Morgunblaðið - 11.05.1952, Qupperneq 2
i
M0RGZJNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 11. maí 1952.
ÍSAFIRÐI, 7. mai. — Afli var
yfirleitt góður í apríl, en heí'ur
Jieldur tregast að undanförnu.
Aðallega hefur verið róið að vest
anverðu út af Arnarfirðinum og
jafnvel vestur í Patreksfjarðar-
f lóa og hefur aflinn eingöngu ver-
ið steinbítur. Afii hefur verið
betri h]á heim bátum, sem hafa
beitt loðnu, en mun tregari á
aildina.
I april stunduðu 7 bátar land-
xóðra frá ísafirði og varð Vébjörn
aflahæstur, með 91 tonn í 13 róðr-
um. Haíði hann einnig mestan
afla i róðri, rúm 8 tonn. Skip-
stjóri á Vébirni er Kristján -Jens-
son. Asbjörn fékk 84 tonn, einnig
i 18 róðrum. Sæbjörn 69 tonn, :t
16 róðrum, Gunnbjörn 44 tonn í
í) róðrum, Bryndís 25 tonn í 9
xóðrum. en hún hætti um 23.
apríl. Jódís 22 tonn í 4 róðrum,
en hún hóf róðra 25. april og
JVTorgunstjarnan 16 tor.n í 8 róðr-
um.
í>rír línubátar voru á útilegu
og varð Hafdís aflahæst með 34
tonn. Freydís fékk 69 tonn og
Ásúlfur 15 tonn en hann hætti
um 20. apríl. Útilegubátarnir eru
xlú aliir hættir línuveiðum og eru
nú að búa sig á togveiðar.
Isafjarðarbátarnir beittu ein-
göngu með síld, nema útilegubát-
arnir, sem munu eitthvað hafa
beitt loðnu.
Afli ísafjarðarbátanna hefur að
mestu leyti verið frystur og var
Íshúsíélag ísfirðinga búið að
írvsta um 5800 kassa og Norður-
tanginn h.f. 9600 kassa um síð-
Tistu mánaðarmót. Togararnir
hafa báðir verið á saltfiskveiðum
að undanförnu og hafa lagt afl-
ann upp hér á ísafirði. Þeir hafa
undanfarið verið að veiðum á Sel
vogsbanka, en eru nú komnir vest
ur, en afii hefur verið mjög treg-
íir undanfarin ár og vírðist vera
algjörlega fisklaust hér fyrir
vestan ennþá.
Hnífsdalur: Hnífsdalsbátarnir
lirír fóru í 16 róðra í mánuðinum
og varð Páll Pálsson aflahæstur,
með 88 tonn, en skipstjórinn á
Páli er Jóakim Pálsson. Smári
fékk 86 tonn og Mímir 82 tonn.
Hraðfrystihúsið h.f. í Hnífsdal
liafði fryst 10880 kassa frá ára-
mótum.
Súðavík: í Súðavík voru einnig
gerðir út 3 bátar og fóru þeir í 13
xóðra. Aflahæstur varð Valur,
ekipstjóri Árni Guðmundsson.
Fékk hann 50 tonn í mánuðinum.
Sæfari fékk 47 tonn og Andvari
31 tonn. Hefir afli þeirra allur
verið frystur.
Þingeyri: Frá Þingeyri réru
tveir bátar í apríl, Sæhrímnir,
sem afiaði 92 tonn í 15 róðrum og
Gullfaxi, sem fékk 75 tonn eir.nig
í 15 róðrum. Aflinn var eingöngu
steinbítur, eins og í ölium öðrum
verstöðvum hér vestra.
Mesti afli í róðri var 8 Ví tonn.
Sæhrímnir og Gullfaxi beittu
l æði síld og loðnu. Aflinn hefur
allur verið frystur og hraðfrysti-
húsið búið að frysta 7500 kassa
um síðustu mánaðarmót. Togari
Dýrfirðinga, Guðmundur .Túní,
hefur að undanförnu verið á salt-
fiskveiðum en aílinn hefur verið
heldur tregur. Er ætlunin að
hann sigii með aflann til Esbjerg.
Flateyri: Frá Flateyri :érur
einnig tveir bátar í apríl. Afla-
hæstur var Sjöfn, skipstjóri Sölvi
Ásgeirsson með 97 tonn í 16 róðr-
um. Garðar fékk 57 tonn í 15
róðrum. Aflinn var allur hrað-
frystur. Einnig landaði togarinn
Jörundur frá Akureyri tvisvar í
ínánuðinum og var afli hans
einnig hraðfr-ystur. Flateyrarbát
arnir beittu að mestu leyti loðnu.
Suðureyri: Frá Súgandifirði
voru gerðir út 5 bátar í apríl og
voru þeir langaflahæstir af línu-
bátum hér vestra, og þakka menn
Úað aðallega því, að þeir beittu
eingöngu loðnu.
Mestan afla í róðri fékk Gyilir,
15 tonn, en skipstjórinn á honum
er Gísli Guðmundsson. Har.n vár
etnnig aflahæstur rapríh -með 131
tonn í 16 róðrum. Freyja fékk
120 tonn í 16 róðrum, Súgfirðing-
aíli Vestfiarðabáta
ur 109 tonn i 14 róðrum, Örn 107
tonn í 16 róðrum og Aldan 105
tonn í 16 róðrum og var aflinn
eingöngu steinbítur. Var hann
svo til allur frystur og nam fram-
leiðsla frystihússins 4.100 kössum
í mánuðinum, en framleiðslan frá
áramótum, er um 10 þúsund kass
ar. Hásetahlutur á Súgandafjarð-
arbátunum er frá 11—14 þúsund
krónur frá áramótum og er það
mun hærri hlutur en verið hefir
á undaníörnum árum. — T.
Fram sigraði Víking
með 2:0
ÞRIÐJI leikur Vormóts neistara-
flokks var leikinn í gær á íþrótta-
vellinum. Leikar fóru svo að
Fram sigraði með 2:0, og voru
mörkin skoruð sitt í hvorum hálf
leik.
Víkingur lék fyrst undan NA-
golu, en strax á Tyrstu mínútun-
um tókst Fram að skora, og stóð
Lárus Hallbjörnsson fyrir því. —
Allan hálfleikinn var Víkingur
frekar í sókn, en mistókst að hag-
r.týa fjölmörg tækifæri og náði
liðið mun betri samleik en Fram,
en skotmennirnir voru miður sín,
I síðari hálfleiknum sótti Fram
sig og var þá tekið að gæta
þreytu.merkja á leikmönnum Vík
ings og' síðasta stundarfjórðung-
inn átti Víkingur miög í vök að
verjast. Um 5 mín. fyrir leikslok
tókst Dagbjarti, v. úth. Fram að
komast inn fyrir og skora með
föstu skoti.
í dag leika KR og Valur og
hefst sá leikur kl. 2 e. h.
Sýslufundur Norður-ísafjarðarsýslu var haldinn i ísafirði clagana 26.—30. apríl. Var þá þessi mynrl
tekin af sýslunefndinni á heimiii sýslumannshjónanna. Á henni sjást taiið frá vinstri, sitjandi: Einar
Steindórsson, Hnífsdal, Jóhann Gunnar Ólafsson sýslumaður og kona hans frú Ragna Haraldsdóttir,
Eirar Guðfinnsson, Bolungarvík, Jón H. Fjalldal, Melgraseyri og Gunnlaugur Haildórsson sýslu-
skrifari, ísafirði. Standandi frá vinstri: Sölvi Betúelsson, Hesteyri, Ásgeir Guðmunclsson, Æðey, Áki
Eggertsson, Súðavík, Jónmundur Halldórsson, Stað, Páll Pálsson, Þúfum og Bjarni Sigurðsson, Vigur.
Ljósm. Árni Matthíasson.
Krabbamelnsféiag
siofnað á Akureyri
AKUREYRI, 10. maí. — Prófess-
or Niels Dungal hefur verið
staddur hér á Akureyri siðan á
fimmtudag.
í gærkvöldi fl^lti hann erindi
að Hótel KEA fyrir bæjarbúa um
krabbamein og krabbameins-
varnir. Var þá haldinn stofn-
fundur aö Krabbameinsfélagi
Akureyrar og gengu í félagið 50
manns á íundinum. Samþykkt
var að halda framhaldsstofnfund
og ganga þ>á frá lögum félagsins.
Geta þá fleiri gerzt stofnmeðlim-
ir félagsins. *
Kosnir voru til undirbúnings
i framhaldsstofnfundar, læknarnir
JJóhann Þorkelsson og Stefán
| Guðnason og Jakob Frímanns-
son, kaupfélagsstjóri. — H. Vald.
Norræmi félaganrea
Húsvíkingar ánægð-
ií með strand-
ferðirnar
HÚSAVÍK, 10. maí — Það virð-
ast allskiptar skoðanir vera um
það, hvernig strandferðum Ríkis-
skipa sé bezt fyrir komið. Húsvík-
ingar eru mjög ánægðir með það
fyrirkomulag, sem upp var tek-
ið á s. 1. ári, að skip það, sem
fer frá Reykjavík og vestur um
land, fari hraðferð til Akureyrar
og þaðan með viðkomu á öllum
höfnum austur um land og til
Reykjavíkur.
Hin leiðin er venjuleg strand-
ferð frá Reykjavík austur um land
til Akureyrar og þaðan hraðferð
til Reykjavíkur. Húsvíkingar sjá
enga ástæðu til bieytinga á þessu
fyrirkomulagi og engin rök hafa
heyrst nýrri breytingu til stu4ji-
ings. Bæjarstjðrn Húsavíkur. og
sýslumaðuc Þingeyjásýslu hafa
báðir serit ’forstjórá 'Skipaútgei'8-
ar ríkisins þákkir 'fyrir fyrirkomu
lagið eirvs og það er-nú með á-
skoiun um að það verði látið vera
áfram. —Fréttaritari.
NORRÆNA félagið í Danmörku
gengst fyrir norrænni æskulýðs-
vikd dagana 20.—27. júlí í sumar
að Hindsgavl á Fjóni. Ungt fólk
á Norð.urlöndum á aldrinum 17—
35 ára' er velkomið þangað. Lögð
verður áherzla á að skapa mönn-
um tækifæri til persónulegra
kynna, fyrirlestrar haldnir um
norræn menningarmál, norræna
samvinnu, árangur hennar og
markmið. Þátttakendum mun
einnig boðið í ferðalög og gefinn
kostur á fjölþættri útivist, íþrótta
iðkunum og sólbaði. Þátttöku-
gjaldið er 75,00 danskar, og er
það allur kostnaður í sambandi
við dvölina á Hindsgavl.
íslenzkt æskufólk, sem hefur
möguleika á því að ferðast íil
Danmerkur í su.mar, er hvatt til
þátttöku i þessu móti.
NÁMSKEIÐ FYRIR
SÖNGSTJÓRA
Norræna félagið í Svíþjóð
gengst fyrir námskeiði íyrir
söngstjóra og leiðbeinendur um
þjóðdansa dagana 29. júní til 5.
júlí. Tilgangur námskeiðsins cr
að kjmna þátttakendum söngva,
þjóðdansa og leiki Norðuriand-
anna og skapa þeim tækifæri til
persónulegra kynna. Námskeiðið
verður haldið i Bohusgárden,
Uddevalia.
KENNARANÁMSKEIÐ
Norræna féiagið í Danmörku
heldur námskeið fyrir kenr.ara
dagana 27. júlí til 3. ágúst. Til-
gangur námskeiðsins er að fræða
kennara frá hinum Norðurlönd-
unum um „Danska náttúru“. —
Verða haldnir fyrirlestrar um
danska clýrafræði, jurtafræði,
landbúnað og landafræði. Fimm
Islendingum er boðið að taka þátt
í námskeiðinu, og er þátttöku-
gjaldið d. kr. 120,00.
NÁsMSKEIÐ VERKAMANNA
Norræna félagið í Noregi
gengst fyrir námskeiði verlca-
manna i samvinnu við Uppjýs-
ingasamband verkamanna í Nor-
egi. Verður það haldið dagana
29, júní til 5. júlí í sumar. Þang-
að er tveimuf íulltrúum boðið
frá Islandi. Fluttir verða fyrir-
lestrar til að kynna norsk þr.ál-
efni, farið verður í ferðalög?
sögulegir staðir skoðaðir og at-
vinnufyrirtæki heimsótt. Þátt-
tökugjaldið er 125.00 kr. norsk-
ar, og er það fyrir allri dvölinni
og ferðalögum i Noregi.
Þeir, sem áhuga hafa á ofan-
nefndum mótum eru eindregið
hvattir til að sækja þau. Nánari
upplýsingar veita íormaður Nor-
ræna félagsins á íslandi, Guð-
laugur Rósinkranz, þjóðleikhús-
stjóri, og ritari þess, Sveinn Ás-
geirsson, hagfræðingur, bæjar-
skrifstofunum.
maour
i aðairæðiS
raðar
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi tilkynning frá danska sendi-
ráðinu:
| „Hans hátign Friðriki níunda
hefur þóknazt að sæma Carl Ol-
sen, aðalræðismann, fyrra st-igi
( Danriebrogsorðunnar. Aðalræðis-
. maðurinn er meðal hinna fyrstu,
j sem hlýtur þetta orðustig, sem
( er nýstofnað og svarar til heið-
, ursmerkis Dannebrogsmanna áð-
ur.“
skarpasíur í sam-
keppnmni
l-BNSYNINGIN
1952
í SAJÍKEPPNI um merki Iðn-
sýningarinnar 1952 bárust rúm-
lega 40 tiilögur. Fyrir valinu vai'ð
tillaga frá Ásmundi Sveinssyni,
myndhöggvara, um að nota högg-
mynd hans „Járnsmíði“, sem
merki sýningarinnar.
Aðrar tillögur verða afhentar
eigendum á skrifstofu sýningar-
innar, Skólavörðustíg 3, neestu
daga.
Unnið er nú af kappi við bygg-
ingu Iðnskólans, þar sem sýningin
verður opnuð þ. 18. ágúst. Öllum
undirbúningi sýningarinnar miðar
vel áfram og er áhugi iðnaðar-
manna og iðnrekenda fyrir þátt-
töku í henni mjög almcnn.ur. Er.
talið mjög nauðsynlegt, að menn
tilkynni þátttöku hið allra fýrsta.
ÁKVEÐIÐ hefir verið, að enska
atvinnuliðið Brentford komi hing
að til lands síðast í þessum mán-
uði og keppi fyrsta leik sinn hér
27. maí, en alls mun félagið heyja
fimm leiki hér á landi. Það fer
héðan 9. júní.
Lundúnablaðið Star skýrir frá
því, að Brentford hafi ætlað að
fara til Mexico og Mið-Ameríku,
en sú för hafi farist fyrir og ís-
landsferðin því ákveðin. Félagið
hefir nýlega fengið hinn fræga
knattspyrnumann Tommy Law-
ton, en hann kemur ekki með
hingað. 15 leikmenn taka þátt í
förinni.
Brentford er í Il.-deildinni
brezku.
Stevenson eoo
NEW YORK, 10. maí — Næst
komandi föstudag fer fram full
trúak.jör í Oregonfylki í Banda
ríkjunum. Búizt er við að Eisen
hower og Kefauver fari með sig
ur af hólmi hvor í sínum flokki
Republikanar kjósa 18 fulltrúí
og demókratar 12. Flokksforust;
demókrata er nú orðin mjög ugg
andi vegna þess fylgis sem Kefau'
er öldungadeildarmaður hefur hlo
ið meðal kjósenda við kosning
arnar að undanförnu.
Telja fróðir menn, að ekki si
með öllu útilokað að Adlai Stev
enson fylkisStjóri í Ulinois gef
kost á sér fyrir þrábeiðni flokks
forustunnar ef svo fer að Taf'
verður ofan á í flokki repúblikam
í sumar. Stevenson er eindregim
andstæðingur cinangrunarstefn
.ujijrai' og telur öryggi Bandaríkj
anna og hins frjálsa heims stofnai
í voða með kjöri Ttafts.