Morgunblaðið - 06.09.1952, Blaðsíða 14
\ 14
MORG
ihve
L A Ðl Ð
Laugardagur 6. sept. 1952
ADELAIDE
I Skáldsaga eítir MARGERY SHARP I
iiiiiiHiiiiiiiiiiimniii
iMimmmi
immmimmmmm iin
Framhaldssagan 2
Adelaide var líka komin í
sparifötin eins og venja var þeg-
ar ferðinni var heitið í Kensing-
tongarðinn. Hún var í stuttum,
hnepptum jakka með handskjól
úr skinni um fiálsinn. Það var
auðvitað orðið allt of heitt í
veðri til að hafa handskjól, en
Adelaide þótti gaman að því og
hún var viljasterkari en fóstra
hennar. Pilsið var stutt og rikkt
með stórum fellingum að aftan.
Fætur hennar voru langir og
mjóir, klæddir þverröndóttum
sokkum. Hún var með stóran
hatt á höfðinu, sem bundinn var
undir öxlina. Þessi búningur fór
Adelaide ágætlega því hún var
ósköp blátt áfram í útliti. Svip-
urinn var þegar orðinn nokkuð
ákveðinn, nefið beint, augabrún-
irnar dökkar og munnsvipurinn
þrjóskulegur. — Móðir hennár
vonaði að hún mundi fá svip tig-
innar konu þegar hún eltist. En
Adelaide fannst útlit sitt óað-
finnar.legt og var harðánægð með
það.
Hún gekk lengra inn um hlið-
ið. Það var ekki mikið um að
vera i Britannia Mews á þessum
tíma sólarhrings. Snöggvast varð
húsið í augum stúlkunnar eins
og það hafði verið í augum bygg-
ingameistarans tíu árum áður
.... þægilegt nýtízku hús. Eng-
inn vissi hver hann var, en ef
til vill var hann úr sveit, því að
í einu horninu hafði hann látið
skilja eftir mold á dálitlum
bletti í kring um pílviðartré, sem
þar óx.
Adelaide snéri sér við og upp-
götvaði þá að hún var komin inn
um hliðið og horfði út á götuna.
Hinum megin við steinlagða göt-
Una gaf að líta bakhliðarnar á
húsunum á Albion Place. Bak-
garðarnir voru girtir trégirðingu
með vír ofan á og bakdyrnar
voru málaðar grænar á næstum
öllum húsunum. Húsin voru hlað-
in úr rauðum múrsteini og voru
svipuð hvert öðru. Girðingin við
húsið, sem stóð við hliðina á
Culver-húsinu, var hvítmáluð. En
það var ekkert sérstaklega at-
hugavert við Culver-húsið. Það
var traustlega byggt, frekar ljótt,
og næstum ófhögulegt að gera
þar innbrot. Sama gilti um öll hin
húsin. Adelaide sá að Treff var
ekki lengur í glugganum svo hún
áræddi lengra. En um leið opn-
uðust hliðardvr á Cock-veitinga-
stofunni og út kom lítil stúlka
með könr.u.
Það var önnur sjón að sjá hana
og Adelaide. Hún hafði engan
hatt á höfðir.u og hún var ekki
í röndóttum sokkum. Hún var ó-
hrein á fótunum og klædd stíg-
vélum, sem voru alit of stór. —
Slitið og óhreint ajal var bundið
yfir heiðar henni og undan sjal-
inu sást í tötraiegan kjól. Hún
snarstanzaði þegar hún kom
auga á_ Adelaide og tók fastar
utan um könnuna. Adelaide vissi
ekki hvernig hún átti að snúast
við. Hún kunni aðeins eina að-
ferð við tötrum klædd börn og
það var að gefa þeim ölmusu.
Hún hafði stundum gert það þeg-
ar hún háfði verið í fylgd með
móður sinni eða ungfrú Bryant
og barnið gaf þá eitthvert hljóð
frá sér sem átti að vera þakk-
lætisvottur. En nú var enginn
fuJlorðinn viðstaddur. Þær horð-
ust fast í augu. Auðvitað gat Ade-
laede gengið þeg.iandi burt, en
þ?ð var ekik henr.ar háttur.
Það voru fimm koparoeningar
í handskjólinu. Hiftt dró einn
þeirra út og rétti fram.
„Viltu fá þetta penr.y, litla
stúltoa?“
En hin starði bara á har.a.
„Gerðu svo vel. Þú mátt eiga
þetta penny“, sagði Adelaide.
Stúlkan setti frá sér könnuna
og nálgaðist varlega. Svo tók hún
til fótanna síðasta spölinn, þreif
peninginn og stökk burt. Hún
hafði ekki sagt eitt einasta orð.
Hún hafði ekki einu sinni brosað
og auðvitað þótti Adelaida það
miður.
„Þú átt að þakka fyrir“, kall-
aði hún reiðilega.
En í stað þess gerði stúlkan
annað og það sem verra var.
Þegar hún beygði sig niður til að
taka upp könnuna, tók. hún líka
stein og kastaði honum af öliu
afii í fæturna á gefandanum. —
Adelaide rak upp sársaukavein.
Um lcið opnuðust dyrnar á hús-
inu nr. 2 og út kom frú Benson
þjótandi. En tötraiega ' stúlkan
hafði sig burt hið skjótasta.
„Hvað gengur eiginlega á,
Addie litla?“ hrópaði frú Ben-
son.
„Stelpan þarna kastaði í mig
steini“, sagði Adelaide vælandi.
„Hún var rauðhærð“.
„Og hvers vegna varstu að
skipta þér af henni?“ sagði frú
Benson. „Þú hefur ekkert hér að
gera eins og þú veizt sjálf“.
„Ég var ekki að leika við
hana“, sagði Adelaide. „Ég....“
„Hún er vont barn“, sagði frú
Benson, „og þú mátt ekki koma
nálægt henni. Annars segi ég
mömmu þinni það“.
Adelaide lét það ekki hafa
áhrif á sig. Reynslan hafði
kennt henni að þjónustufólk
klagaði aldrei fyrir mömmu
hennar af ótta við að fá skömm
fyrir sjálft.
„Hvernig er hún vond“, spurði
hún.
„Hún er þjófur“, sagði frú
Benson.
Adelaide tók ósjálfrátt fastar
um handskjólið sitt og leit yfir
öxlina. Orðið þjófur hafði sömu
áhrif' á hana og orðið tartari
hafði á sveitabörn á þeim tíma
og þeim aldri. í London úði og
grúði af þjófum. Það vissi Ade-
laide. Þeir læddust að manni í
mannþröng og hriísuðu af manni
peningabudduna. Þeir brutust
inn í hús og stálu borðbúnaði.
Þeir stálu kelturökkum og kál-
uðu þeim og sendu stundum róf-
una á honum innpakkaða í bréfi
til fyrri eiganda.... Það var
hræðilegt að hugsa til þess að
manneskja, sem tilheyrði slíku
fólki ætti heima þarna í næsta
nágrenni.
„Veit .... veit pabbi þetta?“
spurði Adelaitíe.
„Ef hann veit það ekki, þá
l
þarft þú ekki að segja honum
að“, hreytti frú Benson út úr
sér. „Farðu beina leið heim til
þin og láttu mig ekki sjá þig hér
framar".
Adelaide snéri við með þeim
virðingarbrag, sem hún átti til
og'gekk burt. En óheppnin var
ineð henni. Um leið og hún kom
að bakdyrunum opnuðust þær og
út kom ungfrú Bryant, náföl af
reiði nema nefið á henni. Það
var rautt að venju.
„Þarna ertu,“ hrópaði hún. —
„Hvað hef ég sagt þér oft að bú
mátt ekki flækjast inn í Britann-
ia News? Þú ert ákaflega óþekk
stúlka.“
| Adelaide lét þetta ekki á sig fá.
Hún hafði komizt að þeirri nið-
urstöðu að henni þótti hvorki
jvænt um barnfóstru sína né það
^gagnstæða. Hún umbar hana. —
'Ungfrú Bryant vissi þetta auð-
j vitað ekki, en það var þó ekki
ilaust við að henni fyndist eitt-
I hvað ábótavant í sambandi
þeirra.
„Og Treff vesalingurinn er bú-
inn að bíða svo lengi. Við verð-
um allt of sein og við megum
, ekki koma of seint heim, því þú
átt að fara í heimsókn með móður
| þinni og Treff verður að sofa
miðdegisblundinn....“
„Treff kemur ekki með okkur
í heimsóknina,“ sagði Adelaide
með ró.
„Nú-?“
„Nei,“ sagði Adelaide.
*
3.
Á hverjum morgni hittu Cul-
ver-börnin frændsystkini sín
Hambrosbörnin í Kensington-
garðinum. Hambroskrakkarnir
voru komin á undan þennan dag.
Þau voru fjögur alls, Alice, tví-
burarnir og Milly, yngsta barnið.
Þau höfðu tvær barnfóstrur og
önnur þeirra hét ungfrú Grigson.
Alice var ári eldri en Adelaide
og miklu laglegri. Hún var með
rjóðar varir, lítinn munn og
þykkt Ijóst hrokkið hár. Þegar
hún hljóp stóð hárið aftur af
höfði hennar eins og ský. Hún
beið þess með óþreyju að það
yrði svo sítt að hún gæti setið á
því, og lét sér þess vegna lynda
þegar tvíburarnir toguðu í það,
án nokkurra alvarlegra mótbára.
„Hvers vegna ertu með hand-
skjól?“ spurði Alice strax.
„Mér þykir það gott,“ sagði
Adelaide.
„Það er ekki viðeigandi að
vera með handskjól í maí.“
„Mér finnst það viðeigandi,“
sagði Adelaide.
„Mamma sagði að við gætum
■ fengið að búa til karamellur ef
| þú og Treff komið heim til okkar
í dag,“ sagði Aiice.
■
■
■
ms f
■
■
. ^
: á góðum stað í bænum til sölu. Húsið er 3 herbergi og '
: =
: eldhús, baðherbergi og þvottahús og geymsla. Oll þæg- -
1! ■
■ ■
Z indi í húsinu. Ræktuð lóð í kring, afgirt. Tilboð sendist Z
: :
■ ..."
: til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir næstkomandi þriðju- :
: :
• *
: dagskvöld merkt: Þægilegt hús —500.
Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður.
Berjaferð
Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði cfna til berjaferðar
á morgun, sunnudag.
Tekið verður á móti þátttökutilkynnmgum klukkan
4—7 í dag í Sjálfstæðishúsinu.
Sími 9228.
Sjáifstæðisfélögin.
HAFNFIRÐINGAR!
REYKVIKINGAR!
• «<!
a
Gröfin
eftir Grimmsbiæður
„Hvenær varstu svona nízkur? Þú verður að koma með
meira gull, annars verður ekkert af verzluninni.“
Kölski þrammaði nú í burtu í þriðja sinn til þess að sækja
meira gull. Nú var hann miklu lengur í burtu en áður.
Þegar hann kom aftur var hann dauðþreyttur, því að hann
var með mjög þunga byrði, sem hann bar á bakinu.
Hann hellti nú gullinu úr pokanum í stígvélið, eri enn
fór jafnlítið íyrir gullinu í stígvélinu og í fyrra skiptið.
Þá varð hann íokvondur og ætlaði að þrífa stígvélið af
hermanninum, en um leið komu fyrstu sólargeislarnir í
ljós í austri. Þá rak hann úpp óp mikið og þaut í burtu.
Fátæki bóndinn vildi nú skipta gullinu, eri þá mælti her-
maðurinn:
„Þú skalt gefa fátæklingum minn hluta, en ég ætla að
flytjast til þín, og af aíganginum getum við lifað í ró og
næði eins-fengi og Guðj: þókpy.st.,
SÖGULOK.
I Gömlu dunsumir
■
■ byrja aftur í kvöld í Alþýðuhúsinu, Hafnarfirði.
■
E Miðapöntunum veitt móttaka í símum 9723, 9453 og 4520.
■
STJÓRNIN
Dansleikur
■
AÐ HLÉGARÐI í KVÖLD KL. 9. \
Ferð frá Ferðaskrifstofunni klukkan 9.
Húsinu lokað klukkan 11,33. — Ölvun bönnuð.
Héraðsbúar og nágrannar, fjölmennið.
Ungmennasamband Kjalarnessþings. ■
Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu
INIýtt blað
hefur göngu sína í dag
S'ölubörn komi á SkólavÖrðustíg 17
kl. 1 eftir hádegi
Ha sölutaun