Morgunblaðið - 05.01.1952, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.01.1952, Qupperneq 12
Greiðsíuifgangi ríkissjéðs varið fii aivinnuaukningar Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar EINS og lýst var yfir fyrir jól af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur nú verið lagt fram stjórnarfrv. í neðri deild um ráðstöfun á greiðslu- aígangi ríkissjóðs árið 1951. Er í frv. farið fram á, að ríkisstjórn- inni sé heimilað að verja 38 millj. kr. af tekjum ríkissjóðs árið 1951 til ýmissa bráðnauðsynlegra framkvæmda og munu því auka at- vinnu í landinu. STÓRFÉ VARIÐ TIL FRAMKVÆMDA Ríkisstjórninni er heimilt að verja 38 millj. króna af tekjum ríkisgjóðs árið 1951 sem hér segir: Að lána Ræktunarsjóði og Byggingarsjóði 15 millj. kr. Að lána byggingarsjóði verkamanna 4 millj. kr. Að lána sveitarfélög- wm til útrýmingar heilsuspillandi íbúða, skv. III. kafla laga nr. 44/ 1946 4 millj. kr. Að lána til bygg- ingar smáíbúða 4 millj. kr. Að kaupa hlutabréf í Iðnaðarbar.ka ísiands h.f. fyrir 3 millj. kr. Að greiða upp í hluta ríkissjóðs af stofnkostnaði við skóia, sem þeg- ar hafa verið byggðir 5 millj. kr. Að greiða upp í hluta ríkissjóðs af kostnaði við hafnargerðir, sem þegar hafa verið framkvæmdar 2 millj. kr. Að lána veðdeild Búnaðarbanka íslands 1 millj. kr. Vextir af lánum, skv. 1., 2., 3., 4. og 8. tölulið skulu vera 5'/2% á ári og lánstími 20 ár. VERULEGUP, GREIÐSLUAFGANGUR 1951 I athugasemdum við lagafrum- varp þetta segir svo: „Verulegur greiðsluafgangur mun verða hjá rikissjóði árið 1951. Á þessu stigi er ekki hægt að segja nákvæmlega um það, hversu mikill þessi afgangur verður, en þess er vænzt, að hann verði ekki innan við 50 millj. króna. Þar sem fjárþörf til þeirra mála, sem um ræðir í 1. gr. þessa frumvarps er mjög brýn, hefur ríkisstjórnin talið rétt að fá heimild Alþingis til þess að verja 38 millj. króna af greiðslu- afgangi ríkissjóðs svo sem þar greinir. Reyndar hefði ríkisstjórn in talið æskilegra að hægt hefði verið að vei'ja til skuldagreiðslu eða hafa tiltæka stærri fjárhæð af greiðsluafgangi ársins en hægt verður að gera þegar búið er að ráðstafa því, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, einkum þar sem tvísýnt er um aíkomuhorfur, en vegna þess hve þörfin er brýn fyrir framlög þau, sem í frum- varpinu eru greind, þykir ríkis- stjórninni nauðsyn til bera að leggja fram það fé, sem frum- varpið gerir ráð fyrir og leitar því heimíldar Alþingis.“ Fðr í reynsluför í næslu viku HANNES PÁLSSON skipstjóri, er farinn til Bretlands til að sækja hið nýja skip sitt, Bæjar- útgerðartogarann Þorkel Mána. Fór Hannes skipstjóri héðan á miðvikudaginn með Gullfaxa og fór með honum Jón Axel Péturs- son framkvæmdastjóri. Þorkell Máni er byggður í skipasmíðastöð- inni í Goole. Er ráðgert að skipið fari í reynsluför á þriðjudaginn kemur. Hingað heim er togarinn væntaniegur seinnipart mánaðar- ins. Hannes Pálsson var síðast skip- stjóri á Þorsteini Ingólfssyni, en Gunnar Þórarinsson er tekinn við skipstjórn þar af honum. Fyrstu róðrarnir á vertíðinni BÁTARNIR úr verstöðvunum hér við Faxaflóa og á Suðurnesj- um fóru í fyrrakvöld í róður. Er þetta fyrsti róðurinn á vertíðinni og þar eð skipin eru almennt ekki enn bixin tii veiða voru að- eins fáir bátar á sjó. Afli mun b"a verið allmisjafn. Bæði var sjóveður ekki gott og sumir bát- aana tentu , suðaustan veðrinu. Var aflinn frá rúmlega tvö til sjö og hálft tonn á bát._ Allgott heilsutar samkv. síðustu skýrslum SAMKVÆMT síðustu skýrslum lækna bæjai'ins til skrifstofu borg- arlæknis um heilsufar bæjarbúa 22. des s. 1., virðist heilsufar bæj- arbúa hafa verið m.jög sæmilegt þá. Mest áberandi kvillar eru þá kverkabólga og kvef. — Skýrsla skrifstofu borgai-læknis fer hér á eftir, í svigum eru tölur frá næstu viku á undan: Kverkabólga ............ 88 (96) Kvefsótt ..............t 46 (89) Gigtsótt ................ 0 ( 2) Iðrakvef ............... 15 (26) Influenza ./............... 2(2) Hvotsótt .................. 4(2) Kveflungnabólga ........... 6(6) Munnangur ................. 1(2) Kikhósti ............... 1 ( 4) Hlaupabóla..........: ... 2(5) Ristill :................ 1 ( 0) Leftur Guðmundssoe Ijésmyndari, láfinn LOFTUR Guðmundsson, kgl. hirðijósmyndari, andaðist í Landsspítalanum í gær eftir löng veikindi. — Loftur heitinn var á marga lund óvenjulegur maður, framtakssamur og hugmyndarík- ur. Hafði rekið hér ljósmynda- stofu i mörg ár og verið braut- ryðjandi í starfi sínu. — Hann réðist meðal annars fyrstur manna í það þrekvirki að gera samfellda kvikmynd frá íslenzku þjóðiifi og atvinnuháttum. íbóðarhús brennur ’ í Seláibyggðinni 1 I FYRRADAG brann ofan af fjögurra manna fjölskyldu sem bjó í einu litlu húsanna í Selás- byggðinni. —Svo bráður var eld- urinn að engu vai’ð bjargað. Hús- móðirin var ein heima með tvij börn sín og tókst henni á sfðastáj augnabliki að komast út með þaiu 1 húsi þessu, sem var Selás- blettur 22A, bjó Kolbeinn Sigur- geirsson vörubílstjóri. Var hús hans úr timbri en múrhúðað og brann það áð grunrii á skömmum tíma. Unnið er nú að því að hreinsa snjóinn af Tjörninni með það fyrir augum að gera þar skautasvell. Hefur Skautafélag Reykjavíkur fengið tvær snjóýtur til þess verks. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Ríkisstjórninni haía nýlega borizt forsendur Haagdómsins Þegar Slökkviliðið kom, var hús ið allt orðið alelda og vonlaust að bjarga því frá eyðileggingu. Branri þar allt sem fólkið átti, húsbún- aður og fatnaður. Á fólkið ekki annað fata en þau, sem það var í er húsið brann. Hús og innbú mua hafa verlð lágt vátryggt og er tjónið því tilfinnanlegt. Vatnslaust er þarna og höfðu slökkviliðsmenn ekki annað vatir en það sem var í vatnsgeymum slökkviliðsbílanna. Eldsupptök eru talin vera út frá rafmagni. Ákveður aðgerSir sínar að vei yfirveguðu máii Á FUNDI Efri deildar í gær spurðist Haraldur Guðmundsson fyrir um það, utan dagskrár, hvort hingað til lands væru komnar for- séndur að dómi Haagdómstólsins í landhelgismáli Breta og Norð- manna og hvort ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun um, hvað næst skyldi gert til að koma fram kröfum íslendinga um stækkun land- helginnar. Bjarni Benediktsson varð fyrir^ svörum og sagði, að vegna ó- heppilegra póstferða nú um há- tíðirnar hefði dómurinn ásamt forsendunum fyrst komið í hend- ur ríkisstjórnarinnar nú fyrir fá- einum dögum. Ráðherrann sagð- ist hafa lesið dóminn ásamt for- sendurtum og væri nú þegar haf- ir athugun á því, hvern lærdóm mætti af forsendunum draga og roundu sérfræðingar þeir, er rík- isstjórrtin hefur kvatt til, halda þeirri athugun áfram nú næstu daga. EINSKIS LÁTIÐ ÓFREISTAÐ Enn væri því óf snemmt að ræða um væntánlegar aðgerðir í einstökum atriðum, en óhætt væri að lýsa yfir, að ríkisstjórnin mundi einskis láta ófreistað, sem líklegt væri til þess að koma fram nauðsynlegri friðun á fiski- miðunum hér við land. Enn væri of snemmt að segja til um, hvort unnt mundi að kveða á um til- teknar aðgerðir, áður en Alþingi því er nú sæti yrði slitið. Skipti það og ekki máli heldur hitt, að þær ákvarðanir, sem teknar yrðu, gæti staðizt svo að ekki væri verr farið en heima setið. MÁLIÐ VEL UNDIRBÚIÐ Mundi ríkisstjórnin undirbúa allt málið svo vel sem nokkur kostur væri á og um allar fram- kvæmdir hafa samráð við rétta aðila, svo að sem mestar líkur sköpuðust fyrir heillaríkum framgangi þessa mikilsverða vel- ferðar máls. Amerísku itúdenf- arnir sigruðu AMERlSKU körfukriattleiksmenn irnir sýndu og kepptu í körfu- knattleik að Hálogalandi í gær- kvöldi. Leiknum við lR lyktaði með sigri stúdentanna. Hlutu þeir 65 stig gegn 16. Fullt hús áhorfenda var að keppninni. Nokkuð mikið vantaði á að húsið væri í fullkomnu lagi. M. a. slökknuðu ljósin fjórum eða fimm sinnum meðan á keppninni stóð. Og ekki var hægt að bjóða gestpnum upp á heitt bað að keppninni lokinni. Guilfaxi úr iyrstu utaniandstörinni a arinu Kona verður fyrir bíi í gærdag varð kona fyrir bíl á Laugavegi, við gatnamót Vita- stígs og Laugavegs. Konan heitir Guðbjörg Guðmundsdóttir, Háa- leitisvegi 19. Hún fékk slæma byltu, meidd- ist bæði á baki og höfði. — Var hún flutt í sjúkrahús, én síðan heim til sín, er meiðsli hennar höfðu verið rannsökuð og búið um þau. Það var R-5200 er lentl á konunni. ----------------- H Áframhaldandi GULLFÁXI kom frá Prestvík og, Káupmánnahöfn kl. 2 í gær. — Vél in hafði þá tafist í sólarhring vegna veðurs. — Með flugvélinni voru 27 farþegar, á þriðja tonn af Vörum og 550 kg. af pósti. — Ekkert af þeim pósti var kominn í box í gærkveldi kl. 6, enda ekki byrjað að vinna við póstinn fyrr en nokkru síðar. HLÁKA var um land allt í gær. Hér í nærsveitum Reykjavíkur voru vegir víða ruddir og er mi betra ástand í samgöngumálurn en verið hefur. í nótt var snjó- koma, en með degi í dag spáðí Veðurstofan suðaustan stormi, 8—10 vindstig, með slyddu og sí5 ar rigningu. HeitigagsíslII cii karla eannars sama iiskleysi^ ENN er afli mjög trégur hjá togurunum, sem stunda ísfiskveiðaií fyrir Bretlandsmarkað. — Aftur á móti hefur verið reitingsafli á karfaveiðunum. Frá áramótum hafa tveir togarar selt í Bretlandi. Eins og stendur eru 17 íogaraF-—---- ~ *------* á ísfiskveiðum fyrir Bretlands- markaðinn. Er afli þeirra mjög tregur eins og verið hefur undan- farið. Togarar sem á útleið eru nú, hafa verið lengi á veiðum og eru með 2000—2800 kit hver. Einn þeirra tók afla úr öðrum togara til viðbótar eigin afla. . REITINGUR AF KARFA Eeitingsafli hefur verið í karfa undanfarið. Um daginn kom Neptúnus inn með um 250 tonn. Hafði hann verið 13 daga úti og verður það að teljast stutt veiði- ferð miðað við þann tíma sem farið hefur í veiðiferðir skipanna undanfarið. Nú eru sex togarar á útleið. Sólborg, sem tók fisk úr Isborg, mun sel.fa á mánudaginn, og þá selur einnig Hallveig Fróðadóttir. — Á þriðjudaginn selja Ólafur Jóhannsson, Helgafell og Kefl- víkingur á miðvikudaginn. Elliði sem fer í dag til Bretlands selur væntanlega á fimmtudaginn kem- ur. Tvær síðustu ísfisksölur eru hjá Þorsteini Ingólfssyni, sem seldi 2862 kit fyrir 8862 pund og Fyiki er seldi 2482 ikit fyrir 8468 pund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.