hluta miðalda, ásamt mörgum gröfum sultana og heil- agra manna. í Konya stendur síðasta klaust- ui hinna dansandi Dervisha. Jeg hafði árið 1912 sjeð hinar sjer- kennilegu helgiathafnir þeirra í Istambul. Dervishareglan hefur nú verið bönnuð. Hið nýja Tyrk- land lítur raunsæjum augum á hlutina. IIJÁ ARÖBUM Það er mjög gaman að koma suður í Arabalöndin. Vorið 1950 ftrðuðumst við hjónin um 5 þús. km. leið suður til Libanon, Sýr- lands, Transjordaníu og Jerúsal- um. í þeirri ferð komum við n? a. til hinna frægu borgar- rústa í Palmyro, norðaustur af Damaskus. Sú borg var á dög- um Rómverja höfuðborg í stóru ríki. Eru þar stórkostlegar rústir ai fornum hofum og musterum. En borgin er ekki byggð nú. Þar getur aðeins að líta lítið Araba- þorp innan um stórfenglegar súlnaraðir og hálfhrunda múra glæsilegra stórbygginga. í bæn- Um Baalbek er eitt elsta musteri, sem sögur fara af. Stuft samtal við fyrrverandi sendi- herra Dana á íslandi og í Ánkara. Fr. le Sage de Fontenay. HIMNAFÖR MÚHAMEÐS — Hittuð þjer ekki Abdullah Konung í Transjordaníu á þessu ferðalagi? — Jú, en við skulum koma að því síðar. Við komum til Aman, höfuðborgar ríkis hans, en kon- ungurinn var ekki staddur þar þá. Þaðan fórum við yfir Jord- anfljótið niður að Dauðahafinu og fengum okkur þar fótabað í salt- vatninu. Hjeldum síðan til hins arabiska hluta Jerúsalemborgar. En í þeim hluta borgarinnar eru allir hinir helgu staðir, svo sem Grafarkirkjan, via dolorosa o. s. frv. Þarna er einn mesti helgistað- ur Múhameðstrúarmanna, Oma musterið, sem gengur næst borg- inni Mekka að heilagleik. Þetta fagra musteri er byggt yfir Mora klettinn, en þar er talið að Abraham hafi ætlað að fórna ísak syni sínum. En Allah kom í veg fyrir að svo yrði. Frá þessum stað telja Múha- meðstrúarmenn að Allah hafi kallað Múhameð frá húsi hans í Medína til Jerúsalem. En frá Frh. á bls. 8. ÚR DAGLEGA LÉFIIVU Þurfum ekki að leita úr landi FYRR á öldum gengu íslenskir garpar á mála hjá suðrænum keisurum. Sýna sögur okkar, að íslendingarnir gátu sjer góðan orðstír og kunnu vel að umgang- ast höfðingja. Væringjarnir þóttu dugmikið lið og frítt og þjónaði vel herra sínum. En þótt mikið orð færi af hreysti íslendinga og því, hve vel þeir voru íþróttum búnir, þá fengu þeir aldrei heimsókn er- iendra höfðingja að fornu. En tímarnir hafa breytst. Kaþpar okkar þurfa nú ekki lengur að fara úr landi og ganga á mála hjá útlendum höfðingjum til að reyna fræknleik sinn og afla sjer frama. 1 íþróttakappi í heimsókn Á MIÐVIKUDAGINN kom til ia. Islands sá höfðinginn er um þessar mundir gnæfir hæst í ev- rópska íþróttaheiminum. Hann ætlar að þreyta íþróttir við fjöl- hæfasta íþróttamann íslendinga, einvígi þeirra hefst í dag. Og þótt við óskum öll íslend- ingnum sigurs, þá er hitt þó mest um vert, að höfðingi hefur sótt okkur heim og viðurkennt þar með, að okkar kappar standa enn í dag engum að baki. Sjálf höfum við aldrei efast um, að svo væri. Skip kom af hafi E’N þeir eru fléiri aufúsugest- J irnir, sem gista ísland þessa dagana. Okkur hafa heimsótt 1.70 konur frá hinum Norður- löndunum. Komu þær siglandi á skipi, sem þær höfðu leigt til fararinnar. Það er ekki að spyrja að dugnaði kvenfólksins, þegar það tekur sig til. Honum er löng um við brugðið. Gleymum ekki þjóðbúningnum IjAÐ vakti athygli heimamanna, * hve margir gestanna voru í þjóðbúningum sínum. Þetta virð- ist vel við eigandi, þar sem kon- urnar koma fram sem fulltrúar þjóðar sinnar í kynnisför eins og þessari. Því leiðinlegra finnst mönnum, að íslensku konurnar, sem taka þátt í norræna kvenna- mótinu, skuli ekki skarta íslensk- um búningi, heldur erlendum, jáfnvel þótt hann sje frá Kaup- mannahöfn eða París. F Hlægileg takmörk RA K. J. hefur Daglega lífinu borist skorinort brjef um aksturshraðann í Reykjavík. —■ Blöskrar honum sem von er að sjá alla brjóta umferðarlögin með of hröðum akstri og kennir því um, að hámarkshraðinn sje bjánalega lágur. Líklega er nokk uð til í þvi. „Hámarkshraði bifreiða í þess- um bæ er 25 km á klst., og að kvöldi eða nóttu eftir að ljós eru nauðsynleg aðeins 17 km á klst. Eru ekki svona reglur hlægi legar? Til hvers eru settar reglur eins og þessar sem allir brjóta? I hvert skipti sem þú ferð í bíl, þá er reglan brotin. Reykjavíkur- bær gerist í sífellu brotlegur, þar sem allir strætisvagnar marg brjóta þessar reglur og gætu ekki haldið áætlun nema því aðeins að aka á ólöglegum hraða á milli áfangastaða. •i Lögreglan vfir hámarksliraða Reykjavíkurlögreglan ekur sjálf ólöglega, ef ekki glannalega. Þessi akstur á lög- reglubilunum er ekki vegna þess að þeir þurfi að elta einhvern eða hraða sjer til að gera eitt- hvert embættisverk, heldur oft og tíðum að nauðsynjalausu. Til lögreglunnar verður að gera þá kröfu að hún brjóti aldrei þær reglur, sem hún á að gæta nema nauðsyn krefji, og þá á hún að sjálfsögðu að gefa frá sjer hljóð- merki og ljósmerki, sem gefa það tii kynna að nú þurfi að hraða sjer. Jeg hef ekið á eftir 20 bílum í þessum bæ og kannað hraða þeirra svona að gamni mínu. 19 af þessum bílum óku langt yfir löglegum hraða, þá á meðal strætisvagnar, áætlunarbílar o. s. frv. Lagfæring aðkallandi. HVERNIG stendur á að þessj lög eða reglur eru ekki end- urskoðaðar og þær lagfærðar, því ekkert gagn er í reglum, sem allir verða að brjóta, jafnvel þeír sem eiga að gæta þess að þær sjeu haldnar^ Umfram allt má gera þá kröfu til lögregluþjóna, • að þeir aki tækjum þeim, sem þeim er truað fyrir, á löglegum hraða, þegar nauðsyn býður ekki annað.“ n.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.