Morgunblaðið - 14.03.1952, Page 5

Morgunblaðið - 14.03.1952, Page 5
[" Pöstudagur 14. marz 1952. MORGUNBtAÐ IÐ » \ 1 vex ei!Húseigandiimvaríréttier 3ÞÖ SKÓLABRÆÐUR séu árum saman búsettir hér í Reykjavík og hafi átt skap saman á fyrri árum, geta þeir hæglega horfið tivorir öðrum, og ekkert vitað um hvers annars hag tímunum sam- fan. ..ÞEKKIRÐU MIG EKKI?“ Rann þetta áþreifanlega Upp ffyrir mér, fj'rir einum þremur ;árum þegar ég eitt sinn sem oftar átti erindi suður í Landsspítala. Gekk þar eftir ganginum í sjúkra ■vitjun fram hjá öldruðum manni S hjólastól. — Þekkirðu mig ekki? spyr ihann, er hann sá að ég ætlaði að ganga fram hjá honum. Það kom hik á mig. Ég horfði á hann, en bar ekki kennsl á, hver hann var. Þangað til ég óttaði mig á að röddin er kom !fram undan hæruskotnu alskegg- iinu var Bjarna Jósefssonar efna- ffræðings frá Melum. Ég staðnæmdist við stólinn íhans, og komst að raun um að hann var að mestu orðinn ósjálf- bjarga. Hann var að stoppa í jpípuna sína, og hafði til þess ekki íiema hægri hendina. — Vinstri liandleggurinn óvirkur, krepptur. SSXTUGUR í DAG Hann sagði mér þá í fám orð- wm sjúkrasögu sína eins og hún var orðin þá. Hann h^fur verið jspítalasjúklingur síðan 17. okt. 1947. Hann á sextugsafmæli í dag. í tiiefni af þessu afmæli hans skrapp ég suður í Landsspítala í gær og hafði tal af Bjarna, ef ske kynni að ég gæti stuðlað að því að gera þessum ósjálfbjarga Snanni einhvern dagamun. Ég eins og aðrir sKólabræður Sians minnist þeirra tima er hann var allra manna kátastur og æðru lausastur á hverju sem gekk. — Hann er að upplagi meðai þeirra imanna, sem ég hef þekkt lausast- an við allt smásmugulegt hugar- víl. Fyrr á tímum þekkti ég hann að því að líta raunsæjum augum á tiiveruna jafnt í máleíjrum sjálfs sín sem annarra. Á leiðinni suður i spítalann spurði ég sjálfan mig? Hvernig hefur hann snúizt við þeirri ógasfu, sem hefur hent ihann í lífinu, er hann varð lík- amlega ósjálfbjarga með óskerta sálarkrafta. Þessi reynsla Bjarna Jósefssonar er þess eðlis, að hún kemur öllum við. Því enginn veit sína æfina fyrr en öll er. Allir getum við fyrr eða síðar mætt svipuðum örlögum og hann. Fyrst spurði ég hann hvernig sjúkdómi hans hefði verið varið. — Það vissi enginn hvað að snér gekk, fyrr en ég kom hing- sð að Jón Hjaltalín gerði sér það Jjóst. Ég hafði fengið æxli í mæn- 'unni í miðjum hálsi. — Það var skorið og gekk sá uppskurður vel. En svo lengi hafði þetta æxli háð heilsu minni að ég hef ekki ffengið mátt í þá líkamshluta er sexlisskrattinn hafði lamað- Bjarni lútir fram yfir sig og bendir mér á hvar örið sé á háls- inum eftir uppskurðinn. — Þetta er ekki mikið ör, segi ég. — Nei. Það er víst ekki mikið. Ég hef aldrei séð það, segir hann. K.TAFTASKÚMAR IIAFA ALDREI RÉTT FYRIR SÉR Læknarnir voru lengi að átta Big á, hvað að mér gekk. Sumt íólk gat sér þess til að þetta væri afleiðingar af fylliríi, eins og vant er þegar menn fá ein- hvern sjúkdóm í mænuna eða að- altaugakerfið er veldur lömun. Þegar Jón Hjaltalín hafði lokið rannsókn sinni og ég spurði hann að því, hvort hægt væri að kenna áfenginu um þennan sjúkdóm, neitaði hann því ákveðið. Er ég sagði konunni minni frá þessari niðurstöðu prófessorsins, þá segir hún rétt si-sona: „Því var nú ver að þessu var ekki þannig varið. Ef þessar hefðu ver ið orsakirnar, þá værir þú senni- lega orðinn alheill“. En þá varð mér nú að orði, að ég gæti glaðst síiiÍIf reksr Rabbað við Bjarna Jósefsson sexfugan Bjarni í hjólastclnum í spítalaganginum. yfir því að kjaftaskúmarnir fengju ekki rétt fyrir sér í þessu frekar en öðru. Því þeir mega aldrei hafa rétt fyrir sér í neinu. — Á fyrstu veikindaárum :nín- um, heldur Bjarni áfram, las ég heilmikið um þennan sjúkdóm minn og skylda sjúkdóma. Og til- fellið er, að ef ég hefði haft að- gang að þeim bókum, áður en ég var orðinn svona veikur, þá hefði ég sjálfur fengið svo sterkan grun á að hér væri um mænu- sjúkdóm að ræða, að ég hefði; ekki dregið það eins lengi að ganga undir gagngera rannsókn. AÐ LESA LÆKNINGABÆKUR En það er einkennileg hjátrú margra, að fólk geti haft illt af því að lesa um sjúkdóma. Ég veit að þetta er til. En það er undan- tekning, að siík áhrif geti orðið áberandi. Það eru ekki allir eins og aust- íirzka kennslukonan, sem kunn- ingi minn sagði mér frá, er rúm- lega fimmtug að aldri fékk % hendur læknabókina „Heil^urækt og mannamein“. Af þvi að lesa um líðan þungaðra kverina, fékk hún nákvæmlega öll einkenni þess eftir því sem hún sagði sjálf, að hún væri barnshafandi. Ég veit að þetta er satt, því sögumaður minu hafði heyrt það frá henni sjálfri. — Hvernig varð þér við þegar þú fékkst að vita hver sjúkdómur þinn var? — Og blessaður vertu. Það var miklu betra heldur en helvítis óvissan. Og ég skal segja þér eitt. MÖNNUM VEX KJARKUR ÞEGAR A ÞARF A j) HALDA Flest fólk er miklu hugaðra en menn almennt álíta, þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða. Hér j spítalanum hef ég kynnst mörgu fólki og fengið að vita hvernig það brást við þegar það vissi að_ um enga batavon var að ræða. Ég hef aldrei fundið æðru á nbkkrum manni, hvort heldur sem þeir hafa getað búizt við bráðum dauða eða iöngum lífdögum ósjálfbjarga. Karinski geta menn ekki gert sér grein fyrir þessu til fulls fyrr en þeir reyna IIJÚKRUNARHEIMILI FYEIR ÓSJÁLFBJARGA FÓI K Síðan ræddum við stundarkorn um eitt af vandamálum þjóðí'élags ins, sem kemur öllum. við, en Bjarni Jósefsson þekkir mörgura öðrum fremur. Hvernig lcysa skal vandræði ósjálfbjarga manna eins og hans. Koma þeim fyrir á hjúkrunai-heimili þar sem þeir geta notið þeirra þæginda er þeim kemur að haldi svo þeir taki ekki að staðaldri rúm á sjúkiahúsum þar sem fólk þarf að komast að, er þarf á skjóíri læknisaðgerð að halda. —Ég má beiniínis ekki hugsa til þess, segir B.jami, hvernig ég og mínir líkar fylla rúm fyrir fár- sjúkum mönnum er þurfa að kom- ast að hér í Landsspítalanum. — Ef þú kæmist á hjúkrunar- heimili og gætir fengið aðstöðu þar til að sinna þínum hugðar- efnum, myndi það að sjálfsögðu vera mikill léttir fyrir þig. — Biddu fyrir þér. Það yrði allt annað. Ég gæti til dæmis unnið við skriftii', fengist við kennslu og þ. u. 1. En þú mátt ekki taka það svo að ég sé að kvarta yfir aðbúðinni hérna, því Iiér er allt ’starfsfólkið eins og teztu vinir ynínir. Við töiuðum síðan um það mál stundarkorn og hvcrnig lixlegast væri að þetta mál yrði leyst á við- unandi hátt. En siðan vík ég að öðru og spyr: — Hvað hefurðu lesið helzt á þessum árum? — Fyrst í stað tók ég að lesa skáldsögur mér til afþreyingar, en hætti því fljótlega. Mér reynd ist ómögulegt að festa hugann við Oskar Wilde eða Maxim Gorki og aðra stórlaxa í bók- menntunum. Síðan hef ég hallað mér að fornsögunum og öðrum þjóðlegum fræðum, auk þess sem ég gríp í stærðfræði- og náttúru- fræðirit, einkum eðlisfræði. ■if Við Bjarni vorum ekki lengi búnir að skrafa saman þarna í spítalaganginum, fyrr en ég hvað eftir annað gleymdi þvi, að þessi fornkunningi minn hafði ekki þessa stundina neina möguleika á að spretta upp úr hjólastóln- um sínum. Því í orðræðum er hann sami æringinn og Bjárni á Melum var, þegar við vorum sarnan í skóla. Geri aðrir betur. V. Sí. Hæstaréftardómur í húsakaupamáli. Flygsiys SAN ANTÓNló, Texas, 12. marz n-Risaflugvirki úr flugher Banda ríkjanna hrapaði til jarðar við flugvöllinn í San Antóníó í dag og eyðilagðist gersamlega. Fregn- jr herma að all margir menn hafi látið lífið. —Reuter-NTB. 4000% hækkun OSLÓARBORG — Finnar krefj- ast, að norskir hreindýraeigend- ur, serp,..beita á finnskri grund Igreiði 4000% meira fyrir haga- | gönguna en i fyrra. Þar sem héit ,er miklu betri Finna megin, þá er þettá mjög bagalegt fyrir norsku hreindýraeigendurna. I HÆSTARÉTTI er genginn dóm- ur í máli er reis út af sölu hús- eignar í Grundarfirði. — Þorkell Sigurðsson framkvæmdastjóri að Grafarnesi í Grundarfirði, stefndi Oddi Kristjánssyni, fram- kvæmdastjóra, einnig til heimil- is að Grafarnesi i Grundarfirði. Forsaga málsins er í stuttu máli á þá leið, að Þorkell ætlaði að kaupa húseignina af Oddi. — Létu þeir gera kaupsamning, þar að lútandi. Vegna þess að Þor- keli gekk erfiðlega að fá það fé er hann skyldi greiða við undir- ritun samningsins, taldi Oddur sig hafa fulla ástæðu til að hætta við að selja Þorkeli búseignina. Þegar næsta dag seldi Oddur liana tveim mönnum öðrum. Þorkell Sigurðsson gerði þær kröfur fyrir dómstólunum að því yrði slegið föstu að með sam- komulaginu hafi komizt á bind andi kaupsamningur milli hans og Odds um umrædda húseign. Hann krafðist þesk og að ógild væri sala Odds á húseigninni íil mannanna tveggja er hana keyptu. í HÉRABI í héraði urðu úrs’it málsins þau, að Oddur Kristjánsson tap- aði málinu fyrir Þorkeli. — Rétt- urinn leit svo á, að Oddur hafi ekki átt rétt á að rifta samningn- um um kaupin. Hann hafi ekki sýnt fram á að efnahag Þorkels hafi verið svo háttað, að ástæða jværi til að óttast að vanskil 'myndu verða á greiðslunum, .samkv. kaupsamningnum. | Héraðsdómur vildi ekki dærna sölu Odds á húseigninni til mannanna tveggja ógilda, enda hafi kaupsamningi þeirra verið þinglýst athugasemdalaust. — I héraði var málskostnaður látinn falla niður. I. I HÆSTARETTI I í Hæstarétti, en þangað skaut Oddur Kristjánsson dómsúrslit- ) um þessum, vann hann málið. — I forsendum dóms Hæstaréttar er viðskiptum málsaðila nákvæm ilega lýst, en þar segir m. a.: Oddur Kristjánsson, sem skotíð j hefur máli þessu ti! Hæstaréttar i með stefnu 19. apríi 1950, krefst þess, að hann verði sýkn dæmdur af kröfum gagnáfrýjanda og hon um dæmdur málskostnaður í hér- aði og fyrir Hæstarétti úr hendi Þorkels eftir mati Hæstaréttar. Þorkell Sigurðsson hefur áfrýj- að málinu með stefnu 8. maí 1950. Krefst hann þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og Oddi dæmt að greiða honum máls- kostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti eftir mati Hæstarétt- ar. KAUFSAMNINGURINN UM HÚSIÐ ' Um páskana 1948 auglýsti Odd- ur Kristjánsson hús, er hann átti í Grafarnesl, til sölu. Síðast í maí , • , , s. a. sneri Þorkell ser til hans og falaði af honum húsið. Urðu þeir ásáttir um, að Þorkell Sigurðsson keypti húsið á kr. 110.000,00, og hinn 2. júní s. á. kl. 11 f.h., fóru þeir saman til Guðlaugs Þorláks- sonar í Reykjavík og þáðu hann að rita kaupsammng um púsið, þar sem greindir voru skilmáiar kaupsins. Ritaði GuðMugur þeg ar samdægurs kaupsamninginn samkvæmt beiðni aðilja, enda máttu aðiljar vitja hans kl. 3 þann dag. Greiðsluskilmálar voru í stuttu máli þeir, að Þorkell skyldi taka að sér lá,n,.er hvíldi með í. veðrétti á eigninni, að ‘f jár hæð kr. 6800,00, greiða kr. 5000,00 af áðurnéfndú kaupverði við und irrituri sámnings, kr. 5000.00 og kr. 2000,00 á tilteknum gjalddög- um 1948 og kr. 15000,00 hinn 1. ágúst 1949. Þann slðastnefnda dag skyldi Oddur, að fullnægð- um greiðslum af hendi Þorkels, gefa út afsal til handa Þorkel* fyrir eigninni. Þorkeil skyldi gefa Oddi út skuldabréf fyrir eftir- stöðvum kaupverðsins, kr. 58200, 00, er tryggðar sltyldu með 2. veðrétti í húsinu. ERFIÐLEGA GEKK AÐ FÁ PENÍNGA Oddur kveðst hafa tjáð Þorkeli er þeir komu sér saman um skil- mála kaupsins, að hann vild* ganga frá kaupsamningi strax eða í siðasta lagi fyrir 4. júní, en þanr» dag að morgni ætlaði Oddur vest- ur á land, og segir hann, að samrv ingsritun hafi verið hraðað svo af þeim sökum. Svo virðist af skýrsF um aðilja sem Oddur hafi viljað þegar undirrita samninginn 2. ; júr.i kl. 3, en Þorkell taldi sér ekki unnt að greiða fyrstu samn- ingsgreiðslu, kr. 5000,00 þá, þar | sem hann þyrfti að útvega þá. fjárhæð. Kl. 5 þenna dag hringd* Þorkeil til Odds og kvaðst cnn ekki vera búinn að afla nefndrar i flárhæðar. Aðiljar hittust siðart ,sð kvöldi sama dags, og lánaði Oddur þá Þorkeii samningsupp- kastið, er hann vildi hafa til sýnis við útvegun lánsfjár. Oddur kveðst hafa látið í ljós óáncegjut yfir því, að ekki var gengið þeg- ar frá samningum, þar sem nast* dagur væri síðasti dvalardagim sinn í Reykjavík að því sinni, eiv segist þó hafa gefið Þorkeli frest til næsta dags, 3. júní kl. 3. Á þeim tilsetta tíma hringdi Þor- kell, og urðu aðiljar þá ásáttir um að hittast í tilgreindu húsi þá um kvöldið til að gana frá fulln- ÁVÍSUNIN, SEM EKKI VAR TIL FYRIR aðarsamningi um kaupin. Er fundum þeirra bar saman Jb húsi þessu vildi Þorkell irina hina fyrstu greiðslu sína af hendi metf- ávísun á sparisjóðsreikning siniv í Útvegsbanka íslands h.f. Oddur kveður Þorkel hafa æílað aít greiða alla fjárhæðina þannig. Þorkell segist hafa viljað greiða. jkr. 1000,00 í peningum, en kr. 4000.00 með ávísun. Hann viður- kennir, að innstæða þessarar fjár hæðar hafi þá ekki verið í reikn- ingi hans, en segir, að nafngreinA ur bankastíóri Útveeshankans. hafi ver:ð búinn að lofa honunt láni til greiðslunnar og að láns- fjárhæðin skyldi gpeidd inn á- sparisj óðsreikning hans í bank- anum. Oddur taldi þetta alls kost ar ófuilr.ægjandi greiðslutilbo5 og kveost hafa tilkynnt Þorkeli, að ekki yrði „meira úr undir- skrift“ samningsins. Hið sama kvöld, eftir kl. 11, kom Þorkell * húsið nr. 35 við Holtsgötu, þar- sem Oddur hafði herbergi, og beið hans þar all lengi, enda kveíf ur þann Qdd hgfa lofað að hitta. sig þar, er þeir skildu fyrr sarav kvöld, en fór áður en hann kæmi heim. Kveðst Þorkell þá hafa haft fyrstu samningsgreiðsluna sér. Oddur mótmælir því, a5- hann hafi lofað að vera viðstadcf- ur í herbergi sínu að Holtsgötiv um kvöldið, enda segist haniv hafa verið önnum kafinn að Ijúfca. ýmsum störfum, áður en hatnv lagði af stað vestur, en upp í þá- för lagði hann með m.s. Æaxfossv að morgni þess 4. júní. Hinn 5. júní gerði Oddur síðan samning við tvo nafngreinda menn unv sölu húss síns í Grafarnesi og neitaði síðar að eiga kaup um hús ið við Þorkel. FORSENDUR DÓMSINS í niðurstöðu dóms Hæstaréttar , í máli þessu segir svo: '*■ Tilætlun aðilja var sú, er þeir sömdu um kaupin, að Þorkell. greiddi krónur 5000.00 við samn- ingsundirritun. Atvik málsins styðja þá staðhæfingu Odds Krist Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.