Morgunblaðið - 06.09.1952, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐID
Laugardagur 6. sept. 1952
f 12
Fyrsti fundurinn
LUXEMBORG, 5; sept. — Jean
Monnet, sem er stjórnarformaður
evrópsku kola- og stálsafnsteyp-
unnar, tilkynnti í dag, að hann
hefði kallað saman ráðgjafarsam
kundu fyrirtækisins til fundar í
Strassborg á miðvikudag. Það er
fyrsta sinni, sem þessari sam-
kundu er stefnt saman.
Blóðeitrun í skóla-
bömum í Tóledó
TÓLEDÓ — Að undanförnu hafa
laéknarnir í Tóledó haft óvenju-
mörg skólabörn til lækninga
vegna blóðeitrunar. Það hefir
komið á daginn, að stelpur og
strákar sker eða brenna upphafs-
stafi unnustans eða unnustunnar
á handlegginn á sér. Oft kemur
illt í sárið, jafnvel blóðeitrun.
Surtla frá
Herdísarvík
ALLIR kannast við síðasta heim-
ili Einars Benediktssonar, Her-
dísarvík. Þar fæddist einu sinni
svart lamb. Það lifði af blóði
móður sinnar, yl hennar og um-
hyggju.
Ekki varð sú sælutíð löng. —
Móðirin veiktist og dó eða féll
fyrir hendi einhvers manns. Eng-
ar ábyggjur hafði svarta lambið
af framtíð sinni. Það óx og vit-
gaðist á sína vísu. Islenzk nátt-
úra talaði til þess og sagði: „Ég
skal taka þig að mér. Sá eigandi
ej fæðir fugla loftsins, mun líta
eftir þér“. Þessa rödd nam
,,Surtla“ ung, elskaði hana og
þáði þar sína lífsorku, vel úti-
látna. Mennina þurfti hún ekki
að biðja um neitt og vildi helzt
vera laus við öll þeirra viðskipti.
Surtla rataði sína hamingju-
leið. I stórbrotnu umhverfi fjall-
anna háði hún lífsstrið sitt, til
sigurs og sæmdar. Enginn vissi
það betur en Surtla hvað fjallið
var hlaðið náðargjöfum og víst
voru þessi 5—6 ár hennar oft
unaðsleg.
Svo var það einn dag að
Surtla lá sæl og áhyggjulaus í
grænni laut við stóran stein. Þá
heyrði hún menn hóa og hunda
þeirra gélta. Þar heyrði hún tal-
að um „bölvaða svörtu rolluna“,
sem þeir vildu endilega finna.
Surtla hrökk við. Hún horfði á
stóra steininn, klettinn, sem hafði
reynzt henni svo öruggt skjól.
Hann hafði verið heimili hennar
og athvarf, geymt henni græn
strá undir snjónum alla þessa
vetur, en enn fór svo að Surtla
faldi sig í skjóli hans. Þokan og
stóri steinninn skyggðu á Surtlu
svo leitarmennirnir fóru fram
hjá í það skipti.
Æfilok hennar vitum við nú.
Hún var -hrakin frá sínu bless-
aða heimkynni, nær byggðinni,
en þar tók hinn voldugi, hvíti
maður við og sendi henni sín
skeyti.,
í fjörbrotum sínum mun þettá
mállausa dýr hafa sent fjallinu
sínar hjartans þakkir, hvatt
klettinn sinn, sem eiganda allra
gæða. Kvatt hann eða heilsað
honum, að nýju.
Húsfreyjan í Herdísarvík hef-
ur ábyggilega vorkennt syörtu
flóttakindinni sinni. Hún hefur
skilið ráðstafahir sauðfjársjúk-
dómanefndar, framlag rikissjóðs
og ákefð einstakra .manna að
öðlazt þær 2000 krónur. En hetju-
dáðir Surtlu, líf hennar og dauða
stríð, hefur náð lengra, því það
er nú svo, að dýrin okkar eiga
sitt aðdráttarafl og góð húsmóð-
ir kann einnig „að .unna“ þeim,
Þarna skulum við líta á ljóðlínur
Einars Benediktssonarv „Hugann
grunar. Hjartað finnur lögin.
Heilinn . ..greioir. skemnjpa. gn
nemur taugin.
Kristín Sigfúsdóttir,
]__. frá Syðri-VÖllum.
Ferðafélag Islands efnir
fil alhliða Ijósmyndasýningar
Verður opnuð um mánaðamófin október-nóvember
ITM mánaðamótin október/nóvember minnist Ferðafélag íslands
25 ára afmæhs síns með alhliða ljósmyndasýningu fyrir ahugá-
menn. Sýningin verður haldin í Listamannaskálanum. Ferðafélag
ís'ands hefur áður efnt til þriggja ljósmyndasýninga fyrir áhuga-
.nienn og jafnan í tilefni af slórafmælum, fyrst á 5 ára afmæli fé-
,’agsins 1932, þá á 10 ára afmælinu 1937 og loks á 20 ára afmælinu
♦............-....'
. 1947. —
Á 6. ÞÚSUND SÓTTU
SÍÐUSTU SÝNINGU
j Sýningar þessar hafa orðið vin-
sæll liður í starfsemi Ferðafélags
íslands, auk þess sem þær hafa
orðið til að vekja áhuga fjölda
manna og kvenna fyrir ljósmynd-
un — hvernig þær skuli teknar'
og gerðar. Hefur jafnan verið góð
þátttaka í öllum sýningunum og
aðsókn að þeim mjög mikil.
Siðustu sýningu, sem haldin
var í Listamannaskálanum 1947,
sóttu hátt á 6. þúsund manns, en
þar voru sýndar nær 400 ljós-
myndir, teknar af 25 mönnum og
konum.
ENGIN SKILYRÐI
Þátttaka í sýningu félagsins í
haust er öllum áhugaljósmyndur-
J um heimil og ekki nein takmörk
sett um fjölda ljósmynda. Nefnd-
J in áskilur sér rétt til þess að
■ velja milli mynda og hafna, ef
J þörf krefur, t.d. ef mikil þátt-
! taka verður, eða ef myndirnar
, þykja ekki sýningarhæfar. Ekki
er ætlast til að þarna verði mynd
ir sem sýndar hafa verið annars
staðar áður, en að öðru leyti eru
engin skilyrði eða reglur settar
varðandi vali þeirra eða gerð.
í ÞREMUR FLOKKUM
Sýningarmyndunum verður
raðað í 3 flokka. 1. Landslags-
myndir, 2. litskuggamyndir og
3. aðrar ljósmyndir og verða
verðlaun veitt í öllum flokk-
um. — Myndirnar á að líma
á pappa (karton) og skal
stærð hans vera sem næst
35x40 Sm, en að öðru ieyti cr
hverjum sýnanda í sjálfsvald
sett um stærð sjálfra mynd-
anna. — Litskuggamyndirnar
skulu efstar á milli glerja.
Síðasti frestur til þess að til-
kynna þátttöku í sýningunni og
skila Ijósmyndum er að kvöldi
20. okíóber n.k. í skrifstofu
Ferðafélags íslands, Túngötu 5.
Eiga myndirnar þá að vera
merktar heiti (á bakhlið) og
fullu nafni og heimilisfangi sýn-
anda. — Nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu félagsins.
— Chou En lai
Framh. af bls. 8
að reyna að miðla málum en för
hans var unnin fyrir gíg.
DRÓ TIL FRIÐSLITA
Árið 1946 hélt Chou á brott úr
herbúðum Chiang Kai-sheks fyr-
ir fullt og allt og styrjöld brauzt
út á milli þessara tveggja aðila.
Urslit hennar eru öllum kunn. Öfl
þau er stóðu að baki Chou og sam
starfsmanni hans Mao Tse-Tung,
urðu herjum marskálksins yfir-
sterkari og kommúnisminn
flæddi yfir landið. Svo standa
málin nú í dag, en allt bendir þó
til þess að ógnarstjórn sú, er
kommúnistar hafa kómið á fót í
Kína undir nafni alþýðulýðveld-
isins, eigi sér ekki langa daga.
VÖLT í SESSI
Kína hefur ávallt verið land,
sem auðvelt hefur verið að sigra
á skömmum tíma, en stjórnir þar
hafa verið hvað lausastar í sessi
af öllum ríkisstjórnum. Fullyrða
má, að svo er einnig um kommún-
istastjórnina, er ekkert bolmagn
hefur til gagngerra breytinga á'
kínverzku þjóðfélagi, en situr
mestmegnis að völdum í skjóli
hersins. Meðan svo er rnun Chou
En-Lai stýra utanríkismálum
lands síns í samræmi við skólun
sína og lífsbaráttu, samkvæmt
línunni frá Moskvu.
Tollarar béru
sigur af hélmi
HINN árlegi knattspyrnukapp-
lgikur Tollstjóraembættisins í
Reykjavik og Bæjarstjórnarskrif
stofunnar fór fram í gær á Grím
staðaholtsvellinum, Hófst hann 15
mín. fyrir sjö og lauk með glæsi-
legum sigri Tollstjóraembættis-
.ing. 1 mark gegn 0. Þar með vann
To.llstjóraembættið aftur bikar
þann sem það missti í hendur
Bæjars*jórnarskri;£stofunnar s.l.
sumgr. Leikurinn fór prúðmann
' lega fram. Vindstaða var logn.
Áfján skotnir níður
á fveimur dögum
TÓKÍÓ, 5. sept. — Vélflugur S.Þ.
vöypuðu í dag niður 227 smálest-
um af sprengjum og íkveikju-
sprengjum í námahéruðunum í
grennd við landamæri Mansjúríu.
Skutu flugmenn S. Þ. niður 5
, rússnesk-smíðaðar orrustuflugur
fyrir kommúnistum.
I loftbardögum yfir Norðvest-
ur-Kóreu í gær skutu flugmenn
S. Þ. niður 13 vélflugur kommún-
ista. Voru vélflugur kommúnista
svo margar, að ógerlegt var að
koma á þær tölu.
- Iðnsýningin
Fri««ih. af bls. 1
ÁFRAMHALDANDI ÞRÓUN
Með hinum auknu rafvirkjun-
um og innreið stóriðju á íslandi
virðist fyrirsjáanleg enn aukin
þróun iðnaðarins. Ilúsnæði það
sem sýningin hefur nú til umráða
í Iðnskólanum er að gólffleti
3600 fermetrar. Þegar næsta sýn-
ing verður haldin má búast við
að ekki nægi minna en 6000 fer-
metrar. Og þá vaknar spurning
hvort ekki er kominn tími til að
koma hér upp sýningarskála, eins
og tíðkast í öllum menningar-
Iöndum, segir Guðbjörn að lok-
um.
SAMSTARF AÐ BAKI
SÝNINGARINNAR
Þessir aðilar standa nú að Iðn-
sýnirgunni: Landssamband iðn-
aðarmanna, Félag ísl. iðnrekenda,
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
Samband íslenzkra samvinnufé-
laga, Reykjavíkurbær og Iðn-
sveinaráð alþýðusambands ís-
lands.
Heimta giæpamann
framseldan \
LUNDÚNUM — Rússnesk yfir-
völd hafa krafizt þess, að lið-
hlaupi úr rússneska herrtum, Da-
videnkó að nafni, vérði þeim
framseldur, en hann afplánar nú
fangelsisrefsingu á brezka her-
námssvæðinu. Davidenkó ílýði
árið 1948 til Vestur-Þýzkalands,
og veittu Bretar honum hæli sem
pólitískum flóttamanni. Síðar
gerðist hann sekur um glæpsam-
legan verknað og var dæmdur
til 11 ára refsivistar. Málaleitan
Rússa er til athugunar, segir
brezkur talsmaður. Reuter-NTB
- Kirkjuþing
Framh. af bls. 6
AÐSTOD VIÐ FLÓTTAFÓLK
— Það sem nú ber mest á í
starfi þýzku kirkjunnar, segir sr.
Pétur, er aðstoðin við flóttafólkið.
Það má heita að lítið annað kom-
ist að en hjálpin til þessa fólks,
enda þarfnast flóttamannavanda-
málið skjótrar úrlausnar — og
liggur í hlutarins eðli, að kirkjan
komi þar mikið við sögu. Því þó
járntjaldið eigi að vera lokað,
er stanzlaus straumur yfir marka
línuna milli Austur- og Vestur-
Þýzkalands. — Það eru aðallega
þrjár stöðvar, sem taka við flótta
fólkinu. Ein er við Hannover, ein
i Vestur-Berlín og ein í Giessen.
— Ég kom til Giessen, segir sr.
Pétur, og sá þar með eigin aug-
um þá miklu neyð og hörmung-
ar, sem eiga rót sína að rekja til
járntjaldsins.
Kirkjan sýnir mátt sinn í verki
í aðstoðinni við þetta fólk. Starf-
rækir hún fjölda heimila fyrir
það, útvegar því atvinnu og
fleira, gerir í fáum orðum sagt
allt, sem í hennar valdi stendur,
því til hjálpar, svo að draumur
þess geti orðið að veruleika —
að eignast heimili 1 Vestur-Þýzka
landi.
ÍSLANDSVINUR
— í Giessen er mikill íslands-_
vinur, sagði sr. Pétur að lokum,
Dekan Schubring. Hann var hér
á ferð í fyrra og prédikaði fyrir
þýzkt fólk. Síðan hann kom heim
hefir hann flutt fjölda erinda um
ísland og íslenzk málefni. Mun
hann ef til vill koma hingað aftur
næsta sumar og heimsækja Þjóð-
verja hér. ■—Þbj. ,
LOFTLEIÐIS MED LOFTLEIÐIJM
Vikulegar ferðir: REYKJAVÍK—NEW YORK
_ KAUPMANNAHÖFN
STAVANGER — og áfram með sömu flugvél til
HAMBORG
GENF
RÓM — og Austurlanda
FYRIRGREIÐSLA GÖÐ — Í ARGJÖLD LÁG
LOFTLEIÐIR H.F.
LÆKJARGATA 2
SÍMI 81440
Markús:
Eftir Ed Dodd.
\^:w-.,yuuLL
t / fim6
V AT TW0
V, PIVEDBIOe
( CCUMTpy .
A c:_us, -d
l) ll-it UJCK IN Utt-h- CWATTCS
A EYES. l-IT'3 GO'NG TO b,
N W; PROPOSEÍ To CREOpy
Wi-íS TONIGHT/ . /•"/
1) Þegar Markús kemur til. herra miiin, að maður skyldii
bprgarinnar fer hann í fatabúð
og kaupir sér fallegan alklæðn-
að.
— Þér eruð í svo góðu skapi
halda að þér ætluðuð að fara. að
gifta ýður.
2) — Það er einmitt það sem
ég ætla að fara að gera. Ég er
rirtnnr og ætla
að koma stúlkunni minni að ó-
vörum.
3) — Er Sirrí Davíðs við?
— Néi, hún er úti í Fljóts-
bdkkáklúbb. •
4) Á meðan.
— Sjáðú þau báía. Ég ev
víss um, að í kvöld biður
hennar.
arv6£
Jafet