Morgunblaðið - 27.09.1952, Blaðsíða 14
1.14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 27. sept. 1952
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiciiMiiiiiiiiiiuiiiiiiiifiiiin
iiiuinuuiiiuiiuiuiiiimmmo
ADELAIDE
Skáldsaga eítir MARGERY SHARP
Framhaldssagan 20
2.
„Jæja, frú Lambert", sagði
Henry þegar þau komu út á gang
stéttina. „Hvernig líður þér?“
„Mér finnst þetta allt skrítið“,
sagði Adelaide.
„Það er eins og það á að vera.
Brúðum finnst þetta alltaf dá-
lítið skrítið. Við föriim og borðum
hádegisverð á Café Royal“.
Adelaide dró þá ályktun að þar
sem Henry var svona stuttur í
spuna, fyndist honum þetta allt
líka svolítið skrítið og hún kom
því ekki með neinar mótbárur,
enda þótt hún hefði heldur kosið
einhvern annan veitingastað. Þau
fóru þangað í bíl og Henry bað
um kampavín. En samræðurnar
gengu stirt.
Eðlilegast hefði verið að þau
hefðu farið í ferðalag eins og
við átti yfir hveitibrauðsdagana.
En þau biðu ekki eftir neinni lest.
Hvað áttu þau að gera af sér þeg-
ar þau voru búin að borða? Ade-
laide vissi ósköp vel hvað hún
vildi helzt gera, en það var að
fara til Britannia Mews og gera
hreint. En það var varla viðeig-
andi á brúðkaupsdaginn. Þegar
Henry stakk upp á því að þau
leigðu sér bíl og keyrðu niður til
Richmond, féllst hún fúslega á
það. Hressandi kvöldloftið hafði
góð áhrif á þau ög þau urðu skraf
hreifr.ari. Þau gengu eftir stígn-
um við ána óg héldust í hendur.
Þegar samtalið varð liðugra varð
minni þörf fyrir orðín. Þau
hægðu göngunni. Námu staðar og
horfðu hvort á annað. Það skein
á hvita svanina á ánni, en það
var farið að dimma. Brátt var
ekkert fólk eftir á stígnum nema
þau og einn gamall maður sem
sat álútur yfir bók, sem hann
rýndi í.
„Adelaide“, sagði Henry. „Við
skulum ekki fara aftur til borg-
arinnar. Ekki í kvöld“
„En .. Henry, hvar eigum við
að vera?“
„Við getum gist á gistihúsinu
hérna“.
„En við höfum engan farangur.
Heldui ðu að fólki finnist það ekki
skrítið?"
„Ilvað gerir það til? Ég er með
giftingarvottorðið okkar í vas-
anurn. Þú getur fengið lánað allt
sem þú þarft hjá herbergisþern-
unni. Við megum ekki eyðileggja
daginn“.
Adelaide vildi það auðvitað
ekki. Helzt hefði hún kosið að
vera þarna við ána til eilifðar.
Veitingahúsið reyndist ágætt og
herbergisþernan var vingjarnleg.
Helzt til vingjarnleg, fannst
Adelaide. Og þegar Henry tæmdi
úr vösum sínum, lét hún giftingar
vottoiðið detta á gólfið eins og
af hendingu á áberandi stað.
3.
Af þessum ástæðum fann herra
Culver ekki dóttur sína í
Britannia Mews, þegar hann hrað
aði sér þangað frá Farnham. í
Platts End var nefnilega bréf frá
Adelaide, sem sett hafði verið í
póstinn deginum áður. Það sem í
bréíinu stóð gerði það að verk-
um að bæði hann og frú Culver
gleymdu því að hann var hjart-
veiLur og hún sendi hann tafar-
laust til Lundúna með næstu lest.
Þegar ferð hahs 'reyndist tilgangs-
laus, dvaldist hann 'úm nóttina í
„klúbbnum“ og fór áftur til Farn-
ham næsta morgún. Honum gat
ekki dottið neitt annað ráð í hug.
Og úr því nóttin leið, var í raun-
inni ekkert við. betta, að gera.
Adelaide var gift. Símskeyti kom
frá henni um hádegið og undir
því stóð Adelaide Lambert. „Er-
um í sjöunda hirnni", stóð í skeyt
inu. „þið verðið að fyrirgefa okk-
þessi tmdirskrift. Frú Culver
horfði á þetta lengi og loks sagði
hún.
„Að minnsta kosti veit enginn
um þetta hér, William. Fólk veit
I ekkert um aðdraganda og aðstæð-
ur hans.“
Því ef segja mátti um Adelaíde
> að hún væri að byrja nýtt líf, þá
mátti segja hið sama um móður
hennar.
I „Ætlar þú að sætta þið við að
' dóttir þín lifi með óþokka í van-
sæmd og eymd“, sagði herrá
Culver æstur. Því að það var
hann sem hafði komið í hendings
i kasti frá London. „Mér finnst þú
taka þessu öllu ákaflega rólega.
Ég geri mitt bezta. Ég fer til borg
arinnar til að eltast við þau, en
þú situr hér kyrr. . . .“.
„Það er ekki satt“, sagði frú
Culver. Og það var ekki satt. Hún
hafði grátið næstum alla nóttina
. . alein í ókunnu húsi og það var
ekki einu sinni búið að koma hús-
gögnunum endanlega fyrir. Það
gerði þetta allt miklu óhugnan-
legra. En hún vissi hvernig hún
átti að taka á vandamálunum.
I „Adelaide er gift herra Lambert.
j Mig tekur það alveg eins sárt og
þig, en ég verð bara að reyna að
I gera það bezta úr því sem komið
j er. Þetta skeyti er sent frá Rich-
mond — sennilega eru þau þar.
Ég fer sjálf til Richmond og það
strax í dag.
„Og hvar .1 Richmond ætlar þú
að leita að þeim?“
„I veitingahúsinu“, sagði frú
Culver. „Það er bara eitt“.
„Og hvað ætlar þú að segja þeg
ar þú finnur þau?“
j „Ég ætla að segja Adelaide að
; hún eigi alltaf heimili sitt hér.
Giftar dætur koma oft heim án
j eiginmanna sinna“, sagði frú
Culver.
| Hún fór til Richmond og fann
þau. Adelaide rjóð og sæl, Henry
Lambert kurteis og undirgefinn.
J Frú Culver virti unga fóikið
fyrir sér, en hamingja þeirra
| snerti hana ekki. Hún hafði verið
særð og móðguð, og henni gramd-
| ist gleði þeirra. Afsakanir Ade-
1 laide virtust meira að segja vera
bornar fram án þess að hún
skammaðist sín hið minnsta.
inmnnilnwnilniiliwi>«nwm«H»imnim»'HH»*Wf
„Henry er svo góður, mamma",
sagði hún. „Honum hefur verið
ennþá ver við að fara á bak við
þig en mér. En þú veizt að pabbi
hefði aldrei gefið samþykki sitt
svo þetta var eina ráðið“
Frú Culver horfði á baksvip-
inn á tengdasyni sínum þar sem
hann gekk um úti á pallinum
fyrir framan. Hrún treysti því
ekki frekar að hann væri góður
en því að hann gæti séð fyrir
eiginkonu.
„Hvar ætlið þið að búa, Ade-
laide. Og á hverju ætlið þið að
iifa?“ j
„Við ætlum að búa í herbergj-
um Henrys í Britannia Mews. Og
við ætlum að lifa á tekjum
hans“. |
„Og á þínum hundrað pundum
á ári“. j
„Henry segir að ég eigi að fá
þau til að kaupa mér föt fyrir
þangað til hann getur gefið raér ,
meira“.
Frú Culver opnaði handtösku
sína og tók upp fjóra fimm punda
seðla.
„Þetta er gjöf frá föður þinum
og mér. Ég býst við að það komi
í góðar þarfir“. i
„Þakka þér kærlega fyrir,
mamma. En mér er nákvæmlega
sama þó að við séum ‘átæk ..
þangað til Henry verður frægur.“
„Eg vona að hann eigi eftir að
verða frægur, eins og þú kallar
það, en ég held að margir lista-
menn verði frægir án þess að
verða ríkir. En hvað sem því
skiptir, þá ert þú gift. Frú Culver
þagnaði. „Ég verð að segja það,
Adelaide, að ég undrast að þú
virðist ekki skilja hve miklum
vonbrigðum þú hefur ollið for-
eldrum þínum“.
„Mér þykir það mjög leitt,
mamma“.
„Þú hefur alltaf hugsað fyrst
og fremst um sjálfa þig
„Gera ekki allir það?“
„Vissulega ekki. Ég hef fórnað
öllu mínu lífi fyrir þig og Treff
og föður sinn“.
„Fyrir hvað annað vildir þú
lifa?“
En í stað þess að svara, reis
frú Culver á fætur. Henni hafði
dottið í hug að ef til vill væri
} ilrói höttur
! snyr artur
1 eítir John O. Ericsson
i 12’
— Nei, hvað er þetta, hrópaði hann og hrökk frá eins og
hann hefði verið bitinn af höggormi.
| Hinir tveir við eldinn spruttu upp og störðu óttaslegnir
v. hið þrumulostna andlit hans.
— Hvað gengur á? spurði Langen. Will, þú ert náfölur
um smettið eins og engill. Þú gætir ekki litið öðru vísi út,
þó að þú heíðir msett voíu.
— Hingað með vatn, fljótt! bölvaðar rolurnar ykkar. Það
vildi ég, að þið væruð komnir norður og niður, einkum þú,
Jón. Þú hefir nærri því drepið hann.
i — Ha! æpti Jón. Ertu orðinn bandvitlaus?
; Hann og Langen lutu yfir komumann, sem lá á gólfinu.
Hann leit út fyrir að vera dauður. Birtan af blaktandi tjöru-
blysi skein í sama bili á andlit hans.
— Við grís hins heilaga Antons, eins og þeir segja í Nor-
mandí. Þettá er Ilrói höttur. j
Litli-Jón þreif í handlegginn á Langen og kreisti hann
eins og í skrúístykki. Það var svo sárt, að þessi digri kubb-
ur há hljóðaði. j
— Hvað gengur að þér. hölvaður sláninn þinn? Sá, sem
ékki þekkir Hxóa hött; hlýtur að vera staurblindiur. j
’ Hvæsandi af reiði sleit .hánn sig-lausan úr járntaki hans
pg hrinti honum um !eið svo hart, að hann var nærpi því
rokinn um koll. í
— Víst er þetta Hrói höttur, hélt Langen, áfrarm En þú
þarít líklega ekki að slíta handlegginn af mér fyrir það.
JjcÉ Íélir Jfdfpðið á. bezta manninum í Englandir
VETRABGARÐUBINN
VETSARG AKÐ UIÍINN
DANSLEIKVR
í Vetrargarðinum í kvöld klukkan 9.
Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar.
Miðapantanir í síma 6710 frá kl. 3—4 og eftir kl. 8.
S. H.
I.N.S.I.
I.N.S.I.
Aisneai^ur dansSeikiEr
í Tjarnarcafé í kvöld klukkan 9.
Aðgöngumiðar frá klukkan 5.
Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar leikur.
DANSLEIKUR
að Félagsgarði í kvöld M. 19.
Ferð frá Ferðaskrifstofunni klukkan 9.
Ungmennasamband Kjalarnessþings.
er helsssþekkf nafn
Verksmiðjurnar bjóða nú tvær nýjar skrifstofuvélar.
0&
rafm.-reiknivéHn
A120 er falleg,
örugg og fljót-
virk. Hún reikn
ar mismun
(salðo) hvort sem
debit eða kredit-
hlíð er hærri.
Tekur tólf talna
upphæð.
Hana má nota þótt rafmagnið bili.
ritvélin SM2 er
hljóðlitil, lipur
og hraðvirk. Eft-
irtektarvert er
hve hún gefur
hreina skrift og
skýr afrit
Vélar þessar eru til sölu og sýnis i Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar, Austurstræti 18 og hjá imdirrituðum.
Höfum þær oftast fyrirliggjandL — Annars útvegaðar
með litlum fyrirvara.
Einkaumboðsmenn
Öiafur CjÖuóou &C, Lf.
Hafnarstræti 10—12. — Sím-ar 81370.
•f i 3 i
H ) J
i i r