Morgunblaðið - 24.10.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.1951, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. okt. 1951 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavllc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.)' Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1800. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna meO Leabók. Sameinuðu þjóðirnar t DAG er Sameinuðu þjóðanna minnst með öllum þeim þjóðum, er aðild eiga að þessum merki- legu alþjóðasamtökum. Scx ár eru nú liðin frá því að stofnskrá Saxneinuðu þjóðanna gekk í gildi. Á þeim tíma lá meg- inhluti heims flakandi í sárum Og þjóðir heimsins voru að slig- ast undir oki hinnar ægilegustu styrjaldar, er yfir heiminn hef- ir gengið. Stofnun Sameinuðu þjóðanna kveikti því vonarneista í hjörtum alls mannkyns. •— Nú skyldi í annað sinn reynt að leggja grundvöll að alþjóðlegu samstarfi, er tryggði friðsamlega lausn allra ágreiningsmála, svo að hið stríðsþjáða mannkyn mætti fyrir fullt og allt snúa huga sínum frá styrjöldum og mannvígum og beita í staðinn allri orku sinni til þess að byggja upp heim friðar og bræðralags, þar sem allar þjóðir legðust á eitt um að uppræta ómenningu, örbyrgð og þjáningar. Því miður stendur mannkynið sennilega fjær því í dag en fyrir sex árum að ná þessu göfuga tak- marki. Reynslan hefir leitt í ljós, að ofbeldisöílin í heiminum voru ekki endanlega kveðin niður með ósigri nasismans og fasismans. — Enn ein ofbeldisstefna ógnar nú frelsi einstaklinga og þjóða, og málsvarar þessarar stefnu innan Sameinuðu þjóðanna hafa hvað eftir annað leitast við að gera þær óvirkar sem baráttutæki gegn ofbeldi. Sem betur fer hafa þó frelsisunnandi þjóðir snúist öndverðar gegn öllum tilraunum til að eyðileggja Sameinuðu þjóðirnar og hafa með samhent- um aðgerðum í fyrsta sinn í sögu alþjóðlegra samtaka snúist með vopnavaldi gegn árás á þjóð, er nýtur verndar Sameinuðu þjóð- anna. Með einbeittri mótspyrnu sinni gegn ofbeldisárásinni á Kóreu hafa Sameinuðu þjóðirnar styrkt þá von, að í þetta sinn myndi alþjóðabandalag reynast þess megnugt að halda ofbeldis- öflum í skefjum. Li ★ Mörgum hættir til að gera lít- ið úr Sameinuðu þjóðunum og einblína um of á erfiðleika þeirra við að leysa ýms deilumál milli þjóða. Fólk verður að gera sjer ljósa þá feikilegu erfiðleika, sem Sameinuðu þjóðirnar eiga við að stríða. Þess er eng- in von, að í einu vetvangi verði sköpuð hjá öllum þjóð- um heims sú virðing fyrir al- þjóðlegum ðómstólum og rjett ' arfari, að Sameinuðu þjóðirn- ar geti auðveldlega leyst hverja deilu með meiri hluta samþykkt sinni einni saman. ! Það tekur langan tíma að þroska þjóðimar svo, að Sam- I einuðu þjóðunum reynist frið- í argæsla sín auðveld og því að- eins getur þetta tekist, að þjóðirnar missi ekki trúna á það, að Sameinuðu þjóðunum auðuist með tímanum að ná þ'.í takmarki, að allar þjóðir heims hiýti úrskurði þeirra. Þótt Sameinuðu þjóðunum hafi treglega gengið áð leýsa ýms á- ;greiningsmál milli þjóða, tná' ti.ki gleyma I i, áð morg hættu- leg deilumá’ ifa þegar verið friðsamlega iykta leidd fyrir jnilligöa^u þeirra, Er nérar vik- ið að þessu í greinargerð þeirri um starfsemi Sameinuðu þjóð- anna, sem birt er á öðrum stað hjer í blaðinu í dag. Vjer heyrum mest getið um hin pólitísku viðfangsefni Sam- einuðu þjóðanna og margvíslega flokkadrætti innan þeirra og árangurslitlar þrætur um þau mál. Sannleikurinn er þó sá, að til þessa hafa Sameinuðu þjóð- irnar náð miklu merkilegri ár- angri á öðrum sviðum. Starf þeirra í menningarmálum, fje- lagsmálum og efnahagsmálum hefir skilað glæsilegum árangri, sem einungis hefði verið auðið að ná með einhuga samstarfi fjölda þjóða. Á þessum sviðum hafa Sameinuðu þjóðirnar unnið ómetanlegt starf, sem eitt út af fyrir sig er nægilegt til þess að sanna hið mikla gildi þessara samtaka. ísland gerðist aðili að Sam- einuðu þjóðunum með samþykki allra stjórnmálaflokkanna. Með því sögðu íslendingar skilið við einangrun sína og hlutleysi um alþjóðleg deilumál. Viðburðir stríðsáranna sönnuðu það, að ís- lendingar gátu ekki lengur treyst á einangrun lands síns til vernd- ar öryggi þjóðarinnar. íslending- ar vildu ekki ganga í Þjóðabanda lagið á sínum tíma til þess að hverfa ekki frá hlutleysisstefnu sinni, en nú gerðu flestir sjer ljóst, að hlutleysið var þjóðun- um engin vernd, heldur urðum vjer að tryggja öryggi vort á annan hátt. Frelsi og sjálfstæði íslend- inga og annarra smáþjóða er undir því komið, að lög og rjettur ráði í heiminum, en ekki ofbeldi og harðstjórn. Engum er það meira virði en oss íslendingum, að Samein- uðu þjóðunum takist að tryggja frið og rjettlæti í heiminum. Þetta er staðreynd, sem vjer megum aldrei gleyma, og þess vegna ber oss að Ijá Sameinuðu þjóðunum allt það lið, sem vjer megnum, í baráttu þeirra fyrir friði, frelsi og rjettlæti í heimin- um. ★ Sameinuðu þjóðirnar eru tví- mælalaust merkilegustu samtök sem stofnuð hafa verið í heim- inum. Þar sitja hlið við hlið sem jafnsettir meðlimir stórveldi og smáríki, dökkir menn og hvítir, kristnir menn og heiðnir. Á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefur sama gildi atkvæði smárík- isins íslands með sína hundrað og fjörutíu þúsund íbúa og stór- veldisins Rússlands með sínar tvö hundruð milljónir íbúa. All- ar þjóðir eiga þar sama rjett til þess að kveðja sjer hljóðs og bera fram vandamál sín. Vjer íslendingar hljótum al- veg sjerstaklega að styðja slík alþjóðasamtök af heilum hug og sameinast í dag öllura friðar- unnandi þjóðum hei ' þ ri bær., að Sameinuðu . óou . urn takist að leysa af hei , sítt göf- uga hlutverk að tryggja öllum þjóðum heims írið og örj-ggi, hjálpá frumstæðum þjóðum til aukins þroska og menningar og tryggja m.eð sameiginlegu -átaki öllum pjóðum og einstaki.ii n frelsi gegn áþján, sjúkdórau » skortu Sonur Mahatmus Gandhis býður stjórn Malans byrginn Bersf gegn kynþáffalegunum í Suður-Afríku GÖÐLEGUR, lítill maður brúnn á hörund og í brúnum fötum gekk inn í bæjarbókasafnið i Durban, settist innan um nokkra hvíta menn og tók að blaða 1 tímariti skjálfandi fingrum. Þeim hvítu brá í brún. BRYTUR KYNÞATTALOGIN Eftirlitsmaður spratt upp, hvísl- aði, að bókasafnið væri ekki fyrir aðra en hvíta menn, svo að hann yrði að fara út. Aðkomumaðurinn svaraði: „Jeg ætla mjer að brjóta kynþáttalögin ykkar, sem eru reist á falskri, ókristilegri kenningu um að kynþættirnir eigi ekki að njóta jafnrjettis. Sonur Mahatmas Gandhis. Næst fór maðurinn á aðaljám- brautarstöð borgarinnar og settist á bekk, sem á stóð skýrum stöfum: „Aðeins fyrir Evrópumenn". Lög- reglumaður brá skjótt við og spurði sökudólginn að nafni. Hann gaf greið svör: Manilal Gandhi, 58 ára, útgefandi vikublaðsins „Indverjinn“ £ Durban. Lögreglu- þjónninn sagði, að höfðað yrði mál á hendur honum, og Gandhi fór Bæjarsljórnarkðsn- ingarnar í Frakk lendi UM FYRRI helgi lauk atkvæða- talningu í almennum bæjarstjórn arkosningum í Frakklandi, síðari umferðinni, og hafa flokkarnir 1 að þeim loknum þau sæti, sem íhjer greinir (í svigum sætatölur flokkanna eft 1945): Kommúnistar Sósíalistar Ýmsir vinstrifl. Róttækir o. fl. Kaþólskir miðfl. Frjálsl. og óháðir Gaullistar kosningarnar 315 (351) 551 (846) 132 (151) 659 (626) 218 (220) 802 (572) 539 (253) Fyrir tveim árum fór fram fyrri umferð þessara kosninga í 813 kjördæmum í Frakklandi, auk kjördæma í nýlendunum. Að þessu sinni var kosið í síðari um- ferðinni, í 702 kjördæmum innan Frakklands. Bæjarstjórnirnar munu á sín- um tíma kjósa þingmenn til efri deildar þingsins. Heildartala sæta í Frakklandi sjálfu (án nýlendnanna) er á þessa leið (í svigum tölur frá 1945): Kommúnistar 78 (176) Sósíalistar 278 (417) Ýmsir vinstrifl. 51 ( 62) Róttækir 382 (374) Kaþólskir miðfl. 108 ( 83) Frjálsl. og óháðir 468 (326) Gaullistar 150 ( 70) Á ;.'að sk bent, að í viðtali ; við Bjarna Guðmundsson, blaða- jfuiitrúa á laugardag u'm frönsku kosningarnar, vo.u þe sar ,osn ingar taldar þingkosningar,. ei kosningarnar í vor basjarsijórn 1 arkosningar. Þ.irsu er öfugt íarið, • og kemur þá alU heim, ef lesið er í r Uiö. heim til sín á bóndabýlið fyrir ut an Durban og beið stefnunnar. ÆTLAR AÐ HAFA ÁHRIF Á STJÓRNINA Þannig hóf elsti sonur Mahatmas Gandis baráttu sína við lög þau, sem sett hafa verið til höfuðs svertingjum og Indverjum í Suður Afríku. Þeir njóta þar ekki jafn- rjettis við hvíta menn. Fyrir skömmu varaði Gandhi forsætisráðherrann, Daniel Malan við, og sagði, að kynþáttalögin „gerðu menn að kommúnistum hvort sem þeir vildu eða ekki“. Markmið hans er, að hann verði tekinn höndum og settur í fang- elsi. Þannig hyggst hann að breyta hugarfari stjómarinnar með því að hún verði að horfa upp á „þær þjáningar, sem jeg tek á mig af fúsum vilja". En einhvem veginn hafði Man- ilal ekki með sjer lán Mahatmas. Hann stóð einn. Við manntalið á þessu ári kom á daginn, að Ind- verjar voru orðnir fleiri í Suður- Afríku en hvítu mennimir, og þeir hvítu eru nú fjandsamlegri Ind- verjunum en nokkru sinni fyrr. Manilal reyndi að fá mál sitt tekið upp á þingi Indverja í S.- Afríku, sem faðir hans stofnaði. En þingið gekk fram hjá syni 1 skapara síns, en eyddi í staðinn öllum tíma sínum í að víta „að- gerðir bandarísku heimsvalda- stefnunnar í Kóreu“, enda rjeðu kommúnistar lögum og lofum á þinginu. ALDREI KALLAÐUR FYRIR En það var þó verst af öllu. að stjórn Malans gekk líka fram hjá honum og reyndi það að hið þögla viðnám getur verið besta vopnið gegn þöglu viðnámi. Honum var aldrei stefnt fyrir rjett. Fyrir nokkram dögum fór Gandhi í bókasafnið og á jám- brautarstöðina. Hann tók konu sína með. En allt kom fyrir ekki, hann var ekki tekinn höndum. Og Gandhi ók burtu í bláa Chevrolet- inum ásamt konu sinni, niðurdreg- inn. Hann fastaði og baðst fyrir heilan dag, þvínæst lýsti hann yfir, að hann mundi framvegis ganga enn frekar í berhögg við kyn- þáttalögin, þótt hann stæði einn, og neyða ríkisstjórnina til að taka sig fastan. „1 öllum öðrum löndum mundi jeg finna hamingjuna frekar en hjer, en skylda mín býður mjer að vera“, segir sonur Mahatmas Gandhis. Velvakandi skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU í frímmútunum HVAÐ haldið þið, góðir hálsar, að nemendur gagnfræðaskól- anna hafist að í frímínútunum? Þið haidið vitaskuld, að í kaffi- hljeinu sitji þeir inni í skólastof- unni og drekki mjólk og jeti vín- arbrauð og halgdabrauð eða fljúg ist á. Nei, svo nærtækt er svarið ekki. Takið þið ykkur stöðu við til- teknar verslanir, þegar hringt er út, og börn á fermingaraldri streyma þangað’inn eins og flóð bylgja. Þau kaupa kókakóla og kex og jeta með góðri lyst. Það er ekki auraleysið þar. Þá hefjast reykingarnar. Strákar og stelpur draga upp vindlinga eins og þrautreyndir nautnaseggir og kveikja í. Of mörgum skrikar fótur SEM betur fer eru öll börnin ekki undir þessa sök seld, og jeg get ekki dæmt um, hvort ósóminn viðgengst í öllum gagn- fræðaskólunum, en of mörgum. Hugsið þið ykkur 20—30 börn á fermingaraldri í einni kös og reykjandi vindlinga. Hafið þið sjeð kvenfólk reykjandi úti á götu eða inni í sölubúðum? Jeg get bent ykkur á verslanir þar sem stúlkur á fermingaraldri standa í hvirfingu og reykja hirðuleysislega eins og lauslætis- drósir, að jeg nú ekki tali um strákana. Eitthvað bogið I FYRRA gaf menntamálaráðu- neytið út ströng fyrirmæli um reglusemi kennara og bindindi, svo að tryggt væri, að börnin gæti tekið þá til fyrirmyndar. Ekki dreg jeg í efa, að þeim regl um hafi verið fylgt út í æsar, En betur má ef duga skal. Hjer verður annars ekki fjöl- yrt um reykingar krakkanna í skói 'r iu.m að þessu sinni nje af þi. dregnar ályktanir. Hins v.eg.- c ekki úr vegi að spyi ja noV ; .ra spurninga, áður. en ;k|. ej' við málið. Nokkrar fyrlrspun * Vr . iD þið, foreldrar, sem gið börn á fcrmingaraldri í gn- frgr'ðaskólanum, að þau rc. ia í skólatímanum? Ef svo er, hafa þau aurana frá ykkur, sem þau kaupa vindlingana fyrir? Vitið þið, kennarar og skóla- stjórar gagnfræðaskóla, að krakk arnir standa hópum saman revkj- andi í búðum og á gangstjettum í frímínútunum? Otrúlegt, að uppeldisáhuginn nái ekki út fyrir skóladyrnar. En ef þið vitið um reykinga- hneykslið, teljið þið það ykkur þá óviðkomandi eða hafið þið ekki myndugleik til að kveða það nið- ur? Svar væri æskilegt. Sex ára afmæli S.Þ. IDAG eru 6 ár liðin frá stofnun S.Þ., en afmælisdagurinn, 24. okt., er haldinn hátíðlegur ár hvert. Sameinuðu þjóðirnar eru banda lag 59 ríkja, sem bundust sam- tökum eftir seinustu heimsstyrj- öld og settu á fót ýmsar stofnan- ir til varðveislu friðar og efling- ar framfara í heiminum, en hlut- verk þessara stofnana er annars margvíslegt. Kunnust þeirra er Allsherjar- þingið, en þar eiga allar þjóðirn- ar fulltrúa. Öryggisráðið er líka mjög oft nefnt í frjettum, þó a<S þar sjeu fulltrúarnir ekki nema 11, en það er vitaskuld af því, að stórveldunum 5 er tryggt þar sw'arandi aðild, en smáþjóðirnar fá aðeins að vera með til skipt- is. Margir kannast við Efnahags- og fjelagsmálaráð S.Þ. og svo mætti lengi telja. Allsherjarþingið, það 6. í röð- inni, hefst í Chaillot-höllinni 1 París 6. nóvember. d Merkileg barátta HJER verður ekki reynt að bollaleggja um störf S. Þ. Un þar er deilt, en engum blandast hugur um, að tilraunin var neð góðum huga gerð, enda hefir tofnunin mörgu nytjamálinu íiiglt, ií örugga höfn. Glappaskot- unum.tjóar ekki heldur að leyna. Þátttaka S. Þ. í baráttunni í Kóreu er tyímadalaust alhygl's- verðasta skref, se í bandalagið hefir stigið. Aldrt- syrr í sögun ii hafa nokkur san gert ámóta átak og S. Þ. gmt þar. _ .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.