Morgunblaðið - 13.05.1952, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.05.1952, Qupperneq 1
16 síður 39. árgangur. 106. tbl. — ÞrMjudagur 13. maí 1952 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Yíirgnæfand! meirihiufi fiokks ráðsfullfrúa Sjálfsfæðisflok ins um (and ailf sfyður fra boð séra Bjarna Jónssonar FL.OKSSKÁÐ Sjálfstæðisflokksins, scm í eiga sæti fulltrúar allra kjördæma landsins, hcfur lýst yfir eindregnu f.vlgi við framboð sera Bjarna Jónssorar til forsetakjörs. F,ins og áður hefur verið skýrt frá var framboð hans samþykkt á flokksráðsfundi þeirra i'ulltrúa er til náðist. Sóttu hann 41 flokksráðsniaður. Síöan hefur verið lcitað atkvæða þeirra flokksráðsmanna, sem f.iarstaddir voru. Heiidarniðurslaðan 76 afkvæ'ði gegn 4 Heildarniðurstaðan hefur orðið sú að 76 hafa greiít atkvæði með framboði séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups, 4 töldu að flokk- urirn ætti að vera hlutlaus en 2 greiddu atkvæði með framboði Cíisla Sveinssonar fyrrverandi sendiherra. Orfáir flokksráðsmenn hafa ekki greitt atkvæði vegna þess að þeir hafa ýmist verið staddir erlendis eða að þeir hafa búið á sveitabæjum, sern ekki hafa verið í símasambandi. Flokksráðið er æðsta stjórn Sjálfstæðisflokksins og er skipað samkvæmt reglum, sem landsfundur hans setur. I þvi ciga sæti, eins og' áður er getið, fulltrúar úr öllum kjördæmu-i landsins. Ulbricht heiur í hótun- um við Bonnstjórninu Boðar ofbeldisverk komm- únisfa í Vestur-Þýzkalandi BERLÍN, 12. maí. — Aðstoðar forsætisráðherra Austur-Þýzka- lands, Walter Ulbricht, ávarpaði fréttamenn í Austur-Berlín í dag og hafði í hótunum við Bonn-stjórnina, sem hann spáði að yrði steypt af stóli með ofbeldi ef hún afréði að tengja Vestur-Þýzka- land varnarkerfi Evrópuþjóðanna^ Lýsti hann því yfir að afleiðinganna mundi veröa tilfinn- anlcga vart í Vestur-Berlín, þegar daginn eftir undir- ritun slíkra samninga. Er talið að hann hafi hcr átt við, að Rússar muni þá sthðva alla umferð til Berlínar frá Vestur-Þýzkalandi. HER STOFNAÐUR ' Ulhricht þuldi gamlan áróð- ur um styrjaldaráform Banda- rtkjanna í Vestur-Þýzkalandi, og sagði að þau myndu ekki enda við Úralfjöll heldur Ostende í Bclgíu. Austur-Þýzkaland hefði engan her eins og sakir stæðu, en honum mundi verða komið á fót jafnskjótt og samningar yrðu gerðir um aðild Vestur-Þýzka- lands og varnarsamtökum Evrópu þjóðanna. HÓTAR REFSINGUM Ulbricht sagði ennfremur, að nöfn þeirra stjórnmála- maitna í Vestur-Þýzka- landi, sem styddu slíka samninga mundu verða j skráð og þjóðin refsa þeim i .fyrir gerðir sínar. Taldi hann að skrilsæsingar, seni kommúnistar stofni.ðu til í Esscn í gær, þar sem a. m. k. einn maður beið bana, væru upphafið að allsherjar samtökum, sem steypa niundu stjórn Adenauers af stólL Taldi hann samning- , ana aldrci geta liaft neitt i gildi að lögum. Þá taldi þessi málpípa, að Vestur- veldin hefðu engan áhuga á að sameina Þýzkaland og stofna til samþýzkra kosn- inga af ótta við úrslit þeirra. ÁRÁSIN 29. APRÍL Ulbricht vék loks máli sínu að árás rússnesku orrustuflugvél- anna á frörisku farþegaflugvél- ina sem var á leið til Berlínar hinn 29. apríl s.l. Sagði hann, að brezkir og franskir ílugmenn brytu eftir geðþótta_sínum geiða samninga um fluglennr til Berlin- ar, til þess að taka myndir, sem nota ætti í hryðjuverkaárásum sprengjuflugvéla Vesturveldanna i styr.jöld. Fleiri slíkar fjarstæður lét ráðherrann sér uin munn fara. Talsmenn Bonn-stjórnarinnar hafa látið svo um mælt, að ekki sé ástæða til að taka mikið mark á hótunum og vaðli Ulbriéhts. Skipastóll Japana. TÓKÍÓ *— Japanir eiga nú 1056 skip sem eru samtals 2,500.000 smálestir eða 60% af skipastól þeirra fyrir stríð. Alþýðuflokkurinn var að- elns viðmælandi um fram- boð eins þingmanns sáns Furðulegf ef eiiiingarláknið væri hvergi til nema í minnsla stjérnmálaflokknum SAMKVÆMT stjórnarskránni hefir forseti íslands meira vald en nokkur annar íslerdingur. Hitt er annað mál að til þess er ætlast, að liann beiti því af liófsemi og láti ekki til fulls kenna á valdi sínu fyrr en í nauðirnar rekur. Því fer þessvegna fjarri að em- bætti forseta sé einungis einingartákn þjóðarinnar heldur getur forsetinn ráðið úrslitum í stjórnmálum á örlagastundo. En hvort sem litið er á embættið fyrst og' fremst sem einingar- tákn þjóðarinnar eða veigamikið stjórnarembætti, er vitanlega rík nauðsyn til að sem mcst, þjóðareining sé um kjör hans. Fiegl Austurríkiskanslari cr nú staddur í Washingtor, í boði Trumans BandaríKjaforseta. — Fiegl lagði af stað frá Austur- ríki hinn 6. maí s. 1. og hafði stutta viðdvöl í París -og Lund- únum á leið sinni vestnr um haf. Talið cr að hann hafi rætt við ríkisstjórnir landanna' um frið- arsamningana við Austurríki. Austurríkismenn óttast að sér- samningar við Vesturveldin leiði til skiptingar landsins -í tvö ríki. Brezkar fiugsveitir í Evrópuhernum PARÍS 12. niaí. — Fróðir heimildarmenn lverma, að Alexander landvarnaráð- herra Breta, sem ræddi við Pleven franska landvarna-' ráðherrann í dag, hafi heitið beinum stuðningi Breta við uppbyggingu loftflota Ev- rópu-hersins. Verða flugvél- ar úr annarri brezku flug- j sveitinni tengdar Evrópu- hernum, er til kcmur. Áður en Alexander hélt heimleiðis í kvöld, ræddi hann við Ismay, fram- kvæmdastjóra Atlanshafs- bandalagsins. Reuter-NTB Árásarmennirnir irá 30. apríl dæmdir í Hæsfaréfti HÆSTIRÉTTUR kvað í gær- kveldi upp dóm í máli árásar- mannanna frá 30. marz 1949. — Af hinum 24 voru fjórir sýknaðir, 18 dæmdir til fang- elsisvistar, allt að 12 mánaða, en tveir lilutu sektir. — Sagt er frá dómsorðum Hæstaréttar á bls. 16 í blaðinu í dag. Brottnám Dodds var vel iHidirhúið TÓKÍÓ 12. maí. — Mark Clark yfirhershöfðingi Samcinuðu þjóðanna í Kóreu gerði fanga- uppþotið á Koje-eyju að um- talsefni í kvöld og sagöi, að samningar þeir, sem gcrðir voru milli fanga og fangabúða- stjórnarinnar, meðan Dodd liershöfðingja var haldið gísl, væru nauðungarsamningar og mundi með þá farið sem sílka. Sagði hershöfðinginn, að brott- nám Dodds hefði verið vandlega undirbúið af forsprokkum komm- únista og til þess stofnað í því skyni að hafa áhrif á gang mála við samningaborðið í Panmunjom, einkum fangaskiptamálið. Reyndu leiðtogar uppþotsmanna að fá því framgengt, að fangar yrðu ekki spurðir hvort þeir kysu að hverfa til heimkýnna sinna í Norður-Kór- eu og Kína eða ekki. Dodd hershöfðingi er kominn til Seúj, og sagði hann fréttamönn- um í dag að fangar hefðu búið vel að sér meðan hann var í haldi. Reuter-NTB Olíuverkfalð- Ið etTiit óleysf DENVER, 12. maí. — Orðrómur er uppi í Washington um að Truman forseti muni bregða fyr- ir sig neyðarákvæðum Taft-Hart- leylaganna, til þess að leysa olíu- verkfallið, þar sem segir, að vinnustöðvun megi ekki gera fyrr en 80 dögum eftir fyrstu verk- fallsboðun. Fulltruar deiluaðila búa sig nú undir fund, sem haldinn verður í Wahington með launamálanefnd l íkisins á morgun. Fulltrúi cins stærsta verkalýðsfélagsins, sem á í verkfalli, hefur lýst yfir, að verkamenn muni að líkindum sætta sig við nokkru minni launa- hækkun en fyrst var krafizt, eða 18,5 sent á klukkustund. Eitt fé- ,lag hefur þegar samið í þeim grundvelli. ^ALÞÝÐUFLOKKURINN AÐEINS VIÐMÆLANDI UM EINN ÞINGMANN SLN'N Það var því mjög eðlilegt að stjórnmálaflokkarnir leituðu sam komulags sín á milli um fram- boð og kjör forsetans. Eins og til háttar hér á landi var þar fyrst og' fremst um að ræða lýðræðis- fiokkana þrjá. Frá upphafi var um það vit- að, að Atþýðuflokkurinn hafði hug' á að koma einum af þing- mönnum sínum í starfið og var ekki viðmælandi um aðra lausn en hann. Samningar þeir, sem átt hafa sér stað um málið, hafa því m. a. snúist um það hvort hinir tveir flokkarnir, núverandi stjórnar- flokkar, gætu fallizt á þennan þingrnann Alþýðuflokksins eða kom’fð-'sér saman um einhvern annan mann. Ljóst er að Ásgeir Ásgeirsson gat, ásamt ýmsum öðrum kom ið til greina í þessa stöðu, en að þrautkönnuðu máli reynd- ist svo, að hvorki Sjálfstæðis- flokkurinn né Framsóknar- flokkurinn vildu gera hann að sínum frambjóðanda við kosn- ingarnar. Þar með var útilok- að að um liann skapaðist þjóð- areining' eða hann yrði slíkt einingartákn, sem æskilegt er. EKKI EINI ÍSLENDINGURINN Með þessu er engri rýrð kastað á Ásgeir Ásgeirsson, en til of- mikils er ætlast ef látið er svo sem hann sé hinn eini Islending- ur, sem skipað getur sæti forseta Islands. Ef fyrir honum og stuðnings,- mönnum hans vakir fyrsþ og fremst að skapa þjóðareiningh þá er ljóst, að honum ber nú að hætta við framboð sitt. ftonum og stuðningsmönnum hans tíer að skilja, að það er ofureðlilegt að miklum fjölda landsmanna þyki það furðulegt, að einingartáknið verði hvergi fundið nema í minnsta stjórnmálafktkk lands- ins og engum sé trúandi til þess að fara rétt með hið mikla vald forseta íslands nema einum þing- manni Alþýðuflokksins. EINING VAKIR EKKI FYRIR ÞEIM Það er óhagganleg staðreynd ( að svo margir af kjósendum og , forystumönnum í stjórnmálum Fxh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.