Morgunblaðið - 21.11.1951, Síða 5

Morgunblaðið - 21.11.1951, Síða 5
Miðvikudagur 21. nóv. 1851 M ORGUN BLAÐIÐ 5 Sr. Ingvar Niknlásson Hlnniimarorð f DAG verður til moldar borinn hjer í borginni sjera Ingvai Nikulásson, íyrrum prestur að Skeggjastöðum á Langanesströnd Iim. Sjera Ingvar fæddist að Múla- seli í Hraunhreppi 16. okt. árið 1866. Var hann því fullra 85 ára að leiðarlokum. Foreldrar hans voru þgu: Nikulás Sigvaldason og Oddný Jónsdóttir, hjón, búandi að Múlaseli. Fluttust þau síðar til Reykjavíkur, og rnunu með því hafa veitt syninum betri skilyrði til náms og skólagöngu. Sjera Ingvar varð svo stúdent hjer i Reykjavík vorið 1889 o? kandidat í guðfræði við Prestaskóla ís- lands árið 1891. Þá úm haustið vígðist hann aðstoðarprestur til sjera Jóns Björnssonar á Stokks- «yri og var settur prestur þar vorið 1892. Næsta ár, eða nánar liltekið 19. maí 1893, var honum svo veittur Gaulverjabær í Árnes prófastsdæmi. Þar -átti hann dvöl um 10 ára skeið. Að þeim liðnum hvarf hann frá prestþjónustu sök um vanheilsu. Stundaði þá meðal annars í nokkur ár barna- og unglingakennslu í nágrenni Reykjaviiiur. Fjekk svo veitingu fyrir Skeggjastaðaprestakalli 18. maí 1907. Flutti þangað og átti þar samfellda dvöl til vorsins 1936, er hann fyrir elli sakir fjekk lausn frá störfum. 31. maí 1894 kvaentist sjera Ingvar Júlíu Quðmundsdóttur frá Keldum á Rangárvöllum. Var hún af hinni nafnkunnu og fjöl- mennu Keldnaætt, merk kona og mikilhæf. Missti sjera Ingvar mikiis, þegar hún Ijest frá hon- vorið 1934. Börn eignuðust þau hjón 3, er öll lifa, F,ru þau: Helgi, yfirlæknir á Vífilsstöðum, kvænt ur Guðrúnu Lárusdóttur lyf- læknis. Soffía, kona Sveinbjarn- ar Sigurjónssonar yfirkennara, <og Ingunn kona sjera Vigfúsar I. Sigurðssonar að Desjamýri. Munu þau hjón hafa búið þessum ágætu börnum sínum óvenjulega góð skilyrði til þroska og mann- «dóms. Uppskar og sjera Ingvar ávexti þess í ríkum mæli síðustu 15 árin. Naut bann þá skjóls þeirra, ástúðar og umhyggju, og þó lengst af á heimili Soffíu dótt Ur sinnar. Sjera Ingvar var einn af hin- um látlausu, hógværu mönnum, sem þó ekki er auðvelt að gleyma. í návist hans komu bæði mjer og öðrum í huCT orðin fögru: ,,SæIir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa.“ Það var eitt- hvað sjerstakt í látleysi hans og hógværð, sem leiddi öryggi, hlýju og frið út í lífið. Hann var einn þeirra hljedrægu manna, sem eru meira en þeir láta eða sýnast. Oll störf sín vann hann með fölskvalausri einlægni, trú- mennsku og samviskusemi. Hon- um var mjög sýnt um kennslu- störf ýmiskonar, lagði lengi stund á þau og hjálpaði mörgum við nám undir skóla. Hann var trúmaður í björtustu merkingu þess orðs, og vann sjer með því og öðru vináttu og traust safn- aða sinna. Sem kirkjunnar þjónn í 40 ár flutti hann mál Krists jöfnum höndum bæði á stjett og í stól. Hann unni rjettlæti og friði og vildi hvarvetna vera sættir manna og málefna. Grandvar- leikur hans í orði og verki var honum hið þögla vitni, sem ekki brást, og allir kunnugir virtu að verðleikum. Og hann taldi aldrei eftir þá áreynslu og fyrirhöfn, sem rjettlætið og skyldurnar settu honum fyrir að leysa af hendi. í lííi hans og starfi var I ,,hinn fórnandi máttur hljóður”. I Sjera Ingvar bar og rheð sæmd merki hinnar íslensku bænda- stjettar. Hann var mikill heimilis faðir, búhöldur góður, hjúasæll, og hagsýnn um afkomu manna o" málleysingia. Ábýlisjörð sína að Skeggjastöðum bætti hann mjög og reisti þar flest eða öll hús frá grunni Hann komst og ekki hjá því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína og sóknarbörn. Starfaði hann lengi í sveitarstjórn og skólanefnd og var sýslunefndar- maður um skeið. Sýnir það meðal annars ítökin, er hann átti i hug- um og hjörtum fólksins þar eystra. Síðustu 12 árin var sjera Ingvar meðlimui’ í fjelagi okkar fyrr- verandi sóknarpresta hjer í Reykjavík. Sótti hann vel fundi okkar á meðan kraftarnir leyfðu, og fylgdist af einlægni með því, er þar gerðist. Var okkur óbland in ánæeia að nánari kynnum við hinn góðláta og hógværa öldung. Það var bjart yfir svip hans þrátt fyrir árin mörgu, sem að baki lágu. Það var hlýtt í návist hans, þótt hkamskraftarnir væru að mestu þrotnir. Við öll, sem þekktum sjera Ingvar meira eða minna, þökkum honum — og beim, sem gaf — fyrir lífið og starfið okkar á meðal. — Blessuð sje minníng hans. Blessuð sje koma hans þang að heim, sem björtustu draumarn ir verða að veruleika og fegurstu vonhnar fá að rætast til fulls. Jón Skagan. F Et d aa r Húsmæðrafjelag Reykjavíkur heldur spila-, sauma- og skemmíifund, fimmtudag- inn 22. þ. m. kl. 8,30 í Borgartúni 7. — Konura heimiit að taka með sjer gesti. STJÓRNIN „BELL AND HOWELL“ HvIÍ4iiiyndasýniiigarvj®l 16 mm. með microfón, tjaldi og tilheyrandi áhöldum til sölu. — Tilboð merkt „Bíó — 349“, sendist afgr. Mbl. fyrir n. k. mánudagskvöld. 2S0—300 ferm. IðsiaðcierbásBiælli á I. hæð (jarðhæð) óskast nú þegar, eða um.ára- mót. — Tilboð merkt: 4947—345, sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ. mán. í DAG verður Eiríkur Einarsson alþingismaðUr til moldar borinn að Stóra-Núpi í Gnúpverja- hreppi. Hefur æviatriða hans áð- ur verið getið hjer í blaðinu. Hjer fara á eftir kveðjuorð frá formanni Sjálfstæðisflokksins og Sigurði Óla Ólafssyni alþingis- manni á Selfossi: Á undanförnum árum hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins oftast nær komið saman einu sinni á ári til þess að gera sjer glaðan dag. Bar þá margt á góma og allt ánægjulegt, enda var þar „góðra vina fundur“. En æfinlega held jeg að mesta kæti hafi Eiríkur Einarsson vakið með kveðskap sínum- Jeg hygg að Eiríkur vinur okkar verði okkur öllum ógleymanlegur eins og hann var, þegar þessi leikur fór hæst. Hljedrægur, dulur og feim- inn ljet hann það hversdagslega ekki eftir okkur að fara með stöku eftir sig. En allir vissum við, að til hófs okkar kom hann með nesti og nýja skó. Einhvers- staðar hafði hann stungið á sig nýja bragnum, sem hann hafði orkt fyrir okkur og ætlaði r>ð láta okkur heyra, þegar „guða veigar" voru xeitnar ad „,uga sálar y<l“_. Jeg fylgdist alltaf vel með Eiríki, þegar svona stóð á. Hann sat þá fámáll og annars hugar. En allt í einu fór hann að ókyrrast, tók að þukla sig allan í leit að bragnum, sem stundum fannst í vestisvasanum, stundum í buxnavasanum, aldrei í brjóst- vasanum og stundum ekki fyrr en hann var sóttur fram í frakka- vasa. Og nú rann upp stundin. Lágróma og dálítið undirleitur, en kíminn, hóf Eiríkur flutning- inn, en fyrr en varði rjetti hann úr sjer, hækkaði róminn og lang- aði sýnilega oft til að „taka und- ir“, þegar á braginn ieið og menn veltust mn af hlátri svo tárin fossuðu af hvers manns hvarmi. Eftir þetta tók Eiríkur gleði sína. Þessi barnslega listamannssál fylltist áfengum fögnuði af þeirri gleði, sem honum æfinlega tókst að gefa okkur öllum vinum sín- um og samherjum, gleði, sem stundum entist ler.gi og sem við þókkum honum liðnum jafnt sem lífs. * Frá því að Hannes Hafstein Þest hefur ekkert af þjóðskáld- um Islendinga átt sæti á Alþingi, tn hagyrðingar hafa verið þar margir og sumir ágætir. Eirikur Einarsson var þeirra lang fremst- ur. Ekki orkti hann þó mikið, en allt með snillibrag. Hnittinn og fynainn rjeði hann yfir fádæma orðkyngi og var alla jafna svo frumlegur jafnt um efni sem form ,að til einskis verður jafnað i íslenskum kveðskap að því er jeg best veit. En harpa Eiríks átti sjer fleiri strengi. Hann var ekki aðeins óvenjulegur hagyrðingur. Hann var líka skáld, sem stundum kvað ljóðrgen kvæði af skáldsins innblásr.a anda. Var Eiríki svo sýnt um að meitla hugsun sína í bundnu máli að fátítt er. En ræður hans voru aftur á móti oft langar og bragðdaufar. Þó hlýddu menn oft betur á mál hans en sumra þeirra, sem betur þóttu máli farnir, enda launaði Eiríkur oft athygli áheyrenda með því að slíta lopann með frumlegri samlíkingu eða ein- hverju hnittiyrði. ★ í stjórnmálunum var það lílta oft skáldið, .sem setti svipinn á Eirík Einarsson. Átthagaástin og draumsýnin leiða hann til önd- vegis í sögu hjeraðs hans. Eii'ík- ur elskaði fóllcið, sem hann ó1s+ upp með, sveitina sína og hjerað- I ið sitt. Því vildi hann vinna til hinstu stundar og það g.erði hann. Sem sýslumaður Árnes- inga, útibússtjóri Landsbankans á Sclfossi og fulltrúi Árnesinga á 25 þingum, varð hann snemma — og var lengi — miki" á •**=[- maður í hjeraði. Og á sínum Eiríkur Einarsson. stjórnmálafálc geysti hann oft hratt og víða um hagsmunalend- ur hjeraðs síns. Hin skáldlega and ans mnsýn stýrði oft íörinni. Gat Eirikur þá ekki alltaf fært mikil rök, hvað þá órækar sannanir fyr ir því að hann væri á rjettri leið. Aðrir skildu hann því misjafn- lega vel og stundum fylgdu menn honum fremur af ást á mannin- um en trú á málstaðinn. En svo komu árin og báru ratvígi Eiríks vitni. Þannig hefur það orðið um mörg stærstu hagsmunamál átt- haga hans og þannig mun brátt reynast um hið mesta áhugamálið Eiriks, Austurveginn. Hann mun verða lagður þar sem Eiríkur sagði fyrir. Og enn munu fleiri „hugsjonir rætast“, eftir því sem fleiri ár líða og færa þing og þjóð nær framsýni Eiríks og bjartsýni. ★ Eiríkur Einarsson var mikiU heiðursmaður. Hann var bók- hneigður og víðlesinn, friðsam- ur, góðlyndur og . svo hjálpfús, að hann vildi hvers manns bón gera. Mun honum alltaf hafa verið sýnna um að sjá annarra þörfum borgið en sjálfs síns hag. Var hann því óvenju vinsæll maður. Hann var rjettsýnn og sanngjarn og vildi jafnán hafa það sem rjettara reyndist. Kunni hann þvi vel að meta það sem gott var í fari andstæðinganna. En frá stefnu sinni kvikaði hann aldrei vegna þess, að hann leit svo á, að stefna Sjálfstæðisflokks ins og baráttumál hans mörkuðu brautina til hagsbóta fyrir kom- andi kynslóðir í landinu. í hinni meistaralegu ræðu, sem sjera Jón Thorarensen flutti í minningarathöfn um Eirik Ein- arsson í Dómkirkjunni í fyrra- dag, valdi hann sem texta þetta myndríka ljóð Eiríks: Enn jeg stefni austurveg ægku minnar gestur þó að ellin þreytuleg þokist öll í vestur. Eiríkur varð ekki gamall mað- ur. Ellin sótti snemma að hon- um og fast síðustu misserin, þokaði honum smátt og smátt í vestur, þar til hún kom honum á, hnje; og lagði hann að velli. Hinn 13. þ. m. gekk æfisól Eiríks Einarssonar til viðar. Sjálfur síefnir hann í austurveg. Hann hefur nú farið síðustu förina austur yfir fjallið og hugsjónir hans Qg draumsýnir eru óðura að rætast. * Eirikur Einarsson verður í dag lagður í mold gveitar sinnar. I átthagana sótti hugur hans alla tíð og þangað leitaði hann jafnan, þegar hlje varð á önnum dags- ins. Æítarbyggðin býður þennan óskmög velkominn í faðm sinn og þangað munu margar hlýjar óskir fylgja honum. Við flokksbræður Eiríks Ein- arssonar á þingi rounuro ,sakna hans og geyma Ijúfar og hugþekkar enauii«Hnui<ö<u u.u þennan hljedræga, viökvæma, gáfaða og góða samstarfsrnann ogf vin. í nafni okkar allra, í nafnl allra Sjálfstæðismanna kveð jeg" Eirík Einarsson vinarkveðju og færi honum þakkir fyrir langa og dygga þjónustu, mörg og vel unnin störf í þágu flokksins og’ þjóðarinnar. Ólafur Thors. í DAG er Eiríkur Einarsson, alþm. frá Hæli, jarðsettur -að Stóra-Núpi, Gnúpverjahreppi. í hugum Árnesinga var Eiríkur allt i senn: Sveitungi, vinur og hjálparhella. Þótt hann væri bú- settur í Reykjavik allmörg síð- ustu ár sín, var hann fyrst og' fremgt Árnesingur. Þar var hug- ur hans, hjá ættingjum, vinum og samherjum. Aðaláhugamál hans voru í tengslum við Árnes- sýslu og þeim málum barðist hann fyrir á Alþingi af sinni al- kunnu þrautseigju og dugnaði. Þótti honum oft seint ganga, urrx framkvæmdirnar og þær snúast í aðrar áttir en hann taldi rjett- Ei vera. En þegar hann var ákveð inn i einhverju máli, þá hjelt Þ'i h*’f n i + A bljesi, Hann sagði við undirrit*- ctOclii, XyxXJL SlOuovU ingar: „Jeg vil gjarna sitja eitt þing enn og freista þess að þoka áhugamálum mínum fram.“ — Þetta var hans hugsun en — eng- inn má sköpum renna. | í dag er honum reidd hinsts. hvíla að Stóra-Núpi. Vini átti Eiríkur Einarsson. marga, bæði í hjeraði og utan. , Vinátta hans var djúp og einlæg, |ckki dægurfyrirbrigði sem bloss— aði upp við fyrstu kynningu, til, að hjaðna síðan, heldur haldgófl og varanleg scm hjelst meðan líf entist. En óvináttu hygg jeg að- bann hafi ekki borið í brjósti til nokkurs manns. Þótt hann fengi mörg hvöss orð að heyra frá pólitískum andstæðingum á fund. um, þá voru svör háns hógvær og rökföst. En aldrei talaði hann á eftir styggðaryj-ði um and- stæðinga sína. Fann ávalt eitt- hvað málflutningi þeirra til stuðnings, en ljet sig engu skifta. persónulega áreitni. Kom þar til .góðmennska hans og sáttfýsi. Hjálpsemi Eiríks F.inarssonar ei alkunn meðal Árnesinga. Mæ. í því sambandi m. a. minna á. tima þann er hann veitti Útibúi Landsbankans á Selfossi fo'- stöðu. Jeg gæti vitnað í samtöl I við marga bændur í Árnessýslu,, sem á þeim tima áttu við erfioan fjárhag að striða. Þá var hinn ný- stofnaði banki á Selfossi eina at- hvarfið til að bæta úr brýn.ustu | þörfinni. Útibússtjórinn var lika sá maðurinn sem skyldi þörf bændanna, hann var frá þeira kominn og vissi hvað í húfi var. Enda gat hann ekki látið neinn synjandi frá sjer fara. Hann hljóp undir bagga en var síðar ekki þakkað sem skyldi. En þá var hs-ldur ekki sá skilnjngur rikjandi að landbúnaður okkar ! Íslend.inga getur ekki lifað á skyndilánum eins og ýmis annar atvinnurekstur okkar, þar verð- ur að koma annað til. Eftir að Eirikur Einarsson flutt ist til Reykjavílcur, var hann áfram sveitungi og vinur o^ivar Árnesinga, boðinn og búinn til að leysa erindi okkar og vanda- mál. Hversu oft heyrðist ekki þessi setning: „Talaðu við Eirík Einarsson og athugsðu hvort | hann getur ekki hjálpað þjer.“ Og Eiríkur brást ekki, hinn góði vilji hans var til reiðu, þótt hann 1 gæti ekki úr öllu leyst. I Þessa alls minnast Árnesingar ! í dag. Þeir kveðja bróður sinn, | frænda, vin og yelgerðarmann. , Við samherjar hans kveðjum hann með þakklæli fyrir sam- | starfið, og fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur og Árnes- þing. Guð blessi minningu hans og meei hún ávalt hvetja okkur til dáða. S:g. Óli Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.