Morgunblaðið - 19.04.1952, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. apríl 1952
Merkileg þýðing Jobsbókar
í hugum kristinna manna al-
mennt er Biblían, að vonum,
fyrst og fremst hið ódauðfega
trúarrit, óþrotleg uppspretta Hfs-
ins vatns, eilífra sanninda og
hinnar dýpstu speki. Hinu hætt-
ir mönnum til að s.jást yfir, að
Bitningin er jafn auðug að bók-
menntal'egri fegurð og snilld, að
skáldlegu lnigarflugi og djúpu
innsæi. Og fáar eða engar bækur
Biblíunnar jafnast að bókmennta
gildi og snilld við Jobsbók, enda
hafa öndvegisskáld víða um lönd
hlaðið hána slíku lofi, að þau
hafa vart getað fundið aðdáun
sinni hæfan orðabúning.
Það er þyí óneitánlega athygl-
isver.t, að nýkomin er út á vegum
Isafoldarprentsmiðju í Reykjavík
ný íslenzk þýðing af Jobsbók, og
hún i lmðum. eftir Ásgeir Magn-
\sson kennara frá Ægissíðu; er
þetta í fyrsta sinni, að íslenzkt
skáld hefur færzt í fang það
vandaverk að snúa þessari stór-
brotnu ljóðsögu í bundið mál.
Jafnframt er þó skylt að geta
þess, að sálmaskáldið séra Valdi-
mar Briem orti á sínum tíma
merkan trúarljóðaflokk út frá
Jobsbók (Ljé)<5 úr Jobsbók,
Winnipeg, 1908), og var kostnað-
armaður útgáfunnar sá mæti mað
ur, og einlægi vinur kirkju og
kristni, Halldór S. Bardal, fyrr-
um bóksali í Winnipeg.
En hverfum aftur að þýðingu
Ásgeirs Magnússonar, sem öll er
þannig úr garði gerð, að hún ber
fagurt vitni þeirri alúð, sem
hann hefur lagt við þetta vanda-
verk sitt. Hefur hann, eins og
heimildaskrá hans ber með sér,
kynnt sér hin ágætustu rit um
viðfangsefni sitt, erlend og ís-
lenzk, en til grundvallar þýðingu
sinni hefur hann lagt þýðingu
Jobsbókar í Endurskoðuðu ensku
Biblíuþýðingunni (The Uoli)
Bible, Revised Version, Oxford,
1895), en jafnframt haft nokkra
hliðsjón af hebreska textanum.
Einnig er prentuð í bókinni, les-
andanum til hægðarauka og sam-
anburðar, þýðing prófessors
Haralds Níelssonar úr íslenzku
Biblíunni frá 1912.
Ásgeir fylgir þýðingu sinni úr
hlaði með inngangsköflum um
stöðu Jobsbókar í bókmenntum
heimsins, viðfangsefni hennar,
endurgjaldskenninguna, efnis-
skipun Jobsbókar, aldur hennar
og höfund; síðan kemur þýðingin
sjálf, þvínæst ítarlegar skýring-
ar við Jobsbók, kaflar um ljóða-
hætti hennar og varðveizlu, og
að síðustu heimildaskrá og loka
orð, auk Jobsbókarþýðingarinn-
ar úr íslenzku Biblíunni, sem
fyrr getur. Allar eru skýringar
þýðanda, eða „Huganir“, eins og
hann nefnir þær, hinar greina-
beztu, fróðlegar, og geta því orð-
ið lesandanum til mikils skiln-
ingsauka, en margt er það í Jobs-
bók, sem skýringar er þörf, eigi
menn að njóta þess til fulls og
meta að verðleikum.
Að bókmenntagildi og ritsnilld
Jobsbókar hcfur þegar vikið ver-
ið, en henni er að verðugu skip-
að í flokk mestu meistaraverka
heimsbókmenntanna. Eigi skip-
ar hún óæðri sess, þegar litið er
á stórbrotið og sígilt viðfangs-
efni hennar, en það skilgreinir
Ásmundur prófessor Guðmunds-
son ágætlega í þessum orðum f
hinu prýðilega riti sínu, Inn-
ffangsfriefii Gamia teslamentisins
(Reykjavík, 1933) sem þýðandi
hefur tekið upp í inngangskafla
sinn um þetta grundvallaratriði:
„Jobsbók er framúrskarandi
meistaraverk bæði að efni og
formi og trúarreynshi ... Hún
lý.sir efasemdum og sálarstríði út
af raunum réttláts manns og
verður af máttug trúarsókn. Ráð-
gátan mikla sem barizl er við er
þessi: Hvernig fú þjúningar góós
og gubrækins manns samrýmzt
því að Guó sé réttlútur?“
Við þetta mikla vandamál hafa
hugsuðir og heimspekingar allra
alda og menningarþjóða verið að
glíma, og orðið sú gáta vandráð-
in. Svo fer Job einnig, þó að hon-
um skíni að síðustu við sjónum
bjart ljós nýrrar trúarvissu, þeg-
I ar glímu hans við Guð sinn lýk-
I ur, enda hcfur Job þá jafnframt
j tekizt að hrekja að fullu rök-
semdir vina sinna og rifið stoð-
irnar undan endurgjaldskenn-
ingu þeirra, þeirri kenningu, „að
synd sé orsök og undanfari allra
þjáninga“; jafnframt verður
hann málsvari jákvæðari lífs-
skoðunar, og eru þeirri hlið
málsins gerð glögg skil í eftirfar-
andi orðum þýðandans:
„En jákvætt efni ritsins er
einkum þetta:
1. Þjáning getur hent saklaus-
an mann til þess að rcyna
þrek hans og staðfestu.
2. Það er fávíslegt að líta svo
á, að helztu afskipti Drott-
ins af heiminum séu þau að
umbuna og refsa.
3. Þrátt fyrir fullyrðingu óvin-
arins um sjálfselsku manns-
ins, stenzt Job á sinn hátt
sína þungu raun og varðveit-
ir guðstrú sína allt til enda.
En hina sönnu lausn á við-
fangsefninu er að finna í fyllri
og æðri þekkingu á þeim Guði,
sem er skápari alheimsins — á
honum sem er höfundur hinnar
óendanlegu miklu og flóknu til-
veru, sem vér lifum í — tilveru
sem er allt í senn: stórbrotin og
margbrotin, undursamleg og ó-
skiijanleg mannlegri athugun og
mannlegri hugsun“.
Vissulega er það rétt, áð Jobs-
bók er drama í mörgum skiln-
ingi, að minnsta kosti er efnið
hádramatískt í eðli sínu, en þó cr
bókin, ef til vill, enn nær því að
vera hetjusaga í ljóðum; hitti
Prófessor John F. (jenung f)ví á-
eætlega í mark, er hann kallaði
Jobsbók „Hetjusögu hins innra
Hfs“ IThe Epic of the Inner
Life). Þvi að þar er. á hinn átak-
anlega ta og áhrifamesta hátt,
lýst hinu harðasta sálarstríði,
sögð harmsaga þjáningahlaðinn-
ar o" leitandi sálar. er finnnr að
'oknm frið og keruM í sá't við
Guð. Og svipað stríð er háð í
sáhim hugsandi og sannleiksleit-
andi manna on kvenna um alla
jörð á vorri öld. eigi síður en á
dögum Jobs; þess vegna eldist
raga hans aldrei; hún er ný með
hverri k nslóð.
Job hlýtur eigi neina fullnað-
ar lausn ráðgátu sinnar, en hann
hefur eignazt nýjan skilning á
mikilleik guðdómsins, er svalar
leitarþrá anda hans, og í sterkri
trúarvissu beygir hann sig í
friði og auðmýkt fyrir Guði, eins
og fram kemur ótvírætt í loka-
erindum meginmáls ljóðsögunn-
ar, er Job segir:
„Þú varst mér sögn, en sýn
síðar og undrun mín.
Því tek ég aftur orð,
iðrast og fell á storð,
eys á mitt úfið hár
ösku ... og felli tár."
Og hvað um þýðinguna sjálfa,
sem skiptir auðvitað mestu máli
í þessu sambandi? Skoðum hana
í Ijósi tilgangs þýðandans, scm
er þessi:
„Tilgangur með riti þessu er sá
að gera Jobsbók aðgengilega ís-
lenzkri alþýðu, ef auðnast mætti.
Ritið rekur því stuttlega sögu
Jobsbókar og birtir í Ijóðum það,
sem í ljóðum var, og skýrir auk
þess vafasamar hendingar. Ritið
þræðir Ritningartextann næst-
um alveg og leitast er við að hafa
ailt sem sannast, en eigi ao síð-
ur er þetta ekki vísindarit. Það
er skáldrit frá hendi höfundar
og þá er vel ef það heldur sínu
skáldlega gildi í þessari mynd.“
Samanburður við ensku þýð-
inguna, sem lögð er aðallega til
grundvallar, sýnir það, að þessi
þýðing Ásgeirs Magnússonar
fylgir mjög trúlega frumtextan-
um; jafn vönduð er hún um mál-
far, og bragarhættirnir, sem eru
all fjölbreyttir falla yfirleitt vel
að efninu; einkum virðist mér
latneska þríhendan njóta sín á-
gætlega, t. d. í þessum orðum
Jobs í XIV. kapítula:
„Eins og fjall við brak og bresti
byltist fram í urðarkesti —
mylst sem leir ... við hóf á hesti —
Eða klettur hátt úr hlíðum —
hrapi fram í bogum víðum —
týni stað ... og leynist lýðum —•
Eða straumvatn steininn hoii,
stórfljót jarðarleirinn moli
og á haf út öllu skoli:
Þannig vonir manna myljast,
myrkvast þær og gleymsku hyljast—
glatast loks og lýðum dyljast."
Nákvæmni, bæði um hugsun
og orðalag, og smekkvisi haldast
löngum í hendur í þýðingunni,
og eru það miklir kostir. Víða
eru einnig ágæt tilþrif, svo sem
í kaflanum, er Guð svarar Job úr
stormviðrinu, eins og sjá má af
þessum erindum:
Hvað er undir ... sterkum stuðlum:
stoðum jarðar ... boðum hafsins?
Hver ... skóp lýðum lönd og álfur—
lagði hornstein jarðar fornan —
meðan stjörnur saman sungu
söngva ... fyrir ævalöngu —
meðan sælar sveitir himins
sungu lofgerð heimi ungum?
Hver skóp hurðir hafsins efldar ...
hafði vald á bárufaldi —
þá er brauzt fram brotsjór æstur
braut frá jarðar móður skauti,
þá er gaf ég því að klæðum
þykkva skýja flóka hlýja,
þá er ég fékk því að reifum
þunga mökkvabliku dökkva.“ —
Að öllu samanlögðu á Ásgeir
Magnússon því miklar þakkir
skilið fyrir þetta vandaða verk
sitt, sem verðskuldar athygli og
gaumgæfan lestur; ennfremur
ber að þakka útgefandanum það,
hve myndarlega og fallega er frá
ritinu gengið um ytri búning.
Kichard Beck prófessor.
ísienzk cg finnsk tón-
lisl í Vínarborg
ÞANN 15. apríl var leikin norræn
tónlist í útvarp í Vínarborg með
tónverkum eftir Hallgrím Helga-
son og finnska tónskáldsins Yrjö
Jíilpinen, sem óhikað má telja einn
mesta ljóðlagasmið, sem nú er
, uppi, enda kalla Þjóðverjar hann
| „Schubert Norðurlanda“. Verkin
i voru flutt af úrvals listamönnum,
þeim Ilona Steingruber og Fried-
| rich Wildgans.
Ilona Steingruber er söngkona
við ríkisóperuna í Vín. Hefur hún
getið sér mikinn orðstír vegna
fyrirmyndartúlkunar á nútíma-
tónsmíðum. Friedrich Wildgans,
maður hennar, er austurrískt tón-
skáld og prófessor við tónlistar-
háskólann f Vín, forseti austur-
risku deildarinnar í Alþjóðasam-
bandi nútimatónlistar. Hefur hann
samið mörg tónverk, m. a. óper-
una „SkilrungstréðT_______
Flogslys í Banda-
Þessi mynd er frá Kóreu. Konan er frú Mountbatten. Skozkur
liðsforingi sýnir henni hvar fjandmennirnir hafast við. Frú
Mountbatten veitir St. Johns-hjálparsveitunum forstöðu.
Sáðu-bréf 9
Góður vefur þrátf
fyrir ótíðarkafla
Erfiðar póstsamgöngur — Smíðaskóli og
saumanámskeið — Gott heilsufar
ríkjHRum
LOS ANGELES, 18. apríl. —
Amerísk Dakótaflugvél með 28
farþega innanborðs hrapaði hér
í dag. — Ekki er vitað enn hve
margir hafa farizt. Síðast heyrð-
ist í flugunni, þegar hún hafði
samband við Alþjóðaflugvöllinn
í Los Angeles. — Reuter.
TÍDARFAR
3. APRÍL. — Um tíðarfarið
hér eystra hefur mjög skipt í
tvö horn í vetur. Frá því á jóla-
föstu og fram í febrúarmánuð
var hér versta ótíð eins og um
allt Suðurland. Skiptust á gadd-
byljir og hlákublotar svo að al-
gjör jarðbönn voru einkum af
svellalögum, en ekki svo mjög
vegna snjóþyngsla. Var allt fé á
fullri gjöf og eyddust hey með
mesta móti á þessum tíma vetr-
arins.
Kringum mið-þorra brá til
batnaðar og má segja að á út-
mánuðum hafi verið hér öndvegis
tíð. Svellin hefur tekið upp í
hægum hlákum og blíðviðri og
engar skemmdir orðið á vegum
eða brúm vegna vatnavaxta og
levsinga eins og oft vill verða.
,Hagar enn góðir og sparazt nú
l hey mikið með beit og fóður-
|bætisgjöf. Ef vel viðrar hér eftir
má telja þenna vetur góðan þrátt
ifyrir ótiðarkaflann.
' SAMGÖNGUR
j í ótíðinni í vetur voru sam-
göngur mjög stirðar eins og gef-
ur að skilja. Mátti kallast gott,
ef póstur kom hálfsmánaðarlega
á hestum frá Vík yfir Kúðafljót,
austur Meðalland því að Skaftár-
eldahraun var með öllu ófært. —
Báðir flugvellirnir hér á Síðunni
hafa verið undir ís lengst af í
vetur. Hefur engin flugvél lent
á þeim síðan um miðjan des-
ember nema sjúkraflugvél Björns
| Pálssonar, sem lenti á Klaustri
18. marz, eins og getið hefur ver-
ið um í b'öðum.
Er það ákaflega bagalegt hve
lendingastaðir flugvélanna verða
fljótt ófærir fyrir snjó- og svella-
lög. Flugvélarnar fljúga hér yfir
á leið sinni til Oræfa og Horna-
fjarðar, en póstur er marga daga
á bílum eða hestum að brjótast
landleiðina frá Reykjavík.
NÁMSKEIÐ OG SKÓLI
Smíðaskóli Búnaðarfélags ís-
lands í Hólmi í Landbroti hefur
starfað í vetur eins og að undan-
förnu. Að þessu sinni eru í hon-
um 7 piltar víðsvegar að af land-
inu. Hann byrjar með nóvember
og endar í apríllok. — Valdimar
Runólfsson hefur veitt honum
forstöðu frá byrjun.
Á vegum kvenfélaganna hafa
saumanámskeið verið haldin fyr-
ir flesta hreppa sýslunnar seinni
hlutann í vetur. Sem stendur er
það á Kirkjubæjarklaustri. —
Kennari er frk. Guðrún Hafliða-
dóttir frá Búð í Þykkvabæ.
IIEII.SUFAR
Heilbrigði hefur verið óvenju-
lega góð hér um slóðir í vetur.
Héraðslæknirinn, Úlfur Ragnars-
son (Ásgeirssonar), sem fékk
veitingu fyrir embættinu s.l.
haust, er sem stendur náms-
kandidat á Landspítlanum. Þor-
steinn Árnason, cand. med. frá
Sjávarborg í Skaeafirði, hefur
gegnt embættinu í vetur og getið
sér hið bezta orð.
Stevenson kvaddur
LUNDÚNUM, 18. apríl — Eden
utanríkisráðherra kallaði í dag
sendiherra Breta f Kaíró, Ralph
Stevenson, og brezka landsstjór-
ann í Súdan til Lundúna til þess
að taka þátt í viðræðufundum um
Egyptalandsdeiluna, sem fram
hafa farið undanfama daga milli
hans og Amr Pasha, sendimanns
egypzku stjórnarinnar. Kunnugir
menn telja að gera eigi síðustu
tilraun til að komast að samkomu-
lagi um brottflutning brezks her-
liðs af Súez-eiði og yfirráðin í
Súdan. ■—Reuter-NTB. .
BEZT A tí AUGLÝSA
/ MORGU * H !. AÐINU'