Morgunblaðið - 14.03.1952, Page 6
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 14. marz 1952.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
• Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
Fjórveldaráðstefna
um Þýzkalandsmálin ?
S.L. MÁNUDAG afhenti stjórn
Sovét Rúslands sendiherrum Vest
urveldanna í Moskvu orðsend-
ingu til stjórna þeirra, þar sem
lagt er til að boðað verði til ráð-
stefnu Rússa, Bandaríkjamanna,
Breta og Frakka um Þýzkalands-
málin, sameiningu landsins og
friðarsamninga við það.
Síðan hefur Moskvuútvarpið
skýrt frá því að Sovétstjórnin
vilji sameiningu alls Þýzkalands
áður en friður verði saminn og
frjálsar kosningar í landinu. Hún
vill ennfremur leyfa hinu sam-
einaða Þýzkalandi að hervæðast
enda hverfi bá allur erlendur her
þaðan á brott. Hinsvegar vill hún
banna því alla þátttöku í varn-
arsamtökum annarra þjóða.
1 þessari nýju orðsendingu
Rússa kveður mjög við annan
tón gagnvart Þýzkalandi en áður.
Nú þykizt Sovétstjórnin vilja
sameiningu landsins. í öðru lagi
vill hún leyfa hervæðingu þess
og i þriðia lagi lýsir hún sig með-
mælta frjálsum kosningum þar.
Gegn öllum þessum atriðum
hefur hún staðið eins og veggur
áður. Hún hefur í. fyrsta lagi lagt
mikið kapp á að koma í veg fvrir
sameiningu Austur- og Vestur-
Þýzkaiands í eitt ríki. Þessvegna
hefur hún reynt að einangra
Austur-Þýzkaland eftir megni frá
hinum hluta þess.
Sovétstjórnin hefur í öðru lagi
barizt vegn því á þingi Samein-
uðu þióðanro pð efnt yrði til
frjálsra kosninga um allt landið.
1 þriðja lagi hefur hún mótmælt
því harðlega að Þjóðverjar gerð-
ust aðiljar að Evrópuhernum eða
öðrum varnarsamtökum vest-
rænna lýðræðisþjóða.
Hvað skyldi nú valda hinum
skyndilegu sinnaskiptum Sovét-
stjórnarinnar gagnvart Þýzka-
landi?^
Ástæðu þeirra þarf ekki að
leita mjög lengi. Á ráðstefnu
Atlantshafsráðsins i Lissabon
náðist samkomulag um aðild
Vestur-Þýzkalands að Evrópu
hernum og tengsl hans við
varnarlið Atlantshafsbanda-
Iagsins. Allt bendir því til þess
að þátttaka Vestur-Þýzka-
lands í vörnum Evrópu sé
tryggð og að það hafi skipað
sér við hlið hinna vestrænu
lýðræðisríkja. Þegar svo er
komið vakna Rússar upp við
vondan draum. Þegar 48 millj.
Þjóðverja eru í þann mund að
ganga til varnarsamstarfs við
lýðræðisríkin lízt Sovétstjórn-
inni ekki á blikinu.
Þetta verður að hafa í huga
þegar tilboð Rússa um fjórve'da-
ráðstefnu um Þýzkalandsmálin
er athugað. Kommúnistar hafa
gert sér það ljóst, að hinar vest-
rænu lýðræðisþjóðir hafa skipað
sér í þétta fylkingu til varnar
ofbeldi þeirra og uppvöðslu. Þá
er það a|S Sovétstjórnin rýKur
un- með andfælum og býður upp
á ráðstefnu um þau mál, sem húr
hefur undanfarin ár þvælst fvrir
og barizt gegn að leyst vrðu.
Nú væri það út af fyrir sig
mjög ánægjulegt, ef Rússar raun
verulega ætluðu sér að taka upp
nýja stefnu gagnvart Þýzkaiandi.
Það væri mjög æskilegt að þeir
gætu nú samþykkt sameiningu
landsins og frjálsar lýðræðisleg-
ar kosninc'ar. Sú stefnubreyting
þeirra gæti hæglega haft góð
áhrif á ástandið í alhíóðamálum.
En því miður eru ekki miklar
'líkur til að treysta megi einlægni
tilboðs þeirra. Margt bendir hins
vegar til þess, að ætlan þeirra sé
svipuð með væntanlegri fjór-
veldaráðstefnu og skrípaleiknum
í Kaesong og Panmunjom: Að
draga allt á langinn en nota tím-
ann á meðan til þess að styrkja
hernaðaraðstöðu sína.
Ef Rússum tækist að tefja sam
vinnu Vestur-Þýzkalands og lýð-
ræðisþjóða Evrópu í eitt eða tvo
ár, meðan þjarkað væri við þá
á einhverskonar fjórveldaráð-
stefnu, hlyti það að veikja varnir
lýðræðisþjpðanna en gefa þeim
sjálfum tóm til frekari vígbún-
aðar.
Þegar á allt þetta er litið
sætir það engri furðu, þótt til-
boði Rússa hafi fyrst í stað
verið tekið mcð nokkurri tor-
trygni. En ef það á eftir að
koma í ljós, að fyrir þeim
vaki raunveruleg viðleitni til
þessa að bæta sambúðina milli
austurs og vesturs, mun það
vissulega vekja fögnuð lýð-
ræðissinnaðra manna um
heim allan. Við bíðum og sjá-
um hvað setur.
Góður fyrirboði
URSLIT prófkosninganna í New
Hampshire eru góður fyrirboði
fyrir Eisenhower hershöfðingja.
Hann vann þar sigur með yfir-
burðum á Robert Taft, sem mikl-
um tíma og fyrirhöfn hafði varið
til þess að afla sér þar fylgis.
Hershöfðinginn hafði hinsvegar
ekki haldið eina einustu ræðu til
framdráttar málstað sínum. Þrátt
fyrir miklar áskoranir fylgis-
manna hinna hélt hann kyrru fyr
ir í stöðvum sínum í Frakklandi
eða sótti heim þátttökuríki
Atlantshafsbandalagsins allan
tímann meðan undirbúningur
þessarar prófkosningar fór fram.
New Hampshire kosningin var
sérstaklega þýðingarmikil vegna
þess, að hún er fyrsta prófkosn-
ingin, sem fer fram milli þeirra
frambjóðanda er gefið hafa kost
á sér til forsetaembættisins. Þess
vegna var henni veitt geysimikil
athygli. Sigurvegarar hennar
hljóta að fá verulegan byr í segl
sín í kosningabaráttunni.
Fylgismenn Eisenhowers
hafa verið mjög kvíðandi
vegna fjarvista forsetaefnis
síns. En líkur benda til þess
að þær saki ekki málstað hans.
I þessu sambandi ber þó að
gæta þess, að New Hampshire
er ekki meðal þeirra ríkja,
þar sem fylgi Tafts er talið
mest innan republikanaflokks
ins. Trúlega hefur Taft alls
ekki gert sér vonir um að bera
þar sigur af hólmi. En yfir-
burðir Eisenhowers í þessari
kosningu hljóta að bæta að-
stöðu hans mjög verulega ann-
arsstaðar.
Úrslitin í kosningu demokrata
í þessu riki komu mönnum mjög
á óvart. Estes Kefaufer mun alls
ekki hafa gert ráð fyrir að bera
þar sigur úr býtum. Almennt var
álitið að Truman forseti fengi
fleiri atkýæði. Það mun nokkuð
hafa torveldað fylgismönnum for
setans sóknina, að hann hefur
ekki enn gefið skýlausa yfirlýs-
ingu um að hann vilji vpra í kjöri,
enda þótt hann leyfði að nafn
hans yrði skráð á frambjóðenda-
lista við þessar kosningar til
flokksþingsins.
Handritin verði afhent „ón undir-
HINN kunni danski leikari
og íslandsvinur, Paul Reum-
ert, kveður sér hljóðs í neð-
anmálsgrein í Politiken hinn
9. þ. m., þar sem hann hvet-
ur til þess að íslendingum
verði afhent handritin „án
undirhyggju og án skilyrða“.
Reumert lýsir í greininni ís-
lenzkum þjóðareinkennum
eins og þau koma honum fyr
ir sjónir og telur meginor-
sök alls misskilnings milli
Islendinga og Dana vera,
hversu ólíkar þjóðirnar séu
að skapferli.
LEIKMAÐUR
Reumert kveðst vera alger leik-
maður á þessu sviði en þar sem
fræðimenn hafi nú fjallað ítar-
lega um málið að undanförnu sé
ekki úr vegi að hann láti til sín
otf áu
segir Islandsvinurinn Paul Reumeri
Poul Reumert.
heyra enda megi ef til vill segja
að það sé skylda sín. Reumert
vitnar í þessu sambandi í grein
prófessors Hammerich, sem hann
segir að hafi fjallað um málið af
þekkingu, nákvæmni og hyggind-
um, og ennfremur greinar Martins
Larsens lektors um ísland og Is-
lendinga, sem hafi verið þýðing-
armikið framlag til skilningsauka
fyrir danska lesendur.
LEIKARINN OG FÓLKIÐ
Reumert segir að enda þótt
starf leikarans sé næsta hvikult
og óáþreifanlegt, færi það þó iðk-
anda þess þá gæfu að komast nær
manninum en aðrir, og oft svo
að milli leikarans og fólksins
skapast djúpstæður og innilegur
skilningur, sem ekki spretti af
íhugun og skynsemdarályktunum.
ÓLÍKAR ÞJÓÐIR
Reumert sem heimsótt hefur Is-
land af og til síðasta aldarf jórð-
unginn, kveðst á ferðum sínum
hafa orðið var við leynda andúð
milli Islendinga og Dana. Við nán-
ari athugun kom þó í ljós að hér
sé ekki um að ræða neins konar
illsku eða hatur heldur eigi þessi
andúð rót sína að rekja til skorts
á skilningi milli íslendinga og
Dana innbyrðis, sem sé í sjálfu
sér eðlilegur og skiljanlegur, þeg-
ar um svo ólíkar þjóðarskapgerð-
ir sé að ræða, sem vegna kald-
hæðni örlaganna hafi um aldir
orðið að sigla í sama bát undir
danskri skipsstjóm. Meðal nor-
rænu bræðraþjóðanna, segir hann,
þar sem líkt og ólíkt blandast
oft óþægilega en einnig á einkar
hugþekkan hátt, eru sennilega
engar tvær þjóðir, sem eru hvor
annarri fjarlægari — heldur en
Danir og Islendingar.
í LEIKHÚSINU
Reumert tekur einfalt dæmi:
Danir og Islendingar geta
næstum aldrei hlegið að því sama!
Það sem vekur innilegan hlátur
annars horfir hinn ef til vill á
stúrinn og jafnvel raunamæddur.
Þetta kemur t. d. greinilega í
Ijós í dönskum leikhúsum þar
sem nokkrir íslenzkir áhorfendur
geta ekki gefið Sig á váld hinni
aímennu kátínu en er hins vegar
dillað þegar aðrir leikhúsgestir
sitja þögulir og alvarlegir. Þeír
jberjast við að kæfa hláturinn með
vasaklútinn fyrir vitum því að
það verður að halda honum í
skefjum. i
!.
ISLENDINGURINN VILDI i
GERA UPP SAKIRNAR
Og þetta bil verður aðeins brú-
að, segir Reumert, ef menn leggja
sig fram við að skilja og viðm--
kenna spaugilegu hliðina á Pu
að aðrir geta skemmt sér ágæta
vel við það, sem alls ekki er
skemmtilegt (í augum manns
sjálfs). Og þetta er hægt. Einn
af merkustu núlifandi kirkjunn-
ar mönnum á Islandi nam á yngri
árum guðfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla. Eitt sinn sem oft-
ar var hann á göngu með náms-
félögum sínum og voru þeir með
ertingar við hann. Að lokum missti
hann þolinmæðina, fór úr jakk-
anum með hægð og sagði: „Nú
já, komið þið þá, og við skulum
gera upp okkar sakir!“ Dönsku
guðfræðinemarnir hörfuðu þegar
út af götunni og niður í skurð
með hlátraskqllum, en að lokum
fór svo að Islendingurinn hló
einnig, og síðan var ekki um nein-
ar óuppgerðar sakir að ræða.
DANSKA GAMANSEMIN
Já, við misskiljum hvorir aðra
og komumst þess vegna að alröng-
um niðurstöðum. Islendingum hef-
ur áreiðanlega oft fundist við
Danir yfirlætislegir, hláturmildir
og flónslegir kumpánar. En
hvernig áttu þeir að skilja hina
sérstæðu dönsku ganmansemi,
þjóðardýrgrip okkar, sem við
bregðum þráfaldlega fyrir okkur,
einnig til að dylja djúpstæðar
tilfinningar, veigamiklar ákvarð-
anir og —- eins og sýndi sig ný-
lega — hugprýði. Það er auð-
velt að láta blekkjast af þessu,
meira segja fyrir Dani sjálfa.
Menn héldu að það væri glens
þegar hin 60 ára gamla danska
hótelstýra gekk í berhögg við her-
námsliðið, sem tók hús á henni
um miðja nótt, og hún kom til
dyranna, með handapati og brett-
um, klædd heldur óvígalegum nátt
kjól, og hrópaði í sífellu byrstum
rómi: Út héðan! út héðan! Var
þetta glens? Nei, á bak við hinn
frelsandi hjúp gamanseminnar
var djúpstæð alvara.
Frh.
Enska knalfspyrnan
Á MIÐVIKUDAG fóru fram
nokkrir leikir, sem ekki gátu far
ið fram á laugardag.
Leikar fóru þannig:
Arsenal 2 — Charlton 1
Chelsea 1 — Newcastle 0
Manch. City 0 — Burnley 1
Portsmouth 1 — W. Bromw. 0
2. deild:
Blackburn 0 — Sheff. Wed. O
Luton 1 — Doncaster Rovers 4
Sheffield Utd 6 — Cardiff 1
í undanúrslitum bikarkeppn-
innar, sem fram fara 29. marz,
lendir Arsenal og Chelsea saman
í London (Tottenham), en New-
castle og Blackburn í Sheffield
(Wednesday).
Velvokondi skrifai:
0B DAGLEGA LÍFIMV
Mesti landskjálfti
í 23 ár
MARGIR fundu landskjálfta-
kippinn, sem hér varð á mið-
vikudaginn árdegis. Fróðir menn
telja, að hann hafi átt upptök sín
í Trölladyngju vestan Kleifar-
vatns. Kippurinn var allsnarpur,
sá mesti, sem hér hefír fundizt
síðan 1929.
Menn spyrja eðlilega, af hverju
landskjálftar stafi, og kemur þá
í ljós, að vísindamennirnir þekkja
ástæður þeirra ekki til hlítar.
Ýmistlegt getur reynt á jarð-
skorpuna, og getur áreynslan orð
ið svo mikil, að hún gefi sig og
bresti eða gamlar veilur láti und-
an við átakið. Þá verður land-
skjálfti.
Er jörðin að dragast
saman?
ÞEGAR menn velta því fyrir
sér, hvað reyni svona ægi-
lega á jarðskorpuna, má ýmist-
legt til taka. Ýmsir halda því
fram, að jörðin sé heldur að drag-
ast saman og jarðskorpan leggist
í fellingar. Landskjálfta hefir
orðið vart, þar sem ísaldarjöklar
hafa legið. Lyftist þá jarðskorpan
smám saman í nokkrar árþúsund-
ir eftir að fargi jöklanna hefir
létt af.
Eftir smíði Boulder Dam i
Bandaríkjunum myndaðist heill
hafsjór, þar sem áður hafði verið
árfarvegur. Ekki leið á löngu
áður en menn urðu varir lítillega
hræringa kringum þetta nýja
vatn, og hefir jarðskorpan þá að
líkindum haggazt vegna þess
mikla fargs, sem á hana hafði
lagzt. Má af þessu ráða, að ástæð-
urnar geti verið margs konar.
Sigyn með skálina
EIGINLEGA er skýring fornra
fræða okkar á landskjálftun-
um miklu aðgengilegri.
Loki lá í fjötrunum, sem æsir
hnepptu hann í. Hékk eiturnaðra
yfir, og var svo til ætlazt, að
eitrið drypi úr henni og í andlit
honum. Sigyn kona hans var
tryggðin sjálf. Hún stóð við hlið
hans og brá mundlaugu undir
lekann. „En þá er full er mund-
laugin, þá gengur hún og slær út
eitrinu, en meðan drýpur eitrið í
andlit honum. Þá kippist hann
svo hart við, að jörð öll skelfur.
Það kallið þér landskjálfta“, seg-
ir Snorra-Edda.
Mikið manntjón.
MARGIR landskjálftar eru
kunnir úr veraldarsögunni,
enda eru þeir óhugnanlega stór-
brotnir. Landskjálftinn í Lissabon
1755 lagði borgina í rúst á nokkr-
um mínútum, en 32 þús. manns
fórust. Hann fannst víða um
Norðurálfu. Landskjálftinn í
Kalabríu 1783 lagði 400 þorp í
rústir og 100 þús. manns fórust.
Landskjálfti varð 83 þús. manns
að fjörtjóni í Messína 1908.
í Japan eru að jafnaði 600 land-
skjálftar á ári. í landskjálfta,
sem varð þar 1730 fórust 137 þús.
manns, 1. sept. 1923 fórust 180
þús. og svo mætti lengi telja.
K
Langar að heyra í
hljómsveitinni.
ÆRI Velvakandi. Ekki vænti
ég, að þú getir sagt mér um
simfóníuhljómsveitina okkar,
hvernig henni líður? Hefir hún ef
til vill lagt upp laupana?
Ég sakna þess ákaflega að hafa
ekki heyrt í henni lengi.
Mucician“.
Því miður veit ég ekki, hvað
simfóníuhljómsveitinni líður, en
varla getur hún verið dauð, að
minnsta kosti ekki úr ófeiti, rétt
eftir að henni hefir verið lagt
aukið fé til uppeldis.