Morgunblaðið - 06.09.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.09.1952, Blaðsíða 11
MORGVMJLAÐiD Lau^rdagur 6. sept. 1952 II ) HINN '27. ágúst ándaðist í Lands- spítalanum Kristín Magnúsdóttir, tengclamóðir Stefáns sái- Björns- sonar, sparisióðsstjóra í Kefla- vík, hafði hún átt heima í Kefla- vík rúm 80 ár. Hún var fædd á Hafurbjarnar,- stöðum á Miðnesi hinn 28. júní 3863, voru foreldrar hennar Magnús Stefánsson, siðar bóndi á Hólkoti í Stafneshverfi á Mið- nesi og seinni kona hans, Elín Ormsdóltir, bónda í Nýlendu í sömu sveit, Ólafssonar, bónda á Markaskarði í Hvolhrepp, Orms- sonar. Móðir Elínar og kona Orms var Sigríður Vilhjálms- dóttir, bónda á Hafurbjarnar- stöðum á Miðnesi, Ásgautssonar og konu hans, Steinvarar Þórar- insdóttur, bónda á Kotvelli i Hvorhreppi, Guðnasonar, en Itona Þórarins var Elín Einars- dóttir, systir Bergsteins á Litla- Hofi á Rangárvöllum, Einarsson- ar bónda í Varmadai, Sveinsson- ar, sem fjölmennar bændaættir eru komnar frá, einkum í Rang- úrvallasýslu. Magnús, faðir Kristínar, var sonur Stefáns, bónda á Steinum undir Eyjafjöllum, síðar' á Stóra- Hrauni, bróður Sigurðar stúdents i Varmahlíð, Tónssonar, bónda í Skál á -Síðu, Vigfússonar bónda i Skál, Ketilssonar, prests í Ás- um í Skaftártungu, Halldórsson- ar, prests á Kálfafellsstað, Ket- ilssonar, prests á Kálfafellsstað, Olafssonar, prests og skálds í Sauðanesi, Guðmuhdssonar. Kona Jóns í skál og móðir Stefáns á Steinum var Sigurlaug, dóttir séra Sigurðar í Holti undir Eyjafiöllum, Jónssonar, en séra Sigurður var föðurbróðir séra Jóns Steingrímssonar, hins fræga eldprests. Kona Stefáns og móð- ir Magnúsar var Hildur Magnús- dóttir, bónda á Steinum undir Eyjafjöllum, Einarssonar og konu hans, Ingibjargar Guðmunds- dóttur, bónda í Eystri-Skógum, Nikulássonar, sýslumanns í Rang árvallasýslu, Magnússonar. A barnsárum Kristínar var fátækt mikil meðal alþýðu manna um Suðurnes, leituðu þá margir, bæði karlar og konur, sér sumarvinnu með því áð fara norður í land á vorin í kaupa- Vinnu. En marga svaðilför fékk þetta fólk, ekki sízt á haustin eftir önn sumarsins og ekki þótti það heiglum hent að ráðast í þær ferðir. EHn, móðir Kristínar, fór marga förina norður í land í kaupavinnu og kom þá Krístínu litlu fyrir í fóstur yfir sumarið. En nærri lá að ferðin haustið 1866 að norðan, yrði hennar síð- asta för. Til er afurða snjöll lýs- ing á því ferðalagi í ævisögu- þáttum Indriða Einarssonar, skálds, ,,Séð og lifað“, en hann réðst til farar með sunnlenzku kaupafólki, er hann fór að heim- an fyrsta sinn til náms i latínu- skólann í. Reykjavík. Ferðin frá Hólminum í Skagafirði að Kal- mahnstungu í Borgarfirði tók 10 daga, lá fólkið i tjöldum við hinn aumasta aðbúnað á fjöllum uppi í marga daga í hríðarbyl. „Allir, sem í ferðinni voru muedu eftir henni meðan þeir Iifðu“ og Indriði bætir því við, að 25—30 árum síðar hafi hann átt tal við ungan menntamann, sem hafði reyndar vérið með í förinni þótt ósýnilegur væri þá, en hann vissi „um skortinn, illviðrið, hungrið og allsleysið", því móðir hans hafði sagt honum það allt saman. Þessi ungi maður var Sigurður Magnússon, cand. theol., f. 7. febr. 1867, albróðir Kristínar. En þessa get ég hér sem dæmi bess hve kiör fólks voru hörð. En Elín lifði langa ævi og mun lítt hafa hrostið kjark þótt kjör hennar væru alla jafna hörð. Á'-ið 1874 andaðíst Magnús, faðir Kristínar. Fór hún þá í fóst- ur til barnlausra ágætishjóna í Keflavík og varð það upphaf gæfu hennar, eins og hún kvað sjálf að orði. Fósturforeldrar Kristínar hétu Jón Jónsson og Sigríður Helgadóttir, , útvegs- bónda í Keflavík, Teitssonar. — Hús þeirra var kallað Jónshús og hélzt bað nafn við, þótt það síðar væri byggtuppogfærtúrstað. Var heimilið með mesta myndarbrag, þrifnaður i bezta lagi og gestrisni mikil. Áttu langferðamenn þar einkum hæli, en umhyggju og góðvild sýndu þau öllum, sem þau náðu til, ekki sízt Kristínu litlu, sem þau önnuðust eins og eigin dóttur. En Kristín var lika alla ævi hin ástríka dóttir þeirra, hrærð í huga í hvert sinn er hún minntist þeirra. Hinn 6. nóv. 1898 giftist Krist- ín Einari Árnasyni, smið og sjó- manni í Keflavík, voru foreldrar hans Árni, bóndi á Lambafelli undir Eyjafjöllum, síðar víða á Miðnesi og víðar og kona hans, Vigdís Einarsdóttir, bónda á Lambafelli, Árnasonar, bónda s. st., Höskuldssonar. Árni var son- ur Jóns, bónda á Söndum í Með- allandi, Brynjólfssonar, prests á Sandfelli í Öræfum, Árnasonar, bónda á Smirlabjörgum í Suður- sveit, Brynjólfssonar,' prests á Kálfafellsstað, Guðmundssonar. En kona séra Brynjólfs í Sand- felli var Kristín Jónsdóttir, sýslu manns í Hoffelli, Helgasonar. Einar var hið mesta Ijúfmenni, ágætlegá greindur og prýðilega vel verki farinn. Ekki fluttist Kristín um set þótt hún giftist. Þau ungu hjónin settust að hjá Sigríði, fóstru hennar, sem þá var orðin ekkja og var sátt og samlyndi þeirra í milli svo sem bezt mátti verða og gleðibragur yfir heimilinu, en mesta yndið var þó litla dóttirin, sem brátt bættist í hópinn í Jónshúsi og var augasteinn foreldranna og Sigríðar nöfnu sinnar. A árunum upp úr aldamótun- um fóru Sunnlendingar hópum saman j. atvinnuleit til Aust- fjarða á vorin, en þá voru mikil aflaár eystra, en atvinna lítil syðra. Einar Árnason var einn þeirra, sem stundaði sumarat- vinnu á Austfjörðum. Haustið 1911, er fólkið kom að austan með strandferðaskipinu Hólum, var Einar ekki með. Hann hafði drukknað 16. sept. út af Mjóa- firði. Það haust var dapurt í Jónshúsi. Hinn hægláti, góði og prúði heimilisfaðir var horfinn sýnum og eftir sátu mæðgurnar þrjár harmi lostnar, en þó æðru- lausar. Þá sýndi Kristín hvað í henni bjó. Hún hafði alltaf vinnusöm verið, en eftir þetta vann hún hálfu meir. Á vetrum sat hún við spuna og prjón, en vor og sumar vann hún að fisk- verkun, þvoði fisk úti á víða- vangi hvernig sem viðraði, svo sem þá var títt. Var það mikil þrekraun fyrir konur að standa við slíka vinnu dag eftir dag. Þá ræktaði hún stóra kartöflugarða og sá að öllu leyti um hirðingu þeirra, var þá oft langur vinnu- dagur; En Kristín hugsaði okki um það, hún var hugrökk kona og ég hygg að hún hafi hræðst það eitt að verða annara hand- Hapúscfófíur bendi. Og hénni tókst það ‘ að verða efnalega sjálfstæð. Hún rækti prýðilega heimili sitt, var þar ahtaf hreint -og hvítskúrað út úr dyrum og hver hlutur á' sínum stað. Væri litið inn til hennar var hún’ ævinlega hýr í bragði og með gamanyrði á vör- um og fóstru sína annaðist hún' af sömu nærgætni og áður og því meir sem árin færðust yfir hana, en Sigriður andaðist 8. des. 3915 í hárri elli, umvafin elskusemi þeirra mæðgnanna. Einkadóttir þeirra Kristínar og Einars er Jóna Sigríður, er giftist Stefáni, tréskera og síðar sparisjóðsstjóra í Keflavík, Björnssyni, prests í Sandfelli í Öræfum, Stefánssor.ar og konu hans, Jóhönnu Lúðvígsdóttur, er síðar giftist Þorgrími lækni Þórð arsyni. Börn þeirra eru: Einar, útvarpsvirki, Björn, r.krifstofu- maður og Jóhanna, hjúkrunar- 1 nemi. Þau Kristín og Stefán kunnu vel að meta hvort annað j og var gagnkvæm vinátta þeirra í milli. Hún yngdist upp við sam- | vistir ástkærra dótturbarna og I var þeim al1" ævi skiól og skjöld ur og nú síðast voru 4 barna- barnabörn kominn í hópinn, cr hún gladdist yfir og hlúði að. Haustið 1944 fluttist Kristín úr húsi sínu til Jónu, dóttur sinnar, á Vallargötu 17, en það haust hafði mikil sorg sótt þær mægður heim, er Stefán, tengdasonur hennar andaðist hinn 7. sept. Dvaldist Kristín eftir það í húsi dóttur sinnar umvafin ástúð dóttur og barnabarna. Kristín var kona trygg^ynd, hóflega glöð og gamansöm í vinahóp og afburða stillt í öllu dagfari irvað sem fyrir kom. Ég hygg að hún hafi aldrei gleymt orði eða atviki, er henni fannst sér vel gert og hún gat verið að minnast þess og þakka hve nær sem færi gafst. Hún var trú- hneigð og kirkjukær, hlýddi hún ævinlega messu, þegar embættað var í Keflavík meðan hún hafði ferlivist og sat þá ævinlega í sama sæti í kirkiunni. Síðustu árin varð hún að halda kyrru fyrir sakir gigtar, klæddist bó nærri hvern dag þar til 21. júlí í sumar, en þá datt hún á stofu- gólfið og mjaðmarbrottnaði. Var hún þá flutt inn í Landssnítala að ejgir. vild. Hún hélt ráði og ræou fram í andlátið og bar þjánirgarnar með hinni sömu rósemi, er verið hafði henni trúr förunautur á hinni löngu ævi- leið. Hún hélt sjón,- heyrn og minni til æviloka. Jarðarför hennar fer fram í dag í Keflavík. „Vaka minningar og vefja um þig hugans hlývindi. hjióðleaa og þýtt“. Revkjavík, 6. sept. 1952. Marta Valgerður Jónsdóttir. Siverf Sæíresi, raf- vélavirki, 70 m I •) ! Sigurjón Pétursson ; in^eyri, i ÞAÐ ER serri betur fer ekki tímabært að skrifa langa ævisögú þessa mæta manns. Það gerist jafnan, þegar menn eru komnir fram á elliár og hættir að sinna daglegum störfum. En Sætran gengur enn að sínu verki, sem ungur væri. Sætran er fæddur á Ncrður- Mæri 6. sept. 1882. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum til 18 ára aldurs, en fór þá í hermanna- skóla og lauk þar ágætu prófi 1905. Jafnframt bóknámi vann hann þessi ár mikið við land- mælingar og kortagerð. Hugur hans mun þó hafa hneigzt öllu meira að handverki. Árið 1911 ( fluttist hann til íslands og starf- aði þar við ýmsar smíðar frarn ■ til ársins 1918, en þá hélt hann [ aftur til Noregs. Þar vann hann 1 við rafvélasmíðar í 6 ár, en kom . aftur hingað til lands 1926. Þetta sama ár réðst hann starfsmaður til Bræðranna Ormsson hér í bæ og hefur starfað þar óslitið síðan. Þegar maður lítur yfir 26 ára algjörlega árekstrailaust sam- starf við slíkan mann sem Sætr- 1 an, hlýtur sitt hvað að rifjast I upp, sem vert væri að minnast, á. En þar er af svo mörgu að i taka, að því verða engin skil I gerð í stuttri grein. Samt er eng- inn vandi að nefna það, sem hæst gnæfir í fari Sætrans, en það er frábær skyldurækni og | vandvirkni í öllum störfum, sem jJöngum hefur verið talin hcfuð- dyggS. ] Ég sendi svo að lokum afmæl- isbarninu beztu árnaðaróskir mínar og fjölskyldu minnar og þakka ánægjulegt samstarf um [ aldarfjórðung. E. O. NÚ NÝLEGA átti Sigurjóft Pétursson 80 ára afmæli. Hann er Sunnlendingur að ætt og uppruna, fæddur í Nýjabæ í Vogum á Vatnsleysuströnd syðra, komin af góðu dugnaðar fólki. 26 ára gamall kom hann fyrst hingað-í fjörðinn í atvinnuleit og vann tvö eða þrjú sumur við hvalveiðistöðina á Framnesi, en hvarf heim aftur áð lokinni sum- arvinnu. Hann gjörðist síðan kaupamað- ur sumarlangt á Múla hér í hreppi, en fluttist svo um haust- ið hingað í kauptúnið og hefur átt hér heima síðan. Fr. Wendel var þá verzlunarstjóri við Grams- verzlun hér á Þingeyri og réði hann Sigurjón til sín um haust- ið, því nóg var þá að starfa í sain bandi við stóra útgerð og mik- inn skipastól, en vöntun á hand- verksmönnum. Upp úr þessu gerðist Sigurjón trésmiður, því hann er hagleiksmaður af nátt- úrunnar hendi og aflaði sér fljótt álits í starfinu, bæði sem skipa- smiður og við aðrar smíðar. , Sigurjón er sjálfmenntaður en ber höfuð yfir marga þá, sem gengið hafa menntaveginn. Hann er bókhneigður mjög og góðum. gáfum gæddur og fylgist ennþá með öllu. t’ í opinberum málum hefur hann lítt látið á sér bera, en hef- ur verið traustur fylgismaður sinnar stefnu og ávallt Sjálfstæð- ismaður. I Hann hefur lengi átt sæti i byggingar- og hafnarnefnd og verið trúnaðarmaður sjóvátrygg- ingarfélaga og skipaskoðunar- maður all-lengi. I Það átti ekki fyrir Sigurjóni að liggja að fara héðan aftur, enda sótti hann gæfuna hingað, kon- una, frú Sigríði Jónsdóttur, hina glæsilegustu og ágætustu, sem í | einu og öllu hefur verið samhent manni sínum, enda ágætis hjóna- band. Sigurjón hefur verið gæf- unnar barn, hann er sí ungur í anda, oft hnittinn í svörum og gamansamur og ágætis félagi i vina hóp. | Á þessum tímamótum hefi ég margs að minnast í félagslífi með þessum ágætis hjónum. 1 Ég árna svo afmælisbarninu, konu hans og börnum allra heilla og blessunar og megi guð og gæfan fylgja þeim. SignK Jónsson, Þingeyri. G O T T Skriístoíuherbergi á bezta stað í Miðbænum til leigu. Tilboð merkt: „259“, sendist Mbl. fyrir n.k. mánu dagskvöld. — STULKA óskast til afgreiðslustarfa í veitingastofu o. fl. Herbergi og fæði getur fylgt. Nafn- greinið fyrri húsbændur. — Tilboð sendist á afgr. Mbl. fyrir n. k. þriðjudag merkt: „Ábyggileg — 269“. Rissbúð sem er 4 herbergi, eldhús og bað, i Hlíðunum, til sölu. Lítil útborgun,- Laus nú þegar. Uppl. í síma 81989. Hafnarfjörður Stór stofa til leigu í Hafpar firði. Aðgangur að baði og síma. Reglusemi áskilin. — Upplýsingar í síma 9898. KfERBERGI Herbergi í risi til leigu í Drápuhlíð 1. Upplýsingar í síma 7977 kl. 6—7. 3ja herb. ébúð í Kleppsholti til leigu. Barn laus f jölskylda gengur fyr- ' ir. Fyrirframgreiðsla æski- , leg. Tilboð sendist blaðinu • fyrir miðvikudagskvöld — merkt: „íbúð — 268“. Kápa Dökkgræn gaberdinekápa til sölu ódýrt. Lítið númer, Freyjugötu 13, III. hæð til hægri. Til sýnis kl. 1—4. 2 h.erb. og eldhús óskast í Reykjavík eða ná- grenni. 6 mánaða fyrirfram greiðsla kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Með baði — 266“, fyrir mánudagskvöld. Amerísk hjón vantar 2ja herb. ibúð í Reykjavík eða Hafnarfirði Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: — „Reglusöm — 265“. Futlur kassi að kviildi hjá þeim, stm augtysa í Morgunblaðin j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.