Morgunblaðið - 05.01.1952, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.01.1952, Qupperneq 1
39. árgangur. 3. tbl. — Laugardagur 5. janúar 1952. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ummæli fullfrúa kommúnisfa: Víð viljum ekki skipta á siuktrr lcimi oo særð^m fönpm Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTR TÓKÍÓ 4. jan. — Viðræðurnar í Panmunjom urðu enn í dag ár- angurslausar. Fulltrúar kommúnista í undirnefndinni er ræðir I fangaskipti skýrðu það á einfaldan en tvímælalausan hátt að þeir I rnyndu aldrei fallast á að hlutlausir fulltrúar fengju að ræða við fanga þeirra eða óbreytta borgara í Norður-Kóreu. NEITA, NEITA '♦ OG NEITA AFTUR Þá hafa þeír og neitað að verða við þeirri ósk fulltrúa S. Þ. að þegar í stað fari fram skipti á sjúkum og særðum föngum. LANGUR FUNDUR Fundur nefndarinnar í dag stóð látlaust yfir í 4 stundir og 20 mínútur. Vopnahlésnefndin hélt og fund í dag en cnginn árangur náðist. Urðu við beiðni forsetans ATLANTIC CITY, 4. jan. — Stéttarsamband stáliðnaðarmanna í Bandaríkjunum hefur ákveðið að fresta uppsögn samninga sinna um kaup og kjör. Er þetta gert fyrir beiðni Trumans forseta. — Tryggt er nú að elcki mun koma til verkfalls fyrr en í febrúarlok ef sanmingar hafa ekki tekizt fyr- ir þann tíma. , Samningar stáliðnaðarmann- anna voru útrunnir s. ]. áramót. •—P.euter-NTB. Misnoiaðir BERLÍN — Sigurvegarinn í hrað- iltunarkeppni ' í Austur-Þýz'ka- láridi riú nýverið, Hans Bernhard, fékk ekki skrifstofumannsstöðuna vegna „hlédi-ægni í stjórnmálum“ að því er útvarpið í Vestur-Berlín tilkynnir. Bernhard hefur hins- vegar fengið starf sem afgreiðslu- maður á bar í Gera á austur- þýzka hernámssvæöinu. I hraðritunarkeppninni tókst honum að skrifa 440 orð á mínútu. —NTB. Árangurinn af sfarf- inu 1920 kemur í ijós BRÁTT verður byrjað að nýta stærstu skóga, sem mannshöndin hefur gert. Það eru Kaingaroa- skógarnir í Nýja-Sjálandi. Gróð- ursetning skóga þessara, sem þekja 1000 fermílna svæði fór fi am árið 1920. í hinu tempraða lofts- lagi Nýja-Sjálands hafa furutrén þroskast og stækkað hraðar en í heimkynnum þeirra í Kaliforníu og Oregon. Pappírsverksmiðjum og sögun- armyllum verður komið upp í skóg unum og framleiðslugeta þeirra er áætluð um 100 þús. tonn blaðu- pappips, 10 þús. tonn annars pappírs og 10 þús. tonn trjákvoðu árlega. Tveir þriðju hlutar fram- leiðslunnar verður selt úr landi. (UNESCO) Júflát fyrir spellvirki ANKARA: — Tyrkneska stjórnin hefir leitt í lög dauðarefsingu fyr ju: spellvirki. 25 milljarðar dala PARÍS, 4. jan. — Vesturveldin þrjú, Frakkland, Bretland og Bandaríkin munu á fyrsta helm- ingi þessa árs veita Júgóslöfum 25 milljarða dollara lán. Á s. 1.' dri veittu Vesturveldin þrjú Júgóslöfum 50 milljarða dollara að láni. •—Reuter-NTB. Churcfiiill í New York QUEEN MARY, 4. jan. — Á laug- ardagsmorgun kemur hraðskreið snekkja til móts við hafskipið Queen Mary, úti fyrir New York, tekur Churchill og fylgdarlið hans og flytur til hafnar. Er þetta gert til þess að viðræður hans og Tru- mans geti hafizt hið fyrsta, en hafskipið er mjög á eftir áætlun sakir illviðris. Meðal þeirra sem móti Churc- hill taka er borgarstjóri New York og sendiherra Breta í Bandaríkj- unum, Sir Oliver Frank. Churehill ekur gegnum borgina í fylgd fjölmenns lögregiuliðs til flugvallar þess er hann leggur upp frá til Washington. —Reuter-NTB. Fjórir Egyptar líflátnir Vopnaðir hópar vaða uppi ISMAILIA 4. jan. — Ástandið á Suezsvæðinu snerist enn til hing verra i dag er herstjórn Breta ákvað að loka skyldi öllum vegum ti] og frá Suez. Þetta þýðir að olíuflutningar til Kairo eru stöðvaðir. rvykkja bönnuð í Persíu TEHERAN: — í Persíu hefir ver- ið sett bann við, að menn neyti áfengis í veitingahúsum og öðr- um opinberum stöðum. Tvö hafrannsóknar- skip við Noreg BERGEN, 4. jan. — Norðmenn munu halda úti 2 hafrannsóknar- skipum á slóðum síldarinnar í ár. Viðgerðinni á G. O. Sars er nú senn lokið. Tekur þá skipið aftur við fyrri verkefnum sínum af Andenes. Síðar mun rannsóknar- skipið Johan Hjort hafa nána sam vinnu við G. O. Sars. -—NTB. ^ÓLGA í SUEZ ★ í Suezborg er mikil ólga og ★ segja má að yfirvöldin hafi ★ misst alla stjórn á málunum. ★ Flokkar vopnaðra Egypta fara ★ um göturnar og kom í dag til ★ bardaga milli þeirra og ★ brezkra flokka, sem lyktaðí ★ með því að 2 Egyptar Iétu ★ Hfið. V „Fl.ving Enterprise" í því ástandi, sem það nú heggur öldur Atlantshafsins, 500 sjóniílur undan strönd- um írlands. Carlsen skipstjóri ekki lenpr einmana LONDON, 4. jan. — Hinn ein- mana skipstjóri, Henrik Kurt Carlsen, á bandaríska kaup- farlnu „Flying Enterprise" fékk í dag kærkomna send- ingu. Fyrsta stýrimanni á brezka dráttarbátnum „Tur- moil“ tókst að komast um borð í hið hallandi skip. Nú eru 5 sólarhringar liðn- ir frá því að áhöfn kaupskips- ins ameríska yfirgaf það. — Skipið fékk mikla slagsíðu í aftaka veðri og skipshöfnín og farþegar vörpuðu sér í ískalt hafið og var bjargað um borð í annað skip, sem nú er komið til Rotterdam. Skipstjórinn einn varð eftir um borð og lét þau orð falla, að hann yfirgæfi ekki skipið meðan það flyti. Bandarískur tundurspillir kcm fljótlega á vettvang og er reiðubúinn til að bjarga hinum 31 ára gamla danskætt- aða skipstjóra, ef í nauðirnar rekur. Dráttarbáturinn Tur- moil er og kominn á staðinn og gerði í dag 7 árangurslaus- ar tilraunir til að koma taug í kaupfarið, en Carlsen tókst ekki að handsama línuna. Veður hefur nú versnað að mun og tilraununum hætt í bili. Skipið er ilía á sig kom- ið. Það hallast 60° og sjór gengur yfir það í sífellu. Það lyftir sér þó vel úr öldunum, en er nokkuð tekið að síga að framan. Leki er kominn að því miðskips og er talin hætta á að það klofni í tvennt, en Carlsen segir að afturendinn muni fljóta og hann megi draga til hafnar. Seigla og harðfengi hins danska skipstjóra er aðalfrétt blaða og útvarps um alla álf- una. Segja má að fylgzt sé með hverri hreyfingu hans er hann með erfiðismunum fótar sig á þilfari hins haliandi skips. Enska blaðið „Daily Ex- press“ hefur sent foreldrum hans í Kaupmannahöfn flug- farmiða til London og heim aftur. Eiga þau að fagna sín- um hrausta syni er hann kem- ur í land. Leggja gömlu hjón- in af stað á sunnudag. SKRIÐDREKUM BEITT í kvöld var brezkum skrið- drekum beitt gegn egypzkum leyniskyttum, sem búið höfðu um sig í grennd við vatnsból Bret- anna. Beittu skriðdrekasveitirn- ar falibyssum og vélbyssum og er hermt að minnsta kosti 2 leyní skyttur Egypta hafi látið lífið. Breytingartiilögur | Arabaríkjanna PARÍS, 4. jan. ■— Umræður urðvt miklar í dag í París um tillögu Vishinskis um að kallaður yrði saman fundur í öryggisráðinu þan sem freistað yrði að koma á sætt- um í Kóreu og draga úr þeim spenningi sem nú ríkir í heimsmál- unum. Sjö Arabaríki, þar á meðal Persía, lýstu í dag yfir stuðningi sínum við tillöguna, en báru frani þá breytingartillögu að hið sam- eiginlega varnarnefnd skildi ekki leyst upp. Báru þau einnig fram tillögu þess efnis að herliði S. Þ. sem beitt skal gegn árásaraðilja, skuli ekki sent á vettvang tii nokkurs lands, nema viðkomandi land óski þess. —Keuter-NTB. Mossadeq biður um endurskoðun LONDON, 4. jan. — Breska ut- anríkisráðuneytinu hefur borizt bréf frá Alþjóðabankanum. Er það mjög sniðið eftir því bréfi sem bankinn sendi ríkisstjórn Irans á dögunum varðandi rekst- ur olíuhreinsunarstöðvanna. Mossadeq forsætisráðherra hef- ur favúð þess á leit við stjórn bank ans að endurskoðuð verði ákvæðin um skiptingu hagnaðarins af rekstri hreinsunarstöðvanna. •—Reuter-NTB. Meisiaraverkið end- urreisi fyrir gjafafé FYRIR gjafafé sem safnað hef- ur verið um gjörvallt Austurríki mun endurbyggingu St. Stephens dómkirkjunnar í Vínarborg verða nær fulllokið á næsta vori. Þetta 800 ára gamla meistara- verk, — tákn hinnar gotneskvt listar, var nær því gereyðilagt á síðustu mánuðum ófriðarins. Hvert einstakt hérað landsins hefur lagt fram sinn skerf til endurbygging- arinnar. Woralberg t. d. hefur lagt til gluggana, Tyrol kerta- stjakana, Carintthia klukkurnar, sem vega 120 tonn o. s. frvj (UNESCO);

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.