Morgunblaðið - 19.08.1952, Qupperneq 1
Tekiir
ni sér
Einiskipofélag Islands
Faxaflóasantgöngarnat ?
Bæjarstjórn Akraness og stjórn Skalla- *
\ grírns h.f. hafa farið jsess á leíl.
VI33LEITNÍ.V til þess að bæta samgöngunum við Faxaflóa
missi Láxfoss hefur nú komizt á nýtt stig. Bæjarstjórn Akraness og
stjórn Skallagríms h.f. í Borgarnesi hafa fyrir skömmu farið þess
sameiginlega á leit við stjórn Eimskipafélags íslands að félagið taki
að sér að leysa samgönguvandamál þessara byggðalaga með bvgg-
ingu eða kaupum á nýju skipi og rekstri þess. Stjórn Eimskipa-
íélagsins mun ekki ennþá hafa tekið afstöðu til þessarar málaleit-
unar. En gert er ráð fyrir að hún taki ákvörðun um hana innan j
skamms. Jóri Áriiason, forseti bæjarstjórnar Akraness skýrði Mbl.
1) á þessu í gær.
FRANKFURT 18. ágúst: — Mikl- |
ir hitar geisuðu í Þýzkalandi í s.l.
viku, en þó brá til vætu undir
helgina.
I Austurríki hafa .þurrkarnir
verið enn þrálátari, og er nú orð-
inn vatnsskortur í Vínarborg. Á
föstudaginn komst hitinn upp í
37 stig. Hann hefir aldrei mælzt:
þar meiri, síðan veðurathuganir
hófust þar 1857, enda slökktu
margir þorstann í ölkollu.
LAXFOSS í ÞífENNU LACI &
Vonlaust mun talið að unnt
verði að gera við Laxfoss. Er
skipið nú í þrennu lagi. Aftur-j
hluti þess hefur verið fleytt
hingað til Reykjavíkur en á því
ferðalagi losnaði vélin úr því ein-
hversstaðar fyrir utan eyjar.
Fi'amhlutinn er hinsvegar ennþá
á strandstaðnum upp á Kjalar-
nesi. Lítur því sannarlega ekki
vel út með að hœgt verði nokk-
urntíma að gera skipið haffært
að ný.ju.
ÓFULLISÆGJANDI
FARKOSTUR
f>in<$'kosniiigarit/ar verða
í &víþfóð 21. september
Líkisgt, að kommánistar verði þurrkaðir út.
KOSNINGAHRÍÐIN fyrir þingkosningarnar, sem fram fara 21.
september i haust, er nú hafin í Svíþjóð. Sýnt er, að baráttan verð-
ur hörð milli lýðræðisflokkanna, sem eru þó á einu máli um, að
andi í landinu.
Vélskipið Faxaborg hefur í
sumar annast samgöngurnar um
Faxaflóa. Er það um 100 smá-
lestir að stærð og gjörsamlega
ófullnægjandi til þess að halda
uppi slíkum ferðum.
Mikill áhugi ríkir fyrir því
í héruiíunum við Faxa/lóa að
/á nýlt og fullkomið skip til
f/essara ferða. Er það einnig
Oánægja með
ftokksstjómina
BERLÍNARBORG: — Borið hefir
nokkuð á óhlýðni verkamanna og
starfsmanna kommúnistaflokks-
ins í Austur-Þýzkalandi. Af þess-
um sökum hafa farið fram hand-
« HELZTU ERFIÐLEIKAR
Svíar eiga nú að etja við vax-
andi verðbólgu, kommúnistanjósn-
ir, húsnæðiseklu, útflutningsörðug
leika, jafnframt þvi, sem Rússar
reyna að gera Eystrasaltið að
rússnesku innhafi.
Af öllum þessum sökum verður
kosningahríðin nú með alvarlegra
bragði en 1948, en minna fé verð
ur varið til baráttunnar en sein-
ast. Þá fór kostnaðurinn upp í
nálega 40 milljónir og þótti mikill
KOMMÚNISTAR
ÞLRRKAÐIR ÚT
Þetta verða veigamestu kosning
ar, sem háðar hafa verið í Sví-
þjóð seinasta áratuginn og ber
tvennt til. Hugsazt getur, að
bundinn verði endir á valdatíma
jafnaðarmanna og í annan stað
eru nokkrar líkur til, að gengið
verði að kommúnistaflokknum
dauðum.
mikið hagsmunamál Reylcvík- j
inga og raunar allra þeirra,
sem ferðast um Faxaflóa eða tökur í 5 bæjum landsins, menn
eiga viðskipli við þau héruð, verið reknir úr flokknum og eign
sem að honum liggja. | ir þeirra gerðar upptækar.
Maður stórslasast er
veggur hrynur á hann
SAUUÁRKRÓKI 18, ágúst: — Það slys vildi til hér í bænum í gær,
að sjteinveggur féll ofan á unglingspilt og hlaut hann alvarleg meiðsl.
Hann var fluttur rneð flugvél í sjúkrahús á Akureyri.
ÆTLUÐU AÐ STYRKJA
FEGGUXIX
Tildrög slyssins voru þau, að
bræðurnir Jón og Snorri Frið-
rikséynir unnu við að styrkja
undirstöður gamals steinveggs,
sem var útveggur geymsluhúss,
en það er áfast við íbúðarhús
Jóns Friðrikssonar.
FÉLL A SNORRA
Er þeir bræður höfðu grafið
niður með gamla veggnum og
undan honum að nokkru, sprakk
veggurinn skyndilega, féll út og
kom- á Snorra, er ekki uggði að
sór.
FLUTTUR TIL AKUREYRAR
að hreinsa múrbrotin ofan af hon-
um.----Snorri var strax fluttur
til læknisskoðunar í sjúkrahúsið
hér, en var síðan að ráði læknis-
ins fluttur I flugvél til Akureyr-
,ar og lagður í sjúkrahúsið þar.
— Jón.
I MIKIfí MEIfífíUR
Fréttaritari blaðsins á Akur-
eyri símaði í gær, að samkvæmt
upplýsingum sjúkrahússins þar,
væri Snorri mikið meiddur inn-
vortis og mjaðmagrindin brotin.
Honum leið eftir atvikum í gær-
kveldi.
Bylting yfirvof-
andi s Lihanon
KAÍRÓ, 18. ágúst: — Kaíró-blað-
ið „A1 Misri“ segir, að búast megi
við stjórnlagarofi í Libanon með
tilstyrk hersins, enda muni það
ýta undir, hve stjórnlagarofið í
um.
Líbanir búast nú við „miklum
atburðum“ að sögn blaðsins.
Vona þeir, að þessir atburðir víki
burtu spillingu, en í staðinn fái
þeir víðtækar umbætur í félags-
og efnahagsmálum.
JAFNAÐARMENN í 20 ÁR
Jafnaðarmenn hafa átt forsætis
ráðherra landsins síðan 1932, og
síðan 1945 hefur verið hrein jafn
aðarmannastjórn þangað til fyrir
11 mánuðum. 1 september í fyrra
bauð Erlander forsætisráðherra,
Bændaflokknum að taka þátt í rík
jsstjórninni, þar eð hann taldi
þingmeirihluta jafnaðarmanna of
veikan.
SKIPAN ÞINGSINS
Neðii deildin er þannig skipuð,
— tölurnar í svigum sýna breyt-
ingar frá kosningunum 1944.
Jafnaðarmenn 112 (4-3).
Þ.jóðflokkur 57 (+ 31).
Bændaflokkurinn 30 (4- 5).
Hægri flokkurinn 23 (4- 16).
Kommúnistar 8 (4- 7).
Argentínumenn og Tékkar semja
ARGENTÍNUMENN og Tékkar
hafa gert með sér viðskiptasamn-
ing í Buenos Aires fyrir skömmu.
Samkvæmt honum munu Argen-
tínumenn láta Tékka fá húðir í
skiptum fyrir 900 hundruð drátt-
arvélar.
Menn brugðu skjótt við 'Snorra
til hjálpar og voru fljótir til við Egyptalandi hafi tekizt með ágæt-
Fljótiar póstsendill
Myndirnar eru frá rannsóknunum við Brima. Á þeirri efri eru
nokkrar eldilaugar, en á ncðri myndinni eru menn í þann vcginn
að hleypa af. Til vinstri eru vísindamcnn við eitt af stjórntækj-
imum.
Póstilutningar með eld-
ílaugum frá Hamborg
til New York á klukkust.
BRIMUM, 13. ágúst: — I Brimum í Þýzkalandi er starfandi félag
vísindamanna, seiu vinna að þvi að smíða eldflaugar til póstflutn-
inga á langieiðum. Hafa tilraunir þegar gefið góða raun.
IVIikið mannt^ÓEi
og eigna vegsia
vatnavaxta
b Bretlandi
LUNDÚNUM, 18. ágúst: —
Rigningar miklar og vatna-
vextir hafa verið í Suðvestur-
Englandi síðan á laugardag.
Hafa ár flóð yfir bakka og
valdið gífurlegu tjóni.
Skýfallinu fylgdu þrumur og
eldingar, en vatnsflaumurinn
fór með þunga um borg og
byggð. Fólk bjargaði sér und-
an upp á húsþökin.
Lögregla og her leitar
sleitulaust þeirra 28, tsem enn
er saknað, en þegar hafa fund
izt 13 lík. í Lynmouth hafa a.
m. 1000 manns orðið Iieimilis
lausir. í Lynton var straum-
þunginn svo mikill, að flóðið
skolaði 15 bílum, sem stóðu
þar við bílastöð, í sjó fram.
BREZK þrýstiloftsorrustuílugvél
hrapaði nýlega til jarðar nálægt
járnbrautarstöðinni í Hants, með
þeim afleiðingum, að flugmaður-
inn fórst.
Á KLUKKUSTUND YFIR
ATLANTSHAFIÐ
Innan skamms verður í'eynt að
skjóta póstsendingum á þennan
hátt frá norðurströnd Þýzkalands
til eyjunnar Helgólands. Annars
er hugmyndin að smíða eldflaugar
sem geti flogið með póst frá Ham-
borg um þvert Atlantshaf til New
York á einni klukkustund.
TIL FRIÐSAMLEGRA NOTA
Það skal sérstaklega tekið fram,
að engin hernaðaryfirvöld koma
nálægt tilraununum, enda eru þær
ætlaðar til friðsamlegra nota ein-
vörðungu.
Kínversk sendinefnd
MOSKVU, 18. júlí: — í gær
kom kínversk sendineínd til
Moskvu og er í henni margt
stórmenni. Formaður hennar
er Sjú En-læ, forsætis- og ut-
anríkisráðherra. Auk isss
starfsmenn ýmissa ráðuneyta,
einkum viðskiptamálaráðu-
neytisins.
Af því meðal annars er dreg
in sú ályktun, að nefndin komi
í viðskiptaerinduin, en Kín-
verjar hafa fengið ógrynni
vopna frá Rússum, síðan
Kóreustríðið hófst.