Morgunblaðið - 04.08.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.08.1951, Blaðsíða 10
r 10 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. ágúst 1951. Framhaldssagan 30 Bimiiiiiiiuiimnniiia STÚLKAN 06 DAUÐINN Skdldsaga eftir Quentin Patrick hafði ekki verið dregið fyrir enn- þá. Við fórum inn í búningsklef- ann. Hann var litill og ekki bein línis glæsilegur. Hvítar sjómanns buxur lágu á gólfinu, þar sem rauðhærði leikarinn hafði fleygt þeim frá sjer þegar hann hafði haft fataskipti. Allt í kringum spegilinn voru límdar upp mynd- ir af honum og í einu horninu á þeim öllum stóð eiginhandar- undirskrift hans með stórum stöf um: David Lockwood. David.... Allt frá því að Grace hafði kynnt hann fyrir mjer, hafði nafnið vakið hjá mjer ó- þægilegar tilfinningar. Jeg sneri mjer að Trant. — „Hvernig í ósköpunum komust þjer að þessu?“ spurði jeg. Trant dustaði öskuna af sígar- ettunni ofan i lok af púðurdós. „í fyrsta lagi fannst mjer skrít- ið að fylgdarmaður Grace skyldi fara höfuðfatslaus frá leikhúsinu. Jeg fjekk upplýsingar um það frá bestu heimildum að sjóliðs- foringjar hafa það ekki til siðs í.6 ganga um í fullum skrúða en húfulausir. Þess vegna datt mjer i hug að leita að kunningja okk- ar annaðhvort meðal gesta á grímudansleik eða meðal leikara. Jeg las auglýsingarnar frá leik- húsunum og sá að verið var að Jeika „Pinafore“ á Vandolanleik- húsinu. Það var einmitt við hlið- ina á Cambridge-leikhúsinu... . og eftir það var auðvelt að kom- ast að sannleikanum.“ Jú, það var það auðvitað. — Þannig var það allt lijá Trant Jögreglufulltrúa. Þegar hann hafði komist að einhverju og sagði frá því á eftir, urðu hinir ílóknustu hlutir svo einfaldir að hvert barn gat skilið þá. Jeg veit ekki hve lengi við sátum í búningsklefanum og bið- um eftir David Lockwood. Mjer íannst langur timi Jíða og hugs- anir mínar reikuðu aftur í tím- ann. Jeg hugsaði um öll brjefin frá óþekkta aðdáandanum, sem byrjuðu að koma strax eftir jól- in. Og jeg hugsaði um eftirvænt- ingu Grace, þegar hún tók á móti brjefunum og hvarf með þau inn í herbergið. Brjefin voru orðin :mjer óskiljanlegust af öllu. Brjefin og sjóliðsforinginn.... Þangað var jeg komin, þegar dyrnar opnuðust. Ungur rauð- hærður maður í sjóliðsforingja- búningi kom inn. Hann raulaði Jagstúf fyrir munni sjer, en þagn aði þegar hann kom auga á okk- ur. Jeg sá að hann þekkti mig aftur. Jeg hef aldrei sjeð aðrar og eins svipbreytingar og urðu á andliti hans. Það var eins og drættirnir stirðnuðu og jeg sá greinilega djúpar hrukkur frá nefinu og niður að munnvikun- um. Augnalokin voru það eina sem hreyfðist, svo að andlitið várð eins og á málaðri trjebrúðu. „Þjer getið yður auðvitað þess til að við sjeum komin til að tala við yður um GraCe Hough,“ sagði Trant rólega. David Lockwood rak upp til- gerðarlegan leikhúshlátur. „Lögreglan. Einmitt. Loks haf- ið þið fundið mig. Jeg hefði mátt vita að það endaði með því. Það er eins og einhver álög hvíli yfir þessu leikriti. I fyrsta skipti sem við sýndum það varð jeg fyr- ir....“ „Aður en þjer gefið nokkrar skýringar, er það skylda mín að benda yður á að þjer þurfið ekki að gefa mjer eða öðrum neinar upplýsingar.... engum nema Jögreglunni í Wentworth," ságði Trant. „Og þar sem um morð er að ræða, viljið þjer kannske tála við lögfræðing fyrst.“ | „Lögfræðing. Hvað á jeg að gera til lögfræðings? Og því skyldi jeg ekki leysa frá skjóð- unni? Kæri herra lögreglufull- trúi, jeg get blátt áfram ekki á mjer setið lengur. Ef jeg fæ ekki að tala, endar það með því að jeg verð vitlaus.... bandvit- laus.“ An hinna minnstu vandkvæða hafði Lockwood tileinkað sjer gerfi úr einhverju leikriti.... hvaða leikriti vissi jeg ekki. — Hann bar eldspýtuna að sígar- ettunni með miklum tilburðum. „Þjer hefðuð getað ljett af samviskunni fyrr,“ sagði Trant næstum vingjarnlega. „Hvernig átti jeg að geta það?“ sagði Lockwood og strauk yfir þykkt rautt hárið. Hann gekk fram og aftur um gólfið og virtist æstur í skapi. „Jeg er leikari. Jeg hef mín föstu hlutverk. ... Gon- dolier.... Mikado.... Piratinn .... sýningar og ævingar. Hve- nær hef jeg tíma til að fara til lögreglunnar?“ Hann sparkaði með fætinum í buxurnar, sem lágu á gólfinu. „Þjer vitið hvern ig lögreglan er. Það eru ekki til heimskari menn á jarðríki. Mað- uí\ er látinn'SÍtja og bíða timum saman meðan verið er að sækja rjetfan mann og þegar hann loks kemur, er hann ekki sá rjetti og enginn veit hvert maður á að snúa sjer.“ „Þjer virðist vera kunnugur slarfsaðferðum lögreglunnar,“ sagði Trant þurrlega. „Ó, nei, langt í frá. Það er að segja, ekki kunnugri en fólk yf- irleitt. í sambandi við vangold- inn hundaskatt og þess háttar. En jeg skal segja yður eins og en“ Hann vætti rauðar varirnar með tungubroddinum. „Það er önnur ástæða fyrir því líka. Jeg er trúlofaður stúlku í Philadelp- hia. Þjer vitið kannske ekki hvernig stúlkurnar í Philadelp- hia eru. Hún er að minnsta kosti mjög nákvæm. . . . af heldra fólk ihu og allt það. Og þetta væri síðúr en svö glæsilegt á prenti.“ „Jeg held að það væri ekki glæsilegt á prenti, hvort sem stúlkan er frá Philadelphiu eða ekki. Það yrði yður sjálfsagt erf- itt að skýra frá því hvers vegna þjer voruð með Grace Hough,“ sagði Trant. „Takið eftir því, að jeg átti hreint ekkert stefnumót við hana,“ sagði David Lockwood. „Og jeg vænti að þjer hafið heldur ekki sent henní brjef með í hraðpósti?“ Rödd Trants var uggvænlega 'róleg. Jeg hallaði mjer fram í i stólnum og beið með eítirvænt- ingu eftir svari hans. Hann starði á Trant með galopin augu og yfir- drifinni undrun. I „Kæri herra lögreglufulltrúi, mjer hefði aldrei dottið í hug að skrifa brjef með hraðboði til Grace Hough.“ „Ekki?“ „Og auk þess hafði jeg aldrei heyrt minnst á þessa vesalings stúlku, fyrr en hún vjek sjer að mjer fyrir utan Cambridge leik- ihúsið.“ I Jeg varð sem lömuð af undr- un. Jeg hafði búist við ýmsu, en lekki þessu. Mjer hafði ekki dott- i ið í hug að David Lockwood rriundi afneita Grace og brjefun- I um, sem hann hafði skrifað ^henni. j Jeg leit á Trant til að vita 1 hvaða áhrif orð Lockwoods höfðu á hann. En þau virtust ekki hafa hin minnstu áhrif á hann. Það var jafnvel eins og hann hefði búist við þessu. j „Jæja, þjer ætlið þá að taka þessa afstöðu til málsins, Lock- wood. Það er mjög athyglisvert," sagði hann rólega. „Athyglisvert? Kallið þjer það athyglisvert?“ David Lockwood gekk æstur fram og aftur um i gólfið. „Feiíletraðar fyrirsagnir j um leyndardómsfullan sjóliðs- foringja, konurán og morð og guð má vita hvað. Jeg er að því kominn að missa röddina af tauga i æsing. Og þáð kallið þjer athygl- j isvert?“ Hann ljet fallast á stól j og greip höndunum um höfuð j sjer. „Jæja, þá veit maður það. Maður á aldrei að vera vingjarn legur við fólk. Aldrei gera fólki greiða, ekki einu sinni ungri , stúlku, sem grátbiður mann.“ j Hann leit upp með uppgjafa- j svip. Nú vissi jeg ekkert hvað jeg átti að halda um Jiann. Hann j var svo tilgerðarlegur og skipti svo oft um ham. i „Jeg skal segja yður allt sem Ijeg veit um Grace Hough. Jeg skal segja yður hvað skeði. Og segið mjer svo hvort jeg á að I fara til lögreglunnar til að Ijetta af hjarta mínu.“ ARNALESBÓK Á veiðimannaslóðum EFTIR LAWRENCE E. SLADE. 18. Það var sama, hvað Beggi gerði. Honum tókst ekki að gera hund- ir.um skiljanlegt, að hann ætti að sækja kaðal upp að sleðanum. I. oks virtist hundurinn verða leiður á þessu og hann skokkaði á lírott. Svo útlit var ekki sjerlega skemmtilegt fyrir Begga. Nú iiafði þessi síðasta von brugðist. En það leið ekki langur tími þar til hann heyrði mannamál íyrir ofan sig, og þegar hann leit upp, sá hann Bolla standa frammi a brúninni. Rjett fyrir aftan hann stóð enginn annar en Jim Conn- or Ijóslifandi og þar fyrir aftan var hundurinn og urraði illilega. J. im var með skammbyssu í annarri hendi og beindi henni að Bolla. Jim tók ekki eftir Begga niðri í sprungunni til að byrja meö. Þegar Beggi kallaði til hans, þá hrökk hann lítið eitt við og sveigði til hliðar, til þess að gæta að hvað væri þarna niðri. En þarna sá 3oUi tækifærið til þess að ráðast á hann og honum tókst að slá bvssuna úr hönd hans. Svo var ekki annað sjeð, en að þarna myndi koma til harkalegra slagsmála. En því miður var auðsjeð, hvern ig þeim myndi lykta. Bolli var vanur glímumaður, sterkur og stæltur, en Jim var grannvaxinn og ekki vanur slagsmálum. Það var leiðinlegt fyrir Begga, sem hafði þó betur getað staðið uppi í bérinu á Bolla, að verða að horfa á þetta aðgerðarlaus og geta ekki hjálpað. En þá skeði nokkuð óvænt. Forustuhundurinn góði stökk allt í ci.ou fram á völlinn. Hann rjeðist tafarlaust á Bolla og ljek hann grátt. Slíkir sleðahundar geta oft veriið voðalegir vargar og það má geta nærri, að það var ekki sjón að sjá Bolla, þegar Jim tókst loks að skilja hundinn frá honum. Samt var hann enn með lífi. Snorrahátíðin er á sunnudaginrs Ferðir til REYKHOLTS um helgina, verða á laugartlaginn kl. 14: Reykjavík—Reykholt. A sunnudaginn kl. 13: Akranes—Reykholt. A mánudaginn kl. 13: Reykjavík—Reykholt. Afgreiösla hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins. Magnús Gunnlaugsson, Akranesi. Otboð Tilboða er óskað um rafmagns- og síma- liign i byggingu Hcilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Útboðslýsing og uppdrættir verða afhentir gegn 200 króna skilatryggingu. ^JJtÁiameiitan Uetjjýa uílm rlœii r Pappírsserviettur, Höfum nú fyrirliggjandi mjög góða tegund af PAPPÍRSSERVÍETTUM Hentugar fyrir Hótcl og Veitingastaði. EGGERT KRISTJÁNSSON' 8c Co. hf. í dag opna jeg málaflutningsskrifstofu í Bankastræti 12 Viðtalstími kl. 4,30—6,30 e. li. alla virka daga, ncma laugardaga kl. 2—5 e. h. Símar 7872 og 81988. Þorvaldur Garðar Kristjánsson hdl. BUICK model 1940, með útvarpi og miðstöð. í fyrsta flokks lagi, TIL SÖLU og sýnis á Melhaga 16. Húsnæði Lítil fjölskylda, maðurinn í siglingum, óskar eftir 2 —4 herb. og eldhúsi nú þegar eða seinna i haust. Mætti gjarnan vera utan til í bænum. Hreinleg og góð umgengni. Tilboð sendist blaðinu fyrir 10. þ. mán. merkt: „Bryti“ —829. Opnum aftur þriðjudaginn 7. ágúst. Fatapressan Úðafoss •AM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.