Morgunblaðið - 19.08.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.08.1952, Blaðsíða 7
Þri'ðjudagur 19. ágúst 1952 IMORGUfl BLAÐ1B 1 ) lislniillli © MENNTAMÁLARÁÐ ÍSLAND3 hefur efnt til yfirlitssýníngar á listaverkum Jóns Stefársssonar. Á sýningunni eru 158 málverlt, sem safnað hefur verið saman hér og í Danmörku. Jón Stefánsson er mikilvirkur málari, er sjaldan hefur haft einkasýningar, svo nú gefst ein- stakt tækifæri til að kynnast list hans, allt frá árunum 101G .11 þessa dags. Jón Stefánsson hóf listnám við tækniskólann í Kaupmannahöfn veturinn 1903. Síðar var hann í einkaskóla Zarhtemanns og loks fór hann til náms til Parísar haustið 1908 og sótti þá kennslu við Matisse skólann, öíl þrjú ár- in sem skólinn starfaði. Engin málverk munu vera íil eftir Jón frá þessum árum. Hann hefur alltaf verið strangur við sjáifan sig og eyðilagt myndir, sem hann heíur ekki verið ánægð ur með. Svo mun hafa faríð fyrir flestum þeim myndum er hann gerði á fyrsta tug starfsára sinna sem : rálari. j Elztu málverkin á þessari sýn- ingu eru frá árunum 1917—1923.! Það eru ,,Model-Stucsiur“, and-: litsmyndir, ýmislegar samstæður! og landslagsmyndir, er sýna að Jón Stefánsson hefur snemma verið orðinn óvenjulega þroskað- ur málari. En þá var hann að vísu kominn af unglingsárun-1 um. Hann er fæddur árið 1881. En þess ber að gæta að hann hafði varið mörgum árum æví sinnar ^ til annars náms en listnáms. Hann ætlaði sér upphafiega að verða verkfræðingur, en hvarf fré þeirri fyrirætlun sínni. Á þessum elztu málverkum sem sýnd eru nú, mynda litir hans og form samstæða heild, en fcyggja viðfangsefnin upp á skýr- an og sannfærandi hátt. Á þeim árum er hér um ræðir notar hann nokkuð dökka liti er búa yfir næstum dulrænum töfr- um er sýna, að hann er mikil- hæíur listmálari. | Jón Stefánsson mun hafa lært meira af verkum Corbets og Cezannes en af hinum unga Matisse, sem hann þó lærði hjá og skólabræður hans eftirlíktu { allt hvað þeir máttu. En slík vinnubrögð voru Jóni íjarri skapi. 1 Landslagsmyndír hans frá þess ! um árum bera það með sér að það cru fyrst og fremst islenzku öræfin, sem hann er að túlka hið nakta land með stórgrýttum :aær- grunni, blásnum melum og tofr- , andi bláma fjarvíddarinnar, er aftur og aftur er yrkisefni hans. Jón Stefánsson er sonum Stefáns kaupmanns á Sauðár- króki Jónssonar, prests Hallsson- £.r og Olafar Hallgrímsdóttur af Thorlaciusarætt. Skagfirðingar hafa löngum verið míkiir hesta- r.ienn. Það er því ekki tilviljun, í.ð fyrsti málarinn þeirra dáir íslenzka hestinn. Hann hefur reist hestinum ódauðlegan minn- isvarða í verkum sínum. Það eru ekki færri en 8 myndir a þessari sýningu með'hestum frá ýmsum árum, og eru sumar þeirra mjög stórar eins og t. d. Hestar á fjaíli, eign Kjartans Thors, íor- stjóra. Svo er þar einnig hin kyrr láta, dapurlega mynd af „Úti- gangshestum“ sem Lástasaín xíkis ins á, talin að réttu meS merki- legri myndum hans. Hesturinn íslenzki og hin ís- Ienzka öræíatign lögðu upp í hendur hans órmmið yrkisefni, er hann gerði hin prýðilegustu skil í fjölda málverka, sem um ieið hsía haft mikia þýðingu fyr- ir listþroska hans og litasamsetn- ingu. ' Við athugun á heiidarsýningu Jór.s Stefánssonar sést, að hann er óvenjulegur listamaður, sem far sínar eigin götur. Hann styðst við aðra listamenn og hann notar sem fyi irmyndir landsiag, menn ; og viðburði, til að afia uppistöðu i í myndir sínar. En hann urnskap- ar þetta allt og fær það til að lúta sínum eigin vilja. Hann not- ar efniviðinn í raun og veru eins og járnsmiður, sem teygir og beygir járnið, þar til hann hefur smíðað úr því þá hluti, sem hann vill. Þessi persónulega sköpunarþrá er uppistaða og ívaf alls, sem hann hefur gert. Það er einmitt þessi mikla baráttuþrá, sem ein- kennir hverja einustu mynd á þessari stóru sýningu Jóns Stef- ánssonar. En þar með er ekki sagt, að ailt sé jafn hugþekkt eða fullkomið. IJonum, sem öðrum, eru að sjálf- sögðu mislagðar hendur. En hitt dylst ekki, að þau málverk, sein á sýningunni eru bera mjög sjálf- stæðan blæ. Þau hafa öll ein- kenni sérstæðs persónuleika og eru laus við aila eftirlikingu. I bók Jóns Stefánssonar, er Iíeigafell gaf út, árið 1950, hefur Paul Uttsnrcitter þctta eftir Jcni Stafánssyni á einum stað í formáíanum: „Hið eina, sem tekur hug minn algerlega fanginn, er það, ef ég hitti fyrir eitthvað, sem er lög- bundið og hægt er að skynja í Jón Stefánsson: Eiríksjökull heild, þar sem andstæður skapa dramatiska viðureign og henni er samtímis fundin lausn og þar með aimáttug ró — og allt þetta mið- ast við og er fullnægt af því einu — sem fram fer 4 mynd- fletinum. Þá er það, að mér finnst, sem ég haíi eilífðina á milli handanna". Ég hygg, að það, sem Jón Stef- ánsson hafi einkum í huga, er hann talar um andstæður og dramatíska viðureign, sé hið ís- lenzka laandslag, sem hann hafi gert að yrkisefnum í myndum sínum. Jón Stefánsson fluttist heim til íslands 1924. Áður hafði hann dvalið hér við og við, að sumar- lagi, ýmist í Reykjavík eða út um sveitir. Hann bvggði sér eigin vinnu- stofu á Bergstaðarstíg 74. Eítir að hann fluttist heim, breyttist viðhorf hans til viðfangsefnanna. hauii Kyrmust iianar en áður Suðurlandinu og jafnframt því tók viðhorf hans til lita mjög stakkaskiptum. Þá verða hinir ljósu litir skyndilega mikils ráð- andi. Sól og sumar gagntekur hann. Öræfin með hinum brúnu og bláu' litum hverfa í skugga hins komandi dags. Fleiri við- fangsefni og fjölbreyttara við- horf fylla huga listamannsins. Nú er það strandlengjan, hafið og gagnsæi loftsins, sem er honum efst í huga. Margar sjávarmynd- ir hans frá þessum árum eru mjög eftirtektarverðar. Síðustu myndir Jóns Stefáns- sonar, eða þær, sem gerðar eru á síðustu 10 árum, hafa að vissu leyti sérstöðu í listþróun hans. Þá er lögð meiri rækt við túlkun litarins sjáifs, sem þýðingarmik- ils þáttar í myndsköpuninni. Þá eru sterkari litir mótaðir og þá gætir ríkari mótsetninga t.d. milli hinna rauðu og grænu lita, og gulra og blárra liía. Jafnframt þessu iosnar nokkuð um hina ströngu formbyggingu.. Litir og form eru lausari í -reipunum en áður hafði verið. Það, sem hér hefur verið sagt er að vissu leyti mótsetning við fyrri verk Jóns Stefánssonar. Samt sem áður eru síðustu mynd- ir hans mjög sjálfstæðar í formi og enginn mundi ganga að því gruflandi, hver höfundurinn er. Jón Stefánsson hefur málað margar andlitsmyndir. Á því sviði hefur hann nokkra sérstöðu umfram flesta íslenzka málara. Hin íyrsta slíkra andlitsmynda er af fyrri konu hans, Elsie, no. 39, máiuð 1923, óvenjulega vel stuðl- uð mynd. með fyllsta samræmi og þýðum litum. Stúlka í íslenzkum búningi er máluð um líkt leyti. Þar er það meðferð hinna dökku lita sem vekja athygli öðru frem- ur. Myndin af séra Guðmundi Eirarssyni, sem sýnd er hér í blaðinu, er án efa ein af allra beztu andlitsmyndunum, sem Jón Stefánsson hefur málað. Kem ur þar til hin einstæða stuðlun litauðgi og óvenjuleg formbygg- ing. Það hefur löngum verið sagt, að íslenzk málaralist væri ung, og það er hún, ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir, En þess verðum að minns.st, að ís- lenzkri myndlist hefur verið ómet anlegur styrkur í hinum fyrstu nútíma íslenzkum málurum, sem byrjuðu listnám um aldamótin síðustu. Einn þessara málara er Jón Stefánsson, sem Menntamála ráð hefur heiðrað með því að minnast 70 ára afmælis hans á svo veglegan hátt að rýma sali Lista- safnsins fyrir yfirlitssýningu hans, sem nú er opin öllum al- menningi. Það er ósk mín og von, að þessi einstæða sýning megi verða tiL þess að kynna öllum almenningi list þessa sjaldgæfa listamanns og til vegsauka fyrir íslenzka list og íslenzka menningu. Orri. OARÐUrJNN að Laufásvegi 6ð, sem fékk verðlaun að þessu sinni sem fegursti garður Reykjavíkur, er bakgarður, þó menn geti að að vísu teygt sig yíir vegginn til að sjá inn í hann. Bakgarður hefur cð sjálfu sér o.Sið fyrir valinu að þessu sinni vegna þess hve vorið og fjuri hluti sumars var kalt, svro að bióm eru ckki í fullum skrúða nema þar sem skjól er nóg. GKÓÐUR ER GRÓZKUMINNI ^......... ' ---------- -------— EN í FYRRA Þegar Mbl. fór snögga ferð upp á Lauíásveg og bað þau hiónin frú Sigríði og Harald Faaberg um að sýna því garðinn, var fyrsta svarið, að það væri aðeins leiðinlegt, að gróðurinn í ár kæm- ist ekki í hálfkvisti við það, sem var í fyrra. Rósirnar t. d. þær blómgast núna minnsta kosti 3 vikum seinna en í fyrra — og sjáið þessar Georgínur, hér er ein gul og hér er ein fjólúblá, þær eru helmingi minni nú en þær voru :yrra. Jon Steiánsson: Sr GuSmundur Einarsson á Þingvöilum ÓTRÚLEGA BIAEGAR TEGUNDIR Þrátt fyrir sumarkuldana virð- ist nú samt nóg blómaskrúð að finna í garði þeirra hjóna. Þau rækta þar eingöngu einær sum- arblóm, en ótrúlega margar teg- undir í öllum mögulegum litum. Ég man aðeins íáein tegunda- nöfnin t. d. pefóniur, kampa- nólur, orkideur, begóníur, lev- koj, nemesíur, Ijónsmunnar, kornblóm, vatnsberi og svo að sjálfsögðu stjúpmæður og morg- unfrú. En tegundirnar skipta tugum í viðbót. UPPELDISSTÖÐ FYRSR TRJÁPLÖNTUR Gróðurinn er jafngamall og l.húsið, eða 14 ár. Sama er að segja ' um trén og b-ómin að þau eru ekki eins falleg í sumar sem fyrr. Þarna eru falleg Borgundar- hólms silfurreynitré, 12 ára, en í krika í garðinum hefur Harald myndarlega uppeldisstöð fyrir reyni og birki. Plönturnar eru 3 ára mjög grózkumiklar. Þær eiga að flytjast upp að sumarbústað þtirra hjóna við Selvatn. GAR3VINNAN HOLLT MOIiGUNSTARF Þau hjónin hafa unnið í sam- einingu að garðræktinni, allt nema að þau fá mann til að slá blettinn. Mér skilst að frúin hafi unnið meira í garðinum. Hún kveðst fara út í garðinn næstum á hverjum morgni og telur það hollara en nokkra morgungöngu. Mest er að gera í garðinum á vorin, að planta út og hlúa að blómunum. — En ég held alltaf mest upp á garðinn', þegar ég er þreyttust eftir að vinna í hon- um. Þá stendur hann huganum næst. En segir hún, að lokum, — ég vil ekki ráðleggja neinni hús- móður að vinna einni að garð- rækt í stórum garði, nema hún hafi góðan tima til þess. KOMMUNISKIR óeirðarseggir spre»gdu í loft upp járnbrautar- lest, sem hlaðin var skotfærum. Skeði þetta um 80 mílur nofður af Rangún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.