Morgunblaðið - 01.04.1952, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. apríl 1952
II
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
Fátt er svo með öllu ilit
• • •
HINN 30. marz árið 1949 sam-
þykkti Alþingi með atkvæðum
flestra þingmanna lýðræðisflokk
anna aðild íslands að varnarsam-
tökum vestrænna lýðræðisríkja,
Atlantshafsbandalaginu. Komm-
únistar mótmæltu því í nafni
,,þjóðarinnar“ og efndu til árása
á löggjafarsamkomuna. Rúður
Alþingishússins voru brotnar
með hraungrjóti úr fótstalli Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli, lög-
gæzlumenn stórslasaðir og fleiri
hermdarverk unnin.
Allt þetta sögðust kommúnist-
ar gera fyrir hönd „þjóðarinn-
ar“!H!
En síðar á þessu sama ári fóru
fram almennar þingkosningar.
Kommúnistar gerðu þátt íslands
í Atlantshafsbandalaginu að aðal-
kosningamáli sínu. Niðurstaða
kosninganna varð hins vegar sú,
að lýðræðisflokkarnir, sem sam-
þykkt höfðu þessa ráðstöfun
hlutu rúmlega 80% af kjörfylgi
en grjótkastsliðið innan við 20%.
Það varð þannig Ijóst, sem áður
var að vísu vitað, að það var
aðeins „þjóðin frá Þórsgötu 1“,
sem var andvíg þátttöku Islands
í varnarsamtökum vestrænna
lýðræðisþjóða. Það var aðeins
hún, sem stóð að grjótkastinu í
þinghúsið.
Þrátt fyrir þessar augljósu
staðreyndir halda kommúnistar
áfram að þrástagast á þeirri
firru, að íslenzka þjóðin hafi átt
einhvern þátt í skrílslátunum og
hermdarverkunum 30. marz árið
1949.
Það, sem gerðist þennan dag
fyrir þremur 'árum við Aust-
urvöll með upreisnartilraun
kommúnista, sem að vísu fór
hrapalega út um þúfur, var að
einu leyti nytsamlegt. Islend-
ingar kynntust kommúnistum
og starfsaðferðum þeirra bet-
ur en áður. „Sameiningarflokk
ur alþýðu, sósíalistaflokkur-
■inn“ hafði reynt að telja þjóð-
inni trú um, að hann væri lýð-
ræðissinnaður sósíalistaflokk-
ur. Allt ofbeldi væri honum
fjarri skapi.
Grjótkastsliðið afhjúpaði
þessa höfuðblekkingu eins
rækilega og á varð kosið. Lög-
Iega kjörið Alþingi samþykkti
með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða ákveðnar ráðstafanir
til verndar öryggi og sjálf-
stæði landsins. Þá gripu komm
únistar til þess að úrræðis að
láta grjótið greiða atkvæði.
Með því átti að tryggja þeim
þau áhrif, sem kjósendur
landsins höfðu neitað þeim
um. Ofbeldið átti með öðrum
orðum að koma í stað laga og
réttar.
Afstaða kommúnistar til þess-
ara hyrningasteina hins íslenzka
þjóðfélags kom svo ennþá greini-
legar í ljós þegar felldir höfðu
verið dómar yfir ofbeldisseggj-
unum, sem reyndu að hindra
störf Alþingis með grjótkasti og
skrílsæði. Þá voru þessir upp-
hlaupsmenn kallaðir „ættjarðar-
vinir“ og hinir „einu sönnu fslend
ingar“. Enn þann dag í dag hæla
kommúnistar þessum pörupiltum
og friðarspillum fyrir „dáðir“
þeirra hinn 30. marz. Jafnframt
er refsidómum þeirra fyrir af-
giöp sín jafnað við réttarmorð!!
Þannig ppinberar fimmtaher-
deildin á íslandi innræti sitt og •
afstöðu til lýðræðis og réttar-
reelna vestrænna menningar-
þjóoa.
i Þeir íslendingar, sem gleypa
þá flugu að þessi flokkur eigi
. eitthvað skylt við lýðræðissinnað
! an sósíalisma eru sannarlega eitt-
hvað bilaðir í kollinum.
Sannleikurinn er auðvitað sá,
að ekki einn einasti heilvita mað-
ur getur gengið þess dulinn, að
■ „Sameiningarflokkur alþýðu,
, sósíalistaflokkurinn" er eins
hreinræktaður kommúnistaflokk
ur og ofbeldisldíka og hugsast
getur. í þeim flokki eiga engir
aðrir heima en þeir, sem sagt
hafa lýðræði og almennum mann
réttindum stríð á hendur.
Þessi staðreynd verður
fslendingum æ ljósari. Eiga
ofbeldisverkin frá 30. marz
sinn ríka þátt í því. Sannast
því enn hið fornkveðna að fátt
er svo með öllu illt að ekki
boði nokkuð gott.
Slraumur og skjálfii.
FYRIR skömmu voru hinar vænt
anlegu aukakosningar á ísafirði
gerðar lítillega að umræðuefni
hér í blaðinu í mjög hóflegri og
áreitnislítilli forystugrein. Voru
rekin úrslit þriggja síðustu kosn-
inga í bænum, sem sýndu mjög
vaxandi fylgi j álf stæðisf lokks'-
ins. Ennfremur var á það bent,
að Isfirðingum bæri brýn nauð-
syn til þróttmeiri forystu um
hagsmunamál sín en minnsti
stjórnmálaflokur þjóðarinnar
gæti veitt þeim.
Þá var og vakin athygli á
þeirri staðreynd, sem allir ís-
firðingar a.m.k. þekkja, að þau
6 ár, sem Sjálfstæðismenn höfðu
forystu bæjarmála á ísafirði, var
rösklegar unnið að margháttuð-
um umbótum í bænum, þrátt fyr-
ir mjög erfitt árferði, en nokkru
sinni fyrr.
Þessi áreitnislausa grein hefur
valdið AB-mönnum gífurlegum
trugatitringi. Hver rosagreinin á
fætur annari birtist í blaði þeirra.
Runu af ókvæðisorðum er hellt
yfir einstaka Sjálfstæðismenn,
sem haft hafa afskipti af stjórn-
málum vestra og barizt fyrir hags
munamálum ísfirðinga og ann-
ara Vestfirðinga.
Skárri -er það nú æsingurinn.
Það er rétt eins og AB-höllin við
Hverfisgötu sé altekin af ein-
hverjum annarlegum straum og
skjálfta!! Er pínu litli flokkur-
inn svona hræddur við dóm fólks
ins á ísafirði, að hann þurfi að
ganga úr mannlegum ham jafn-
skjótt og minnzt er á þessa auka-
kosningu? Það er engu líkara en
svo sé.
En staðreyndirnar breytast
ekkert við allan þennan
skjálfta. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur verið að vinna á á
ísafirði en Alþýðuflokkurinn
að tapa. ísfirðingar þurfa á
margvíslegum framkvæmdum
að halda og stærsti og þrótt-
mesti flokkur þjóðarinnar er
líklegri til þess að tryggja
þeim þær en minnsti og á-
hrifalausasti flokkurinn.
Það getur verið að menn-
irnir í AB-höllinni við Hverf-
isgötu skilji ekki þetta. En
Ísíirðingar skilja það og það
er alveg nóg.
Svo mega AB-menn fást við
straum sinn og skjálfta í næði.
Fjórsjóðir laldir á förðn:
Verður biksfeiura dýrmæf
úff Euf ningsvara ?
NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG ís-
lands hélt fund í fyrstu kennslu-
stofu Háskólans í gærkveldi kl.
21, og var það fundarefni, að
Tómas Tryggvason, jarðfræðing-
ur, sagði frá leit sinni að dýr-
mætum jarðefnum á Austur-
landi. Einnig sýndi fyrirlesarinn
skuggamyndir frá ferðalögum sín
um fyrir austan, landslagi þar
og jarðmyndunum. Var erindið
allt hið fróðlegasta og gafst fund-
armönnum færi á að sjá sýnis- í
horn ýmsra þeirra bergtegunda,1
er Tómas hafði safnað, nafn-
greint og flokkað.
SAGA JARÐEFNA-
VINNSLUNNAR
í upphafi erindis síns rakti
Tómas í stórum dráttum sögu |
jarðefnavinnslu á íslandi frá því '
að landið var numið, eins og hún '
finnst greinilegust í skráðum
heimildum, svo sem fornsögun-1
um og landnámu. Hugtakið „not-!
hæf jarðefni" kvað hann nokkuð
teygjanlegt vera. Jafnvel mætti
hafa það um gróðurmoldina,1
vatnið, sem notað væri til orku- í
myndunar, og að síðustu grjótið,
sem notað væri til margvíslegrar
mannvirkjagerðar. Árlega væri
notað hérlendis ca 3—400 þús. 1
lestir af sandi og steinefnum. |
Einnig rynnu árlega 600 sekúndu- ^
lítrar af heitu vatni úr öllum;
borholum á landinu, samkvæmt
upplýsingum frá Gunnari Böðv-
arssyni, verkfr., en það jafn-
gildir 20 millj. lesta af heitu
vatni. Eitthvað um helmingur
alls þessa vatnsmagns er nýttur,
en samanlagt jafngildir það 70
þús. lestum af steinkolum.
Járnvinnsla mun vera um 2000
ára gömul iðngrein, og hérlendis
hefir hún verið tíðkuð, rauða-
blástur svonefndur úr mýrar-'
rauða, frá öndverðu, samkvæmt
frásögnum Landnámu, Eglu og
Grettlu. Vinnsluaðferð þessi
hætti á 15 öld en þá tók svo-
kallað Ásmundarjárn, þýzkt að
uppruna, að flytjast hingað til
lands. Á þessari öld munu ein
eða tvær tilraunir hafa verið
gerðar til þess að vinna járn
úr jörðu á Vestfjörðum, en þær
hafa ekki gefið góða raun, þar
sem járnmagnið mun alls staðar
hér á landi vera af svo skornum
skammti, að ekki mun borga sig
að vinna það.
Brennisteinn var fyrr á öldum
unninn hér í mjög rikum mæli, og
finnst hann einkum norður við
Mývatn í Reykjahlíðarnámum,
Þeistareykjanámum og, Fremri-
námum. Einnig eru auðugar
brennisteinsnámur að finna í
Krýsuvík sem kunnugt er. Von-
ir standa nú til, að hægt sé að
auka vinnsluhæft brennisteins-
magn með borunum, og þá á
þeim stöðum, þar sem auðveld-
ast væri um afsetningarmögu-
leika hans. .
AUÐUGASTA SILFUR-
BERGSNÁMA í HEIMI
Silfurbergsnáman í Helgustaða
fjalli við Reyðarfjörð mun vera
auðugasta náma sinnar tegund-
ar sem þekkt er, og hvergi jafn
hreint silfurberg sem þar í jörðu.
Hún ætti því raunar að vera
Mekka allra steina- og jarðfræð-
inga. Þar sem hún er eina nám-
an, þar sem tært silfurberg
finnst, hefir hún reynzt mjög
mikilvæg fyrir allar bergrann-
sóknir, silfurbergið hefir verið
notað í sjóngler ýmiskonar rann- j
sóknartækja, steinafræðilegar I
mikróskopir o. s. frv. og allt til j
þessa dags hefir mönnum ekki,
tekizt að framleiða prisma, sem ■
taki fram silfurberginu frá Reyð- j
arfirði. Sökum þessa hefir verð j
þess verið hátt og eru nú allar
horfur á að vinnsla verði aftur i
hafin í námunni af fullum krafti,
en hún hefir nú legið niðri um
skeið. . j
Ýmsir málmar finnast í tertier-
jarðlögum í elztu héruðum lands-!
Frá fundi Náftúruíræðiféiagsins í gærkvöidi
ins, einkum innan um gabbró og
granítlög. Einatt komast þannig
nýjar sögur á kreik um málm-
fundi, sem fæstar reynast þó á
rökum byggðar og var einhver
hin nýjasta þeirra um gull í
Drápuhlíðarfjalli. í fyrravetur
heyrðist og um þýzkt milljóna-
félag, sem hefði hug á að vinna
hér járn úr blágrýti.
BIKSTEIN SR ANN SÓKNIR
Haustið 1947 bárust hingað til
lands fyrirspurnir frá bandarísk-
um fyrirtækjum, þar sem ' þau
grennsluðust eftir því, hvort hér
væri fáanlegur svönefndur bik-
steinn eða perlusteinn. Jarðefni
þetta er einkum mikið notað fyr-
ir vestan til einangrunar, en til
þess er það einkar vel náttúrað
sökum þennslumáttar þess við
hitabreytingar. Það finnst í all-
stórum stíl 1 Vesturríkjunum, en
flutningskostnaður þess til hinn-
ar þéttbýlu austurstrandar orsak
aði fyrirspurnir um efnið hér-
lendis og í öðrum nálægum eld-
fjallalöndum.
Hér á landi hafði biksteinn áð-
ur fundist sem þunnar rendur í
liósgrýti, en menn vissu yfirleitt
heldur lítið um steintegund þessa
svo fátt var um svör fyrst í stað.
Rannsóknir voru því fljótt hafn-
ar og sumarið 1948 fékkst til þess
fjárveiting frá ríkissjóði. En ein-
mitt þá bentu þeir Andrés
Andrésson og sonur hans á, að
bóndinn í Stakkahlíð í Loðmund-
arfirði austur, teldi land sitt mjög
málmauðugt, þá helzt af bik-
steini. Voru rannsóknir þegar í
stað hafnar austur þar og fannst
geysimikið magn af biksteini í
fjallinu rétt fyrir ofan bæinn.
i
VERÐMÆT
ÚTFLUTNINGSVARA?
Vinnsla hefir þó enn ekki ver-
ið hafin þar svo nokkru nemi, og
stafar það í fyrsta lagi af því hve
erfitt er þar um höfn og útskip-
un og einnig af því, að steinninn
er tiltöluleea ódýr og þolir ekki
mikinn áfallinn kostnað við
vinnslu eða flutninga. Einkum
væri það hagkvæmt mjög, ef
unnt væri að finna fleiri notasvið
hans en þetta eitt, og hafa farið
fram rannsóknir í því skyni hér
við Atvinnudeild Háskólans.
Standa allar vonir til þess, að
hægt verði að nota bikstein
einnig til postulínsgerðar, eri efna
samsetning hans er einkum feld-
spat og kvarz, sem eru mjög not-
uð efni við þann iðnað. Myndu
Framh. á bls. 12.
Velvakandi skrifar:
ÚR DAG&EGA' MWIWW
Hljópstu apríl?
LÍKLEGA ertu búinn að hlauþa
apríl, þegar þú lest þessar
línur, en þó að þú hafir ekki
munað eftir aprílhlaupinu, þá
gætirðu ef til vill enn snúið á
kunningja þinn.
Ekki er kunnugt um, hvers
vegna menn hafa tekið upp á
þessum fjára að láta menn hlaupa
apríl, en líklega er gabbið komið
upp í Frakklandi á 16. öld.
Aprílglópar eru þeir kallaðir,
sem látnir eru hlaupa apríl.
Viltu ekki fósturbarn?
ÞAÐ eru margir kettir í þessum
bæ, sem hvergi eiga heima
nema á götunni. Þeir lifa á snöp-
um, sumir geta ef til vill hallað
sér einhvers staðar inni, en það
er þó alveg undir hælinn lagt,
hvort þeir eiga nokkurra slíkra
kosta völ.
Skelfing eru þessi vegalausu
kvikindi oft aumkunarverð, ráf-
andi úti að næturþeli, og kvein-
stafir þeirra eru ekki beint
skemmtilegir.
Ýmsir hafa tekið útileguketti í
fóstur, en líklega gætu fleiri haft
ánægju af ferfættu fósturbarni,
ef í það færi.
Brjóta, brjóta ■
AÐ undanförnu hafa óknytta-
strákar gamnað sér við að
brjóta rúður í mannlausu stór-
hýsi hér í bæ. Voru piitar ekki
seinir á séf, þegar vitnaðist, að
enginn byggi í húsinu í svip, en
brugðu sér á vettvang og létu
grjóthríðina dynja á húsinu,
smeygðu sér jafnvel inn um auð-
ar gluggatætturnar og gerðust
umsvifamiklir og heimaríkir.
En þetta er varla sérstakt til-
tökumál, því að pörupiltar hafa
unnið svipuð spjöll á tugum, ef
ekki hundruðum húsa í höfuð-
borginni.
Mannlaus hús í hættu
LL geymsluhús og birgða-
skemmur, sem eru ekki við
fjölfarnar götur, hafa fengið
svona lagaðar heimsóknir.
Farið að gömlu mjólkurstöð-
inni og gangið sjálf úr skugga
um, að það er miklu fljótlegra að
telja heilu rúðurnar en þær
brotnu. Þið megið annars alveg
ráða hvert þið farið. Veljið bara
eitthvert hús úr alfaraleið, og ef
enginn býr í kofanum eða
skemmunni, þá eru þar ekkí
heldur heilar rúður.
Þetta er ég ekki að minnast á,
af því að þið vitið það ekki, heid-
ur af því að þið vitið það, og
hafið jafnvel látið afskiptalaust,
þó að þið sæjuð skemmdarang-
ana að verki.
Keppni um minnsta
útsvar á nef
ÞAÐ þykir vel sloppið að eiga
til fæðis og skæðis, þegar bú-
ið er að sníða af kaupi manna í
útsvör, skatta og óteljandi gjöld,
sem almenningur er krafinn um.
Þó er ekki því að leyna, að
menn sleppa misvel af ýmsum á-
stæðum, meðal annars er álagið
breytilegt eftir hreppum.
Nú er það vénja að birta til-
kynningar um útsvör í ýmsum
kaupstöðum landsins, en væri
ekki rétt, að samkeppni hæfist
um, hvar væri lagt minnst á
menn? Þau ættu að hefja um það
grimmilega orrustu sveitar- og
bæjarfélögin, hvert gæti jafnað
minnstu niður á nef. Það gætí
orðið býsna gaman að sjá vinn-
ingaskrána eftir þá keppni.