Morgunblaðið - 05.07.1952, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. júlí 1952
111«
Flóttafólk kom til Liibeck
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónssoo.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 304i.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiftola:
Austurstrœti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 é mánuði, imianlanda.
í Iausasölu 1 krónu eintaklð.
í MARGA mánuði hafa Rússar
og kommúnistar um allan heim
hamrað á þeirri staðhaefingu að
her Sameinuðu þjóðanna í Kóreu,
og þá fyrst og fremst Banda-
ríkjamanna, væri tekinn að beita
sýklum í hernaði sínum. Þetta
hefur bókstaflega verið uppistað-
an í áróðri kommúnista um langt
skeið.
Herstjórn Sameinuðu þjóðanna
hefur harðneitað þessum áburði
og lýst hann alger ósannindi og
uppspuna. Meðal frjálsia þjóða
hefur sú yfirlýsing að sjálfsögðu
verið tekin trúanleg, enda bein
fjarstæða að Sameinuðu þjóðirn-
ar teldu sér það sæmandi að láta
heri sina í Kóreu hefja sýkla-
hernað.
En þrátt fyrir allar yfirlýsing-
ar hafa Rússar haldið fast við
staðhæfingu sína um sýklahern-
að Bandaríkjamanna.
Ekkert var því eðlilegra en að
fram kæmu tillögur um hlut-
lausa rannsókn á sannleiksgildi
þessarar þungu ákæru. Fulltrúi
Bandaríkjanna i öryggisráðinu
lagði því fram tillögu um, að
SÞ fælu alþjóða Rauða krossin-
um að rannsaka, hvort ásakanir
Rússa um sýklahernað hefðu við
nokkur rök að styðjast.
Æt!a mætti að fulltrúi
Rússa hefði tekið þessari
uppástungu fegins hendi. Nú
var tækifæri komið til þess
að fá sannleikann í þessu máli
upplýstan. Nú gat allur heim-
urinn séð það, hvað raunveru-
Iega hefði gerst í þessum mál-
um í Kóreu. Alþjóða Rauða
krossinum hlaut að vera
treystandi til að leiða sann-
leikann í Ijós. Óhlutdrægni
hans Iiiaut að mega treysta.
En þeir, sem bjuggust við, að
Rússar vildu fá sannleikann i
ljós hafa misreiknað sig herfi-
lega. Það kom greinilega í ljós
þegar tillagan um óhlutdræga
rannsókn þessa máls kom til um-
ræðu í öryggisráðinu. Fulltrúi
Rússa snérist þar öndverður gegn
henni. Hann var algerlega mót-
fallinn því að hafin yrði rann-
sókn á sannleiksgildi þeirra stað-
hæfinga hans eigin stjórnar, að
Bandaríkin hefðu beitt sýkla-
hernaði í Kóreu. Jakob Malik
tók upp harða baráttu gegn því
að hlutlaus aðili tæki að grafast
fyrir um sannleikann í þessum
efnum. Svo langt gekk óvild
Rússa gagnvart slíkri rannsókn,
að þeir létu fulltrúa sinn í örygg-
isráðinu beita neitunarvaldi til
þess að hindra samþykkt tillög-
unnar um að rannsókn skyldi
íram fara.
Hafa nú önnur eins vinnubrögð
í alþjóðamálum nokkurn tíma
sést? Rússar dreifa þeim áróðri
út um allan heim að Sameinuðu
þjóðirnar séu teknar að nota
sýkla í varnarstríði sínu í Kóreu.
Þeir láta kommúnista allra landa
eta þetta upp eftir sér. Þegar
svo að borin er fram tillaga um
rannsókn á sannleikgildi þessara
sóðalegu ásakana snúast Rússar
gegn henni af alefli!
Hvaða áiykíun er nú bægt
að draga af slíkum baráttu-
aðferðum aðra en þá, að Rúss-
ar hafi logiö sögunni um
sýklahernaðinn upp frá rót- ]
um? Þessvegna vilji þeir um- |
fram allt koma í veg fyrir að
stofnun eins og Rauða kross-
inum sé falið að komast fyrir
um sannleikann.
Sú ráðaþr.eytni Rússa, að láta
fulltrúa sinn í, öryggisráðinu beita
þar 'neitunarvaldi sínu í þessu
máli ber með sér svo augljósan
ótta við, að hið sanna komi í ljós
í þessu máli, að ekki verður um
villst. Sektarsvipurinn skín út úr
þessari afstöðu. Allur heimurinn,
hver einasti skyni borinn maður,
hlýtur að sjá hann.
Það er að sjálfsögðu eðlileg
afleiðing af þessari neitun Rússa
á að rannsókn fari fram, að örygg
isráðið lýsi þá opinbera ósann-
indamenn að öllum áróðrinum
um sýklahernað í Kóreu. Jakob
Malik hefur því með beitingu
neitunarvalds síns lýst því yfir
sjálfur að stjórn hans hafi etið
ofan í sig allan þennan áróður.
Öll sýnir þessi framkoma
Rússa alveg einstæða óráð-
vendni og siðleysi í meðferð
alþjóðamála. Heimurinn hefur
fengið nýja spegilmynd af
rússnesku stjórnmálasiðgæði.
Það tekur Moskvustjórnina
áreiðanlega langan tíma að
þvo þann blett af skildi sín-
um, sem áróður hennar um
sýklahernaðinn hefur sett á
hann. Heimurinn hefur feng-
ið enn eina sönnun fyrir botn-
leysi þeirrar spillingar, sem ej
höfuð einkenni hins kommún-
íska stjórnarfars.
Tvö norræn mót
UM ÞESSAR mundir standa yfir
tvö norræn mót hér á landi. Er
það í fyrsta lagi mót norrænna
hjúkrunarkvenna og í öðru lagi
mót kirkjutónlistarmanna, sem
hófst s. 1. fimmtudag.
Fyllsta ástæða er til þess að
fagna hinum norrænu gestum,
sem sækja þessar samkomur.
Margir þeirra koma hingað í
fyrsta skipti og fá þar með tæki-
færi til þess að kynnast íslándi
og íslenzkum málefnum betur en
áður. Við þurfum ekki að fara
í neinar grafgötur um, að það.
er mikill ávinningur fyrir okk-
ur. Sem mest og raunhæfust
kynni milli hinna norrænu þjóða
hafa áreiðanlega mikið gildi fyr-
ir þær, og þá ekki hvað síst
fyrir íslenzku þjóðina, sem er
minnst þeirra og fjarlægust.
En það er athyglisvert, að oft
verður vart nudds og eftirtalna
gagnvart ferðalögum Islendinga
héðan að heiman til þátttöku í
norrænum mótum í hinum Norð-
urlöndunum. Er þá rætt um
gjaldeyriseyðslu og allt haft á
hornum sér. Hinsvegar fagna ís-
lendingar því almennt, að fá
heimsóknir Norðurlandabúa hing
að heim til sín. En auðvitað kost-
ar það þá ekki síður fé en okk-
ur að heimsækja þá.
Sannleikurinn er sá, að ekkert
er eðlilegra og ánægjulegra. en
að fulltrúar stétta og starfshópa
norrænum mótum i hinum Norð-
urlönd og tekið þar þátt í ýmis-
konar menningarlegri samvinnu.
Siíkar heimsóknir hafa líka
sjaldnast í för með sér tilfinn-
anlega eyðslu gjaldeyris. En við
græðum hinsvegar mikið á þeim.
Við treystum menningarleg
tengsl okkar við þær þjóðir, sem
okkur eru" skyldastar. Við víkk-
um útsýni okkar og leggjum
grundvöll að auknum skilningi á
gildi samstarfs þjóða í miIIK
Til þess er að lokum ástæða
að þakka hinum norrænu
hjújfefiBnarkonurn og kirkju-
tónlistarmönrum fyrir koni-
una hingað að þessu sinni. —
íslendingar biðja þetta fólk
að ílytja frændum sínum á
Norourlöndum kveðjur og
árnaðaróskir.
Líjbeck í júnfe ■
MAGNLAUSAR, a S því
komnar að gefast upp, komu
til Lúbeck, tvær bændafjöl-
skyldur, sem flúið höfðu 'rá
rússneska hernámssvæðinu.
Þær höfðu flúið :"rá heimilum
sínum, því að fyrir dyrum
stóðu nauðungarflutningar
þeirra, samkvæmt "yrirskipun
austur-býzliu stjórnarinnar. —
Örfáa metra frá vestur-þýzkri
grund, frá vestnrbakka Wak-
enitz-ár, sem skilur á milli
hernámssvæða, misstu bær
það litla, sem þær höfðu getað
tekið með sér af eignum sín-
um og þar heltust tveir i'jöl-
skyldumeðlimir úr lestinni. —
Húsmóðirin í annarri fjöl-
skvldunni féll í skothríð aust-
ur-þýzku lögreglunnar á aust-
urbakka árinnar og skömmu
S'ðar dgukknaði J6 ára sonur
hennar ,úti í ánni, þegar bát-
ur valt um koll.
MEÐ FÁRRA KLST.
FYRIRYARA
Bændaþorpið Losckwisch í
■ Mecklemburg liggur rétt austan
' við hið alræmda „fimm km.
eyðusvæði", sem „alþýðulögregl-
an“ hafði' fyrir ííu dögum
hreinsað. Vestustu akrar þorps-
ins ná þó- inn á „eyðusvæðið“
■ og þvi komu einnig orð til bænd-
anna þar um að þeir skyldu flutt-
ir á brott. * Síðan kom lokafyrir-
skipun frá stjórnarvöldunum um
* „að sakir öryggis ríkisins yrði
fólkið í þorpinu flutt burt og
: skyldi það sótt eftir nokkrar
1 klukkustundir".
YFIRGÁFU ALLT,
SEM VAR ÞEIM KÆRAST
Þá ákváðu tvær fjölskyldur
að bíða ekki lengur boðanna. Nú
var ekkert lengur sem batt þau
við þennan stað.Frá því á dögum
þrjátíu ára stríðsins höfðu ættir
þeirra búið þarna, en nú var allt,
sem þeim var kærast á þessari
jörð þurrkað út. Þau tóku pjönk-
| ur sínar saman með helztu minja
gripum, sem sárast hefði verið
að skilja við, og í kvölöhúminu
lagði lítill hópur af stað frá þorp-
I inu. Þau ætluðu að freista þess
að komast í gegnum allar hindr-
anir burt frá ógnunum. Það voru
tvær fjölskyldur, hjón, sonur
þeirra, 16 ára piltur, og dóttir
, 12 ára og hinsvegar hjón, með
smábarn mánaðargamallt. Þau
! stefndu fyrst í suðurátt, því að
i þau vonuðu, að minna væri um
j landamæraverði þar en -norðar
! og nær Lubeck. Þau yrðu að fara
I yfir Wakenitz-á, þótt aðeins tvö
rþeirra væru synd.
I
í NÆTURKYRRÐIN ROFIN
Allt gekk vel, þar til kom að
I „500 metra eyðusvæðinu“ og
heldur nú frásögnin áfram, skv.
skýrslu flóttafólksíns, er þau
i komu til ’Lúbeck: — Það er
' skammt til miðnættis. Þau nema
staðar um stund og leggja hlust-
irnar við. Allt í einu er nætur-
kyrðin rofin. Skothvellir og hvæs
andi byssukúlur þjóta skammt
frá þeim. Þetta eru engin aðvör-
unarskot, heldur er þeim beint
tafarlaust að ílóttafólkinu.
ÓGNIR í MYRKRINU
Nú er að duga eða drepast.
Þau taka til að hlaupa eins og
fa’tur íoga yfir „eyðusvæðið“,
Önnur móðirin heldur á Iiíla
barninu í faðmi sínum og
þrýstir því að sér. — Skotin
hvína í kringum þau og þyrla
sandinum upp í andlit þeirra.
Nú eru aðeins 400 metrar eftir
fram að árbakkanum. Þá viíja
konurnar gefast upp. Þær
varpa sér til jarðar. Karl-
mennirnir reisa þær upp með
valdi. Áfram nú! Þarna — það
eru hundar! Hvílík ógn, —
eru blöðhundar á cftir þeim?
Þau brjótast enn áfram, enn
hvín í byssukúlum. — Nú fellur
eldri konan, móðir 16 og 12 ára
Þeffa eru dailegir viðbur^ir á „eyðusvæSinu"
barnanna. Maður hennar snýr við
, til hennar, en hún hrópar til
; hans. „Það þýðir ekki að bjarga
mér, bjargaðu börnunum okkar“.
Hann skilur hverskyns er og
neidur áfram.
i
HAND.4N FL.TÓTSINS, SEM
SKILUR ATILLI LÍFS
OG DAUÐA
l Hin komast fram á bakkann
og feia sig í kjarri. — Þau
hlusta, allt er aftur kyrrt. Vestur-
þýzkur vélbátur siglir eftir ánni.
■ Þau gefa honum merki :neð vasa-
ljósi, og bátsmenn taka ekki eftir
því. Enn bíða þau í ofvæni. Að
eins tvö þeirra eru synd. Þa6
eldar á ný. í morgunskímunm
sjá þau mann ganga eítir vestur
bakkanum. Þau gefa honutn
merki, benda á litinn árabát, sem
liggur bundinn við vesturbakk-
ann, ef hann gæti leyst hann,
róið yfir og bjargað þeim. En
maðurinn hristir höfuðið og
bendir norður fy-rir þau. ■— Þau
skilja það, þar eru austur þýzk-
ir lögreglumenn.
SÍÐASTI SPÖLURINN
Enn líður nokkur tími. Það
birtir, svo nú er ekki hægt að
bíða lengur. Annar maðurinn fer
úr fötunum, syndir yfir að hin-
um bakkanum til að sækja bát-
inn. Iíann kemst klakklaust til
baka. Þau fara öll í bátinn, þrjú
fullorðin, systkinin tvö, litla
barnið og farangurinn. Þau róa
hljóðlega, en .á miðri ánni skeð-
ur ógæfan. Þau vita ekki hvers
vegna, en ofhlaðinni bátskæn-
unni hvolfir undir þeim. I
Hjónin með smábarnið geta,
bæði synt og þau bjargast. Hin
halda sér í bátinn. Göngumað-
urinn á vesturbakkanum hefur
haft gætur á þeim og nú kastar
hann sér til sunds og með ein-
hverju móti bjargast feðginin.
Sextán ára pilturinn hefur hins
vegar misst takið á bátnum. Þau
sjá hann ekki framar.
(Lauslega þýrtt eftir ,Die Welt‘).
FjölbreyHasla
SUMARLEYFIN eru byrjuð. —
Fólk yeltir fyrir sér hvert halda
skuli. Marga langar til að sjá
sem mest af ættlandi síau og
kostur er á.
Hefur þú, lesari góður t. d.
séð víðiendi Skagafjarðar af
Vatnsskarði, yfir Eyjafjörð frá
Vaðlaheiði, eða Fljótsdalshérað
frá Norðurbrún? Hefur þú séð
Ásbyrgi, er sennilega á sér engan
sinn líka í öllum heimi? Hefur
þú staðið við brún Dettifoss ög
horft á eitt voldugasta fallvatn
Evrópu? Hefur þú litið inn yfir
auðnir íslands af Dimmafjall-
garði, séð Vatnajökul og hin
tröllslegu Kverkfjöll eða drottn-
ingu r.orðuröræfanna, Herðu-
breið í sindrandi heiði? Eða Snæ-
fell og Austfjarðafjöllin gægjast
upp í austri? Hefur þú hvílt augu
við spegilflöt Lagarins á kyrru
julíkveldi, sólsetur í Norður-
Framh. á bis. a
Velvákandi skrifar:
ÚB DAGLEGJI LtFI
Þá var öldin önnur
ÞAÐ hefur heldur en ekki
hlaupið á snærið hjá þeim,
jsem dýrka sólgleraugun engu
síður en sjálft sólskinið. Lengst
j af hefur úrvalið verið harðla
fábrotið, eiginlega hafa allar um-
gerðirnar verið eins og glerin
ijálf kringlótt og síður en svo
skorin við nögl. Sannkölluð kýr-
augu. Það var þá helzt liturinn,
sem hægt var dálítið að breyta
til með, ef nokkuð var.
Nú eru uppgangstímar hjá þcim.
Rctt gleraugu á réttu
'iefi i
EN nú sem sagt er öldin önnur,
enda notar hún sér það óspart
unga kynslóðin. Augun eru nú
, vfirleitt ekki kringlótt, því að
það er gamaldags. Tíg!ótt eru
þau og sporöskjulöguð, ílöng og
íbogin með alla vega krókurn,
kimum og öngum. Og spengurnar
eru fjölskrúðugar eftir því. Ár-
angurinn af allri þessari marg-
breytni er svo sá, að menn geta
rú valið sér sólgleraugu hver
eftir sínum eiginn smekk. Þann-
ig eru þau tekin í þjónustu
skvevtingar og tilhalds, því að
rétt gleraugu setja réttan svip á
hverja ásjónu.
Eru ekld einhlít
OG það mætti bæta því við, að
verðið er við allra hæff eins
og þeir segja í auglýsingunum.
Þetta frá 3—4 krónum, en önnur
losa hundraðið.
Sólgleraugu eru mestu þaría-
þing, Það verður þó að teljast
galli, að sum þeirra cru sjóninni
til óþurftar. Þau sporna ekki
við innrás hættulegra geisla, secn
augað verður ekki vart við. Því
geta menn horft sér til skcða i
birtuna í fullu grandaleysi.
í
Brúnir menn og hvítir
IREYKJAVÍK skiptast menn
nú í hvíta menn og brúna,
og- fer litai-aftið nokkuð eftir
því, hvort viðkomandi . hef-
ur fengið sumarleyfið sitt eða
ekki. Þó er þessi greining ekki
einhlít.
Það er alkunna, að sumir setja
allan metnað sinn í að verða
brúnir á skrokk, svo að ekki sé
nú talað um andlitið, því að
brúnn maður slær tvær flugur í
einu höggi. Það er sagt, að útlit
hans sé bæði hraustlegt og gott,
Einstaka mönnum tekst meira
að segja að vera brúnir árið um
kring, svo að aðrir verða grænir
af öfund.
Iívers vegna er haxm
þarna?
ER L E N D TJ ferðamennirnir
staldra flestir við á Austur-
velli. Þar er hjarta bæjarins, ef
nokkurs staðar, Alþingishúsið,
Dómkirkjan og sjálfur Jón for-
seti stendur hátt á stalli og horf-
j ir vítt yfir.
En hvers vegna er verið að
'hrevkja þessum manni þarna?
Það vita gestirnir ekki, ef þeir
hpTy ekki leiðsögumann.
Örstutt áletrun við líkneski
Jóns Sigurðcsonar gæti gefið er-
lendum ferðamönnum nokkra
! hugmynd um, hvers konar mann
,er ura að ræða, því að fleStar
þjóðir eiga sínar þjóðhetjur.
Kvernig væri að kynna hann
örfáum orðum á svipaðan hátt
og Leif Eiríksson á Skólavorðu-
holti?