Morgunblaðið - 23.03.1952, Side 14

Morgunblaðið - 23.03.1952, Side 14
' 14 - Sunnudagur 23. marz 1952 Framhaldssagan 39 „Ég held að það hafi verið ein- hverjir strákar“, sagði Bessy. „Þeir hafa ekki ætlað neinum illt .... hafa verið að kasta steinum að gamni sínu og óvart hitt gluggann“. „Og hvaðan ættu þeir strákar að koma, ungfrú Petty? Engir slíkir strákar í Crestwood. Frá Bear River? Haldið þér að þeir hafi komið alla leið frá Bear River til að kasta steinum hérna? Það er nóg af steinum í Bear River og nóg af gluggum þar til að brjóta“. Morey leit hughreystandi til konu sinnar, sem sat hinum meg- in í herberginu, við hliðina á Stoneman. Hvorugt þeirra hafði sagt orð síðan þau komu inn aft- ur. Það var ómögulegt að vita hvort frú Morey hefði einu sinni heyrt það, sem hafði verið sagt. „Jæja, enn sem komið er, get ég ekki annað gert en varað yð- ur _við, Morey“, sagði Wilcox. „Ég efast um það núna að frú Lacey hafi farizt af slysförum í eldinum. Önnur þjónustustúlka yðar hefur verið myrt, og í dag hefur einhver gert illgirnislega tilraun til að ráðast á aðra með- limi fjölskyldunnar. Allt hefur þetta skeð á tæpri viku. Hver getur það verið, sem hatar yður svo?“ Laura More stundi við. „Enginn“, sagði Morey. „Ég í mesta lagi sex manns í sjón hér í nágrenninu. Annað ekki“. „Frú Morey!“ , „Ég veit það ekki. Við verðum að koma okkur burt héðan. — Þetta getur ekki haidið þannig áfram. Við verðum að fara á morgun. Ég þoli þetta ekki leng ur“. „Þér getið fylgt henni rinn til herbergis hennar aftur“, sagði Wilcox við Morey. „En þér verð- ið að útskýra það fyrir henni, að hún getur ekki farið einmitt núna. Ekki fyrr en morð Flor- ence Simmons hefur ..verið upp- lýst“. Morey og kona hans fóru sam an út. „Jæja, það var víst ekkert fleira sem ég vildi sagt hafa“, sagði Wilcox. „Ykkur er frjálst að gera það sem ykkur sýníst, en er aðeins bannað að yfirgefa húsið. Stoneman, viljið þér biðja Morey að koma til mín á skrif- §tofuna í fyrramálið þegar hon- um hentar“. Að svo mæltu gekk Wilcox út. Morey kom inn aftúr og góða stund var þögn í herberginu. Það var Stoneman, sem rauf þögn- ina. „Hvílík hneisa. 'Ég ef'"hissa á því, Morey,-að þú skyldir lofa manninum að tala svona. Ásaka saklaust fólk fyrir að ráðast á börn.....Gruna mig .... ég var búinn að segja það að ég var að háfa fataskifti. East getur stað- fest það“. „Hvað átti ég að gera, Joe? — Fleygja honum' á dyr“, sagði Morey. „Ég er viss um að enginn grun- ar herra Stoneman“, sagði Bessy „Hann er ekki sú mann-tegund,- sem getur gerzt sek um slíkt“. „Heyrirðu þetta, Jóe? Þu þarft ekki að hafa áhyggjur". Perrin kom í dyrnar og spurði hvort hann ætti að bera fram kvöldverðinn. „Augnablik, Perrin", sagði Morey. „Ég er farinn að halda að grunurinn gæti fallið á mig. Mér líkar ekki, hvernig fólkið gýtur til mín augunum. Enda þótt það sé harla ósennilegt að nokkur maður læðist út í myrkrið til að ffffltj f! fia ffffff t'fi fffff uð þér segja að ég hefði haft tæki færi til þess?“ Perrin roðnaði. „Það er ekki rétt að leggja slíka spurningu fyrir hann‘, sagði Beulah. „Ég skal svara. Þér eruð eini maðurinn í húsinu sem gát- uð komist út til þess að gera það .... út um dyrnar, sem liggja út á svalirnar". Morey gapti af undrun. „En ég var í mesta sakleysi að blanda víni á könnu í bókaherberginu. Berrin, ég veit að þér heyrðuð til mín". ' „Nei“, sagði Perrin. „Þér eruð hjálplegur, eða hitt þó heldur", sagði Morey. „En ég verð að fyrirgefa. Ég heyrði þó til yðar í litla herberginu inn af borðstofunni og ég veit að þér gátuð ekki gert það. .... Vel á minnst, Cummings læknir segir að þér hafið farið rétt að við barnið. Hann hrósaði yður fyrir það“. „Ég þakka“. . ,„Nú skuluð þér fara og tína fram eitthvað handa okkur að borða. Cummings sagði að börn- in óettu að fá súpu og eitthvað léttmeti handa frú Moley og ung frú Petty“. Violet fór út ásamt Perrin og hin fóru til herbergja sinna. Beulah borðaði uppi með Bessy. Cummings læknir drakk kaffi með karlmönnunum í bóka herberginu. Að svo búnu fór hann. Stoneman fór að hátta klukkan tíu. Áður en hann læsti sig inni í herbergi sínu, borgaði hann Mark kaup fyrir hálfan mánuð. „Getur verið að ég þurfi að fara til New York í nokkra daga“, sagði hann. „Þér þurfið kannske á þeningum að halda fyrir jólin“. „Hvað segir Wilcox við því að þér farið?“ „Ég tala við hann .... en ég ætla að biðja yður að segja eng- <um frá áformi mínp. Eg kæri mig ekki um það. .... Ég fer aðeins í einka erindum“. „Þér látið mig þá hafa verkefni áður en þér farið“, sagði Mark. „Já“, sagði Stoneman og brosti íbygginn. 9. KAFLI. Þegar Beulah kom niður næsta morgun, voru þrír óhreinir disk- ar á borðinu og hún dró þá álykt- un að þrennt af heimilisfólkinu hefði þegar snætt. Auk þess lá þar bréf til hennar. Hún reif það upp. Það var frá Mark. Hann bað < hana að ráðstafa ekki deginum. I Heppilegast væri að hún sæti í j litla saumaherberginu og sæi. hverju fram yndi. Hún stakk bréfinu í svuntuvasa | sinn og tók til að borða. Hún hafði óþolandi höfuðverk, en lét það þó ekki aftra sér frá því að njóta matarins. Þegar hún hafði borðað nægju sína, tók hún sam- an diskana og bar þá fram í litlu lyftuna sem gekk niður í eldhús- ið. Um leið og hún opnaði hana, heyrði hún að einhver var að tala við Violet niðri í eldhúsinu. „Hann segir að varaliturinn sé svo undarlegur að lögun", heyrði hún að Violet sagði. „Hann er eyddur á annarri hliðinni, en venjulega eru þeir mjóir í end- ann“. Svo heyrði hún karlmannsrödd sem hvíslaði einhverju. „Hvar þá?“ spurði Violet. — „Áttu við lyftuna?“ Beulah snaraði sér hið skjót- asta aftur inn í borðstofuna og þaðan inn í bókaherbergið. Hvað hafði Violet átt við? Hver hafði átt þennan varalit? Því var henni ekki sagt þetta? Var það kannske einn af mönnum Wilcox sem hún hafði verið að tala við? Hún leit út um gluggann. Nei, þeir stóðu þarna allir fjórir. Þeir voru að tala saman og hún sá að þeir hlógu. Hún opnaði gluggann lítið eitt, en hún heyrði ekki hvað þeir voru að tala um. Henni gramdffet við sjálfa sig og alla aðra. Eng- inn hagaði sér eins og hún vildi. 0 * ARNALESBQJf 1 jXLov£imtíaBsins 41 ÆVINTÝRI MíKKA V. Mmttsmména prÍBisessan Eftir Andrew Gladwyn 5 — Nei, það er é ghræddur um að ég viti ekki. Hver ertu? — Ég er Hunangsdögg prinsessa, sagði hún drembilega og hnykkti til höfðinu. Mikki reyndi að rifja það upp fyrir sér, en hann hafði aldrei heyrt hana nefnda fyrr. Telpan sá á andliti hans hvað hann hugsaði og hélt áfram: — Faðír minn er Ósmundur kóngur, þú hlýtur að hafa heyrt hann nefndan! — Ég er hræddur um ekki, sagði Mikki aftur. Sjáðu til, ég er ókunnur hér um slóðir. En auðvitað skal ég hjálpa þér ef ég get. Hvernig komst þú hingað? Hunangsdögg prinsessa ygldi sig. Höfum flutt skrifstofu okkar úr Hafnarstræti 19, í BANKA- STRÆTI 7, (u p p i) — (þar sem áður var Ráðningarstofa Reykj avíkurbæj ar). NÝJA FASTEIGNASALAN Bankastræti 7. 7 * n f *»■* *ef* ? %■ MORGUNB^AÐIB - ■ — —----------- . , ” Oó Lup Íö t u. r allra, plötur M.A.-kvartettsins, nýkomnar. Pantanir sækist í þessari viku, annars seldar cðrum. Heildsölubirgðir: i^ninióíióóon & J(u rynf I <; ' I í : J Reykjavík — Akurcyri vcLran REYNIÐ VIÐSKIPTIN! SENDIBÍLASTÖÐIN ÞÓR — SÍMI 81148 EFTIi? HILDU LAU/RENCE «. H1 jóðf æra verzlun Sigráðar Helgadóitur Sími 1815 i i ■ - -g Ilcubrigður, hamingjusamur fullur af fjöri. Það er ekki að undra, því að hann borðar NESTLE S BARNA- M J Ö L á hverjum degi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.