Morgunblaðið - 29.08.1952, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.08.1952, Blaðsíða 7
 Föstudagur 29. ágúst 1952 MORGUNBLAÐÍB AkearéyrfflirBiréf; KVÖLDGANGA Það er dúnalogn, roða kvöld- sólarirmar siær á norðurloftið og á Eyjafjörðinn slaer bjarma eins og ai' bráónu gulli. í>að er ein- mitt á þessum mildu ágústkvöld- um sem menn fýsir að taka sér kvöldgöngu. Við göngum upp Hamarsstíginn, dokum við og horíum á mann, sena er að vökva garðinn sinn, en nágranni hans er sð s.á. Við höldum áfram upp stíginn, upp fyrir Þórunnarstræti. Þá heyrum við, að kvöidkyrrðin er rofin af hamarshöggum og sagarhljóði. Við höldum áfram og göngum á hljóðið. Er nær dregur heyrum við á miili högganna blístrað eða sungið dægurlag. Nú er okkur ljóst hvaðan þessi hávaði starfsgleðínnar berst. Norður úr Hamarsstígmam efst skerast þrjár nýjar götur. Við þessar götur er verið að reisa 32 lítil hús. Gráir errsteinsveggirnir rísa misjafnlega hátt, eftir því hve langt húsin em á veg kom- in. Þarna er unnið af lullum krafti þótt kiukkan sé að verða níu og átta stunda vinnudagur að engu hafður. ALLRA STÉTTA MENN Við erum komnir upp í hið svo- r.efnda smáíbúðahverfi. Þrjótíu og tveir húsvana heimilisfeður vinna þarna sleitulaust fram í svartamyrkur. Þarna eru bilstjór- ar, lögregluþjónar, verzlunar- menn, skrifstofumenn, klæðsker- ar, rafvirkjar, báíikasíarfsmenn, múrarar, smiðir, sem sagt menn úr öllum stéttum og starfsgrein- um. Syngjandi hamra þeir, höggva og saga, og hin 80 ferm., einnar hæðar hús þeírra þjóta af grunni. Við göngum á tal við þá og spyrjum hvernig gangi, þótt við sjáum að allt gengur eins og í sögu. EINN FÆR JÁ, ANNAR IIEI, EINS OG GENGUR Við hittum fyrir 22ja ára skrif- stofumann, sem nýlega er búinn að sstja á stofn heimili. Hann hef- ir búið í einni stofu með aðgang að eldhúsi, svo að ekki hefir hon- um verið vanþörf á húskofa. Við spyijum hann hve mikið lán hann hafi nú fengið út á þetta. „Ekk- 1 ert segir hann og hristír höfuð- ið, Þrátt fyrir það aetlar hann bráðum að fara að reísa. Ailmarg- ir munu þó hafa fengið einhverja úrlausn í þessu efní, baeði smá- íbúðalán og lán út á heilsuspill- antíi íbúðir. ENGIN STUND F^it TIL SPILLIS Við erum fræddir um það, að menn noti þarna surnarfríin sin, helgar og hverja frístund, sem þeir eignast frá starfi sínu, og öll- um er það sameiginlegt að þeir vinna fram á nótt. Aiiflestir hafa smiði i þjónustu sinni og múrarar hlaða upp veggina í ákvæðis- vinr.u á kvöldin. DEILT U»I VETEBIKN Oil eru húsin einnar haeðar með risi. Styr stendur um það, hvort þeir fá leyfi til að hafa risið 3 m á hæð í stað 2ja, eíns og upp- haflega var ákveðið. Þetta mun- ar því, hvort hægt er í íramtíð- inni að innrétta risið. I húsunum eru 2—4 herbergi, eldhús, snyrt- ing, forstofa og smá geymsla. Það er sannnefni að kalla þettr smáíbúðahús, því að vart geta 4 herbergi og eldhús orðiS víð til veggja á 80 ferm. fleti, En „nóg hefir sá, sér r.ægja Iætur“ og engan heyrði ég kvarta. E:nkar clík virð.st okkur innréfting hús- anna og sézt þar glöggt að sitt sýnist hverjum, enda er bað einn af meginkostum við húsbygging- ar þessar að þar fær hver að haga íyrirkomulsg; þeirra að vílja sín- BariarílpMíiíí margi !srí af íslemfinpm ufn itýfingu Unnið að byggingu smáíbúða. um innan áðurgreindra stærðar- jtalimarka. HÚSViÓBIHIN CEitlST lA.\m,ANGAUI Oft vinna margir úr fjö’skyld- unni að húsunurn og til er að hús- móðirin gerist handlanga1 i. Flest- ir munu byggjendurnir ungir menn, enda munu leyfin hafa verið veitt þeim öðrum fremur. Það var tekið að rökkva er við kvöddum þessa ötuiu fulltrúa sjálfsbjargarviðleitninnar, sem í framtíðinni sjá fyrir sér sín eigin handarverk í hvert sinn er þeir koma þreyttir heim eftir önn dags ins. Omurinn af starfi þessara iðjusömu handa bcrst á eftir okk- ur niður í bæinn. TÚN A SLÁTTITR OG TÖÐUGJÖLD Það hefir löngum verið fíður í sveitum þessa lands, að halda bann dag hátíðlegan, er síðasta tuggan fer inn í hlöðu að loknum fvrri slætti Enn mun þsssi siður í heiðri hafður. Húsmóðirin bakar pönnukökur, þeytir rjóma og hit- ar súkkulaði. Allir setjast að borð inu í hátíðaskapi og gleðjast yfir hirtum töðufeng. Segja má að nú geti Eyfiiðingar aliflestir glaðst yíir hirtum töðufeng og :nunu töðugjöldin hafa verið drukkin á allflestum bæjum hér í sveit. Að vísu mun afrakstur túnanna hafa verið í minna meðailagi í útsveit um héraðsins, vegna lélegrar sprettu fyrri hluta sumars, en það sem inn hefir náðst er allt vel verkað, enda hefir verið svo til viðstöðulaus þurrkur .hér síðast- liðinn rnánuð. Útlit er fyrir að háln verði með betra móti. jafn- vel þótt sláttur hæfist i seinna lagi. TVÆR FROSTNÆTUR Svo var komið að menn voru farnir að óttast um kartöflugarða er þurrkurinn var mestur og þá séistaklega vegna næturfrosta- hættunnar, enda komu tvær frost nætur nú um miðjan mánuðinn. Ekki munu þær þó hafa valdið tjóni svo talizt geti. Nú er kom- in úrkoma og eru ekki óvænlegar horfur með kartöfluuppskeruna. Munu sumir vera farnir að „skoða undir“ og fá sér í soðið. Vonandi fer svo að til lands rætist betur úr sumrinu, en á horfðist. Vignir. Siúlka af ísíerzbm ættusn getur sér ori s brezkum leiksviðuui UNDANFARINN mánuð hefur dvalizt hér á landi frú Guðrún Watson, dóttir hjónanna Jakobs Sigurðssonar útgm. á Seyðisfirði cg Önnu Magnúsdóttur, er lengi bjó í Túngötu 2 og margir Reylc- víkíngar kannast við. Eru þau nú bæði látin. HEFUR. FENGIÐ GÓDÆ DÓMA ^ Frú Guðrún er gift A. M. Wat- son, íramkvæmdastjóra hinna frægu tvinnaverksmiðja J. & P. Coats Ltd. í Glasgow, og búa þau hjón þar. — Dóttir þeirra, Greta ágætustu dóma í brezkum blöð- um. Þykir hún mjög efnileg leik- kona og er henni spáð miklum frama á sviði leiklistarinnar. — Ungfrú Greta hefur einu sinni komið til íslands í barnæsku og skilur málið tii nokkurrar hlitar. Valur sigrar í Færeyjum KNATTSPYRNULIÐ Vals, sem fór til Færeyja, hefir nú leikið par tvo leiki, annan í Þórshöfn, ;n hinn í Klakksvik. Leikar fóru þannig, að Valur /ann B-36 í Þórshöfn með 3:2 og i Klappsvík vann Valur með 1:0. Greta Watson Watson, 21 árs görrml, hefur lok- ið námi við Webber Douglas Schcol of Singing and Dramatic Art í Lundúnurh með ógæturn vitnisburð'i. Hefur hún undan- farið leikið í Richrr.ond Theatre í Lundúnum í leikritinú „The .Glass Menagerie" og hlotið hina Þjónar vinna mai- sveina í fenalfspyrnu KNAT’i SPYRNUKAPPLEIK- UR fór fram ó Framvellinum í gær milli matreiðslumanna og framreiðslumanna. Unnu mat- leiðslumenn með 4 gegn 1. Janus Halldórsson, fram- reiðslumaður, afhenti í gær- kvöldi sigurvegurunum silfurbik ar, sem Egill í Oddfellow gaf í tiiefni knattspyrnukeppni þessar ar, sem fara á fram árlega. Var bikarinn afhentur í hófi, er SMF stóð fyrir. BANDARÍSKUR jarðfræðingur dr. Donald E. White, sem er starfsmaður bandarísku jarð- fræðistofnunarinnar, hefur að undanförnu ferðast um landið í fylgd með Gunnari Böðvarssyni, forstöðumanni jarðborana ríkis- ins, og hafa þeir í sameiningu unnið að jarðfræðirannsóknum, einkum á jarðhitasvæðum. Er þeir komu skamma hríð til bæj- arins fyrir skömmu, hitti Mbl. þá að má!i. Fyrst fóiust dr. White orð á þessa leið: — Þar sem ég hef einkum lagt stund á rannsókn jarðhita í Bandaríkjunum, er það ekki nema eðlilegt, að mig hafi lengi langað til að koma til íslands, því að óvíða í heiminum mun vera annað eins úrval af margs- konar eldfjöllum, nveriun, laug- um og jarðeldamyndunum og ó íslandi. \ BANDARÍKIN EIGA EITT ELDFJALL — En eru ekki þó nokkur jarð- hitasvæði í Bandaríkjunum? | — Við eigum eitt eldfjall, sem við teljum virkt. Það heitir Mt. Lassen í Kaliforníu, hátt fjall og strýtumyndað. Síðast gaus það á árunum 1914—1917. Var það að mestu sprengigos, en litið hraun kom frá því. I — En jarðhiti í Bandaríkjun- um? j — Heitir hverir finnast á stóru svæði í Klettafjpllum og á Kyrra- hafsströndinni. Mesta hverasvæð- ið er sem kunnugt er, Yellow- stone Park. Það er stórt svæði, þar sem eru þúsundir af heitum uppsprettum. HVERIR BANDARÍKJANNA LÍTT NÝTTIR .— Og hafa þessir hverir verið nýttir til einhvers gagns? — Nei, við höfum ekki gert nærri eins mikið og íslenöingar til að virkja og nota hverahit- ann. Ég tel mig því hafa lært mikið á komu minni til íslands að þessu leyti. Þið notið hvera- hitann á svo margvíslegan hátt, til upphitunar heilla borga, garð- ræktar í gróðurhúsum og þið er- uð komnir áleiðis með að raf- virkja hverahitann. Annars er ólíklegt að hverahiti í Bandaríkj- unum verði virkjaður til vinnslu rafmagns. Stafar það af því að hverasvæðin eru einkuin á strjál- býlustu svæðunum, sern þegar haía vatnsorkuvirkjanir. En ég ólít, að það væri góður vegur að koma upp og reka gróðurhús með hverahita að vetrarlagi, t. d. í norðijrhluta Kaliforníu. TELUR BRENNISTEINS- VINNSLU BORGA SIG — Ég ferðaðist með Gunnari Böðvarssyni m. a. til hitasvæðis- ins fyrir austan Mývatn og kom í Námaskarð, heldur dr. White áfram. Þar er langt komið fram- kvæmdum með að nýta hvera- gufuna með öðru móti en fyrr hefur tíðkast. Það er að vinna úr henni brennistein. Ég er mjög hrifinn af þeim framkvæmdum og veit ekki til að hveragufa neins staðar annarsstaðar inni- haldi svo mikinn brenr.istein sem þar. Tel ég vafalítið að þessar framkvæmdir séu byggðar á traustum grundvelli. MÁLMGRÝTI MYNDAST Á JARBHITASVÆDI M — En gerðuð þið nokkrar fleiri athuganir á ferðum ykkar um landið? Nú verðnr Gunnar Böðvars- son fyrir svörum. — Hér á landi, segir hann, höfum við lagt aðaláherzluna á áð rannsaka hvernig við gætum * - notað jarðhitann sem orkugjafa. En dr. White hefur sérstaklega haft með höndum rannsóknir á því hvernig málmgrýti myndast á jarðhitasvæðum, sem hægt er að hagnýta til vinnslu, vinna úr því t. d. kcpar, zink og blý. Vitað er, að á sumum jarðhitasvæðum myndast málmgrýti þessara teg- unda djúpt undir yfirborði jarð- ar. Þetta gerist á þann hátt, að vatn sem streymir fió heitum kvikuhleifum í jörðinni, leysir úr þeim jarðefni, vegna þess hve það er heitt. Geíur það leyst upp málmsambönd og borið þau með sér til kaldari staða í jarðskorp- unni. En málmurinn losnar úr vatninu þegar þáð kólnar. Þannig er talið að þessar m.álmgrýtis- myndanir verði til, en þegar það myndaðist mun það að líkindum hafa valdið jarðhita af líkú tagi og nú er t. d- á Námafjalli. Málm- grýtisefnin skiljast venjulega úr hringrásarvatninu svo djúpt niðri í jörðinni að enginn vegur er til að ná þeim, meðan jarð- hitinn er virkur og ekki hefur sorfist mikið ofan af jarðjögun- KVIKASILRIÐ NÆR YFIRBORÐINU Frá þessu er þó ein undantekn- ing, því kvikasilfursgrjót (Zinno- ber) safnast stundum skammt frá yfirborði jarðar. Vestur i Kaliforníu heimsótti ég um áriS kvikasilfursnámu ó jarðhita- svæði. Námavinnslan var þannig til komin að verið var að vinna brennistein er safnast hafði á yfirborði jarðar með svipuðum hætti og í Námaskarði. í sambandi við þessa vinnslu voru grafnar holur 10—20 m djúpar. Urðu menn þá varir við kvikasilfurskís. Var síðan tekið til við að vinna úr þessum kís. Kvikasilfrið safn- ast svona skammt undir yfir- borði jarðar vegna þess, að mólm ur þessi gufar mikið auðveldar upp en aðrir málmar. Þarna hafði verið grafin 60 m djúp gryfja til að ná í kvikasilfurskísinn. Úr tonni af berginu unnu þeir 5 pund af kvikasilfri. INNSKOTSLÖG Á LÓNSHF.IÐI RANNSÖKLÐ Er við fréttum urn rannsóknir og starfsemi ar. White, óskuðum við þess, að hann kæmi hingað til lands til skrafs og ráðagerða með það fyrir augum, að hann gæti gefið okkur ýms ráð og bendingar, er okkur gæti komið að gagni. Við erum nýlega komnir aust- an frá Lónsheiði. Basaltlögin þar eru meðal elztu basaltlaga á land inu. Þar eru geysilega mikil „inn- skot“ í fjöllunum, þ. e. storknað- ir kvikuhleifar. Jöklar og vatn hafa scrfið svo mikið af fjöllun- um, að þessi innskot eru nú kom- in upp á yfirboiðið. ,.Innskotsberg“ þetta mun vafa laust vera milljóna ára gamalt. Hinir gömlu innskotshleifar á þessum slóðum eru yfirleitt úr ljósgrýti eða liparít. Mr. White komst að þeirri nið- urstöðu, sem er í samræmi við álit íslenzkra jarðfræðinga að þarna austur frá séu litlar. líkur til, að til mála geti komið málm- vinnsla er gæti borið sig fjár- hagslega. FRÚ ELSE ZAISSSR, sem er gift einum hinna kommúnísku ráðherra Austur-Þýzkalands, he£ ur nýlega verið skipuð öryggis- málaráðh. austur-þýzku stjórn- arinnar. Er hún fyrsti kvenmað- urinn, sem tekur sæti í stjórn landsins. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.