Morgunblaðið - 18.04.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1952, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 18. apríl 1952 Framhaldssagan 57) Morey sat eins og steini lost- inn. „Getið þér sannað nokkuð uni Stoneman, eða eru þetta að- eins getgátur?" „Engar spurningar enn“, sagði Mark kuldalega. „Þið getið spurt seinna eða lesið skýrslu Wilcox . — Nú snúum við okkur aftur að úrklippunni. í henni stóðu engin nöfn og endin dagsetning, og það voru litlar líkur til þéss að hægt væri að komast að því hvaðan hún væri komin. En fyrir öryggissakir leituðum,við okkur upplýsinga .... reyndar leituð- um við upplýsinga á tveim stöð- um, Annar staðurinn var lítill bær á Florida. Hinn staðurinn var London. „Þessar fyrirleitanir báru góð- an árangur. Eg skal reyna að vera eins stuttorður og frekast er nnnt. Ég stiklaði aðeins á stóru. Ég vildi óska að ég þyrfti ekki að segja neitt, en því miður, nú er svo komið að állt verður að koma fvrir dagsins liós. S^gan byrjar á óhamingjusömu hjóna- bandi. Það var þó ekkert hneyksli í sambandi við það. Hjónin lýstu því aðeins yfir að |>au gætu ekki þolað návist hvors annars og konan tók barn sitt og flutti burt. Eiginmaðurinn hvarf líka af sjónarsviðinu. Eftir nokk- ur ár, hitti konan annan mann og felldi ást til hans. Hún sagði honum frá eiginmanni sínum og hún sagði honum líka að trúar sinnar vegna gæti hún ekki feng- ið skilnað. Já, skilnaður fékkst ekki, en þetta var fyrsta tækifærið henn- ar til þess að öðlazt hamingju og eftir mikla baráttu við samvizku sína ákvað hún að reyna þó að fá skilnað. En áður en kom til verulegra aðgerða, komust fyrir- ætlanir hennar í blöðin. Það eru að vísu getgátur mínar, en þann- ig hlýtur það að hafa veríð. Mað- urinn, sem hún ætlaði að giftast var áhrifamikill og velþekktur. Allt voru því fréttir, sem snertu hann. Nú hleyp ég yfir kafla Önnur hjónavígsla fór :cram. Barnið, sem hafði verið sent á heimavistarskóla, vissi ekkert. En móðirin og hinn nýi eigin- maður hennar ráðgerðu að sækja barnið. Þau ákváðu að sækja barnið þegar þau kæmu úr ferða- laginu, sem þau fóru í eftir brúð- kaupið. En ferðalagið varð langt. Eg veit jafnvel hvert þau fóru .... um Cornwall og Skotland. Sex mánuðum síðar voru þau á leið suður um Frakkland til þess að sækja barnið. Þau komu við i París. Konan fór í bankann, sem hún hafði viðskipti sín við, til að sækja póst sinn og þar með var lokið hamingjudögum henn- ar. I einu bréfinu var henni sagt að hún væri gift tveim mönnum". Andrúmsloftið í stofunni var orðið þrungið. Eldurínn var að deyja út í arninum og það var orðið andkalt. „Lítill, en andstyggilegur glæpur fyrir lítið fólk, sem end- ar með að viðkomandi verða sér til athlægis. En það var ekkert hlægiiegt í þessu tilfelli. Þvi að endirinn varð sá að þrjú mannslíf glötuðust. Og hvers vegna? Hvað skeði? Það er eitthvað athuga- vert í þessu máli. En hvað er það. Mér sýnist á ungfrú Pond, að hún hafi svar á reiðum hönd- um. Og ég get mér þess til að hún ætli að segja að allt hafi verið löglegt vegna þess að kon- an hafi verið búin að fá skilnað frá fyrra manni sínum. En 'það Voru ékki mín orð. Takið eftir. Það voru ekki mín orð. Ég sagði að hún hefði ákveðið að fá skiln- að, En lengra komst hún ekki. Hún áleit ekki að það væri.... ‘ Hann þagnaði og snéri sér hægt við. „Wilcox“, sagði hann. „Það er eitthvað að“. Wilcox starði á hann á móti. „Er nokkur hér í húsinu .. nokkur, sem á ekki að vera hér?“ Það var eins og færi titringur um alla, sem vöru viðstaddir. — Enginn hreyfði sig og allir urðu fölir. Mark heyrði sinn eigin and ardrátt og það fór hrollur um hann. Hann strauk höndunum yfir augun, eins og hann væri að bægja einhverju frá sér. „Ef til vill er bezt að ég hætti“, sagði hann. „Eitthveð er rangt. Mér líkar þetta ekki. Mér finnst einS og einhver....“ Hann leit á Amos áður en hann hélt áfram. „Ég trúi ekki á afturgöngur“, sagði hann, „en mér finnst ein- hver vera að reyna að komast hér inn. Ég verð að biðja ykkur að sitja hreyfingarlaus .... Mér þætti gaman að vita hvort hinir látnu geta snúið aftur .... ekki til að hefna sín eða ásaka, en að- eins til að sjá .. Það væri gamari að vita....“ Hann snéri sér aftur að Wilcox. „Hver opnaði gluggann þarna?“ Wilcox’ stakk höfðinu út á milli gluggatjaldanna. Þegar hann snéri sér við aftur, titraði hann frá hvirfli til ilja, en sagði ekk- ert. „Hvað er þetta?“ Mark steig fram og dró í t.ialdstrenginn. „Hvað er þetta?“, sagði hann aftur. „Það er engu líkara en þér hafið séð. .. .“ Hann dró glugga- tjöldin frá. Glugginn var galopinn og úti var dimmt og hvasst. Dauft blátt ljós sást yfir brúnina á pallinum fyrir utan. Það bærðist í vindin- um eins og lifandi vera. Þau horfðu á skelfdum augum með- an það nálgaðist, þangað til það var næstum komið inn. Það staðnæmdist áður en það kom inn um gluggann. í miðju ljósinu sáu þau glottandi andlit. Skerandi óp kvað við. Einhver rauk á fætur og hnífur þéyttist í gegn um loftið. Hópur manna kom inn um gluggann, og dyrn- ar fram í anddyrið. Amos kveikti Ijósin í loftinu. IBláa ljósið var horfið og snjó- karl úr gibsi lá í molum á gólf- inu. | Mennirnir stóðu í hálfhring við gluggann. Wilcox tók upp hand- járnin. „Því miður neyðist ég til að gera þetta, herra Morey“, sagði hann, en það var ekki á rödd hans að heyra að honum þætti fyrir því. | Mark snéri sér að Bessy og ^Beulah brosti við og benti á leif- arnar af styttunni, sem Tait- ^bræðurnir höfðu gert. „Þetta var ekki bara skripaleikur", sagði hann. „Frummyndin var fyrsta líkkista Stonemans". | Morey leit leiftarndi augum á Perrin, sem stóð við hliðina á frú Morey og studdi hana. | „Hver er þessi maður?“ hvæsti hann á milli samanbitinna var- anna. Mark varð fyrir svörum. „Hann er þekktur brezkur skurð^æknir. Fullu nafni heitir hann Geroge Edward Perrin Oliver, Og konan við hlið hans er eieinkona hans, eftir því, sem ég bezt fæ séð“. Morey hristi af sér mennina, sem stóðu sitt til hvorrar handar við hann og fleygði sér í áttin.g til mannsins, sem hafði verið þjónn á heimili hans. HAFNFIRÐIMGAfí—&EYKVIKINGAR SöiígSeikurinri AR.NALESBOK I Jjtlorgzmblaðsins 1 VI. ÆVINTYRI MIKKA Eyja drottningariitnar Eítir Andrew Gladwyn 1. MIKKI hélt nú ferð sinni áfram niður eftir ánni. Hann hafði róið sem ákafast allt frá því að hann skyldi við skútuna og hugðist því hvíla sig stundarkorn. Bátinn bar nú áfram með straumnum, og leið ekki á löngu þar til Mikki varð að hafa sig allan við að stjórna honum, því að nú var hann kominn í gríðarmikinn straum- Munaði minnstu að bátnum hvolfdi þegar hann beygði fyrir nes, sem skagaði út í ána. En það gekk þó slysalaust, sem betur fór, og dró nú óðfluga úr straumnum. Mikki fór nú að litast um, og sá hann þá eyju, sem var um einn kílómeter í burtu. Áin var breiðust á þessum stað, og var eyjan nákvæmlega í miðri ánni. — Þessi eyja var ekki mjög stór, en Mikki fékk þó mikinn áhuga á að kanna hana, þar sem hún virtist þakin skógi. — Þegar hann nálgaðist hana sá hann, að það var meira en skógur á henni. Um það bil á miðri eynni gnæfðu nokkrir steinturnar upp yfir trjátoppunum. Það var eins og þeir gætu tilheyrt kastala eða höll. Mikki setti nú árarnar út að nýju, og leið ekki á löngu þar til báturinn var kominn á fulla ferð. Hann ákvað nú að fresta förinni heim, þar til hann væri búinn að skoða eyna. Auðvitað myndi hann ekki dveljast þar lengi. Þegar Mikki nálgaðist eyna, tók hann árarnar inn og lét bátinn reka. Hann gat ekki séð-nein merki þess, að þarna væri nokkur lifandi vera. Skógurinn var mjög þéttur allt niður að ströndinni, og kastalinn sást ekki. En Mikki hefði orðið allundrandi, ef hann hefði haft hugmynd um, að nokkr- ir menn, sfem Voru á ströndiruii, fylgdust mjög gaumgæfilega með ferðum hans. I „Ævíntýri Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson, verður sýndur í Bæjarbíó, Hafnarfirði, laugardaginn 19. aþríl kl. 5 e. h. og sunnudaginn 20. apríl kl. 3 e. h. Aðgöngumiðasala í Bæjarbíó föstudag kl. 4—7, laugardag kl. 4—5 og sunnudag kl. 1—3 e. h. Sími 9184. UNGMENNAFÉLAGIÐ SKALLAGRÍMUR Borgarnesi. VETRARGARÐURINN VETRARGARÐURINN DAKSIEIKUR í KVÖLD KLUKKAN 9. Miðapantanir í sírna 6710 frá klukkan 8. Hljómsveit Baídurs Kristjánssonar. L. S. IÞROTTAVOLLURINN IÞROTTAVOLLURINN ÞAU FELOG innan Í.B.R., sem sækja vilja um æfingatíma á íþrótta- völlunum, sendi umsóknir til vallarstjóra fyrir mánudkv. Stjórn íþróttasvæðanna. hv'srjir það eru, vörui'. tutiiiiiiiiðiiiíMHiitiiMHMMiisiiiiiMiMHMM i........ sem MUM fægilögur. Fægir fljótt og vel og gerir hlutina gljáandi. MUM ræstiduft í pökkum. Notist til að skúra, hreinsa og fægja ganga, gólf, málma, ílát, hnífa, leir, vélar, glös, linoleum, baðker o. fl. MUM gljávax. Bónið góða er nú fáanlegt. Framleitt úr nýjum amerískum háglansandi efnum. MUM þvottaduft í lausri vigt. Er drjúgt og gott í allan þvott. Ódýrast í notkun. MUM er gott að muna. Hí. Efnagerð Reykjavíkur Sími 1755 Aðalfundur Rauða ECross Isfands verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði, laugar- daginn 24. maí kl. 14. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reykjavík, 17. apríl 1952. Stjórn R.K.Í. Þurrktiiif úvextir KOMA MEÐ NÆSTA SKIPI Lækkað verð Spyrjist fyrir um verð, áður en þér festið kaup annarsstaðar Góð aðstaða við innkaup vörunnar skapar lágt verð. Si(£. Jj Idlercj Lf. Morgunblaðið með morgunkafíinu i « J' t! V 1.(1 ■ . \ í. . f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.