Morgunblaðið - 14.03.1952, Síða 8

Morgunblaðið - 14.03.1952, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. marz 1952. Míping irú Aða!- bjárgar Jónsdóifur Sænsk-íslenzkf félag í Lundi í DAG er til moldar borin frú Aðalbjörg Jónsdóttir. Hún var fædd 15. febr. 1888 að Tungu í Fljótshlíð. Móður sína missti hún 8 ára gömul og ólst upp með föður sínum og eldri systkinum. Tvítug fluttist hún til Reykjavík- ur og giftist 1907 Jóni Mýrdal frá Giljum í Mýrdal. Eignuðust þau hjón tvö börn, Sigríði og Hólmgeir. Börnin hennar voru henni allt, fyrir þau fórnaði hún lífi sínu og starfi. Það virðist ekki stórt höggvið af þjóðar- meiðnum, þótt fullorðin, þreytt og veikluð kona falli í valinn, en samt getur það verið svo, að vandfyllt sé í það skarð, sem komið hefur við fráfall hennar. Enga konu hef ég þekkt á minni lífsleið, sem betur hefur skilað starfi æfidagsins, en Aðal- björg heitin. — Þar fór saman ábyrgðartilfinning, kærleikur og fórnfýsi, sem áreiðanlega er þroskaeinkenni hverrar mannssál ar. Þessi kyrláta og látlausa kona, hafði ávallt framrétta hjálp arhönd, til að líkna þeim, sem erfitt áttu og hún gat á einhvern hátt veitt aðstoð. Öllum leið vel í návist hennar. Aldrei gerði hún kröfur fyrir sjálfa sig — aðeins að þeim sem í kring um hana voru liði vel, var hún ánægð. Hún ávann sér hlýhug allra, sem kynntust henni og veit ég að þar hefir hún safnað fjársjóð, sem að fylgir henni yfir landa- mærin. Hún iifði í kærleiksríku sam- bandi við systkini sín og skyld- menni, sem reyndust henni hjáipfús og vinveitt, þegar kraft- ar hennar fóru að þverra. Hún skyldi aldrei við Sigríði, dóttur sína, og voru þær saman til hinztu stundar. Ég bið guð að blessa minningu þessarar góðu konu og þakka henni langa og trygga vináttu. Viktoría Bjarnadóttir. FRANSKI fræðimaðurinn Pierre Naert er var hér fyrir nokkrum' árum lektor við Háskólann, er nú 1 orðinn háskólakennari í Lundi. Fyrir nokkrum dögum barst bréf frá honum hingað, þar sem hann segir frá, að hann ásamt Tómasi Johannsson magister hafi nýlega stofnað sænskt-ís- lenzkt félag i Lundi. Var stofn- fundurinn haldinn á heimili próf. Lindquist og voru stofnendurnir 14, íslendingar og Svíar ásamt hinum franska kennara. Naert kemst m. a. svo að orði í bréf- inu: „Vonandi mun þetta styðja að því að vekja áhuga á íslandi og íslenzkri tungu meðal Svía. Ætlunin er að félagið stofni til námskeiða í íslenzku á þessu les- ári háskólans í Lundi. | Tómas Jóhannsson stundaði hér nám við Háskólann í fyrravetur með sænskum stjórnarstyrk. Hann er að semja ritgerð um íslenzka setningarfræði. Próf. Laíouche kynnir fsland SÍÐASTLIÐIÐ sumar kom hing- að til lands franski prófessorinn Robert Latouche, forseti heim- spekideildar Háskólans í Gren- oble. Nú eftir dvöl sína hér má prófessor Latouche teljast trygg- ur og einlægur íslandsvinur, því að við og við eru að berast fregm ir af kynningarstarfi hans á ís- landi meðal þjóðar hans. Aður hefur verið sagt frá athyglisverð- um greinum um ísland eftir pró- fessorinn, sem birtust í blaðinu Dauphine Liberé. Auk þess hef- ur hann flutt fyrirlestra um landið bæði á vegum háskólans í Grenoble og utan hans. í janúarmánuði s.l. flutti hann fyrirlestur í Vísindafélagi Isere- héraðs (Societe Scientifique de l’Isére) og 14. febrúar flutti hann háskólafyrirlestur um ísland. — Jafnframt sýndi hann skugga- myndir. Fyrirlestrar prófessors- ins hafa vakið athygii og verið vel sóttir. — HæstaréHardómur Framh. af bls. 5 jánssonar, að hann hafi viljað ráða kaupunum til lykta fyrir 4. júní. Honum var alls ekki skylt að veita viðtöku hinni innstæðu- lausu ávísun, sem Þorkell Sigurðs son vildi greiða honum að kvöldi hins 3. júní, og ósannað er, að Oddur hafi lofað að bíða Þorkels í húsinu nr. 35 við Holtsgötu þetta kvöid. Þorkell hafði því ekki innt af hendi sinn þátt í forsamningi aðilja, áður en Oddur lagði upp í för sína hinn 4. júní. Þá er og á það að líta, að erfiðleikar Þor- kels um öflun fjár og sérstaklega framboð hans á innstæðulausri ávísun máttu vekja Oddi ugg um það, hvernig af reiddi um síðari greiðslur úr hendi Þorkels, ef til kæmi. Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, tókust ekki fullngðarsamningar með aðiljum um liaup nefnds húss, og ber því að sjýkna Odd Kristjánsson af kröfifim Þorkels Sigurðssonar. Efijr þessum úrslitum þykir rétt, jað Þorkell greiði Oddi máls kostflað í héraði og fyrir Hæs'a- réttii. Hnefaleikamól Ármanns er í kvöld í KVÖLD kl. 8.30 hefst Hnefa- leikamót Ármanns að Háloga- landi. Keppt verður í 10 þyngd- arflokkum. Keppendur á mótinu eru m. a.: Léít-millivigt: Hörður S. Berg- mann „Vestra“ keppir við Sig- urð Jóhannsson, Ármanni. í veltivigt keppa þeir Sigurður Jónsson „Vestra“ við Björn Ey- þórsson Ármanni. í þungavigt keppa Karl A. Haraldsson ,,Vestra“ og Alfons Guðmundsson Ármanni og Arnar Jónsson „Vestra“ og Halldór Christiansen Ármanni. Sigurður G. Gunn- laugsson - Minníng SIGURÐUR Gunnar Gunn- | laugsson eða Gunni, eins og hann var kall- j aður af þeim sem þekktu hannn, fórst | með vélskipinu Eyfirðing við strendur Hjalt-' landseyja 11. _ febr. s. 1. Hann var fæddur á Dalvík 14. ágúst 1930. Foreldrar hans voru Sig- ríður Sigurðardóttir og Gunn- j laugur Sigfússqn trésmiður, sem þá voru búsett þar, en fluttust síðar til Rvíkur og eru nú búsett' á Brávallagötu 12 hér í bæ. Það er mikill og sár söknuður fyrir foreldra og systkini að horfa á bak svo góðum og ást- kærum syni og bróður, eftir svo skamma en gleðiríka samveru. Svo sár er sá söknuður, að engin orð fá hann bætt. Sjálfsagt hef- ur engum til hugar komið, þegar hann glaður og ánægður steig á skipsfjöl, að hann ætti ekki hing- að afturkvæmt. Ég sem þekkti Gunna heitinn svo vel, get tæp- ast trúað því ennþá, að hann sé horfinn sjónum okkar til æðri heima svo fyrirvaralaust. Stund- um er sagt að þeir sem guðirnir elski mest, þá taki þeir fyrst. — Það er því huggun að vita Gunna í öruggri höfn. Gunni heitinn var einstakt prúðmenni í allri framkomu, og sérstaklega vinsæll af öllum þeim er hann þekttu. Hann var óvenju skapgóður — tók öllu, sem að höndum bar með einstöku jafnaðargeði. Gunni var mjög duglegur við allt það er hann vann að, enda með afbrigðum lagtækur, svo allt virtist leika í höndum hans. Það er mikil eftir- sjón að slíkum mönnum, er þeir í blóma lífsins falla frá, einmitt þegar framtíðin blasir við þeim. Öllum þeim ástvinum, er nú syrgja Gunna látinn, vil ég færa mínar ynnilegustu samúðar- kveðjur, og bið þeim allrar bless- unar. Gunni, kæri vinur. Ég sendi þér mína hinztu kveðju og þakka þér fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Bj. H. rr Barnaleikrlfið „Litli Kláus og Stéri Kláus frumsýnl í dag í DAG frumsýnir Þjóðleikhúsið barnaleikritið „Litla Kláus og Stóra Kláus“, sem gert er eftir samnefndri sögu H. C. Ander- sens. Leikarar eru: Arndís Björns- dóttir, Gestur Pálsson, Hildur Kalman, Jón Aðils, Róbert Arn- finnsson, Valdimar Helgason, Bessi Bjarnason, Margrét Guð- mundsdóttir, Steinunn Bjarna- dóttir, Lúðvík Hjaltason og Soffía Karlsdóttir, sem syngur nokkrar vísur. — Hildur Kalman er leik- stjóri. Leikhúsið vandar mjög til þ_ss- arar sýningar fyrir yngstu leik- húsgestina. Næsta sýning verður n.k. sunnudag. Vil iaupa 3ja herb. íbúð helzt á hæð eð.a í risi. Ot- borgun 70—80 þúsund. Þeir, sem vildu sirlita þessu, leggi tilboð ásamt uppl. inn á afgr. Mbl., merkt „Hæð — 313“, fyrir hádegi á laugardag. Yíirdekkjum hnappa Yfirdekkjum hnappa. Höfum mikið úrval af nýjum tegund um og öllum staerðum. Verzlunin HOLT h.f. Skólavörðustig 22. Evatt dregur Breta í sérstakan dilk CANBERRA, 13. marz — Foringi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu, Herbert Evatt, gagnrýndi í dag gerðir stjórnarinnar, með því að hún dregur úr innflutningnum frá Bretlandi til að forðast greiðsluhalla við útlöndt Sagði Evatt, að ekki kæmi til mála, að láta sama gahga yfir Breta og aðrar þjóðir í þessum efnum, þar sem sambandið milli þjóðanna tveggja væri of náið til þess. Eíeflvíkingar! Islenzk kona, gift Bandarikja manni, óskar eftir litilli ibúð í Keflavík eða nágrenni. Al-' gjört reglufólk. Upplýsingar í húsi S. P. I. flugvellinum, sími 336 og eiimig i 6946 í Reykjavik. i y Armann fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. öryggisfæki fyrir olíukyndingar. Valdimar Helgason sem Stóri Kláus. — iiwwy. ....................... HEÐINN Dönsk hjón óska eftir og eldhúsi Upplýsingar í sima 1092. GÆFA FYLGIR trúlofunarhring unum frá SIGURÞÓR Hafnarstræti 4 — Sendir gegn póstkröfu — — Sendið ná- kvæmt mál — Markús: ANO NOW, i.ADl£S ANO GEHTL£Al£N. THE JUNIOR SREEO fíOAT RACc J ALL ENTRÍ.NTS PLEA5E A55E/MC(5 AT TN'E DOCK/ BOV5, THIS IS youR COURSE.... you ARE TO TAKE ALL JUA1PS, AND MAKE YOUR TURN BACK AT THE Buoy JU5T THI5 SiDE OP SHELL Eftir Ed Doii. IP ANYONE GET5 IN TRCUBLE, STAY T yOU TVVO WONDER BOyS GET \ P'JT, AND WE'LL SEND A LAUNCH GOIN&/ T'U WAIT AT TWF FOR YOU...GO TO YOUR BOAT5 I FINISH AFTSR WEIGHING/ 1) Og nú herrar mínir og frúr. Nú hefst vélbátakeppni drengja. Allir þátttakendur í keppninni eiga að koma niður að bryggju. 2) Hérna sjáið þið leiðina scm *',* * fðj. þið eigið ao fara, piltar mínir. Þið verðið að hoppa yfir. allar grindurnar. Shúa'Við Fijú'þés^f^ bauju fyrir utan 'Skeljaeyju. 3) — Ef vélin bilar hjá ein- hverjum ykkar, eða einhver önn- ur vandræði koma fyrir, þá skul- uð þið aðeins halda kyrru fyrir, því að við sendum þá eftir ykk- ur. 4) t- Jæja hetjurnar. Þá farið þið að komast af stað. Munið að ég bíð ykkar við markið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.