Morgunblaðið - 13.05.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.1952, Blaðsíða 6
6 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. maí 1952 ^ ?2 LAMDBUNAÐARJEPPI i j Góður Willys Jeppi smíðaár 1947 til sölu. ; j Upplýsingar hjá TROLLE & ROTHE H. F. z : Klapparstíg 26. ; Z ' • ' '■•■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■•■■■■■■■■•■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■■•••■*■■■■■■•■■• ■ » HLJÓIMLEIKAR ■ ■ ■ ■ ■ haldnir 2. páskadag, endurteknir í Aðventkirkjuríni í ■ ■ ■ : kvöld kl. 8, vegna fjölmargra tilmæla. — Ungmennakór : ■ ■ ■ Hlíðardalsskóla syngur, einsöngvar, tvísöngvar, píanó- j ■ leikur o. fl. — Aðgangur ókeypis. ■ : Aðventsöfnuðurinn. ; ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■• ■■■■■■■■ 3 herbergi ot$ eldhús ■ ■ ■ ■ í í steinhúsi ásamt V\ hektara ræktað lands skammt utan : • ■ ■ við bæinn er til sölu og laus til íbúðar nú þegar. j ■ ■ : Semja ber við ; ! KONRÁÐ Ó. SÆVALDSSON * ■ ■ ■ löggiltur fasteignasali, j ; Austurstræti 14 — Sími 3565 * ■ AMERÍSK j sendif erðabif reið ■ B % tonns, model 1941 TIL SÖLU. — Bifreiðin er vel : ■ ’ ■ ; útlítandi og í góðu lagi. Mikið af varahlutum fylgir. — j : Til sýnis á Holtsgötu 14 A, frá kl. 5—8 e. h. í dag. ; Vz húseiyn við Miðbæiim | TIL SÖLU. Nánari upplýsingar á skrifstofu j Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar ; & Guðmundar Péturssonar, Austursræti 7, símar 2002 o? 3202. AÐVÖRUN til kaupenda Morganblaðsins Athugið að hætt verður án frekari aðvörunar að senda blaðið til þeirra, sem ekki greiða það skilvíslega. Kaup- endur utan Reykjavíkur, sem fá blaðið sent frá afgreiðslu þess hjer, verða að greiða það fyrirfram. — Reikninga verður að greiða strax við framvísun og póstkröfur innan 14 daga frá komudegi. Jakob Kristinsson fyrrverandi fræðslumálasfjóri sjötugur LANGLÍFI hefur orðið svo algent síðari áratugi, að það þykir vart merkilegt þótt menn verið sjötug- ir. Sú mun og raun ó orðin vegna betra viðurværis, hóflegs starfs- tíma, góðrar heilsugæzlu o. fl. o. f]„ að aldraðir menn bera sig nú eins og miðaldra gerðu fyrir hálfri öld eða svo. Hann Jakob Kristinsson kemst í dag í tölu þeirra manna, sem lifað hafa sjö áratugi. Hann er svo knálegur og léttur á velli, að margur maður helmingi yngri má gæta sín að hann sýnist ekki mun eldri en Jakob Kristinsson. Hér er ekki ástæða til þess að rekja ætt og uppruna Takobs Kristinssónar, því að um það er flestum kunnugt. „Djúp vötn hafa minnstan gný“ segir máltækið. Þetta má með sanni heimfæra upp á .Takob Kristinsson. Yfirlætislausari, djúphyggnari og drenglundaðri mann hef ég aldrei þekkt. En kynni okkar og samskipti urðu fyrst daglegt brauð þegar hann varð fræðslumálastjóri. Þær spurnir hafði ég af honum áður sem skólamanni og spaklegum ræðusnillingi, að ég hugði gott til samveru og samstarfs við hann í Arnarhvoli. Þau ár, sem Jakob Kristinsson stjórnaði fræðslumál- unum, verða mér ætjð minnis- stæð og lærdómsrík. Ég fann og skildi, hvernig leitandinn og drengskaparmaðurinn fór að því að finna það, sem gott var í hverju máli og beina því á þær brautir, sem til farsældar máttu verða. DRENE SHAMPOO DRENE er sennilega heims- ins vinsælasta og mest not- aða hárþvottaefni. DRENE fæst í þrem stærð- um. — DRENE er einmitt það sem hentar yðar hári bezt. Umboðsmenn: Sverrir Bernhöft h.f. I Það vita þeir gerst, sem reynt hafa, hversu notalegt það er að sitja hjá Jakobi Kristinssyni og , hlýða á íhuganir hans og skýr- ingar á mannlífinu og þá miklu ’alúð, sem hann leggur i að vekja samúð, skilning og sannleiksást (á þvi, sem verða má til þess að Ígöfga og þroska mannssálina. Hvort sem Jakob Kristinsson flytur ræðu eða ritar, þá er mál hans meitlað o-; hugsunin hnit- miðuð og ljós. Það er alltof sjald- an, sem fólk fær að hlý§a á hann. Gott er kunningjum og vinum Jakobs að vita hann hressan i anda og við góða heilsu hiá ágætri og afburða umhyggjusamri i konu sinni, Ingibjörgu Tryggva- dóttur, ættaðri úr Bárðardal. — Heimili þeiria hjóna í Nökkvavog 26, er íil fyrirmyndar. Margir munu senda Jakobi Kristinssyni hlýjar hugsanir og kveðjur í dag og árna honum alls hins bezta. Og ég seg'i að lok- um við hann: Lifðu hcill og sæll sem nllra lengst. Helgi Elíasson. 1 ST U LSC A óskast i vist. 9 manns í heimili. Frí annað hvort kvöld og annað frí cftir samkcmulagi. Öll nýtíuku heimilistæíd. Hátt kaup. — Tilboð merkt: „Húshjálp — 11“ leggist inn á afgreiðslu ( blaðsins fyrir fimmtudags- 1 kvöld. — 1 Tapað ICvenarnihandsúr (gullúr með svartri plastic- ól) tapaðist 11. þ.m. á leið- innj: Hólavalla-, Blómvalla-, Brávallagata að viðkcmustað SVR við Elliheimilið, hrað- ferðarvagn kl. 23.30; við- komustað Lönguhlíð að Ból- siaðarhlíð 12. Vinsamlega látið vita sima 7578, ilvernig má fá betri rakstur Notið blaðið með hinu haldgóða biti. Ifvert blátt Gillette blað, er pakkað þannig í umbúð- irnar, að hin bitmikla egg snertir hvcrgi pappírinn. Þetta tryggir, að hvert blað er jafn hárbeitt og alltaf tilbúi-3 að gefa þann bezta rakstur, sem völ er á. / a Giliette Dagurinn byrjar vel með Gillette Aðalfundur Fríkirkju safnaðarins í Rvk AÐALFUNDUR Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík var haldinn laugardaginn 10. maí í Fríkirkj- unni. Fundurinn var afar fjöl- mennur og fór vel og virðulega’ fram. Fundarstjóri var kosinn Jón Emils cand. jur., en fúrídar- ritari Hannes Guðmundsson, stud. theol. Ur stjórn áttu að ganga J. Bjárni Pétursson, formaður safn- aðarstjórnar, frú Ingibjörg Stein- grímsdóttir og frú Pálína Þor- finrísdóttir. Voru þau öll érídur- kosin með samhljóða atkvæðum. Vara-saínaðarfulltrúi var kos- inn Valdimar Þórðarson, kaup- maður. — Hannes Guðmundsson stud. théol. var endurkosinn safn aðarráðsmaður og Óskar B. Er- lendsson endurkosinn endurskoð- andi. Formaður safnaðarstjórnar Bjarni Pétursson, framkvæmda- stjóri, flutti ýtarlega greinar- gerð um störf stjórnarinnar og afkomu safnaðarins á umliðnu ári. — Þrátt fyrir hin afar lágu safnaðargjöld (voru árið 1939 kr. 15.00, en innheimt á árinu 1951 með kr. 20.00), þá höfðu eignir safnaðarins aukizt á árinu, sem bar mest að þakka rausnarlegum framlögum frá Kvenfélagi Frí- kirkjusafnaðarins og Fóstbræðra- félagi safnaðarins. Skýrt var frá því á fundinum, að Kvenfélag safnaðarins hefði samþykkt að greiða allan kostnað við lagningu á hitaveitu í Frí- kirkjuna og á þann hátt létta undir hinum sívaxandi hitakostn- aði. Verkið verður hafið seinni hluta sumars þar sem teikningar af hitalögninni eru nú tilbúnar. Þá hefur Fóstbræðrafélag safn aðarins tekið að sér að greiða allan kostnað við gagngera við- gerð og hreinsun á orgeli kirkj- unnar, sem mun vera hið stærsta og fullkomnasta kirkjuorgel hér á landi. Pálmar ísólfsson sér um verkið. Formaður safnaðarstjórnar þakkaði þessar rausnarlegu gjaf- ir, fyrir hönd' safnaðarins, og minntist sérstaklega kvenfélags- ins, sem frá stofnun Fríkirkju- safnaðarins hefur verið stoð og styrkur kirkjunnar. Einnig þakkaði hann hið ágæta starf Kristilegs félags ungra manna Fríkirkjusafnaðarins ug drengjakórs safnaðarins, sem starfað hefur við barnaguðsþjón- ustur í allan vetur og komið víð- ar fram við góðan orðstír. Ytarlegar tillögur um breyting- ar á lögum Fríkirkjusafnaðarins lágu fyrir til umræðu og sam- þykktar. Voru þær allar sam- þykktar með samhljóða atkvæð- um, eins og iaganefnd hafði geng- ið frá þeim. Var þar með gengið frá því ákvæði, að safnaðarmenn geta ekki verið skráðir í fíeiri söfnuði, ef þeir vilja njóta at- kvæðisréttar síns á safnaðarfund- um; Formanni og safnaðarstjórn var þakkað ágætt starf. Safnaðarstjórn skipa nú þessir menn: J. Bjarni Pétursson, for- maður, Kristján Siggeirsson, vara-formaður, Magnús J. Br.ynj- ólfsson, ritari, frú Ingibjörg Steingrímsdóttir, frú Pálína Þor- finnsdóttir, Kjartan Ólafsson og Þorsteinn J. Sigurðsson. Fundurinn allur bar með sér þann blæ samhugs og einingar, sem nú ríkir innan safnaðarins. Að lokum var presti safnaðar- ins, séra Þorsteini Björnssyni, þakkað ágætt og óeigingjarnt starf, sem orðið hefði söfnuðin- um til heilla og blessunar. Kennan ræðir við 1 Vishinskí MOSKVU, 10. maí — Hinn ný- skipaði sendiherra Bandaríkj- anna í Moskvu, George F. Kenn- an, gekk í dag á fund Vishinskís utanríkisráðherra í fyrsta sinn og ræddi við hann í stundarfjórðung. Kennán er fyrsti bandaríski sendi- herrann í Rússlandi sem kann rússnesku. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.