Morgunblaðið - 20.05.1952, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.05.1952, Qupperneq 8
8 «f ORGVNBLAÐIB Þriðjudagur 20. maí 1952. « 5 PÍ0rgittiWa0i& Útg.: H.f, Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3Ó45. Augbý'singar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: , Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Þaiigað á enginn á ryija sér braut aí eigiít metnaii ,,ÞAÐ er oflæti, ef einhver einn, . hverju nafni sem nefnist, telur . sig sjálfkjörinn til að vera for- . seta Islands. Til þess vanda og vegsemdar á þjóðin að kveðja mann, en engin að ryðja sér þangað braut af eigin metnaði“. Undir þessi ummæli í grein Bjarna Benediktssonar, utánrík- isráðherra, er birtist hér í blað- inu s.l. sunnudag, munu áreiðan- iéga flestir íslendingar geta tekið. Það væri engan veginn ánægju- legt, að til virðulegustu stöðu þjóðarinnar veldist maðux, sem hefði olnbogað sig þangað upp undir fána persónulegs ofmetn- aðar. Hitt er miklu eðlilegra að á þjóðhöfðingjastóli sitji maðiir, .. sem nýtur almennrar viðurkenn- ingar og trausts og hefur verið kvaddur þangað fyrir sakir verð- leika sinna og þjónustu í þágu þjóðarinnar. Ef nánar er að gætt verður það einnig auðsætt, að persónuleg valdastreyta um þjóðhöfðingja- stöðuna er engan veginn íslend- ingum að skapi, og heldur ekki í samræmi við þióðareðli þeirra. Meðal hinna íjölmennari þjóða tíðkast það, að einstakir menn berjist af miklu offorsi fyrir út- nefningu til framboðs við for- setakjör. Er þar freistað ýmsra bragða til þess að vekja athygli á forsetaefnum og afla þeim . fylgis. Allskonar auglýsinga- brellur eru þar teknar í þágu áróðursins. En slíkar baráttuaðferðir henta ekki í okkar landi. Hér er það fyrst og fremst róleg yfirvegun og íhugun einstákl- ingsins, sem úrslitunum ræð- ur. Auglýsingabrellur eru hér þýðingarlitlar til áhrifa á af- stöðu fólksins. Það veit, að það eru fyrst og fremst verðleikar í frambjóðendanna, sem um er kosið. Þá er komið að öðru atriði, . sem Bjarni Benediktsson gerir að umræðuefni í fyrrnefndri grein sinni. ’ Hverskonar maður á forseti hins íslenzka lýðveldis að vera? Sumir hafa álitið að hann ætti fyrst og fremst að vera góður samkvæmismaður, sém kynni vel að umgangast erlenda fyrir-, menn. Um þessa skoðun er það að segja, að víst er æskilegt að for- setinn sé vel að sér í hirðsiðum, -ef ,svo mætti að orði komast. — Hitt getur þó engum hugsandí manni dulizt, að meiri þörf er á ýmsum öðrum eiginleikum til handa hinum íslenzka þjóðhöfð- ingja. Um þetta kemst utanríkisráð- herra þannig að orði í grein sinni: . j ,,En forseti Islands á fyrst og fremst að vera maður íslenzku þjóðarinnar, maður íslenzkrat' alþýðu, maður, sem þekkir þarfir hennar og óskir, hefur komið á | 'heimili hennar, kann að meta siði hennar og hætti“. Einnig um þetta hljóta íslend- ingar að vera sammála. Forseti lýðveldisins á ekki að standa utan og oían við hið íslenzka þióðfé- lag. Hann á þvert á móti að vera tengdur því traustum tengslum á grundvelli náinna kynna af ósk- , um og börfum fólksins. Elutverk bins íslenzka þjóð- höfðingja er ekkl fyrst og fremst það, að vera útlend- ingum þægilegur gestgjafi. — Ilitt er miklu þýðingarmeira, að hann sé þjóð sinni tákn friðar og einingar, og hafi hæfileika til þess að laða til samstarfs og góðvildar. Forseíi íslands á þannig fyrst og fremst að vera þjóð- legur maður, enda þótt hann þurfi að koma virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar gagn- vart erlendum tignarmönnum. Hann þjónar hagsmunum þjóðar sinnar betur með því, að koma til dyranna í sam- ræmi við íslenzka siðu og háttu en að leggja höfuð- áherzlu á erlenda eftiröpun. i Staða þjóðhöfðingja okkar á að byggjast upp á þjóðlegum grund- velli framvegis sem hingað til. | Þegar á allt þetta er litið verð- ur auðsætt, að séra Bjarni Jóns- i son, vígslubiskup, er manna bezt j til þess fallinn að setjast á for- setastól. Hann er alþýðumaður að ætt og uppruna. Hann hefur öðlazt víðtæka mannþekkingu í umfangsmiklu starfi. ÖIl íram- koma hans mótazt af látlausum virðuleik án alls tildurs og yfir- borðsháttar. Séra Bjarni Jónsson hefur heldur ekki rutt sér braut af eigin metnaði til forsetafram- boðs. Hann hefur verið kvadd- ur til þess vegs og vanda vegna hæfileika sinna, Iifs- reynslu og gæfuríks starfs i þágu þjóðar sinnar. AHt of- læti og metorðagirnd er hon- um fjarri skapi. Þessvegna er afstaða hans til forsetastöð- unnar í fullkomnu samræmi við islenzkt þjóðareðli. i Merki I sundrungarinnar AB-LIÐIÐ sér að áróður þess fyrir flokkskjöri eins þingmanns þess til forsetakjörs bítur ekki vel á almenning. Þessvegna gríp- ur það til nýrra og nýrra úrræða til þess að fela valdastreytu sína. S.l. sunnudag heldur AB-liðið þeirri fullyrðingu blákalt fram, að eiginlega hafi allir Sjálfstæðis menn og Framsóknarmenn verið fylgjandi Alþýðuflokksframbjóð- andanum, nema formenn þessara tveggja flokka. Þetta er svo alger blekking að lengra verður varla komist í rangfærslum. Það er alkunnugt, að fáir menn hafa lagt sig jafn eindregið fram um sköpun víðtæks samstarfs um framboð til forsetakjörs og ein- mítt Ólafur Thors, form. Sjálf- stæðisflokksins. Hitt er mála sannast, að samstarfsvilji Al- þýðuflokksins var alltaf bundinn því, að einn og aðeins einn af DÓlitiskum samherjum hans yrði í kjöri. Kjarni málsins er sá, að tveir stærstu flokkar þjóðarinnar hafa sameinaðst um framboð við for- setakjör til þess að hindra að það yrði gert flokkspólitískt. •— Al- þýðuflokkurinn hefur hinsvegar aðeins upp á flokksframboð að bjóða. Um það krefst hann þjóð- areiningar. Hinn hefur þessvegna dregið merki sundrungarinnar við hún á örlagaríku augnabliki. í því feist lánleysi hans. Handan við Járntjaldið: Gyðingaolsóknia: kommunisin í Tékkóslóvakín hams! Núna á annað ár hefur staðið yfir hreinsun í kommúnista- flokknum í Tékkóslóvakíu. Talið er,.að 14.000 menn og konur hafi verið handtekin samtals, en með al þeirra er há prósenttala af Gyðingum eða mönnum af Gyð- ingaætturn. SKEFJALAUSAR KYN- ÞÁTTAOFSÓKNIR Þegar Vladimir Clementis fyrr- , verandi utanríkisráðherra, var • afsettur og handtekinn fyrir einu * og hálfu ári síðan ,urðu fyrir ! aðallega háttsettir embættis- .menn þriggja ráðuneyta, þ.e.a.s. utanríkismálaráðuneytisins, utan ríkisverzlunarmála og upplýs- j ingamála. Af þeim voru þekktir menn af Gyðingaættum sem hér segir: | | Evzen Klinger, forstjóri blaða- mannadeildarinnar í utanríkis- : málaráðuneytinu, var einn af | þeim fyrstu. Evzen Loebl, annar | varautanrikismálaráðherra, íramdi sjálfsmorð í fangelsinu. | Stanislav Budin (hét uppruna- | lega Batz, seinna Benzion), for- j stjóri deildar fyrir áróður er- I lendis í upplýsingamálaráðuneyt- ' inu, sætti til að byrja með árás- , um fyrir bók um Bandaríkin; sú bók er full af svæsnum ásök- unum í garð Ameríkumanna, en ssmt þótti hún ekki vera nægi- lega austræn; seinna hva'rf h'ann úr opinberu lífi. Önnur fórnar- dýr voru: Oskar Kosta (hét áð- ur Kohn), háttsettur embættis- I maður fjármálaráðuneytisins, Arthur London og Vavro Ilajdu úi utanríkismálaráðuneytinu. Flestir þessara manna hafa ver- ið kommúnistar frá fornu fari. Algengasta skýringin á falli þeirra var, að þeir höfðu lifað í Bretlandi eða Bandaríkjunum 'á stríðsárunum. (Evzen Klinger ií brezkum fangabúðum!) og að ; þeir voru grunaðir um vestræn- ‘ an hugsunarhátt. Ekki einu orði var á það minnzt, að þeir voru Gyðingaættar. ALÞJÓÐASINNI SAMA SEM GL/EPAMAÐUR! En um vorið 1951 var breytt um tón. Þá var byrjað að koma í ljós nýtt „samsæri“. í þetta sinn í sjálfri flokksstjórninni. Samsæri, sem var kennt við að- alritaraflokksins Rudolf Slánsky. Á Slánsky var þá ekki ráðizt enn, heldur var Ótto Sling kail- aður upphafsmaður samsærisins. Otto Sling var ritari flokksins í Brno (Brúnn). Hann var kom- inr, af miðstéttarfólki Gyðinga- trúar. Kæran á hendur honum gleymdi ekki að geta þess, að hann var af „borgaralegum“ og „erlendum“ rótum runninn. Með honum vorú handteknir margir meiri háttar Gyðingar. Merkastur þeirra var Bedrich Reycin, sem hafði orðið herfor- ir.gi af pólitískum ástæðum. Op- inberlega var tilkynnt, að þess- ir menn hefðu þröngvað sér inn í þjónustu aðalritarans Slánsky, meðan hann var veikur. Fórnardýrin voru ekki „vest- rænir menn“ í þetta sinn, heldur flokkshöfðingjar og lögreglu, sem hingað til hafa verið álitnir hinir tryggustu þjónar Moskvu. Eigi að síður voru þeir ákærðir fyrir að vera „kosmopolítar — alþjóðasinnar" og agentar hinar vestrænu yfirráðastefnu, sem ætl uðu að koma kapítalismanum aft ur á í landinu. Dylgjurnar um, að „samsærismenn" væru „rót- lausir í föðurlandinu", voru tíð- ar. Þegar hér var komið mál- um, byrjuðu tékkneskir lesend- ur að átta sig á því, að orðið kosmopolíti þýddi um það bil sáma og Gyðingur. En orðið ,,Gyðingur“ hefur þá enn ekki verið notað opinberlega og enn var hægt að álíta hina háu pró- @1 EFTIRFARANDI skýrsla er rituð af ungum, tékkneskum menntamanni, sem hefur orðið að flýja föðurland sitt und- an hinni kommúnisku ógrarstjórn. Hann var nýlega á ferð hér á landi og ritaði þá skýrslu þessa fyrir Morgunblaðið. í henni gerir hann glögga grein fyrir hve mjög hin komm- úniska stjóm landsins er undirgefinn Moskvusíjórninni, hvernig hreinsanirnar innan flokksins eru miskunnarlaust framkvæmdar og hve liinn tékkneski kommúnistaflokur hefur líkt nákvæmlega eftir villtustu ofsóknum nazistanna á hendur Gyðingum í landinu. Af skiljanlegum ástæðum verður nafni hans haldið hér leyndu. senttölu Gyðinga meðal þeirra handteknu sem tilviljun eina. ritarinN handtekinn En allar efasemdir hurfu, þeg- ar hreinsunin náði til aðalritara Kommúnistaflokks Tékkósló- vakíu, Rudolf Slansky. Hann var settur af og ekki löngu seinna var hann handtekinn sem höfuð- forsprakki samsærisins. Þegar forsætisráðherra, Antonín Zápo- tocký, tilkynnti handtöku hans 18. desember 1951, sagði hann, að tékkneska stjórnin mundi ekki sætta sig við íhlutun, hvort sem hún kæmi „frá Washington eða London, frá Róm eða Jerúsalem '. Hann talaði ennfremur um land- ráðamenn, sem hefðu gert sam- særi til þess að skila þjóðnýtt- um eignum aftur „í hendur kapítalista, Gyðinga og annarra.“ Slansky hefur verið sakaður um að hafa reynt að koma aftur kapítalismanum á fót með hjálp vestrænna imperíalista. Tékk- nesk blöð skildu táknið og hófu allsherjar hríð gegn Zíonisma og alþjóðahyggju. Því var haldið fram, að þessar stefnur væru verkfæri bandarískrar yfirráða- stefnu. Zíonisminn og alþjóða- hyggjan höfðu áhrif á tékkneska borgara af gyðinglegum uppruna og jafnvel á kommúnista af Gyð- ingaættum í foringjastöðum. — Gyðingar, „menn sem höfðu eng- ar rætur í ættjörðinni“, sem voru þar að auki flestir komnir af borgaralegum fjölskyldum, höfðu tilhneigingu að smitast af slíkum hugsunarhætth Flokkur- inn óg stjórnin urðu að hreinsast af „stéttaróvinunum“, sem hafa Frh á bls. 12. Velvakandi skrifar: UB DAGLEGA LfFINU Þjóðfundarmynd Gunn- laugs Blönda's ARIÐ 1944 var Gunnlaugur ( Blöndal listmálari ráðinn til þess af Þjóðhátíðarnefnd, Alþingi og nefnd þeirri, sem undirbjó sögu legu sýninguna, sem haldin var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar, aði gera málverk af Þjóðfundinum árið 1851. Gerði hann uppkast að því í skyndi og var það til sýnis á sögulegu sýningunni í Mennta- skólanum og vakti mikla athygli. Síðan hefur Gunnlaugur Blön- dal unnið að því að fullgera þetta málverk. Er því verki nú að verða lokið. Stærsta olíumálverk á Islandi VÆNTANLEGA verður mál- verkið afhent Alþingi 17. júní n.k. Er áformað að koraa því fyrir einhvers staðar í Alþingis- húsinu. Þetta mun vera stærsta olíu- málverk, sem málað hefur verið hér á Iandi. Er það 4,6 metrar á breidd og 2 m á hæð. Má jafnvel gera ráð fyrir að nokkrir erfið- leikar verði á að koma því þannig fyrir í þinghúsinu, að það njóti sín. Geysilegt verk hefur verið að gera þetta listaverk. Á því þekkj- ast þjóðfundarmenn svo að segja allir. Hefur listamaðurinn fengið ljósmyndir af flestum þeirra. Hér er um að ræða mjög merki- legt listaverk, sem að vissu leyti er einstakt í sinni röð hér á landi. Fram til þessa hefur lítið verið gert að því, að gera málverk af merkum atburðum úr sögu þjóð- arinnar. Færi vel á því, að þessi mynd Gunnlaugs Blöndals af Þjóðíundinum yrði upphaf að því, að íslenzkum nyndlistarmönnum yrðu fengin hliðstæð verkefni. Mikil híbýlaprýði verður að þessu glæsilega málverki í liúsa- kynnum Alþingis, sem því miður eru þó of lítil til þess að það :ijóti sín þar vel. Með því hefur minningu Þjóð- fundarins einnig verið sýndur verðskuldaður sómi. Gott fyrirtæki ÞAÐ ER vissulega ástæða til þess að fagna hinni nýju ferðaskrifstofu, sem Orlof h.f. hefur opnað í Hafnarstræti 21. — Hún hefur tekið að sér að vinna þarft verk, þ. e. að greiða fyrfr ferðalögum utanlands og innan. Hin víðtæku sambönd, sem skrif- stofan hefur þegar aflað sér, ætti að vera nokkur trygging þess, að hún geti orðið að gagni. Það er einnig mjög mikils viiði, að fov- stöðumaður hennar, Ásbjörn Magnússon, sem áður var umboðs- maður íslenzku flugfélaganna í Kaupmannahöfn, er hið mesta lipurmenni og tvímælalaust m.jög vel til þess fallinn að annast slík- an rekstur. Andríkið á Mbl. ijörn- inni. EINHVERN TÍMA um daginn, gekk einn af blaðamönnum Mbl. fram hjá grunni hinnar vænt anlegu byggingar blaðsins við Aðalstræti. Eins og kunnugt er orðið, m. a. af atburði er gerðist s.l. laugardagsmorgun, er þar all- djúp tjörn. Gat þar að líta stóran andahóp á sundi. Blaðamaðurinn horfði dálitla stund á er.durnar og varð síðan að orði: Það er ekki að sökum að spyrja, alltaf leitar andríkið á okkur Mbl.- menn. , J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.