Morgunblaðið - 21.05.1952, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.05.1952, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIB Miðvikudagur 21. maí 1952. JPcrrgimMaMfr Útg.: H.f, Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Að lokinni vetrarvertíð VETRARVERTÉÐINNI er fyrir fyrir nokkru lokið. Vélbátaflot- inn, sem í vetur sótti á miðin er nú að mestu hættur veiðum, a. m. k. hér sunnan lands. Á Vest- fjörðum er þó róðrum haldið áfram ennþá frá flestum ver- stöðvum. Talið er að yfir 500 vélskip hafi gengið til veiða á þesSari vetrar- vertíð. Á þeim hafa verið rúm- lega 5 þús, skipverjar. En miklu fleira fólk vinnur að hagnýtingu afians i landi. Þegar á þessar tölur er litið og það ennfremur athugað, að bak við þetta fólk standa fjölskyldur þess, verður auðsætt, hversu snar þáttur vélbátaútgerðin er í bjarg- ræðisvegum þessarar þjóðar. Tugir þúsunda manna eiga af- komu sína undir því komna, hvemig þessari útgerð vegnar, hvernig fiskast á vélbátana hér við Faxaflóa, fyrir vestan, norð- an, austan og sunnan. Verð sjáv- arafurðanna ræður því, hverju sjómannaheimiiin í kaupstöðum og sjávarþorpum landsins hafa úr að spila. En það er ekki nóg með það, að afurðaverðið og aflinn ráði afkomu þess fólks, sem vinnur við bátaflotann, hraðfrystihúsm, síldarverksmiðiurnar og fiski- mjölsverksmiðjurnar. Oll þjóðin er háð árangri þess starfs, sem unnið er við þessi framleiðslu- tæki. Ef illa aflast eða verðt'all verður á afurðunum skortir þjóð- ina erlendan gjaldeyri til kaupa á margvíslegum nauðsynjum til fæðis og klæðis. Það er þess vegna svo fjarri því, að hún geti látið sér hagsmuni vélbátaútvegs- ins í léttu rúmi liggja. Það er öllum kunnugt að hinn svonefndi bátagjaldeyrir var upp tekinn til þess að koma í veg fvr- ir algera stöðvun og hrun báta- útvegsins. Gengislækkunin hafði ekki nægt til þess að tryggia út- gerðinni.nægilega hátt verð fyrir afurðir sínar. Þessvegna var óum- flýjanlegt að finna einhverjar nýjar leiðir til þess að létta henni róðurinn. Kratar og kommúnistar, sem tóku afstöðu gegn þessari leið, gátu ekki bent á neitt annað ár- ræði. Þeir völdu sér hin nei- kvæðu afstöðu, að rífa niður án þess að geta byggt nokkuð upp. Síðan hefur Alþýðuflokkurinn gengið jafnvel ennþá lengra en kommúnistar í áróðrinum gegn hinum lífsnauðsynlegu ráðstöf- unum. Ef AB-liðið hefði mátt ráða, hefði vélbátaútgerðin stöðv- ast algerlega. Af því hefði svo lextt stöðvun hraðfrystihús- anna, sem eru aðal atvinnu- tækin í svo að segja hverju einasta sjávarþorpi um land allt. Ef Alþýðuflokkurinn hefði getað komið í veg fyrir ráð- stafanirnar til stuðnings vél- bátaútgerðinni hefðu ekki 500 vélskip gengið á s.l. vetrarver- tíð. Þá hefði orðið alger rekstr arstöðvun hjá þessari þýðing- armestu atvinnugrein þjóðar- innar. Hver einasti sjómaður og út- gerðarmaður um land allt veit að þetta er satt og rétt. Samkvæmt þeim skýrslum, sem voru fyrir hendi í lok marz- mánaðar, var aflamagnið á ver- tíðinni orðið um 80 þús. smálest- in Á sama tíma árin 1950 og 1951 var það um 70 þús. lestir. Má því segja að vel hafi ræst úr þessari vetrarvertíð, sem var mjög rys- jótt og aflarýr framan af. Athyglisverðasta nýungin í veiðiaðferðum á þessari vertíð var notkun hinnar nýju flotvörpu sem hefur revnst stórvirkt og hentugt veiðarfæri. En nú eru sjómenn þegar farnir að bolla- leggja um, hvort ekki muni líkur til þess, að hún geti orðið fiski- stofninum hættuleg, þar sem auð- velt er að nota hana til þess að !sópa fiskinum af hraununum þar sem hann hrygnir, en ekki hefur áður verið unnt að ná honum í botnvörpu. En sá atburður, sem mestar vonir eru tengdar við af sjó- mönnum og útvegsmönnum, er hin aukna vernd fiskimið- anna fyrir veiðarfærum rán- yrkjunnar. Hin nýja reglu- gerð, sem sett var hinn 19. marz s.l. lokar ýmsum þýð- ingarmiklum fiskimiðum fyrir allri botnvörpu og dragnóta- veiði, þar á meðal öllum Faxa- flóa, Breiðafirði og verulegum hluta Húnaflóa. Vonir standa til þess að þessi friðun muni hafa stór- fellda þýðingu fvrir fiskigöng- ur á grunnmið vélbátaflotans á næstu árum. Þessvegna eru útvegsmenn og sjómenn bjart- sýnni við lok þessarar vetrar- vertíðar en oft áður. Sjátfsfæðismenn munu standa saman FUNDUR Sjálfstæðisfélaganna og stuðningsmanna séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups við for- setrkjörið í fyrrakvóld, bar þess greinilegan vott að Sjálfstæðis- menri í Reykjavík ætla ekki að látr. sundra röðum sínum í bar- áttunni um forsetakjörið. Þar ríkti svo mikill einhugur að auð- sætt er að þegar er risin voldug aida til fylgis við hínn sameigin- lega frambjóðanda tveggja stærstu lýðræðisflokkanna. Á þessu þarf raunar enginn að fuvða sig. Sjálfstæðismenn missa yfirleitt ekki sjónar á aðalatrið- unum í hinni pólitísku baráttu. Eitt hinna mikilvægustu þeirra er að byggja afstöðu sína á mál- efnalegum grundvelli. Hver er svo hin málefnalega afstaða stjórnmálaflokkanna við þessar forsetakosningar? I Afstaða Sjálfstæðisflokksins hefur verið sú, að vinna að sem víðtækustu samstarfi iýðræðis- fiokkanna um framboð. Flokkur- inn hefur ekki viljað stuðla að flokkspólitísku kjöri æðsta em- bættismanns lýðveldisins. — Af- staða Framsóknarflokksins hefur verið svipuð. En minnsti flokkur þjóðarinn- rr, Alþýðuflokkurinn, hefur haft allt aðra afstöðu. Hann hefur viljað stefna að flokkskjöri Al- þýðuflokksmanns. Vitanlega er honum ljóst að fylgi kratanna dugir ekki til þess. Þess vegna krtfst hann fylgis úr öðrum flokk um, og þá fyrst og fremst Sjálf- stæðisflokknum. Svo krefst þessi flokkur „þjóðareiningar" um einn af þingmönnum sínum og segir að frambóð hans sé „ópólitískt“!!! Fundurinn í Sjálfstæðishús- íru í fyrrakvöld sýndi á ótvi- ræðan hátt, að það eru ekki margir Sjálfstæðismenn, sem gleypa slíka flugu. UngverjaEand: Prentarar sviptir kaupi og refsað fyrir villur VÍNARBORG. — Prentarar eiga ekki sjö dagana sæla í Ungverjalandi síðan kommún- istar byltust til valda þar í landi, hermir ungverskur prent ari, sem tók um langt skeið virkan þátt í stéttarsamtökum prentara í heimalandi sínu og nýlega komst á flótta til Aust- urríkis. Hin vel skipulögðu samtök ungverskra prentara, sem jafnaðarmenn byggðu upp á síðustu 30—40 árum, hafa nú verið rúin inn að skyrtunni og gerð óvirk sem stéttarfélög, lífeyrissjóðir, atvinnuleysis- sjóðir og aðrar eignir þeirra gerðar upptækar og þeim sóhmdað í áróðursbrölt komm- únistaflokksins. STAKHANOVITA-KERFIÐ I Ungverskir prentarar verða nú að vinna samkvæmt Stakháno- vita-aðferðum. Fyrir stríðið var I vélsetjara að jafnaði ætlað að skila 5,000 stöfum á klukkustund, en Stakhanovita-kerfið krefst nú ! 16,000 stafa á sama tíma. Prent- i arar eru gerðir ábyrgir fyr,r J skemmdum á vélum, sem þeir 1 stjórna, og eiga það jafnan á hættu, að verða sakaðir um skemmdarverk, ef eitthvað ber út af og varðar slíkt fangélsisrefs • ingu. j REFSAÐ FYRIR VILLUR Hverjum þeim setjara, sem ger ist sekur um yfirsjón eða villu í | próförk er refsað fyrir það brot. | í stað þess að fá greitt fyrir vinnu sína, þegar slíkt kemur fyrir, eru þeir að jafnaði krafðir um 50 til 100 forintur í vikulok. — Fyrir prentvillur er prenturum en ekki prófarkalesurum refsað. Einkan- lega eru refsiviðurlög þung ef villan orsakar hættulega póli- tíska merkingu orðs eða orða- sambands. NIÐURRIFSHER — FRELSISHER Vélsetjari var t.d. fvrir skömmu handtekinn og dæmdur til 10 vikna fangeisisrefsingar fyrir að setja „Sztalin ökre“ (naut Stalins) í stað „Sztalin, ökle“ (hnefi Stalins). Annar var, nýlega sendur i þrælabúðir um óákveðinn tíma fyrir að setja „Elszbiladito Hadsereg" (niður- rifsher) í stað „Felszabadito Had- sereg“ (frelsisher). Þessi villa þóttí með ódæmum og Sovéthernum með henni gerð hin versta óvirðing. Skipti eng- um toeum, hermir flóttamaður- ! inn, að sökudólgurinn var hand- tekinn og dvelst nú vegna þess- arar herfilegu ávirðingar við heldur nauman kost i hinum al- ræmdu Kistarrsa-þrælabúðum í Ungverjalandi. 5 íslenzkir leikir '] verða á geirauna- seðlinum um hvíla- sunnuna ÍSLENZKAR getraunir hafa nú staríað í 5 vikur og á þeim tíma hefur þátttakan þrefaldazt. Um hvítasunnuna fara fram 5 fs- lenzkir leikir, sem verða á get- raunaseðli þeirrar viku. — Fara þeir fram víðsvegar um landið, á Akureyri leika Þór og KA í meistaraflokki, á Isafirði Vestri og Hörður, í Vestmannaeyjum Þór og Týr, í Hafnarfirði Haukar og FH og í Reykjavík leika ís- landsmeistararnir Akurnesingar gegn enska atvinnuliðinu Brent- ford. Auk þess verða norskir og sænskir leikir á seðlinum. Flestir munu fagna því að tek- izt hefur að koma á svona mörg- um.íslenzkum leikjum. í síðustu viku jókst þátttakan utan Reykjavíkur um 30%, en ó- hætt er að fullyrða, að hún muni aukast mjög við þetta. I þessari viku verður tekið á móti getraunaseðlum til næst- komandi föstudagskvölds hjá öll- um umboðsmönnum getraunanna hvar sem er á landinu, vegna lokunar umboðsstaða á fimmtu- daginn (uppstigningardag). Velvokandi skrifar: ÚB DAGLEGA LÍFINV Lisfamannakvöld Norræna félagsins SUNNUDAGINN 25. maí heldur Norræna félagið Listamanna- kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum, en þá gefst Reykvíkingum hið eina tækifæri að þessu sinni að . heyra og sjá hinn mikla danska | listamann, Holger Gabrielsen, , leikara og leikstjóra. Les hann úr verkum Holbergs, H. C. And- ersens og Kaj Munks. Hér mun Gabrielsen stjórna leiksýningun- um á Det lykkelige Skibbrud eft- ir Holberg, eins og kunnugt er. Gabrielsen hefur hér mjög skamma viðdvöl og flýgur heim- leiðis daginn eftir, 26. maí. Hann hefur lengi verið einn af beztú leikurum og leikstjórum Dana og' lengst af starfað við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahófn. Þá gefst Reykvíkingum einnig kostur á að heyra hina víðkunnu og vinsælu söngkonu, Elsu Sig- fúss, syngja dægurlög, en hún mun svo sem kunnugt er syngja í óperettunni Leðurblökunni eftir. Johan Strauss, sem flutt verð-j ur í Þjóðleikhúsinu innan skamms. Óþarft er að kynna Ein- ar Kristjánsson, óperusöngvara, en það er nú orðið alllangt síðan hann söngíhér síðast. Skanunarlegt skeytingarleysi. SL. mánudag fékk ég bréf frá konu, sem hefur ljóta sögu að segja. Fer það hér á eftir: „Velvakandi vinur. Það er sjaldgæft að ég fái ekki orða bundizt og hætti mér út á ritvöllinn, en í þetta sinn verð ég að láta skeika að sköpuðu og gera það. Hér um morguninn var ég á leið um Suðurlandsbraut ásamt ungum dreng, sem ég á. Þar við vegbrúnina blasti við okkur svo ömurleg sjón, að orð fá eigi lýst, Guðjón M. Sigurðs- son sigraði í einvíg- inu við Prins í GÆR tefldu þeir Guðjón M. Sigurðsson og Prins biðskákir sínar úr einvíginu. Vann Guðjón fyrri skákina, en sú síðari varð jafntefli. Bar Guðjón þannig sig- ur úr býtum í einvíginu með IV2 vir.ning gegn V2. Brotið var ofan af tólf fallegustu reynitrjánum í garðinum þar lá hræ af kattargreyi, sem hafði verið aflífað með hengingu. Snaran var enn föst um háls vesalings dýrsins, sem beðið hafði þennan hryllilega dauðdaga. Drengnum mínum brá svo mjög við þessa sjón, að hann var mið- ur sín lengi á eftir. Vildi ég nú biðja þig, Velvak- andi vinur, að skjóta því að al- menningi að láta sig ekki henda slíkt miskunnarleysi við dýr.“ Tvennt, sem ber að átelja. FULL ástæða er til þess að taka undir með þessum bréfritara. Það er tvennt, sem ber að átelja harðlega í þessu máli. í fyrsta laei hengingaraðferðina, sem er sóðáleg og ómannúðleg aðferð við lógun dýra. Það er enginn vandi fyrir þá, sem þurfa að aflífa dvr sín að fá til þess skotvopn. Ég veit meira að segja ekki betur en að lögreglan veiti fólki slíka að- stoð. Drekkingar og hengingar hunda og katta ættu fyrir löngu að vera undir lok liðnar. Slíkar aðfarir eru andstyggilegar og alls ekki sæmandi fólki, sem vill láta orða sig við siðmenningu og mannúð. Svo er hitt atriðið. Það er þver brot á heilbrigðis- og þrifnaðar- reglum að kasta hræjum af bús- dýrum út á götur og gatnamót. Snaran um hálsinn á kettinum við Suðurlandsbraut er hinsvegar aðeins auglýsing á þeim óþrifa- lega verknaði, sem á þessu vesa- lings dýri var framinn. Ifl Upplýsinga óskað MARGAR óskir hafa borizt um frekari upplýsingar um ferða skrifstofur þær, sem minnzt var á hér um daginn og skipuleggja hópferðir frá Kaupmannahöfn víðsvegar um meginland Evrópu. Það er sjálfsagt að verða við þess- um óskum. Hérna eru nokkur heimilisföng: Bennetts Rejsebureau, Raad- huspladsen 47, Danske Stats- baners Rejsebureau, Banegaards- pladsen 2, American Express Rejseafdeling,, Dagmarshus og Dansk Rejsebureau, Östergade 3. Þetta eru nöfn nokkurra helztu ferðaskrifstofanna í Höfn. Annars geri ég ráð fyrir að Orlof h.f. geti gefið allar upplýsingar um þessar ferðir. Hermdarverk í trjáearði. SVO er hér að lokum bréf, sem lýsir ótuktarlegu hermdar- verki, sem nýlega var unnið í ein- um trjágarði hér í bænum. Bréf- ið er frá konu, sem ekki óskar að láta nafns síns getið, og er á þessa leið: „Kæri Velvakandi: Allir, sem hafa yndi af bióma- og trjárækt og vita hve ánægju- legt er að fylsjast með hvernig litlu trén stækka og fríkka ár frá ári, munu skilja sorg konunnar, sem kom nýlega að garði sínum og sá að búið var að brjóta 12 fallegustu reynitrén hennar. Tré þessi voru orðin í fyrra 2 m. há en eftir standa nú 30—50 cm. háir stofnarnir. Það sem brotið hefur verið af hafa ódæðismennirnir haft á burt með sér. Myndi sam- vizka þeirra ekki vakna ef beir hefðu (eins og ég) séð vesalings konuna með tárvota vanga, ganga á milli trjástubbanna og strjúka um hvít sárin á litlu trjánum, sem eftir stóðu.“ Þetta bréf lýsir alveg nægilega vel, hverskonar verknað þar er um að ræða. Þar er óþarfi a8 bæta nokkru við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.