Morgunblaðið - 24.01.1952, Page 5

Morgunblaðið - 24.01.1952, Page 5
I Fimmtudagur 24. jan. 1952 MORGUKBLAÐIÐ mm MiKI WLmmmi HR. STORKAUPM. Garðar Gísla son skrifar í Morgunblaðið þann 23. nóv. s.l., grein um fisksöluna til Ameríku, sem hann telur svar yið grein minni, sem birtist :í Sama blaði 9. okt. s.l. Þó G. G. fari fram hjá rök- stuðningi, sem ég setti fram í grein minni 9. okt. þá þykir mér samt rélt, að svara honum, því grein hans fyrir þá, sem málinu eru ókunnugir, gæti auðveldlega vakið misskilning. Ég vil um leið nota tækifærið, tið að skýra nán Sr með nokkrum rökum þetta tnál almennt. Snlufyrirkomulag Sölumið- Stöðvar Hraðfrystihúsanna á fisk inum hér, er skýrt nákvæmlega í grein minni frá 9. okt. s.I. og verð Ur því ekki endurtekið hér. Eins og þar er bent á, hefur þetta sölufyrirkomulag ýmsa galla, en því fylgir sá stóri kost- lir, að me.ð því hefur Island unnið & í samkeppninni um markaðinn hér. Eftirfarandi skýrsa sýnir nýj- listu tölur um innflutning á bol- fiskflökum frá hinum ýmsu lönd lim. Magnið er gefið í pundum. Svar til Garðars Gíslasonar ið stærri, en þó aðeins um 35 smálestir af þorskflökum, þá var þessi cif sala eitthvað ekki í lagi. Var því leitað til G. G. að sjá um sölu á þessari smá sendingu. Þar hefði átt að vera tækifæri fvrir G. G. að framkvæma beina sölu til innflytjanda eða heild- sölu fiskverzlana í Ameriku, Þetta gerði G. G. þó ekki, heldur seldi hann eftir erfiðismuni :h-sk- inn til firma þess, sem annast hér sölu fyrir S. í. S., og það fyrir VM cent lægra pundið, heldur en S. H. seldi þorskflök hér á sama tíma. Ég vil þó taka það fram, að ég er ekki að álasa G. G. fyrir þessa sölu. Ég tel að hann hafi þurft að selja þessar ca. 35 smá- lestir fyrir I8V2 cent oundið :: stað 20 cent, sem var markáðs- verðiS, bví hann vildi endilega sélja magr.ið allt í einu til ems kaupanda. Það er þetta sem ég á við, þeg- ar ég held því fram, að cifsölur frá Jóni Gunnarssyni 1948 1949 1950 1951 ' fyrstu 11 mán. Kanada .... 49.141.992 42.459.033 51.067.779 54.449.352 ísland .... 4.181.204 4.359.133 12.529.576 22.944.000 Koregur .. 395.109 437.979 2.080.376 3.883.077 ! Það er ekkert nýtt að G.G. haldi fram kosti „beinu“ salanna. í grein sem birtist eftir hann í „Vísir“ 7. :maí 1948 segir hann tim sölu freðfiskafurða hingað jneðal annars: „En ég álít að of lítil rækt hafi yerið lögð við sölu þeirra hér í Ameríku, og því sé ástæða til að athuga hvort hægt sé með breyttu fyrirkomulagi að auka söluna og hækka verðið til iram- leiðendanna". Þegar G. G. skrifaði þetta 1948, mun hann ekkert hafa fengist við sölu á frystum fiski og lítið þekkt tií þeirra .mála, en samt haft áhuga fyrir að útvega sér sam- bönd við íslenzka framleiðendur. Nú vill svo vel til, að G. G. hefur um undanfarin ca. 2 ár ver- ið hér sölumaður fyrir Fiskiðju- Ver ríkisins, og selt lítilsháttar af fiski. Honum hefur því gefist tækifæri til að framkvæma kenn ingu sína urn fisksölumálin frá 1948. Um sölur G. G. fyrir Fiskiðju- Verið segir í grein minni frá 9. okt.: „S.l. ár byrjaði einnig Fiskiðju verið að selja freðfisk til Arr.e- riku. Það gerði eirihverjar til- l-aunir til að selja fiskinn cif, eða strax éftir komu hans til New .York. Þetta gekk illa, og endir- 5nn hefur oftast verið sá, að taka he.fur þurft fiskinn ííl geymslu, til sölu siðar.. Þessa er getið hér alveg sérstaklega, því nýlega hef ur verið gefið í skyn í íslenzku blaðaviðtali, að cif söfur Fi.sk- iðjuversins hafi gengið vel og «?r það villandi. Ég vil þó taka það fram, að það er hvorki Fiskiðju- verinu að kenna, né þeim manni, Sem vann að sölunni. héldur hinu, 8ð cif. sölur eiga ekki við fisk- markaðinn eins og hann or í þessu landi. Ég ræði ekki frefcar um þetta hér, en mun gera það, ef nýtt tilefni verður gefið til þess.“ Núhefur G. G. gefið frékari til- efni til skrifa um þetta mál, og vil ég því geta nánar um sölur Fiskiðjuversins hér á þessum markaði. I Óneitanlega hefur Fiskiðjuver ið verið orðið þreytt á hinum „beinu“ sölum G. G. því í ár Valdi það sér umboðsmann í Los Angeles Koulouris & Casaretto, og sendi firmanu fiskbirgðir í umboðssölu. Einnig í ár samdi Fiskiðjojverið við firma hér í.New York, sem heitir Duane Tmport & Export Corp., um að selja því freðfisk cif. Firmað keypti cif eina mjög smáa sendingu. Þegar jaæsta sending kom, sem var mik eigi ekki við fiskmarkaðinn, eins og hann er í þessu landi, eins og komist er að orði í .grein minni 9. okt. Markaðurinn er svo þröngur, að jafnvel fyrir 35 smálestir af þorskflökum er ekki hægt að ná. fullu markaðsverði, þegar magnið er boðið allt í einu til eins kaup- anda. Hvað mundi þá fgst fyrir fullfermi skipa Eimskipafélags íslands, ef selja ætti farminn all- an cif, eða frá skipshlið eftir komu skipsins hingað? Það er hægt að skrifa blaða- greinar og lýsa því yfir eins og G. G., að það sé „heppilegra að stefna að því að ákveðnar bein- ar sölur fari fram“. En það verða innantóm orð, þegar þessar beinu sölur eru ekki framkvæmanlegar nema á litlu magni, og það fyrir tiltölulega mjög lágt verð. AÐRAR ÞJÓÐIR SELJA EKKI í BEINNI SÖLU Sáralítið af þeim fiski, sem inn- fluttur er til Bandaríkjanna, er seldur cif. Næstum allur sá fisk- ur, sem kemur frá íslandi er seld ur eftir hann er kominn hingað. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna komst strax að þeirri niðurstöðu, að þetta væri hið eina rétta sölu- fyrirkomulag. S. I. S. sendi hing að grejnargóðan mann hr. Val- garð Ólafsson, til að rannsaka markaðinn áður en S. I. S. hóf sölur hingað, og hann komst að sömu niðurstöðu um þetta mál, cins og S. H. í öllum aðalatriðum. Norðmenn höfðu hér heila nefnd manna fyrir 4 árum, til að rannsaka rétta markaðsaðferð á freðfiski, áður en Norðmenn hófu sölur á honum hingað. Þessi nefnd Norðmanna komst að sömu niðurstöðum og S. H. gerði árið 1945. Síðan hafa Norðmenn selt sinn fisk hér með umboðssölu fyrirkomulagi, og það með ört vaxandi gengi. Munurinn á sölufyrirkomulagi norska fiskisins og þess íslenzka á þessum markaði er þó sá, að um sölu á norska fiskinum sér aðeins eitt norskt firma hér í New York, en ekki fleiri aðilar eins og hjá okkur. Stærstu fyrirtækin ( Newfound land og Kanada, svo sem .Tob Brothers & Co., Ltd., Fisherv Prodcts Ltd., Maritime National Fisheries og svo frv., hafa sama sölufyrirkomulag og S. H. Öll eru þau með fisk undir sínu eigin vöruheiti á Bandaríkiamarkaðn- um, má t. d. nefna ,,B1ue Water“, „I. C. Cold“, „Old Colony" og „Sea Seal“. Þó þurfa Kanadamenrf síður á umboðssölufjnirkomulagi að halda, heldur en þær þjóðir, sem lengra eru í burtu frá markaðin- um, því frá Kanada er hægt að senda daglega til Bandaríkjanna smá sendingar af ifski með járn- brautarvögnum. Mikið af þeim fiski, sem flutt- ur er inn til Bandaríkjanna írá Kanada er pakkaður og frystur þar- í frystihúsum, sem eru eign Bandaríkjamanna, en þó er mest af þeim fiski einnig selt í U. S. A. með umboðssölu fyrirkomulagi. Það er því alrangt sem G. G. seg- ir, að það sé undantekning að fiskur frá Kanada og Newfound- land sé sendur hingað í umboðs- sölu. UMBÚÐIRNAR G. G. virðist hneykslaður á að ég telji það merkilega nýjung, að íslenzki freðfiskurinn sé sett- ur í glæsilegar neytendaumbúðir með eigin vöruheiti íslenzkra framleiðenda. Þetta er, hvað sem G. G. segir, ekki aðeins merkileg nýjung, heldur jafnframt stór- kostleg framför við að vinna markað fyrir íslenzka fram- leiðslu. Eiga íslenzkir hraðfrystihúsa- eigendur miklar þakkir skilið, fyrir að hafa hagt framsýni, djörfung og dug til að láta búa til fyrir framleiðslu sína jafn stórglæsilegar umbúðir. Með því að kynna íslenzka framleiðslu í eigin umbúðum ís- lenzkra framleiðenda, skapast á henni neytendaeftirspurn og á traustari grundvelli er ekki hægt að skapa markað fyrir íslenzkar afurðir. G. G. vill aftur á móti, að amerísk heildsölufirmu sendi sín ar eigin umbúðir til íslenzkra framleiðenda, og þeir láti síðan, það sem fiskast, í þessar erlendu umbúðir. Rétt er að taka það sér- staklega fram, því að G. G. gefur þveröfugt í skyn, að þessar um- búðir heildsöluhúsanna, geta um framleiðsluland vörunnar á eins óáberandi hátt og hægt er. Oft er nafn framleiðslulandsins að finna á b'^ni öskjunnar. Heildsöluhús- in vii'a að neytendurnir þekki 'ua, sem þeirra eigin fram- k’ðsiu og 'forðast því að hafa á umbúðunum nokkur óviðkom- andi einken-i. Ég hefi oft þurft að leita vandlega til að finna nafn framleiðslulandsins á umbúðum heildsöluhúsanna. Til sönnunar því, að íslenzki freðfiskurinn eigi að setjast í umbúðir erlendra kaupenda, get- ur G. G. í grein sinui þess, að Canadamenn óttist þetta ekki. Hér fer G. G. villur vegar. Það er rétt, að það er mikið af canad- iskum fiski settur í umbúðir amerískra heildsöluhúsa, en það er mest gert af heildsöluhúsum í U. S. A., sem sjálf eiga sín eigin hráðfrystihús í Kanada, eins og t. d. General Seafood, Gorton Pew, Booth Fisheries o. s. frv. Það er ekki rétt hjá G. G. að bera staðhætti í Canada saman við íslenzka staðhætti, hvað þetta mál snertir, því að engin amerísk fvrirtæki eiga hraðfrystihús á íslandi. Hinu er aftur á móti mjög hætt við, ef framleiðsla hraðfrvstihús- anna er sett í umbúðir útlendra kaupenda, að útlent eftirlit byrji með framleiðslunni. Næsta skref- ið myndi verða, að hinir útlendu kaupendur eignuðust sum * ís- lenzku hraðfrystihúsin á einn eða annan hátt. G. G. vill ekki fallast á, að ekki fáist eins hátt verð íyrir fiskinn, ef hann er settur i umbúðir kaup andans, ens og ef hann væri send ur í umbúðum íramleiðandans. Hjá þessu verður þó ekki komist, af þeirri einföldu ástæðu, að þeg- ar fiskurinn er settur í umbúðir kaupandans verður að semja um kaupin löngu fyrir fram, og kaup andinn verður að tryggja sig íyr- ir verðlækkun á markaðnum. I grein sinni segir G. G. „Þá er mesti misskilningur, að kaupend- ur hér muni frekar skipta um viðskiptasambönd, ef þeir kaupa fiskinn undir eigin nafni“. Þetta rökstyður hann ekki frekar, held ur lætur staðhæfinguna duga. Astæðan til þess að kaupendur skipta frekar um viðskiptasam- bönfl, ef þeir hafa fiskinn í sinum eigin umbúðum er sú, að þá hafa þeir fullt vald á markaðnum og geta látið setja fisk í sínar um- búðir, hvar sem það er hagkvæm- ast fyrir þá á hverjum tíina. Ef fiskurinn aftur á móti er í 11 m- búöwm fram'eiðandans, þá er það nevtendaeftirspiu’nin sem segir kaupnjanninum til um, hvar hann eigi aG gera irmkaupin. G. G. reynir að hártoga eftir- farandi setningu úr grein minni: „Það er að visu réttlætanlegt að selia það af framleiðslunni í um- búðum erlendra kaupmanna, sem um stundarsakir er ekki hægt að finna markað fyrir í eigin umbúð um íslenzkra framleiðenda.*1 Hér átti ég ekki við lítt seljan- legan fisk, heldur ‘t. d. þorsk sem framleiddur er í meira magni á íslandi, heldur en ennþá hefur tekizt að finna markað fyrir i Bandaríkjunum. En takmarkið verður að vera að öll íslenzk freð- fiskframleiðsla komi á erlendan markað í eigin umbúðum ís- lenzkra framleiðenda, en sé ekki falin undir vörumerkjum er- lendra kaupmanna. Hér er um stórt og þýðingar- mikið hagsmuna- og menningar- mál að ræða fyrir Islendinga, ég vil því endurtaka eftidiarandi úr grein minni frá 9. okt.: „Það ber sérstaklega að vara við því, að íslenzk utanríkisverft un komist á það stig, að aðalfxan* leiðsluvara landsmanna sé Iúilsj í umbúðir erlendra kaupmanmav • sem þeir senda íslenzkum fra.tn- lefðendum. Kæmi slíkt fyrir, v. -r* það híiðstætt því, að leyfa erleii® , um skipum að fiska í ísler.r' ri Iandhelgi.“ SAMKEPPNIN G. G. segir réttiiega í grein ' sinni: .„Nýir og óþekktir framlrvð endur bjóða gjarnan vöru pína við lágu verði, meðan þeir eru að kynna framleiðslu sína og ná sarrr ' böndum, og veldur það oft óv'ið- ráðanlegri verðtruflun, sérsták- lega hér á aðallendingarstaðn- um.“ ^ Það er einmitt þetta, sem G. G. hefur sjálfur gert hér á mark.-.ðn^ um méð tilraunum sínum til að finna markað fyrir eitthvað af framleiðslu Fiskiðjuversins. Vit- anlega hefur honum gramist, oeg. ar ég hefi kvartað undan þessum markaðstruflunum við íslenzkij framleiðendur. Hér selur S. H. svo mikið af fiski, að það er óverj r andi að láta G. G. trufla markr.5- * inn með smásölum. ' . Það magn, sem hægt er að selj^ > með því að gera verzlrnjná ,,'frjálsari“ í þeirri merkingu, oenqi G. G. á við, nernur mjög litlu, en I my.ndi þó engu að síður valdaf „óviðráðanlegri verðtruflun sérý- staklega hér á.aðallendingarstaðn um“ til stórskaða fyrir íslenzka framleiðendur. Slíka þróun' bcr því að hindra. f New York, 4. jan. 1952. Jón Gunnarsscn. Ný námskeiö í EISiSKU og ÞVZKU byrja um næstu mánaðamót. — Uppl. daglega kl. 3—3 Sími 4895. MÁLASKÓLINN MÍMIR Túngötu 5, II. hæð. Fittings Nýkominn svartur og galv. F I T T I N G S. Verðið mjög hagstætt. L Jóhasmsson & Smifh h.l Bergstaðastræti 52. Sími 4616. 5 herbergja ibúð ■ ■ í Hlíðunum til sölu eða í skiptum fyrir þriggja • herbergja íbúð. : íbúðin, sem-er í fyrsta flökks' standi, er á fyrstu • hæð, með sérmiðstöð og bílskúrsréttindum. Tilboö ; merkt: HL^AR —829, sendist afgreiðslu Morgbl. : • v- ■ fyrir 29. pessa mánaðar. 1 Lím — im Nýkomið: Vatnshelt — lím, (Casco.) • Litlaust — lím (Casco.) Kalt — lím (Caselin.) Trélím""(Héitt.) ”* Ludvig Storr & Co.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.