Morgunblaðið - 09.10.1952, Síða 7

Morgunblaðið - 09.10.1952, Síða 7
Fimmtudagur 9. oM. 1952 MORCUNBLAÐIÐ 7 1 i. MEÐ stofnun hins írska bók- menntalega leikhúss árið 1899, fyrir forgöngu írska skáldsins W. B. Yeats, er síðar hlaut bók- menntaverðíaun Nobeís og Lady Gregory, sem einnig var mikil- virkur rithöfundur, hóist nýtt og glæsilegt tímabil í írskri leikrit- ún og leikmennt. Tíl jþessa haíði írsk leikritun, bæði að efnisvali og formi, verið háð enskum fyr- irmyndum og enskir umferðar- leikflokkar settu mjög svíp sinn á leiklistarlíf Dyflitmar. Yeats og samherjar hans sáu nauðsynina á því, eins og mál- um var háttað í írlandi um þess- ar mundir, að effa þjóðernis- kennd íra og kenna þeim að meta sogu sína og önnur andleg verðmæti. Þeir sáu réttilega að leikhúsin gátu orðið veigamikiil þáttur í þeirri starfsemi, en til þess að svo mætti verða þurfti að skapa sérstæðar, þjóðlegar leikbókmenntir. Margir hinna ágætustu skálda og rithöfunda íra er þá voru uppi, með J. M. Synge í fremstu röð sem og mikilhæfir leikarar og leikhúsmenn, skipuðu sér undir merki Yeats. Skáldin sóttu yrkisefni sín í sögu landsins, þjóðtrú og þjóðsagnir. Þeir lýstu í verkum sínum írskum þjóð-1 háttum og írskrí skapgerð og voru þá oft vægðarlausir í á- deilu sinni og gagnrýní. Nokkrum árum eftír að hið írska bókmenntalega leikbús var i stofnað, flutti það starfsemi sína I í ný húsakynni, —- bið svokall- j aða Abbey-leikhús í Dyflinni. j Hefur það starfað þar óslitið þar til nú fyrir rúmu árí, að leik- j húsið eyðilagðist að mestu af eldi. Abbeyleikhúsið hefur jafnan gert miklar kröfur til sjálfs sín. Það hefur látið bókfnenntaleg og menningarleg sjónarmið fyrst og fremst ráða starfsemi sinni og heldur kosið að sýna leikrit sín við litla aðsókn, en að þægja misjöfnum smekk fjöldans. Því hefur það unnið sér álít og virð- ingu allra dómbærra manna, ekki aðeins í írlandi heldur einnig víðsvegar um heim og áhrifa þess hefur gætt víða, ekki EÍzt í enskri leikmennj^gu. Flestir stofnendur og frum- herjar Abbeyleikhússíns eru nú horfnir af sjónarsviðinu. J. M. Synge dó 1909, lady Gregory 1932 og Yeats 1939. En aðrir hafa haldið áfram þá íeið, sem mörk- uð var af brautryðjendunum og reynzt verðugir arftakar þeirra. Má þar fremstan telja Sean O'casey, sem um skeið var náinn samherji Yeats og Iady Gregory. Hann er ekki aðeíns rnesta nú- liíandi leikritaskáld íra, heldur einnig í fremstu röð leikritahöf- unda þessarar aldar. Sean O’casey er fæddur í Dyfl- inni árið 1884. Hann ólst upp í fátækrahverfi borgsrinnar við kröpp kjör og vanheilsu fram eftir árum, er olli því að hann íékk ekki notið nemnar skóla- menntunar. En harni bætti það upp, er hann hafði náð fullri heilsu, með þrotlausum lestri góðra bókmennta, enda aflaði hann sér brátt mikillar og stað- góðrar þekkingar á því sviði.» Hann þótti baldínn nokkuð og óeirinn í æsku, enda stóð hann urtgur að aldri framarlega í frelsisbaráttu fra og verkalýðs- baráttunni. Hann tók þátt í hinu hatrama verkfallí flutnings- verkamanna 1913 og ennfremur í páskaóeirðunum frægu 1916 og munaði þá minnstu að hann yrði skotinn sem uppresstarforingi. J. M. Synge sótti efnið í leik- rit sín út í sveitiroar, enda var hann gagnkunnugur kjörum fólksins þar og hugsunarhætii. En O’casey hefur manna bezt lýst kjörum verkalýðsíns í borg- um írlands, viðhorfí þess til lífs- ins og baráttu þess fyrir frum- e ci m Joxer Daly (Lárus Pálsson) og Boyle „skipstjóri“ (Valur Gíslason). stæðustu réttindum mannsins og daglegu brauði. Hann þekkir það fólk, sem hann fjallar um, út í æsar, lýsir því af nærfærni og skilningi, en hikar ekki við að segja því til syndanna ef svo ber undir, og beitir þá jafnan hinu bitrasta háði. Fyrsía bókin, sem út kom eftir O’casey var saga írska borgara- hersins (1919). Árið 1923 kom út fyrsta leikrit hans, The Shadow of a Gunman, er vakti að vísu allmikla athygli í svip, en það var með leikritinu Junó og Pá- fuglinn (1924), sem frumsýnt var hér í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld, sem hann gat sér varanlega við- urkenningu. Hlaut hann fyrir það leikrit Hawthorden-verð- launin brezku árið 1926. Meðal annarra leikrita O’Caseys má nefna The Plough and the Stars (1926) og The Silver Tassie (1828). Þrjú fyrsíu leikritin, sem hér hafa verið talin fjalla öll um óeirðirnar og átökin í írlandi á árunum 1915—22. Þau eru real- istisk að efni og formi, óhugnan- legir harmleikir undir yfirborði satirunnar. — Með leikritinu The Silver Tassie hefur O’Casey losað sig úr viðjum realismans og tekið upp expressioniskt form, er hefur gefið anda hans frjáls- ara og víðara athafnasvið. Meðal annarra leikrita hans í þessu formi má nefna Within the Gates (1934), The Star Turns Red (1940), Red Roses for Me (1943) og Purple Dust (1945). O’Casey er sérstæður og svip- mikill rithöfundur. Málfar hans er sterkt og hrjúft eins og fólkið som hann fjaliar um. Og þó að hin þjóðíélagsiegu vandamál séu snar þáttur í leikritum hans, leggur hann jafnan megináherzlu á skapgerð og persónueinkenni þeirra manna, ssm hann leiðir fram fyrir áborfandann. Og hann notar andstæöurnar, sorg og gleði, harmleik og skop, pg still- ir þeim h!ið við hlið með meiri dirfsku og leikni en fiestir aðrir leikritahöíundar. II. Junó og Páfuglinn er áhrixa- mikill harmleikur, kryddaður í.sku skopi eins og það gerist bezt. Ilann fer fram í fátækra- hverfi Dyflinnar árið 1922, en þá stóð sem hæst sjálfstæðisbarátta íra. ■— Leikritið er ekki marg- brotið né „hástemrot", en það lýsir átakanlegri baráttu sterkr- ar og heilbrigðrar konu við ör- birgð og ógæfu vegna drykkju- skapar og iðjuleysis rnanns henn- ar. — Húsbóndinn, Jack Boyle, er grobbin manndula, sem lifir á því að blekkja sjálfan sig og aöra og leggur lag sitt við vesal- menni sér verra. Dóttirin verður barnshfandi með spjátrungi, sem hleypur á brott frá henni. Son- urinn er bæklaður og tauga- veiklaður. Nágrannarnir flest vandræðafólk. Og að lokum steðja að sár vonbrigði og dauði. |— Þetta er ekki glæsileg saga, en hún er óumflýjanleg og sönn og því átakanlegri en eila, og |höfundurinn segir hana á snilld- arlegan hátt, svo að athygli áhorfandans er óskipt frá upp- hafi að leikslokum. Lárus Pálsson hefur sett leik- inn á svið og annast leikstjórn- ina. Jafnframt fer hann með eitt af veigameiri hlutverkum leiks- ins. Þó vil ég taka það fram í þessu sambandi, að leikur Emilíu í því hlutverki var einkar góður, lát- laus og innilegur. Lárus Pálsson leikur Joxer Daly lagsbróður Jacks Boyle. — Gerfi Lárusar er gott og leikur hans skemmtilegur á köflum, en þó yfirieitt ekki nógu sannfær- andi. Verður ekki varizt þeirri hugsun að Lárus hefði gert bet- ur, ef hann hefði ekki einnig haft leikstjórnina á hendi og get- að notið einhverrar „insíruk- tionar“. Arndís Björnsdóttir leikur Junó Boyle, konu Jacks Boyle, annað aðalhlutverk leiksins og þá persónu, sem höfundurinn hefur farið höndum um af mestri nærfærni og samúð. Gerir ung- frúin þessu hlutverki sæmileg sltil, en ekki meira. Oftast áður hefur hún leikið af meiri þrótti og innileik, hvernig sem á því stendur. Þá gerði ungfrúin sig hvað eftir annað seka um það að beygja rangt orðin „móðir“, „sonur“ og „systir“. Var þetta mjög áberandi, einkum í bænar- orðum hennar síðast í leiknum. Er leitt að heyra slíka meðferð móðurmálsins á sviði sjálfs Þjóðleikhússins og því nauðsyn- legt að yekja á því athygli. Frú Kerdís Þorvaldsdóttir leikur Maríu dóttur, þeirra Boy- le’s hjóna. Hlutverkið er ekki veigamikið og leikur frúarinnar hvorki betri né verri en efni standa til. Gestur Pálsson fer laglega með hlutverk Charles Benthams og Róbert Arnfinnsson og Ævar Kvaran sömuleiðis með hlutverk sín, sem bæði eru smá. í rauninni eru það aðeins tveir leikarar, sem gera hlutverkum sínum fyllstu skil. Eru það þeir Valur Gíslason, er leikur Jack Boyle „skipstjóra“, veigamesta hlutverk leiksins, og Baldvin Ilalldórsson, er leikur Jonni son hans. — Leikur Vals er afbragðs- vóður, sannur og eðlilegur, gerf- ' ið ágætt og svipbrigði hans og jlátbragð allt í frábæru samræmi j við þennan gamla raupkarl og syndasel. — Hlutverk Baldvins er vandasamt og gerir miklar J kröfur til leikandans. Baldvin i skilur hlutverkið til hlítar og ^ lýsir vel taugaóstyrk, angist og i innri baráttu þessa óhamingju- | sama unglings. Önnur hlutverk í leiknum eru smá og gefa ekki tilefni til sér- stakrar umsagnar. Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar eru prýðisgóð og búa leiknum hið rétta umhverfi. Lárus Sigurbjörnsson hefur þýtt leikritið á skemmtilegt og blæbrigðaríkt mál. Hefur það vissulega verið vandasamt verk, því að það er ekki á allra færi að fást við málfar O’Casey’s. Junó og Páfuglinn er eitt af betri leikritum, sem Þjóðleik- húsið hefur sýnt, áhrifamikið og snilldarlega samið. Því miður var því ekki eins vel tekið af leikhúsgestum og búast hefði mátt við. Ef til vill á leikmeð- ferðin hér nokkra sök, en þó hygg ég sönnu nær, að leik- ritið sé of góðar bókmenntir til þess að það finni náð fyrir íslenzkum leikhúsgestum. Það er gömul reynsla og ný. Sigurður Grímsson. Hús skemmist að Vöfflum Junó Boyle (Arnðís. Björnsdóttir) og frú Tancred (Emelía Jónas- dóttir). Sviðsetning Lárusar er prýðis- góð og honum hefur tekizt að skapa þá „stemningu“ á sviðinu er hæfir efni leiksins. En því miður hafa honum orðið mistök á um hlutverkaskipunina. Er það illa farið, því að í leilcriti sem þessu, þar sem rík ánerzla er lögð á skapgerðareinkenni per- sónanna, varðar miklu áð rétt sé í hlutverkin skipað. Á ég hér við þá ráðstöfun Lárusar að fela frú Itegínu Þóxðardóttur hlut- verk frú Madigan. Frú Regína er miltilhæf leikkona og hefur skapað margar eítirminnilegar persónur á löngum leikferli, én ég hygg að flestum er sáu hana í fyrrakvöld í hlutverki frú Madigan, hafi verið það Ijóst að hlutverkið er ekki við hennar hæfi. Hins vegar var þar önnúr leikkona á næstu grösurh, sem vafalaust hefði gert því betri skil og „illuderað" betur sem þessi mærðarmikla kona. Á ég þar við frú Erailíu Jánasdöttur. I Afíur á rnóti hefði frú Régína ' sómt sér ágætlega í hlutverki frú Tancred, sem frú Emilía lék. ai vo Þíiðjg sjáiísíkvdkjan nyrðra á hsmíim AKUREYRI, 8. okt. — Um Jrlukkan eitt í gærdag kom upp eldur að Vöglum í Fnjóskadal hjá bóndanum ísleifi Sumarliðasyni, skógar- verði í Vaglaskógi. Fnjóskdæiir'brugðust fljótt við, og dreif þegar að um 20 manns frá 10 bæjum í sveitinni. hafði verið til þurrheysgeymsiu. Sjálfsíkveikjur þessar munu að mestu vera að kenna óhagstæðri heyskapartíð í upphafi sláttar. ______________ — Vignir. Höfmiðu kðirofilboSi á Á FUNDI bæjarráðs er haidinn var á þriðjudaginn var lagt fram tilboð Eiríks Ormssonar rafvirkja meistara um sölu á jörðinni Skeggjastaðir í Mosfellssveit. Það mun hafa verið í ágúst- mánuði s. 1. að rætt var um kaup á Skeggjastöðum í því augna- miði ,að þar yrði starfrækt hæli fyrft4 drykkjusjúka menn. Eiríkur OrmssOn bauð Reykja- víkurbæ, í bréfi sínu á þriðju- daginn, jörðina fyrir kr. 1 millj. 650 þús. kr. Bæjarráð iók þegar á þessum fundi afstöðu til erindis ins og samþykkti að hafna til- boði þessu.____________ Lambafhífiílngum AÐEINS VATNSFÖTUR Á um það bil þremur klukku- stundum tókst að ráða niðurlög- um eldsins. Ekki voru önnur slökkvitæki tiltæk en vatnsfötur — og var vatnið borið úr læk, sem rennur skammt frá húsinu. ÍBÚÐARHÚSINU BJARGA3 Þakið á hlöðunni og fjósinu er sambyggt íbúðarhúsinu og brann hlöðuþakið ásamt fjósþakinu, en íbúðarhúsið sjálft tókst að verja. Voru þakplötur rifnar af því á samskeytunum við átihúsin, og vatni ausið á. Hæg sunnar.átt var og úrkomu- laust. Stóð vindur af íbúðarhús- inu og auðveldaði það björgunar- starfið. Byggingar þarna eru úr steir.i. Ileyið var óváíryggt, og telur ís- leifur að Vöglum, að minnsta kcsti þriðjungur þess sé ónýtt. KVIKNAÐI í IIEYINU Hér var um sjálsíkveikju ."ð ræða. Hafði gætt mikils hita í hey inu, enda margsinnis búið að gráfa í það og bera út. Ekki hafði verið látið hey í hlöðuna s.l. vik- ur. Þetta cr þriðja sjálfsíkveikjan sem kunnugt er um hér um slóðir á þessu hausti. Hin fyrsta var að Hömrum rétt hjá Akureyri. Þar varð mikið tjón. Enn fremur mun mikið hey hafa eyðilagst að Mold haugum i Kræklingahlíð, er eldur kom upp í votheysturni, er tekinn HUSAVIK, 7. okt. — Fjárflutn- ingunum héðan úr Suour-Þing- eyjarsýslu til bænda í Árncs- sýslu, er nú lokið. Síðasti fjárflutningabillinn fói?' héðan um hélgina áleiðis suður með 80 fjár er voru af Tjörnosi*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.