Morgunblaðið - 24.01.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.1952, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. jan. 1952 Frv, um iánadeild smáíbúðarhúsa er orðið að lögum FRUMVARP ríkisstjórnaiinnar um opinbera aðstoð við byggingar íbúðai'húsa í kaupstöðum og kauptúnum varð að iögum fyrir nokkru siðan. í meðferð þingsins var því einu breytt í frumvarpinu, að orðalagi var breytt þannig, að aliur vafi var tekinn af um að einnig má lána til smáibúða, þótt séu byggðar saman fleiri en ein í sama húsi. Eins og skýrt var frá, er frum- varpið var lagt fram, er efni þess það, að ríkissjóður leggur fram 4 millj. króna, til að stofna sérstaka lánadeild, sem veitt verða lán úr til einstaklinga i kaupstöðum og kauptúnum til bygginga smáíbúða, er þeir koma upp að nokkru eða verulegu leyti með eigin vinnu eða f jölskyldunnar. Þessi lán skulu tryggð með 2. veðrétti í húsunum, og eru vextir 5Vs% og lánstíminn allt að 15 ár. Eigi má veita hærri lán til hverrar smáíbúðar en 30 þúsund krónur, og því aðeins'að ekki hvíli meira cn 60 þúsund krónur á fyrsta veð- rétti húseignarinnar. vers vegna ekki? - Kairó Framh. af bls. 8 HRISTA HÖFUÐIÐ Kommúnistar hafa tekið upp þá aðferð, að útbýta meðal bændanna viðtækjum, sem gera þeim mögu- legt að hlusta á kauphallarfréttir. Eóndinn er yfirleitt hvorki læs né skrifandi, en hann getur hlust- að og hann er hagsýnn og iítur raunhæft á málin. Hann heyrir hvað greitt er fyrir bómullina og hrísgrjónin á markaðnum. Við samanSurð á því verði og verð- inu sem hann sjálfur fær fyrir afurðimar, skilur hann, að ríki maðurinn prettar hann. Og hann hlustar með athygli á allan áróð- ur gegn slíkum prettum. Að sjálf- sögðu verða kommúnismi og Múhameðstrú ekki auðveldlega samræmd, en þegar bóndanum verða ljós slík svik, sem hann hefur sjálf.ur komizt að raun um, hristir hann höfuðið og hugsar íneð sér, að hér hljóti eitthvað að vera rotið. Meðan 18 milljónir Egypta búa við eymd og skort má búast við, að eigi allfáir ljái áróðri komm- iinista eyra. ANÐÚÐ GEGN FRÖKKUM Öflugur áróður er einnig rek- jnn í Kairó gegn Frökkum. Arab- jskir undirróðursmenn frá Mar- okkó segja sögur af yfirdrottnun Frakka í landinu, og hatrið bloss- @r upp. Dæmi eru til þess, að frönskum vísindamönnum hafi verið neitað um aðgang að graf- hýsum Egyptalands, þar sem ekki þótti tilhlýðilegt að þeir kæmu í návist smurðra fornkonunga og guða, vegna fjandskapar Frakka við Marokkóbúa. Þannig er ástatt í stjórnmála- lífi Kaíróborgar um þessar m«nd- ir. Að sjálfsögðu hverfur allt annað í skuggann fyrir andúðinni gegn Bretum, eins og kunnugt er af fréttum að undanförnu. Hana tjá Egyptar með athöfnum og draga þar enga dul á. Þeir fara hópgöngur með háreysti og pkemmdarverkum, sem næstum daglega leiða til lamabarnings og mannvíga. En bak við tjöldin eru launráð brugguð. Kommún- istar hvísla áróðri sínum í cyru hinna snauðu og magna stöðugt óánægjueld í hugum þeirra, ygli- hrýndir uppgjafanazistar sem búa yfir myrkum áformum cru á hverju strái, og arabiskir flugu- jnenn undirbúa ógnarverk í lafni AHah. Menn þurfa eiginlega ekki að fara í kvikmyndahús í Kaíró. Þar þúa válegir viðburðir í loftinu. Raunveruleikinn er ótryggari og sesilegri en nokkurt kvikmynda- handrit í Hollywood. SVO SEM kunnugt er, heimilarj 5. mgr. 12. gr. laga um gengis-j skráningu, launabreytingar, stór-j eignaskatt, framleiðslugjöld o. fl. r.r. 22, 19. marz 1950, að menn' greiði 90% af skatti samkvæmt téðri grein laganna (stóreigna-' skatti), þeim er umfram er 2.000 kr., með skuldabréfum, tryggð- um með veði í hinum skattlögðu eignum. Greiðist andvirði bréf- anna með jöfnum afborgunum á eigi lengri tíma en 20 árum og séu ársvextir af þeim 4%. | Ríkisstjórnin hefur nú eðlilega séð, að ekkert er sjálfsagðara en það, að gjaldandi fái að greiða skatthluta þenna með ríkisskulda bréfum eða ríkistryggðum bréf- um, þeim er ekki eru verðminni en veðskuldabréf, út gefin af gjaldanda sjálfum. Mun því rík- isstjórnin réttilega hafa íallizt á þetta greiðslufyrirkomulag. Þó | setur hún sem skilyrði, að greiðslutimi bréfa sé eigi yfir 20 ár. Nú er það svo, að all-flest i íkisskuldabréf og ríkistryggð bréf, þau er hér á landi ganga kaupum og sölum, eru í upphafi ' gefin út til lengri tíma en 20 ára, og er greiðslutíminn að jafnaði 25—40 ár. Kæmi þá eftir um- ræddri regiu ríkisstjórnarinnar ekki til greina neitt af slíkum tréfum, ef eftir er meira af láns- tíma en 20 ár. Geta þó að sjálf- sögðu bréf með lengri greiðslu- tíma verið verðmeiri en 20 ára bréf. Fer slíkt eftir vaxtafætin- um, og er það alkunna. Vil ég taka um þetta einfalt dæmi og er miðað við skuldabréf, sem greiðast með jöfnum ársgreiðsl- um vaxta og afborgana saman- lagðra (annuitets-bréf), enda er það form mest tíðkað á skulda- bréfum, sem ganga kaupum og sölum á opinberum markaði. Miðað við 6% raunveru- lega ársvexti er gengi 25 ára bréfs með 6% árs- vöxtum................... 100, en miðað við jafnháa raun- verulega vexti er gengi 25 ára bréfs með 5% árs- vöxtum ................ 91.39, og 20 ára bréfs með 4% ársvöxtum................ 84.86. Dæmið sýnir, að 6%-bréf til 25 ára er 17.84% verðmætara en 4%-bréf til 20 ára. Verður þá varla séð, hvað til þess heldur, að kjósa fremur hið verðlága 20- ára bréf. Ekki græðir ríkissjóður á því. Undanfarið hafa alþingismenn og aðrir ríkismenn rætt allmikið um þörf á lánsfé til húsasmíði og ’ nauðsynlegra framkvæmda ann- I ara. Hafa menn eðlilega fundið það, sem er, að handbært fé skortir til nauðsynlegrar fjár- festingar, ef ekki á að þrengja um of að framleiðslufyrirtækj- um um rekstrarfjárþörf, og get- ur þó hvort tveggja verið-eðlilegt og heilbrigt, ef aðeins hið nauð- synlega reiðufé er til. Af hinu knappa framboði á lánsfé hefur . hins vegar leitt sölutregðu og f gengisfall á opinberum verð- bréfum. Nú skal það játað, að ekki myndi það éjtt fullnægja lánsfjár eftirspurnirffii, þótt rík- isstjórnin tæki þann upp, að leyfa greiðslu á stóreigna- skatti með hvers konar opinber- um skuldabréfum, ef þau aðeins væru jafn verðmæt eða verð- mætari en 20 ára bréf með 4% ársvöxtum. Vafalaust myndi það þó eitthvað stuðla að gengis- hækkun opinberra skuldabréfa og þar með skapa heilbrigða örvun á verðbréfamarkaðnum. Væri þá ekki réttmætt og ómaks- ins vert að reyna þetta? Z. Bragi Sigurðsson kosinn forraaður Vöku" rr AÐALFUNDUR „Vöku“, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, var haldinn fyrir nokkru síðan í Há- skólanum. Bragi Sigurðsson stud. jur. var einrórna kosinn formaður félags- ins. í stjórn með honum hlutu þessir kosningu: Þór Vilhjálmsson stud. jur., Magnús Oskarsson stud. jur., Haukur Jónasson stud. med. og Gunnar G. Schram stud. jur. I ritnefnd voru kosnir: Þórður B. Sigurðsson stud. jur., Ólafur H. Ólafsson stud. med., Þorvald- ur Ari Arason stud. jur,, Matt- hías Jóhannessen stud. mag. og Sigurður Líndal stud. jur. Vaka er langöflugasta stjórn- málafélagið innan Háskólans. Við stúdentaráðskosningarnar í haust fékk hún hreinan meiri hluta í stúdentaráði eða 5 fulltrúa og fékk 295 atkvæði og er það meira en samanlögð atkvæðatala allra hinna stjórnmálafélaganna í skól anum. Jók hún fylgi sitt frá því í fyrra um 60 atkvæði, sem er rúmlega 25% aukning. í fráfarandi stjórn áttu sæti: Baldvin Tryggvason stud. jur., formaður, Eyjólfur K. Jónsson, stud. jur., ritari, Magnús Ólafsson stud. med., gjaldkeri, og Bogi Ingimarsson stud. jur. og Ólafur Ingibjörnsson stud. med., með- stjórnendur. Aðalfundur Fra*nh #f hls. T1 þykkt að votta kirkjukór safnað- arins og hinum ýmsu félögum, er starfa innan safnaðarins, þakkir fyrir mikið og óeiging.jamt starf á liðnu ári. Ennfremur var sam- þykkt að votta Aðventistum, er lána söfnuðinum kirk.ju sína til guðsþjónustuhalds, þakkir fyrir bróðurlega hjálpsemi þeirra. Fund inum lauk með því að prestur safn aðarins, Emil Björnsson, flutti hugleiðingu og minntist safnað- arfólks, er látizt hafði frá síðasta aðalfundi. Risu allir viðstaddir úr sætum sínum í virðingarskyni við minningu látinna safnaðarsyst- kina. FonianQsréffur FYRIR NOKKRUM dögum afgreiddi efri deild sem lög frá Alþingi frv. um forgangsrétt kandidata frá Háskóla íslands til embætta. Aðalatriði laga þessara fara hér á eftir: Erfið póstferð yfir Bröltubrekku 20 km ieðð farin á 14 klukkusfundum VESTURLANDSPÓSTURINN átti að fara fyrir Hvalfjörð og yfir Bröttubrekku þriðjudaginn 15. þ. m., en þar sem Hvalfjörður var þá ófær, var það ráð tekið að senda póstinn í Borgarnes og koma honum þaðan vestur yfir. Svo mikil hríð var á fjallinu á miðvikudag og þriðjudag, að ekki var viðlit að fara á fjallið. — Á föstudag var lagt upp árla dags frá Dalsmynni á tíu hjóla trukk, með snjóýtu og aðstoðarmönnum. Farið var með mikið af pósti, lyfjum og fleiru til hinna ein- angruðu byggða Dalasýslu, því að sjóleiðin er og lokuð til Búð- ardals. Fyrir leiðangrinum var hinn þekkti ferðagarpur Sigurður Stefánsson, sem margar erfiðar ferðir hefir farið yfir Bröttu- brekku, og með honum þaul- vanir og duglegir menn, en um hádegi sneru þeir aftur vegna stórfanna. Var þá bætt við stórri snjóýtu, TD 14, og lagt upp aftur á laugardagsmorgun. Tókst nú að brjótast yfir, enda veður hið bezta, en 14 klst. tók ferðin yfir fjallið milii ‘bæja. Eru það þó aðeins tæpir 20 km. — Hafði þá póstferðin tafist um 4 sólarhringa, — A.G.__ Skofar og Banda- ríkjamenn keppa í knattspyrnu GLASGOW — Að tilhlutan Bandaríkjamanna liafa að und- anförnu staðið yfir samningar milli skozka knattspyrnusam- bandsins og hins ameríska um landsleik í knattspyrnu milli þessara þjóða. Á hann að fara fram í Hampden Park í Glas- gow. Hafa Skotar stungið upp á 30. apríl sem keppnisdag, en sá dagur hefur þó ekki verið ákveðinn enriþá._____ — ISnaðurinn Framh. af bls. 9 sem ber að framkvæma í landinu sjálfu stendur hinsvegar ennþá yfir. Því fyrr sem sú barátta verð- ur sigursæl, því traustari líkur eru til þess að heillaspárnar fyrir framtíð þjóðar okkar rætist. 22. janúar 1952. Maynús Víglundsson. ^ Þeir, sem lokið hafa meistara- eða kandidatsprófi í íslenzkum fræðum við heimspekideild háskól- ans, skulu að oðru jöfnu hafa for- gangsrétt til kennslu í íslenzkri tungu, íslenzkum bókmenntum og Islandssögu við alla framhalds- skóla, sem kostaðir eru eða styrkt ir af ríkisfé eða sveitafé, nema kennsla á unglingastiginu se í framkværndinni í höndum barna-, skóla, og þó því aðeins, að kennsla í þessum greinum nemi a. m. k. hálfu kennarastarfi eða sérstak- ur kennari sé ráðinn til starfsins, enda skulu þeir að öðru leyti full- nægja þeim kröfum um menntun kennara, gagnfræða- og mennta- skóla, sem gerðar eru í lögum. Þeir, sem lokið hafa B.A.-prófi við heimspekideild háskólans, skulu með hliðstæðum hætti njóta forgangsréttar til kennslu við skóla gagnfræðastigsins og við sér skóla í þeim greinum, er próf hvers þeirra um sig tekur til, enda fullnægi þeir að öðru leyti þeim kröfum um menntun kenn- ara við gagnfiæðaskóla eða menntaskóla, sem gerðar eru í lög- um. Þeir standa þó að baki þeim mönnum, er fyrri málsgrein get- ur, um kennslu í íslenzkum fræð- um, og eigi framar þeim, er lokið hafa við háskóla fullnaðarprófi með kennslúréttindum í þeim greinum, er B.A.-prófið lýtur. Þá standa B.A.-prófsmenn eigi fram- ar þeim kennurum, -ei' lokið hafa fullnaðarprófi frá erlendum kenn- araháskólum. Öskert skulu haldast kennslu- réttindi þeirra manna, sem áður hafa hlotið kennararéttindi. 30.000 í bröggum SOLOVER 23. janúar — Blaðið Lofotposten í Noregi hefur látið kanna hversu margir íbúar Norð ur-Noregs búi í bröggum. Kom í Ijós að yfir 30.000 manns hafast við í slíkum híbýlum á nofðlægum slóðum, þar sem skuldi er mikill á vetrum. Yfir 100.000 manns búa í annars kon- ar ófullnægjandi húsnæði. —NTB' — Dragnólaveiðin Framh. af bls. 6 greiða skip hér, togara sem önn- ur skip. Lengra verður svo ekki frétta- bréfið að sinni, hvort sem það á skilið það nafn eða ekki. En hitt dylst mér ekki að vandi er slik bréf að skrifa, ekki sízt síðan síra Jónmundur hóf þann leik. Svo kveð ég yður beztu kveðj- um, hr. ritstjóri, óska yður og blaði yðar góðs og blessaðs nýárs. Ingólfur Þorvaidsson. BEZT AÐ AVGLfSA íMORGVNBLAÐINV UMállHIIHIMlMIIIIIHMIIIIIIIIIIMmilllllllllllllllllllMIMlniHMMMmiUlllllfMlinn Markús: £ Eftir Ed Doddc (IIIM1111IIM11 • M1111 Ml MIIIIIIIIIMIIIIIIMMIMIMMMMMIIMII llll IMIU i'JT W BY SOME , iT/ 4FNSITHER OP TH- ? 1 HEARD ABO'JT REG'5 ACCIDENT, MR. MA50N...I5 \ 15 BADLV HURT I'M DCSPERAIir i .. IT'LL HAPPEN AGAtN , ..HE'LL KILL HIAiSELF ,, ' OR SOMEONE ELSE / J\ M 1) Piltarnir eru fluttir á brott af slysstaðnum með sjúkrabíl. 2) Markús fer á sjúkrahúsið og hittir þar pabba Ragga. 3) — Ég frétti af slysinu. Get ég nokkuð gert til hjálpar. — Ég held að það sé krafta- verk, að hvorugur drengjanna hefur slasazt hættulega. En ég er í öngum mínum. Markús, yfir honum Ragga. Hann er vís með ■að halda uppteknum hætti og þá verður það honum að bana fyrr cða síðar. _____

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.