Morgunblaðið - 09.10.1952, Síða 10

Morgunblaðið - 09.10.1952, Síða 10
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. okt. 1952 t 10 ADELAI ■Skdldsaga eftir MARGERY SHARF £ Framhaldssagan 30 Britannia Mews sem Adelaide haíði ekki beina andúð á, og það var vegna þess að hann umgekkst hana með virðingu. Því Bert gamli var sannarlega gamall. Hann var of gamall til að dæma eða setja út á eða velta fyrir sér því sem kom honum ekki við. Fyrir honum vqru aðeiris til tvaer manntegundir, sú sem sútarar gátu haft gott af, og sú sem sútar ar gátu ekki haft gott af. Föt Adelaide og framkoma stóðu heima við þá sem sútarar gátu haft gott af. Ef hún hefði komið til að verzla við hann, hefði hann hneigt sig fyrir henni og sýnt henni alla þá kurteisi sem hann hefði getað komið við. Sú staðreynd að hún átti heima í Brítannia Mews og var gift manni sem hann hafði fengið til að búa til fyrir sig brúðu, hafði engin áhrif á Bert gamla. Hún var hefð- arkona. Þegar hann mætti henni bar hann hendina upp að húfunni og Adelaide greip ósjálfrátt til buddunnar og gaf honum smá- pening. „Hvaða gagn er að því að hann borgi mér shilling, þegar þú gefur honum það allt aftur í sexpenc- um?“ spurði Henry Lambert. Adelaide svaraði ekki. Ef hún hefði svarað, þá hefði hún sagt að það væri ekki dýrt að kaupa sér aftur virðingu fyrir sjálfri sér fyrir sex pence. Hún fékk líka meira. Hún eignaðist kunningja. Hún talaði oft lengi við Bert gamla og komst að því að þegar hann hafði verið upp á sitt bezta þá hafði hann komizt alla leið inn í stofur hjá heldra fólki, því hann skemmti í barnaveizlum. Hann gat lýst gólfteppum og gluggatjöldum sem hún kannað- ist næstum því við. „Getur þú ekki fengið einhvern til að ýta börnunum fyrir þig“, spurði hún hann einu sinni. „Þær eru allt of þungar fyrir þig“. Gamli maðurinn lyfti höfðinu og leit hægt í kring um sig litl- um blóðhlaupnum augunum. Tveir nágrannanna voru sýnileg- ir . . karlmenn hvortveggja, full- hraustir að því er virtist en að- gerðarlausir. Þeir stóðu þarna undir veggnum á kránni og góndu út í loftið. Bert gamli renndi aug unum fram hjá þeim og spýtti við tönn, en sagði ekkert. Adelaide var sammála honum. Hún var orðin harðgerðari. Alit hennar á nágrönnunum hafði breyzt úr hatri í megna fyrirlitn- ingu. Sérstaklega fyrirleit hún konurnar fyrir ólæknandi hirðu- leysi þeirra. Þær snéru að vísu ekki algerlega baki við húsmóður störfunum, en voru að dunda við þau allan liðlangan daginn og luku aldrei við eitt verkið áður en byrjað var á því næsta. Þvottur- inn þeirra var aldrei vel hreinn, maturinn hjá þeim var aldrei vel tilreiddur, og sjálfar voru þær aldrei vel klæddar. Adelaide gat látið eins og hún sæi þær ekki, næstum eins og þær væru skepn- ur sem eðlilegt var að menn forð- uðust, og gáfu helzt engan gaum. Einasta undantekningin var frú Mounsey. Adelaide var ennþá hrædd við hana, og það var eina tilfinningin sem hún átti sameig- inlega víð .aðra íbúa í Britannia Mews. Jafnvel Loginn og drykkju- svínin í kránni voru hrædd við hana. Venjulega sást hún ekki oft. Sjaldnast nema einu sinni eða tvisvar í viku. Þegar hún kom höktandi með pokann sinn. En stundum á kvöldin, þegar lífið var sem fjörugast í kring um krána, kom hún út á svalirnar sínar. Þar stóð hún þegjandi og þorfði á. En um leið og hún sást, var eins og fólkið stilltist. Menn fóru að tala í hálfum hljóðum, og fólk gaut augunum upp til hennar. Enginn var fyllilega ró- legur fyrr en hún hvarf aftur inn til sín. Seinna á kvöldin sást stundum til manns og konu sem fóru inn til þennar. Dyrnar voru opnaðar í hálfa gátt, eitthvað fór þar á milli handa og dyrunum vgr lokað aftur. „Hvað er þetta fólk að gera hér, Henry?“ spurði Adelaide. „Það er að borga henni peninga.“ „Hvers vegna?“ „Vegna þess að hún veit of mikið um það“, sagði Henry. „Sagði ég þér ekki að hún væri göldrótt?“ „Ef hún er að hafa af því pen- inga, þá aetti það að fara til lög- regiunnar“. Henry yppti öxlum. „Lögreglan veit sepnilega of mikið um það líka. Og þegar fólk er komið í klærnar á frú Mounsey 1 þá er enginn hægðarleikur að sleppa þaðan aftur“. Adelaide leit hvasst á hann. „Hefur þú nokkurn tímann gef ið henni peningí?“ „Ekki skilding“. „Lofaðu mér því Henry, að gera það aldrei. Lofaður mér því að gefa henni ekki undir nokkr- um kringumstæðum svo mikið sem eyris virði“. Hann lofaði því. Adelaide treysti ekki mikið loforðum eigin manns síns, en hún vonaði samt að þetta loforð mundi hann efna. Hvað önnur loforð hans snerti, þá hafði hún komizt að þeirri niðurstöðu að þau gaf hann að- eins til að halda friði. Hann lof- aði að fara til að tala við skóla- stjóra, aðeins til að fá shilling- inn hjá henni fyrir farinu. Þegar hún sá í gegn um þau svik varð hann kænni. Hann bað hana um tvö pund til að borga ungfrú Ocock. Hann hafði fengið þau lán uð hjá henni. Adelaide minnkað- ist sín fyrir hann og lét hann fá þau tafarlaust. En grunurinn lét hana ekki í friði, svo hún sendi tvþ pund í póstávísun beint tj! ungfrú Ocock, og þeir komu ekki aftur. Það voru því allar líkuc fyrir því að hann hefði sagt satt. Þegar Adelaide varð ljóst að hann fór á bak við hana í peninga málum, fór hún að gráta. En hún gerði lika varúðarráðstafanir. Henry fékk ekki íramar peninga hjá henni. En hann hafði fengið þarna fjögur pund í einu"bg það var hægt að komast af með það lengi á kránni. Kvöld eftir kvöld kom hann drukkinp þeim. Sfund- um vildi hann sýna henni ást- leitni og þegar Adelaide lokaði hann úti úr herbergi sínu, varð hann hávaðasanuir og kenndi í brjósti um sjálfan sig og spurði hvers vegna í fjandanum hún hefði gifzt sér. „Ég giftist þér vegna þess að ég eískaði þig“, sagði Adelaide. „Ég elskaði þig og mig langaði til að hjálpa þér. En þér er ekki við- bjargandi“. „Og þú elskar mig ekki?“ „Nei“. Hann horfði á hana snöggvast dálítið undrandi. „Ástin er sterkari en dauð- inn og allt það....“ „Nei“, sagði Adelaide. „Jæja,. það var leiðinlegt“, sagði herra Lambert. 2. Stundum var að því komið að hún gæfist algerlega upp. Eitt kvöld fór Adelaide út á tröppurn- ar þegar hún heyrði háreisti úti fyrir kránni. Þá sá hún þvögu sem hafði þyrpzt utan um ívo menn í slagsmálum. Annar mað- urinn var miklu stærri og sterk- ari, ruddi sem þekktur var um allt nágrennið. Og hinn maður- inn var Henry. Það sem á eftir fylgdi var eins og martröð. Adelaide heyrði að hún rak upp óp um leið og hún hljóp niður tröppurnar. Hún Hrói hoffur snýr aftur eftir John O. Ericsson 22. undan. í annacj sinn greiddi hinn járnslegni múrbrjótur högg með heljarafli. í þetta sínn þeyttust hurðirnar hver frá annarri. Staf- irnir brotnuðu eins og eldspítur og menn okkar ráku upp siguröskur. En það var of snemmt. Fallgrindin gat ekki stöðvað okkur lengur, til þess var múrbrjóturinn okkar of öflugur. En þar fyrir innan hafði varnarliðið hlaðið gild- an vegg úr grjóti, sem varnaði okkur að komast lengra. Við þustum inn um opið á fallgrindinni, en mættum svo harð- snúinni mótspyrnu ofan af varnargarðinum, að við urð- u.m að leita skjóls undir skjólþakinu aftur. Það var auðséð, að þarna voru karlar í krapinu, sem ætl- uðu heldur að verjast til síðasta blóðdropa, en falla í hendur okkar lifandi. Þeir vissu hvað biði þeirra þegar þeir yrðu leiddir fram fyrir Ljónshjarta, og þessyegna börðust þeir eins og villidýr. Verið getur einnig, að þeir hafi gert sér veika vqn um það, að hið öfluga viðnám, sem þeir veittu, gæti fengið kónginn til að hætta unisátinni. En þar skjátlaðist þeim. Ríkharður Ljónshjarta varð því æfari, þegar hann sá hvað þeir vörðust af miklu kappi og hvatti menn okkar til þess að gera áhlaup að nýju. Við þustum inn um hliðið aftur og réðumst gegn varnar- garðinum. Grjóti og tjöru rigndi yfir okkur úr turninum og varnarliðið uppi á varnargarðinum tók á móti okkur með þéttri örvardrífu. En nú urðum við ekki lqngur stöðvaðir. Með kónginn í fylkingarbrjósti skriðum við ög klifruðum upp virkisgarð- inn og vorum brátt í hamslausum bardaga við varnarliðið fyrir innan hann. Ég sá hinn aldna sendimann falla fyrir sverðshöggi frá Ríkharði Ljónshjarta. Tveir af sonum hans féllu við hlið hans. STRAUVELAIKNAR KOMNAR AFTUR HgkBa b»f. Skólavörðwstíg 3 — Sími 4748 Nýjar vörur teknar upp í dag. Austurstræti 6: KJÓLAR pijög fjölbreytt úrval Nylon blússur Nylon pils Gaberdine pils Náttföt Crinoline millipils Peysur Austurstræti 10 KAPUR REGNKÁPUR HLIÐARTÖSKUR BARNATÖSKUR HANSKAR 3JL /,/ Austurstræti 8 & 10 BerLin.g-nánnske'Lðin i (The English Conversational Courses) hefjast samkvæmt venju um miðjan október. — Samtals- J ■! þjálfun í flestum greinum hins daglega lífs. Berlitz-bækur, Linguaphone og skuggamyndir. * ■ Ath.: Serstök deild fyrir börn. ; ■ Upplýsingar í síma 2694. I Einar Pálsson. - AUGLYSING ER GULLS ÍGILDI -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.