Morgunblaðið - 22.03.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1952, Blaðsíða 12
Yeiurutli! i dag: SV-kaldi, él en bjart á milli. Lundiinabréf er á b!s. 7. Yiimufatagerðin hefur gert fram- leiðslu sína samkeppnisfæra A 20 ára starhafmæii m þessar mundir UM ÞESSAR mundir eru liðin 20 ár frá stofnun Vinnufatagerðar fslands, sem nú rnun vafalítið vera ein allra fullkomnasta verk- emiðja landsins hvað snertir vélakost og skipulag á starfseminr.i. Vinna rúmlega 90 manns við framleiðslu á vinnufatnaði, skjól- flíkum, skyrtum ýmisskonar og vinnuvettlingum á rúmlega 2000 fermetra gólffleti. í gær bauð Sveinn Valfells^ blaðamönnum að kynnast starfs- sögu þessa fyrirtækis og fram- leiðsluháttum og var hin veglega verksmiðja Vinnufatagerðarinnar við Stórholt, skoðuð. VÉLAR TIL ALLS Það má segja að vél sé til allra hluta við framleiðslu Vinnufata- gerðarinnar, nema þar sem skinn in í skjólflíkurnar eru sniðin, — það verður að vinnast í höndun- um. Vélar þessar eru af full- komnustu gerð og flestar nýleg- ar. Þar er þó ein, sem verið hefur í notkun frá fyrstu tíð. Það er véi sem setur „patenthnappa" á vinnufötin. Allt er þar unnið í ákvæðisvinnu. FLÍBBINN í 10 VÉLUM Við ýmsa þætti framleiðslunn- ar þarf margar og margbrotnar vélar. Hvergi er þetta þó eins áberandi og við framleiðslu á skyrtuflibbum. Aður en flibbinn er saumaður á, þarf hann að fara gegnum 10 mismunandi vél- ar. TJM 30 SAUMASTÚLKUR Var fróðiegt mjög að sjá unnið í hinum fjölmörgu vélum, af um 80 þaulæfðum saumastúlkum, en hér er um fjöidaframleiðslu að Tseða. Af sumum flíkunum barf að gera 16 mismunandi stærðir. • HÉRLENDIS OG ERLENDIS Hundruð kaupmanna og kaup- féiaga um Iand allt hafa fram- leiðslu Vinnufatagerðarinnar á boðstólum. Út um heim hafa bæði skjólflíkur hennar og vinnuföt sézt. — Islenzkir r.ámsmenn t. <!. á Norðurlöndum hafa vakið at- hygli manna á úlpunum, svo að allmargar úlpur hafa verið seld- ar í Danmörku nú upp á síð- kastið. Vinnuföt hafa sézt allt suður í Þýzkalandi. Sjómenn sem hingað koma á erlendum skip- um, kaupa talsvert af vinnuföt- ■ um hér. í kvöld minnist Vinnufatagerð- in afmælis síns með því að bjóða starfsfólki sínu öllu til veiziu. EKKERT MATARHLÉ Vinnufatagerðin er eitt þeirra fáu fyrirtækja sem tekið hefur upp það fyrirkomulag, að fólk fer ekki í hádegismat, heldur hef ur með sér skrínukost og borðar hann í kaffistofunni. Vinnu lýkur þar daglega 20 mín. fyrir fimm og aldrei unnið lengur en til há- degis á laugardögum. Undanfarið hefur starfsfólki verksmiðjunnar farið fjölgandi, þar eð með hinu aukna frjálsræði í ötlum viðskiptum, hefur verið hægt að flytja inn nægilegt efni og það hefur komið á daginn að framleiðsla Vinnufatagerðarinn- ar er fyllilega sambærileg á við það bezta bæði í Evrópu og Ameríku, bæði hvað verð og gæði snertir. Hefur ekkert af vinnufötum eða kuldaúlpum ver- ið flutt inn erlendis frá. STOFNAÐ EFTIR TVEGGJA ÁRA UNDIRBÚNING Sveinn Vaifells, framkvæmda- stjóri, skýrði blaðamönnum frá starfsemi verksmiðjunnar og komst hann m. a. svo að orði Vinnufatagerð íslands h.f. tók til starfa í marzmánuði 1932, fyr- ir réttum tuttugu árum. Undir- búningur að fyrirtækinu hafði að vísu farið fram um tveggja ára skeið, athugun á fullkomnustu verksmiðjum hliðstæðrar tegund ar í ýmsum löndum Evrópu, skipulagningu á vinnuaðferðum og val á fullkomnustu vélum. Notkun vinnufatnaðar hafði flutzt til nokkurra Evrópulanda eftir fyrri heimsstyrjöld og fyrst og fremst náð útbreiðslu meðal sjómanna. Fáeinar þjóðir höfðu þó hafið framleiðslu á þessum fatnaði eft- ir amerískum fyrirmyndum og stóðu frændur vorir, Norðmenn, þar langsamlega fremstir. Var nær allur sá vinnufatnaður, sem Islendingar þá notuðu, fluttur inn frá Noregi. Er forvígismenn um stofnun þessa fyrirtækis leituðu fyrir sér um stofnfé og rekstrarfé hjá ýmsum málsmetandi aðilum og lánastofnunum, töldu flestir slíkt fyrirtæki algjöra fjarstæðu og vonlaust að það gæti staðizt fjár- hagslega í samkeppninni við er- lendan iðnað. Verksmiðjan hefur verið svo lánsöm, að hafa margt af áhuga- sömu starfsfólki, sem með þrot- lausri baráttu hefur keppt að því að vanda framleiðsluna. A þessum tuttugu árum hefir verksmiðjan unnið úr dúk, sem ná mundi frá Islandi vestur í miðja Ameríku, og tvinninn, sem notaður hefur verið myndi ná til tunglsins eða um 300.000 km. Frá upphafi hefur forráðamönn um fyrirtækisins skilizt, aðLgrund völlurinn að framtíðarvelferð hvers atvinnufyrirtækis, væri að leitazt við að fullnægja sem bezt þörfum þjóðfélagsins á sínu sviði með sem vandaðastri framleiðslu og svo lágu verði sem kostur er á. Til þess að iðnaðurinn geti rækt sitt hagræna hlutverk í atvinnu- lífi þjóðarinnar þarfnast hann sanngirni og skilnings. Iðnaðartækni og verkþekking getur aðeins verið eignamegin hjá þjóðinni, en aldrei byrði. Það er vanþekking ein, sem er þjóð- inni bvrði. Reynt hefur verið að búa verk- smiðjuna sem bezt úr garði til að mæta framtíðinni bæði hvað við- víkur vélakosti, húsnæði og öðr- um aðbúnaði". í VERKSMIÐJUNNI Að lokum var verksmiðjubygg ingin skoðuð. Húsið er útbúið algjörlega sjálfvirku lofthitunar- kerfi, sem kveikir upp með klukkurofa á morgnana svo húsið er hæfilega heitt, þegar komið er til vinnu. Það er hitastillir í hverjum ein- stökum vinnusal, er lokar fyrir hitann, þá náð er hinu óskaða hitastigi og fyrirbyggir nauðsyn- lega eyðslu og óþægindi af of- hitun t. d. í sterku sólskini. Tal- og músikkerfi er um allt húsið. I þakhæð er komið fyrir mat- skála og eldhúsi fyrir starfsfólk ásamt vistlegum setstofum. Starfsfólkið hefir með sér skemmtifélagsskap og hefir það þessi salarkynni til ókeypis af- nota fyrir fúndí sína og félags- skemmtanir. Ismay Ismay lávarður fyrrum samveldis málaráðherra í stjórn Churchills hefur sem kunnugt er verið skip- aður fyrsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. L.Í.Ú. lýsir ánægju sinni með siækkun landhelginnar Á FUNDI stjórnar LÍÚ 20. þ. m. var samþykkt svohljóðandi á- lyktun: „Stjórn LÍÚ fagnar útgáfu reglugerðar þeirrar um vernd- un fiskimiða umhverfis ísland, er atvinnumálaráðherra gaf út 19. þ. m. Telur stjórnin, að til eyðing- ar fiskimiðanna hafi horft, ef þessar ráðstafanir hefðu ekki vcrið gerðar. Landssambandið þakkar nú- verandi og fyrrverandi ríkis- stjórnum fyrir örugga forustu í þcssu máli og einnig öðrum, sem lagt hafa málinu lið. Næst lýðveldisstofnuninni tel- ur Landssambandið rýmkun landhelginnar merkasta málið, er íslenzk stjórnarvöld hafa fjall- að um á síðustu áratugum og treystir Landssambandið því, að nú verði firðir og flóar Iandsins vegna hinnar rýmkuðu land- helgi sá griðastaður fyrir upp- vaxandi fisk ,sem lífsnauðsynlegt er fyrir landsmenn al)a.“ Maður beit mann. MÍLANÓ — Drykkjurútur, sem taldi sig vera hund, beit nýlega mann í Mílanó, segir blaðið La Stampa. Sá ölvaði var að leita að ætisveppum, þegar hann lenti á fórnarlambinu. Kjör forseta Islands fer fram 29. júiu n.k. Framboðsfresfur úfrunninn fimm vskum fyrir kjördag FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ auglýsti í gær, að kjör forseta Islanda skuli fram fara sunnudaginn 29. júní n. k. Framboðum til forseta* kjörs skal skilað í hendur dómsmáiaráðuneytinu eigi síðar en fimra vikum fyrir kjördag, Þeim skal fylgja samþykki forsetaefnis, ásamft nægilegri tölu meðmælenda og vottorðum yfirkjörstjórnar um að þeir séu á kjörskrá. For-setaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna og mest 3000, er skiptist þannig eftir landsfjórðung'um: Úr Sunnlendingafjórðungi (V- Skaftafeijssýslu — Borgarfjarðar sýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 920 meðmælendur, en mest 1.835. Úr Vestfirðingafjórðungi (Mýra sýslu — Strandasýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 180 með- mælendur, en mest 365. Úr Norðiendingafjórðungi (V- Húnavatnssýslu — S-Þingeyjar- sýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst 280 meðmælendur, en mest 560. Úr Austfirðingafjórðungi (N- Þingeyjarsýslu — Austur-Skafta- fellssýslu, aS báðum meðtöldum',) séu minnst 120 meðmælendur, en mest 240._______________ | 100 keppendur í bruni í Skálafeili SKÍÐAMÓT Reykjavíkur helduí áfram í dag með keppni í brunj í öllum flokkum. Keopnin hefstl kl. 1 e. h. í Skálafeiii. Kepp- endur eru um 100 að tölu. Ferð- ir verða frá afgreiðslu skíðafé- laganna við Lækjargótu. Mótinu lýkur um næstu helgi með göngu- og stökkkeppni eq svigkeppnin iór fram í Jósefs- dal um síðustu helgi. , Lítill drengur beið bana í bílslysi í gærmorgun HAFNARFIRÐI — Um kl. 10,30 í gærmorgun varð þriggja árg drengur undir bíl á móts við húsið númer 29 við Öldugötu í Hafn-. arfirði og beið þegar bana. TILDRG SLYSSINS Tildrög slyssihs voru þau, að sorphreinsunarbíllinn G-482, stóð á móts við húsið nr. 29, við Öldu- götu og voru mörg ung börn fyrir aftan bílinn. Áður en bifreiðar- stjórinn færði bílinn til, fór hann út úr honum og rak börnin frá. Að því búnu fór hann aftur upp í bílinn og ók áfram til næsta húss, um 10 m vegalengd, og nam þar staðar. SÁU BARN LIGGJANDI ÁGÖTUNNI Þegar hreinsunarmennirnir komu aftur frá húsinu með ílát sín, sáu þeir, að bam lá á göt- unni, á þeim stað, sem bíllinn stóð áður. Barnið var þá liðið, og þótt ust þeir sjá, að það hefði orðið undir afturhjóli bifreiðarinnar. Litli drengurinn hét Agnar og var sonur hjónanna Sólveigar -------------------------------—4 Brynjólfsdóttur og Bjarna Ágústg sonar, Bröttukinn 11, í Hafnar- firði. Rannsókn í málinu var ekki afl fullu lokið, þegar blaðið átti tat við fulltrúa bæjarfógeta kl. 18,0Ci í gær. Lögreglan í Hafnarfirði biðuti aðstandendnr bama að brýna sent bezt fyrir þeim, að fara varlegsj í kringum bifreiðir, og hafa þa?i ekki að leik að hanga aftan í þeim^ eða afhafast nokkuð, sem slys get-« ur hlotizt af. —P, Tilraunum lokið. LUNDÚNUM — Lokið er fyrifl skömmu 9 mánaða tilraunumj með farþegaflug byrilvængjjj milli Lundúna og Birmingham, Brezka stjómin hefur hætt a?! styrkja slíkt farþegaflug að sinni. i Eldur kom upp í véla- rumi Sæbjargar í gær Var fijófi slökktur og skemmdir urðu lillar í GÆRDAG klukkan rúm- lega þrjú, kom upp eldur í vélarúmi björgunarskipsins „Sæbjargar“, þar sem skipið lá við Ægisgarð. Kviknaði í út frá rafmagni rétt við raf- alinn. Einn vélstjórinn var niðri í vélarúmi, er þetta gerðist og varð eldsins þegar var. Hann hóf strax slökkvistarf mcð þeim tækjum, sem þarna eru, en eldurinn var það magnaður, að honum tókst ekki að ráða niðurlög- um hans, þótt útbreiðsla hans yrði heft. Þegar slökkviliðið kom svo á vcttvang var eld- urinn fljótt slökktur. Tjón varð lítið, eða ekki annað en það, að vélarúmið sviðnaði nokkuð að innan. Fullvíst má telja, að hér hefði ' rðið um stórskemmd- ir al ‘ ræða og mikið tjón, ef eldsins hefði ekki orðið vart í upphafi, þar sem skammt er til olíunnar í vélarúminu. Vélstjórinn, sem var við vinnu niður í vélarúminu og eldsins varð var, ætlaði að fara upp eftir skamma stund til þcss að drekka kaffi, svo að hér skall hurð nærri hæl- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.