Morgunblaðið - 20.05.1952, Qupperneq 14
14
M O RG lliyBLAÐlif
Þriðjti-dagur'20. maí 1952.
RAKEL
Skáldsaga eftir Daphne de Maurier
Framhaldssagan 21
„Jú, hún ætti að vera ánægð með
þetta“.
„Getur þú ekki skrifað bréfið
strax svo ég geti tekið það með
mér“, sagði ég. „Ég get líka kom-
ið við í banltanum og afhent bréf-
ið þangað“.
„Kæri vinur, frú As’nley liggur
varla svo lífið á“.
„Ég vil að gengið sé frá þessu
strax“, sagði ég. „Þá er það úr
sögunni".
Hann stundi við og lagði papp
írsörk fyrir framan sig á borðið.
„Hún hafði á réttu að standa,
þegar hún sagði að þú værir lík-
ur Ambrose", sagði hann.
I þetta sinn stóð ég yfir hon-
um, svo að ég sæi hvað hann
skrifaði henni. Hann nefndi ekki
mitt nafn. Hann skrifaði í nafm
eignarinnar. Eignin vildi að séð
yrði fyrir henni með ríflegum
lífeyri.
„Ef þú vilt ekki blanda þér i
þetta“, sagði hann, „þá er rétt-
ara að þú takir ekki bréfið sjálf-
ur. Dobson á leið þarna uri
seinna í dag. Hann getur tekið
bréfið fyrir mig“.
„Ágætt“, sagði ég, „og ég fer
þá í bankann. Þakka þér kær-
lega fyrir“.
„Þú mátt ekki fara án þess að
lofa Louise að sjá þig. Hún er
einhvers staðar innanhúss".
Helzt hefði ég viljað leggja af
stað, en Louise sat inni í setu-
stofunni og ég varð að ganga
fram hjá opnum dyrunum.
„Mér fannst ég heyra rödd þína
sagði hún. „Ætlar þú að borða
með okkur? Ég var einmitt að
baka köku“.
„Ép verð að fara strax“, sagði
ég. „Ég átti bara erindi við föður
þinn“.
„Nú“, sagði hún. „Ég skil“. Hún
hafði verið glaðleg, en nú varð
hún aftur kjánalega þóttafull á
svipinn eins og á sunnudaginn.
„Og hvernig líður frú Ashle.y?"
„Henni líður vel og hún hefur
nóg að gera“, sagði ég. „Plönt-
urnar sem hún kom með frá
Ítalíu eru komnar og hún er að
setja þær niður ásamt Tamlyn".
„Ég hefði haldið að þú kysir að
vera heima og hjálpa henni“,
sapði Louise.
Ég vissi ekki hvað gekk nð
henni, en af einhverjum ástæð-
um gramdist mér þessi nýi tónn
hennar.
„Þú veizt ósköp vel- að ég er
algerlega ókunnur allri earð-
rækt“ sagði ég og svo bætti ég
við í rælni: „Þú ert ennþá geðill
eins og á sunr.udaginn".
Hún rétti úr sér í sætinu og
roðnaði. „Geðill? Ég skil ekki
hvað þú-átt við“.
„Jú, vízt gerir þú það“, saeði
ég. „Þú varst snúin og önug allan
sunnu.daginn. Og þér tókst ekki
að leyna því. Ég undraðist mest
að Pascoedæturnar minntust ekk
ert á það“.
„Pascoedæturnar hafa senni-
lega haft um annað að tala“.
„Og hvað átt þú vii5 með því?“
„Til dæmis hve auðvelt það er
fyrir veraldarvana konu eins og
frú Ashley að snúa ungum mánni
eins og þér um fingur sér“.
Ég snérist á hæl og gekk rak-
leitt út. Annars hefði ég gefið
henni utan undir.
—o—
Frá Pelyn reið ég beina leið nið
ur til borpsins og þaðan heim
aftur. Ég hafði farið að ninnsta
kosti tuttugu mílur þegar ég loks
kom heim um fjögurleytið. Eg
hafði fengið mér glas af eplavíni
á veitingastofunni í þorpinu, en
ekki snætt hádegisverð og var
því orðinn vel svangur.
I Ég gekk upp gð húsinu ps inn
í bókanerbergið. Það logaði glátt
á arninum en frænka mín Rakel
var hvergi að sjá. Ég dró í bjöllu-
strenginn og Seecombe kom inn.
„Hvar er frú Ashley?“
„Frúin kom inn um þrjúleytið“
sagði hann. „Hún hefur verið úti
í garðinum með garðyrkjumönn-
unum í allan morgun. Tamlyn er
frammi í eldhúsi núna. Hann seg-
ist aldrei hafa vitað til þess að
kona væri svo vel að sér í garð-
rækt. Hann segir að þeir séu all-
ir fullir aðdáunar“.
„Hún hlýtur að vera uppgef-
in“,_sagði ég.
„Ég var líka hræddur um það“,
sagði Seecombe „og stakk upp á
því að hún færi að hátta, en hún
vildi ekki heyra á það minnst.
„Biðjið piltana að koma upp með
heitt vatn handa mér“, sagði hún
„Ég ætla að fara i bað og þvo á
mér hárið“. É^ ætlaði að gera boð
eftir systurdóttur minni, því mér
finnst varla viðeigandi eð frúin
þvoi hár sitt sjálf, en hún vildi
það heldur ekki“.
„Látið piltana líka bera upp
vatn handa mér“, sagði ég „Og ég
er glorhungraður. Ég vil borða
snemma".
„Gott og vel“, sagði Seecombe.
„Eigum við að segja klukkan
kortér fyrir íimm?“
„Þakka yður fyrir Seecombe,
mér þætti vænt um það“.
Ég gekk blístrandi upp á loftið
afklæddist og sat í sjóðheitu vatn
inu við arininn í svefnherbergi
mínu. Þegar ég var að þurrka
mér, tók ég eftir því að á borðiriu
stóð skál með blómum. Það voru
laufgaðar greinar og innan um
þær orkideur og cyclamenblóm.
Aldrei höfðu áður verið sett blóm
í herbergi mitt. Það hlaut að vera
frænka mín, Rakel, sem hafði
gert það. Mér varð enn léttara í
skapi. Ég batt á mig hálsbindið
og fór í jakkann. Svo gekk ég
inn ganginn og barði að dyrum á
dyngjunni.
„Hver er það?“ spurði hún að
innan.
„Það er ég .... Philip“ sagðí
ég. „Ég kom til að segja þér að
við borðum snemma miðdegis-
verð. Ég er glorhungraður og eft
ir orðróminum að dæma, ættir
þú að vera það líka. Hvað hSfið j
þíð Tamlyn eiginlega aðhafst í
dag, úr því þú þarft að fara í
bað og þvo á þér hárið?“
Hún svaraði með dillandi
hlátri. „Við höfum verið meira
neðanjarðar en oían“, sagði hún.
„Eins og moldvörpur“.
„Ert þú ötuð mold alveg upp
að auga_brúnum?“
„Já. Ég er búin að fara í bað .
og nú er ég að þurrka á mér |
hárið. Ég er sómasamlega klædd !
og er að festa upp á mér hárið
alveg eins og Phoebe frænka. Þú
mátt koma inn.“
Ég opnaði dvrnar og gekk inn
í dyngjuna. Hún sat á stól við
arininn. Fyrst í stað fannst mér 1
hún næstum óþekkjanleg, því.
hún var ekki í svarta kjólnum. j
Hún var í einhverium hvítum j
víðum kiól. sem var bundínn R^>m
an um hálsinn og um úlnliðina
með silkiborðum. Og hárið 4
henni var fest upo á höfuðið.
Nei, hún var ekkert lík Phoebe
frænku.
„Komdu of* seztu nið”r“ sagði
hún. „Varð bér bilt við?“
Ég lokaði dvrunum á eftir mér
og spttist á stól. „Ég biðst afsök-
unar“, sagði ég, „en ég hef aldrei '
séð konu svona fáklædda fyrr“.
„Ég pr ekki fáklædd“ saeði
hún. „Ég er vön að vera í bessu
á morgnana. Ambrose kallfði bað
nunnuskikkjuna mína“ Hún Ivfti
höndunum og stakk pr.iónum hér
og þar í hárið á sér. „Þú ert orð-
inn tuttugu og fjögurra ára“,
sagði hún, „og það er tími til
kominn að þú sjáir svo algenga
sión, sem það þegar Phoebe
frænka setur upp á sér hárið.
Ertu feiminn?"
Ég krosslagði hendur cn hafði
ekki augun af henni. ,,Nei“, sagði
ég. „Bara mállaus".
Hún hló og tók einn prjónanna
sem hún hélt á milli varanna, vatt
upp hárið og setti það í hnút í
hnakkanum eins og hún var vön
að hafa það.
jttorgiajblaSsiiis
VI. ÆVINTYRI MIKKA
Eyja drottningarinnar
Eítir Andrew Gladwyn
25.
Mikki opnaði nú augun, en hann hafði legið í noklcurs
konar dái. Víkingurinn var nú kominn að heimih Mikka. Og
móðir hans stóð við bátshliðina.
„Þig hlýtur að hafa verið að dreyma,“ sagði móðir hans.
„Það hlýtur að vera,“ jánkaði Mikki.
„Það hefur verið einhvers konar martröð. Þú hefur sett
inn árarnar,“ sagði móðir hans.
„Krókódíllinn var eitthvað að tala um martröð.“
„Hvað hefur þig eiginlega dreymt?“
„Allt mögulegt — t. d. um mikið af ævintýrum.“
„Ég held, að þú hafir lesið of mikið af ævintýrasögum,“
bætti móðir hans við. „Nú skulum við koma og fá okkur
eitthvað að borða.“
Mikki klifraði nú upp úr bátnum. Hann var alveg kominn
til sjálfs sín. Sólin skein glatt og mikil kyrrð ríkti yfir öllu.
„Nú skal ég segja pabba frá öllum ævintýrunum þegai
hann kemur heim,“ sagði Mikki við sjálfan sig, þegar hann
hljóp upp tröppurnar. „Það er að segja, ef ég man þá öll
ævintýrin.“
„Kiúnk, krúnk, krúnk,“ sagði hinn vitri hrafn.
— ★ —
ÞESSUM ævintýrum Mikka er nú lokið. — Nú langar mig
til þess að biðja ykkur, sem íylgzt hafið með ævintýrum
Mikka, að skrifa nokkrar línur og segja mér hvernig
ykkur hafi líkað þau. — Jafnframt langar mig til að vita,
hvernig sögur þið helzt viljið lesa. Mun ég reyna eftir beztu
getu; að uppfylla óskip ykkar í þeim efnum. — (Þýð.)
Útan á umslagið eigið þið að skrifa:
Barnasaga Morgunblaðsins, Reykjavík.
Það tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum, að vér
höfum tekið við einkaumboði fyrir hinar heims-
þekktu STANLEY-ve.rksmiðjur í Bandaríkjunum
og Englandi:
STANLEY WORKS, U.S.A.
(Járnvörur allskonar)
STANLEY ELECTRIC TOOLS, L.S.A.
(Rafknúin verkfæri)
STANLEY TOOLS, U.S.A.
(Handverkfæri allskonar)
NORTH BROTHERS IMFG. Co., U.S.A.
STANLEY WORKS Ltd., Sheffield,
( Handverkf æri).
Afgreiðum allar framleiðsluvörur firmans beint til
leyfishafa, eða af lager hér, eftir samkomulagi.
Virðingarfyllst,
LUDVIG 8TORR á CO.
Sími: 2812.
Laugavegi 15.
Hjélsagarblöð - Bandsagarblöð j
Nýkomið: “
m
Hjólsagarblc-5: 6” 8” 10” 12” 14” 16” 18" 20" 24” 28” 30”. ;
■
Bandsagarblöð: 6, 8, 12, 15, 20, 25, 30, 35, 37, 40 mm. «
m
Sænskt stál. ;
LUDVIG STORR & CO.
Sími 3333 — Laugavegi 15 Z
Sænsk múraraáhöld
Nýkomin:
Múrbretti (stál) — Múrskeiðar
Kastskeiðar — Tcakbretti
LUDVIG STORR & CO.
Laugavegi 15 — Sími 3333
Verzlunarmaður
Duglegur afgreiðslumaður, sem einnig gæti tekið að
sér sölumennsku, getur fengið atvdnnu nú þegar. —
Skriflegt tilboð með upplýsingum um aldur, menntun,
fyrri störf, ásamt meðmælum, ef til eru, sendist undir-
*
rituðum nú þeðar.
LUDVIG STORR & CO.
Laugavegi 15.
Rúmgoð braggaíbúð 1
m
3 herbergi, eldhús og salerni, ásamt stórri geymslu til -
sölu. — Laus strax. 2
NÝJA FASTEIGNASALAN
Bankastræti 7. — Sími 1518, og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546 5
Tilkynn'inig IVá Byggiaigar-
samvinnnfélagS V.M.
Framvegis ber öllum er hlut eiga að máli, að snúa sér
eingöngu til hr. Indriða Bogasonar á skrifstofu félagsins
Vonarstræti 4, sími 5293, um allt er að starfsemi félags-
ins lítur, svo sem greiðslu félagsgjalda, innritun í félag-
ið o. s. frv. — Þó má ná tali af formanni félagsins Carl
H. Sveins í síma 4973 að forfallalausu daglega kl. 18—19,
en ekki á öðrum tíma, né í ÓÖrum síma.