Morgunblaðið - 31.08.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.1951, Blaðsíða 6
6 M O R G Ll t\ B L A0 Ití Föstudagur 31. ágúst 1951 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstneti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. BðiEflhæfari norræn samvinna HINAR norrænu þjóðir greinir áreiðanlega ekki á um það, að sem nánust samvinna þeirra í milli sje í senn eðlileg og sjálf- sögð. Þjóðir Norðurlanda elu tengdar nánum frændsemistengsl i;m og eiga sameiginlega sögu og nænningararf. En þrátt fyrir það, að marg- vísleg samvinna hafi tekist milli þessara frændþjóða til ýmislegs gagns fyrir lönd þeirra er þess þó ekki að dyljast að stundum h'afa ræður og skrif um norræna sámvinnu verið býsna innantóm. Mikið hefur skort á að hún væri eins raunhæf og æskilegt hefði verið. Á þessari staðreynd ríkti fullkominn skilningur á fundi norræna þingmannasambands- ins, sem haidinn var í Stokk- hélmi fyrir skömmu og skýrt hefur verið frá hjer í blað- inu. Þar komu fram margar raddir um að nú væri búið að tala meira en nóg um norræna samvinnu. Nú yrði að hefjast handa um að leggja nýjan grundvöll að raunhæfara og virkara samstarfi milli þess- ara þjóða. Á þessum skilningi byggist sú hugmynd, sem sett var fram á fundinum af Hans Hedtoft, fj'rr- verandi forsætisráðherra Dana um stofnun norræns ráðgjafar- þings. Á slíku þingi, sem væri í nánu sambandi við ríkisstjórnir Norðurlanda, taldi hann að unnt yrði að taka á málunum af meiri í 'stu og raunsæi en hingað til hefði mótað svip norrænnar sam- vinnu. Að sjálfsögðu hefði slík samkoma aðeins ráðgjafarvald en tengsl hennar við rÍKÍsstjórn- irnar á hverjum tíma ætiu uð tryggja það að eitthvað yrOi úr framkvæmdum tillagr a þess. Niðurstaðan af umræðunum vm þessa hugmynd varð sú að samþykkt var tillaga þar sem lýst var yfir fylgi við hana og fulltrúaráði þingmannasambands ins falið að hafa samráð við ríkis stjórnir Norðurlanda um fram- kvsmd hennar. Þær raddir hafa stundum heyrst á síðari árum, bæði hjer heima og annarsstaðar á Norður- iöndum, að Island væri að fjar- lægjast hinar norrænu þjóðir. Af hinni nánu samvinnu íslendinga við hin engilsaxnesku stórveldi, Ereta og Bandaríkjamenn, hlyti að leiða minkandi þáttur þeirra í norrænu samstarfi. Þetta er hinn mesti misskiln ingur. íslenska þjóðin hlaut að ieita sjer trausts og halds hjá þeim þjóðum, sem hún átti mest skipti við og auk þess voru færar um að veita sjálf- stæði hennar og öryggi lífs- nauðsynlega vernd. Þessvegna höfum við tekið þátt í varnar- samtökum vestrænna lýðræð- ishjóða. Það hafa frændur okk ar í Noregi og Danmörku einn ig gert og af nákvæmlega scmu ásíæðum og við. Þessar litlu þjóðir hafa orðið að lcita skjéls í samtökum sjer sterk- ari og fjölmennari þjóða á þessum tímum öryggisleysis og óvissu. En því fer víðsfjarri að smá- þjóðir Norðurlanda hafi þrátt fýrir það minni þörf á að rækja samstarf_ sín í milli. Þcssvegna hefur Island ekki fjarlægst írændþjóðir sínar. Eftir að ís- lenska þjóðin hefur öðlast fuil- komið sjáifstæði og jafnrjelti við þcssar þjóðir hefur hún þvert á iuóti betri skiiýrði til náíns sam- starfs við þær á fjölmörgum svið um. íslendingar taka því feigins hendi hverri þeirri ráðstöfun, sem auðveldar norræna sam- vinnu og gerir hana raunhæf- ari og líklegri til þess að ná þeim tilgangi sínum að færa hinar norrænu þjóðir saman, auka viðskipti þeirra og þekk ingu á högum hver annara. Það er von okkar að sú at- hugun, sem nú fer fram, að frumkvæði norræna þing- mannasambandsins á mögu- leikum nánara samstarfs, beri skjótan árangur og að upp af henni vaxi þróítmikil og víð- tæk r.orræn samvinna. Fjármagnsþorf landbúnaðarins I AÐALFUNDI Stjettasambands bænda, sem staðið hefur yfir á Hólum í Iljaltadal undanfarna daga er nú lokið. Sú ályktun hans, sem segja má að mest á- | hersla hafi verið lögð á, er kraf- ar. um aukið fjármagn til margs- konar framkvæmda í sveitum landsins. j Það er að vísu engin nýlunda að þing eða fundur. einstakra stjetta geri kröfur um aukinn stuðning. Það gerist í hvert ein- asta skipti, sem slíkar samkomur eru haldnar hjer á landi. Engin ástæða er heldur til þess að undr ast slíkar kröfur. I þessu landi skortir fjármagn til fjölmargra nauðsynlegra framkvæmda. I Ef litið er með sanngirni á kröfur Stjettasambands bænda um aukið fjármagn til landbún- I aoarins. verða þær engan veg- inn taldar óeðiilegar. Þrátt fyrir mjög miklar framfarir í sveitum landsins undanfarin ár stendur sú staðreynd óhögguð að íslensk- ur landbúnaður er fjarri því að vera kominn á það stig að geta fullnægt þörfum þjóðarinnar fyr I ir þau nauðsynlegu matvæli, sem hcnn framleiðir. Til þess að gera það þarf stórfellda aukna rækt- un, bættan húsakost og mjög aukna fjölbreytni í framleiðslu- háttum. Við Islendingar megum ■heldur ekki miða við það að verða sjálfum okkur nógir um landbúnaðarfrannleiðslu. — Við h’jótum að stefna að stóraukn- j um útfiutningi á kjöti, ul), skinn um og ýmsum öðrum landbún- aðarafurðum. Það er því ekki aðeins hags- munamál bændastjettarinnar að ■auknu fjármagni verði veitt til umbóta í sveitum landsins. ÖIl þjóðin á þar ríkra hagsmuna að I gæta. En um hið nýja Iandnám í sveitum landsins þarf að ríkja góð samvinna allra þeirra, sem skilja þýðingu landbún- aðarins fyrir þjóðarheildina. — Hinn gamla Framsóknar- draug, mctinginn milli sveita og sjávarsíðu, verður að kveða algerlega r.iður. Gláms augu hans hafa valdið bænda stjettinni miklu tjóni á liðn- um áratugum og kynt elda sundrungar og úlfúðar mcðal bændanna sjálíra. Nú verða öll þjóðholl öfl að leggjast á eitt um eflingu landbúnaðarins. Ef siík eining tekst um þessa elstu atvinnu- grein þjóðarinnar á íslenslcur iandbúnaður glæsílega fram- tíð vísa. Mnrgir þættir íslnskrar msm ingar eru líifi kiitniiðir HAUSTIÐ 1950 var íslenskur menntamaður, Hermann Páls- son cand. mag, ráðinn léktor í íslenskum fræðum við há- skólann í Edinborg. Hafði hann lokið prófi við norrænu- deild Háskóla íslands haustið 1947. Síðar stundaði hann nám í keltneskum fræðum við ríkisháskólann í Dublin og lauk þaðan B. A. prófi í þeirri vísindagrein. Morgunblaðið hcfur hitt Her mann Pálsson að máli og rætt við hann ýmislegt varðandi starf hans og afstöðuna til ís- lenskra fræða á Bretlandseyj- Sonital vié Hersnann Páissasi, lckter í íslenskum fræðum við Árið 1950 var stofnað lektors- embætti í skandínaviskum fræð- um við Edinborgarháskóla, segir Hermann Pálsson. Var svo ákveð- ið, að Norðurlöndin fjögur, Sví- þjóð, Danmörk og ísland skyldu eiga þar sendikennara til skipt- is, en ekkert var ákveðið um, hvert þeirra yrði fyrst fyrir val- inu. Prófessor Delargy í Dublin, sem kunr.ugt var um þessa ný- breytni, hvatti til þess, að kenn- ari í íslensku yrði fyrst tekinn. Prófessorinn í enskri málfræði við Edinborgarháskóla var þessa mjög fýsandi, enda er hann mik- ill áhugamaður um íslensku. —- Kenndi jeg þar síðastliðinn vet- ur. MIKILL ÁHUGI Á ÍSLENSKU — Hvernig er íslensku kennsl- unni háttað þar? — Stúdentar, sem taka enska tungu sem aðalnámsgrein til hins meira magistersprófs við háskól- ann, geta tekið norrænu sem aukanámsgrein og gera það nokkr ir að jafnaði. Auk þess hjelt jeg námskeið í nútíma-íslensku og sóttú það um átta nemendur. í Bretlandi ríkir mikill áhugi á islensku og hefur svo verið um langan aldur. Einkum eru það íslendingasögur, sem menn slægj- ast eftir að geta lesið á frum- málinu. Margar þeirra eru til í enskum þýðingum, eins og kunn- ugt er, en þýðingunum er mjög áfátt sumum hverjum. Islend- ingasögur njóta sín líka illa í þýðingum. Mjög er það bagalegt, að ís- lenskar bækur eru illfáanlegar í Bretlandi. Helst eru það gamlar íslenskar bækur sem slæðast á bókamarkaðinn í Edinborg, og eru bókaverslanir þar þó þekkt- ar um allt Bretland fj'rir fjöl- breytni. í London hef jeg líka rekið mig á, að íslenskar bækur hverfa fljótt af markaðinum, þeg- ar þær koma þangað. — Gafst yður ekki jafnframt tími til fræðistarfa? — Jú, jeg hef tekið mjer fyrir hendur að athuga örnefni á Suð- ureyjum, en þau skipta þúsund- um, sem eru af norrænum upp- runa. Fór jeg til eyjanna í vet- ur og safnaði þá nokkru, og mun jeg dveljast þar aftur um tíma, þegar íæri gefst. Örnefni eru býsna girnileg til fróðleiks, á Suðureyjum eru t. a. m. nokkur, sem bera menjar um heiðni. LÍTIÐ ÞÝTT Á ÍRSKU — Er rrúkill áhugi á íslenskum fræðum í íiJandi? — Jeg er smeykur um, oð þeirri spurningu vexði jeg að svara neitandi. Örfáir mennta- menn þekkja að vísu til íslenskra bókmennta, en að öðru leyt.i finnst írum nóg að eiga og glíma við eigin fornbókmenntir. Er þeim að þessu leyti líkt farið og íslendingum, sem er#harla tóm- látir um bókmenntir nágranna- þjóðanna frá miðöldum. Gætu þó fræðimenn beggja þjóðanna haft gott af að kynnast bókmennt um hinnar þjóðarinnar. Myndi það víkka sjóndeildarhring þeirra og dýpka skilning þeirra á bók- menntum sjálfra sín. — Hefur nokkuð af íslenskum bókmenntum vérið þýtt á írsku? — Harla lítið. Fyrir nokkrum árum komu út tvö Eddukvæði í írskri þýðingu úr frummálinu. Þýðandinn, dr. Brown, hafði lært íslensku og þýðingin virðist vera vel ;gerð. Nonni og Manni var þýddur úr þýsku, en mjer virt- ist bókin ekki hafa náð miklum j vinsældum á írlandi. Auk þess j má geta írskrar þýðingar að enskri bók með norrænum goð- sögnum. f írskri útgáfu af úr- valssafni þjóðsagna frá ýmsum löndum er loks ein íslensk þjóð- saga. Þetta er allt og sumt, að því er jeg best veit. 1 MÖRG VERKEFNI ÓLEYST i — Hvaða verkefni finr.sc yður mest kalla að hjer heima á þessu sviði? — Mörg verkefni, sem sjálf- sögð þj'kja með öðrum menning- arþjóðum, eru hjer óleyst eða vanrækt. Furðu lítið hefur t. d. verið unnið að því að rann- saka hið Iifandi mál. Björn heit- inn Guðfinnsson vann að vísu merkilegt starf í rannsóknum á íslenskri hljóðfræði, en aðrir þættir íslensks nútímamáls eru miður vel kannaðir. Svo er m. a- um orðaforðann. Mai^ir þættir í íslenskri menningu eru og litt kannaðir, svo sem örnefni, þjóð- trú og þjóðhættir. Þá er hand- bókaskórtur tilfinnanlegur. Engin íslensk orðabók _með íslenskum- 'skýringum er til. íslendinga vant- ar samfellt rit um íslenskar bók- menntir og saga íslendinga hefur: enn ekki verið rituð, svo að við- undandi sje. íslenskir fræðimenn standa þó að mörgu leyti vel að vígi, þar sem þeir fást við tungu og bókmenntir fámennrar þjóð- ar. Á marga lund er iila búið að þeim, serri lagt hafa stund á ís- lensk fræði við háskólann. Eftir langt nám vii'ðast þeir njóta harla lítilla rjettinda, og nú eru sumir kandidatar frá norrænu deild- inni atvinnulausir, þótt einsætt megi virðast og sjálfsagt, að þeir sitji fyi’ir um embætti íslensku- kennara við miðskóla, þá hefur viljað brenna við, að ver menntað ir umsækjendur hafi verið teknir fram yfir þá. Væri býsna fróð- legt að kanna viðhorf íslensku- kennara til móðurmálsins, en' þeim hættir löngum við að leggja Framh. á bls 8. Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGA LÉFIKU íslenska saft í verslanir HÚSMÓÐIR ritar á þessa leið: ,Mjer er tjáð að efnagerðirn- ar kaupi ekki eða verði sjer úti um ber til saftgerðar, heldur framleiði þær litað sykurvatn, sem síðar er selt okkur húsmæðr- um sem saft. Nú vildi jeg ein- dregið mælast til þess að efna- gerðirnar reyndu eftir megni að fá íslensk ber til saftgerðar. Ekki eiga allar húsmæður þess kost að fara sjálfar til bei’ja, eða ;"ást við saftgerð, en vildu samt mjög g.iarnan fá íslenska berjasaft til heimilisnotkunar. — Við íaum ekki sjeð að efnagerðirnar geti skaðast á því að framleiða :ís- lenska saft — og á þeirri vöru skaðast ncytendurnir áreiðanlega ekki.“ Þegar það legst á eitt, að mark . aður hlýtur að vera fyrir íslensku saftina og áreiðanlega er hægt i að fá keypt ber í slíku berjaári, þá er vant að sjá, hvers vegna íslenska saftin er ekki höfð á boðstólnum eins og „Húsmóðir“ talar um. j I Nýjar þökur eftir 3 ár FYRIR þremur árum var blett- urinn kringum Leif heppna tyrfður. Hefir almenningur svo j búið að spildunni síðan, að af. varð örtröð' Nú eru settar þökur á blettinn öðru sinni, og þótí þær sjeu ckki ' af betri endanum, þá eiga þær j vonandi glæstari framtíð en fyr- irrennarar þeirra, enda er nú bor ið moldarlag undir. Það er einkum tvennt, sem farið hefir með gróðurinn á þess um stað. Stálpaðir strákar þreyta þar tíðum knattspyrnu og veg- farendur stytta sjer leið yfir gras 'spildurnar í vorleysingunum. Það er raunar sama, hve nær jársins er, gróðurinn þolir ekki mikla umferð, þegar grassvörður- inn er blautastur. Strákurinn á Ilellislieiði íípÓÐI, besti Velvakandi. Mig v/ langar til að segja þjer fxú duglegum strák, sem jeg hitti fyrir skömmu, Jeg var á leiðinni í berjamó, þegar jeg mætti sírák- hnokka á hjóli uppi á miðri Hell- isheiði. Jeg sá náttúrlega undir eins,. að þetta gat ekki verið úti- legustrákur. Jeg gaf mig á tal við hann, því að mig langaði til að vita, hvernig á ferðum hans stæði þarna. Karl í krapinu ITANN var þá að koma frá Vest Jinannaeyjum. Hafði farið til Stokkseyrar íneð bát og ætlaði svo á hjóli til Reykjavíkur, hann er ekki nema 12 ára. Ekki spurði jeg íerðalanginn að heiti, en það sá jeg að hann var knár. Og þar sem veðrið var gott, þá er jeg viss um, að ferða- lagið hefir verið skemmtilegt, en ekki að sama skapi dýrt. Vertu nú svo vænn að segja frá stráknum, svo að það geti*brðið hvatning til jafnaldra hans. —- Be:jqkarl.“ Best,u þakkir að sögulaunum, ,,Berjakarl“. Góðar fyrirætlanir FERÐAFJELAGIÐ skýrði frá því ekki alls fyrir löngu, að það ætlaði í framtíðinni að efna til ferðalaga á Esju. Mundi.fje- lagið skera upp herör og stefna, öllum almenningi til þátttöku. Og Ferðafjelagið hefir ekki látið sitja við oi'ðin tóm. Seinasta fcrð in var farin á sunnudaginn var og tókst vel. Kvöldferðir framtíðar EGAR fram í sækir verður að ' leggja veg upp hlíðar fjalls- ins, því að með öðru móti fæst almenningur ekki til að neyta af þeim heilsubrunni, sem það er að anda að sjer breinu fjalla- loftinu, spígspora þar um og njóta tilkomumikils útsýnis. Og þegar vegurinn er kominn áleiðis, má til með að efna til Esjuferða að kvöldlagi, virka daga og helga. Þá hafa flestir þeirra not og þá er þeirra helst þörf til að laða fólkið burt úr göturykinu, som þvrlast um það á kvöldgöngum þess um Miðbæinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.