Morgunblaðið - 16.11.1952, Síða 4
rs
MORGUWBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. nóv. 1952
{ 322. dagur ársins.
I ÁrdcgisflæSi kl. 04.15.
i SíSdegisfiæði kl. 16.35.
' Nreturlæknir er í læknavarðstof-
■unni, sími 5030.
Ilelgidagslæknir er Gísli Ólafs-
son, Sörlaskjóli 26. Sími 3195.
Næt urvörður er í Ingólfs Apó-
■teki, sími 1330.
I.O.O.F. 3 = 13411178 = 8Vs III
I.O.O.F.=Ob.lP.=13411188II= ]
DagbóH
Eimskipafélag Rvíkur h.f.:
I M.s. Katla er væntanleg til Hafn
arfjarðar 20. þ.m.
, Framhaldssaga litlu
’tr.rr.r.r.r.u — Bangsimon
-□
• Veðrið •
1 gær var austan gola eða
kaldi hér á landi og dálítil rign
ing nm suðvestur hluta lands-
ins. 1 Eeykjavík var hitinn 6
stig kl. 14.00, 1 stig á Akur-
eyri, 4 stig í Bolungarvik og
2 stig á Dalatanga. Mestur
hiti hér á landi í gær
kl. 14.00, mældist í Rvík,
Síðumúla og Loftsölum, 6 stig
en minnstur hiti í Möðrudal
3 stig. — 1 London var hitir.n
6 stig, 3 stig í Höfn og 0
stig í París.
o---------------------□
Flugferðir
M e s s u r •
Elliheimilið: — Guðsþjónusta í
Elliheimilinu kl. 10 árdegis í dag.
Séra Halldór Jónsson frá Reyni-
völlum.
• Brúðkaup •
t gær voru gefin saman í hjóna
hand Elín Ragnarsdóttir, Laugar-
siesveg 52 og Matthías Helgason,
frá Strandseli í ögurhreppi.
Fyrri föstudag voru gefin sam-
an í hjónaband Kristín Jóna Þór-
hallsdóttir, Bergþórugötu 18 og
Sigmundur Guðbjarnarson, Bióm-
vailagötu 11.
Gefin voru saman í hjónaband í
igær ungfrú Margrét Lilja Sigurö-
ardóttir og Sigurður Gunnarssoli,
F'ramnesvegi 55. Sera Þorsteinn
Ejörnsson gaf brúðhjónin saman.
Hjónaefni
15. þ.m. opinberuðu trúlofun
EÍna ungfrú Brytha Huseby, l'est
Tirgötu 17B og Gunnlaugur Hjart-
arson, sama stað.
• Afmæli •
70 ára er í dag Eiríkur Fllipus-
son, innheimtumaður, ÁsvaHáf. 4.
60 ára er í dag frú Kristín Ehn-
rós Jónsdóttir, Háiogalandi.
• Skipafrétiir •
Eiin ikipafédag fa’ar.ds h.f,:
Brúarfocs fór frá Hamborg 14.
þ. m. til Reykjavíkur. Dettifcss
fór frá Reykjavík 13. þ.m. til Nevv
York. Gooafoss kom tii Nevv York
12. þ.m. frá Reykjavfk. Gúllfoss!
kom tii Reykjavíkur 13. þ.m. fiá
Kaupmarmahöfn og Leith. Lagar- j
foss fer væntanlega frá Gdyr.ia í ,
dag 15. þ.m. til Rotterdam, Ant-
werpen, Hull og Reykjavíkur. —j
Reykjafoss kom til Kaupmanna- ‘
hafnar 13. þ.m., fer þaðan 17. þ.
m. til Álaborgar, Hamborgar og
Reykjavíkur. Selfoss kom til Rvík- |
ur um hádegi í gærdag frá Vesrt- .
mannaeyjum. Tröilafoss fór frá |
New York 6. þ.m. Væntanlegur til
Reykjavíkur á morgun.
Bikisskip:
Hekla fer frá Reykjavík á morg .
un eða um hádegi á þriðjudag, |
austur um land í hringfeið. Skjald
hreið fer frá Reykjavík á morgun
til Breiðafjarðar og Vestfjarða. .
Þyrill er á Austf jörðum á norður .
leið. Skaftfeilingur fer frá Rvík
á þriðjudaginn til Vestmannaeyja.
Skipadeild SÍS:
Hvassafell fór væntanlega frá
Vaasa í Finnlandi 13. þ.m. Arnar-
fell kemur til Palamos í dag á
heimleið. Jökulfell er í New York.
H.f. JökL-.r:
Vatnajökull kom til Boulogne í
fyrramorgun frá Neskaupstað. —
Drangajökull fór fram hjá Belle
Isle 12. þ.m. á leið til Yestm.eyja.
Flugfélag íilands h.f.:
Innanlandsflug: — 1 dag eru ráð
gerðar flugferðir til Akureyrar og
Vestmannaeyja (kl. 8.45 f.h.). Á
morgun er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar, Vestmannaeyja, Kópa-
skers, Patreksfjarðar og ísafjarð-
ar — Millilandaflug: Gullfaxi
kom frá Kaupmannahöfn í gær,
en þangað flutti hann 50 manna
hóp frá Grænlandi. Flugvélin fer
t:l Prestvíkur og Kaupmannahafn
ar kl. 8.30 á þriðjudagsmorgun.
Alþingi á morgun:
Efri deild: — 1. Ábúðavlög, frv.
3. umr. — 2. ítök í jarðir, frv. 3.
umr. — 3. Lax- og silungaveiði,
frv. 1. umr. — 4. Þingsköp Alþing
is, frv. 1. umr. — 5. Verðlag, frv.
Frh. 3. umr. — 6. Tekjuskattur
og eignarskattur, frv. 1. umr. Ef
deildin ieyfir. — 7. Togarakaup
Húsvíkinga, frv. 2. umr.
Neðri dcild: — 1. Bann gegn
botnvörpuveiðum, frv. 3. umr. —
2. Verdun fiskimiða landgrunns-
ins, frv. 3. umr. — 3. Áburðarverk
smiðja, frv. Frh. 2. umr. — 4.
Húsmæðrafræðsla, frv. 2. umr. —
5. Hundaháld, frv. 2. umr. — 6.
Skipun læknishéraða, frv. 1. umr.
— 7. Skipaútgerð ríkisins, frv. 1.
umr. Ef deildin leyfir.
Raímagnstakmörkunin:
í dag er álagstakmörkunin á 3.
hluta, frá kl. 10.45—12.15 og á
morgun mánudag á 4. hluta, frá
kl. 10.45—12.15.
Síðdegisliljómleikar í
Sjálfstæðishúsinu í dag
Þorvaldur Steingrímsson, Pétur
Urbancic og Carl Billich leika: —
1. A. Schreiner; „Frá Gluch til
Wagner“, fantasía. — 2. Fr. Chop-
in: Ballade in As-dúr. — 3. Rim-
sky-Korsakoff: Söngur Hindúans.
— 4. S. Palmgren: Svanui'inn.
5. Einar Hvlin: Cupido dansar.
6. O. Strauss; La Ronde, vals.
7. Fr. Léhar: Vals úr óperettunni
„Greifinn fiá Luxenburg".
Fundur KFÍ annað.kvöid
Kvenrétfmdafélag íslands held
ur fund annað kvöld kl. 8.30 í fé-
lagsheimili Verzlunarmanna. Tii
umræðú verða m. a.: Ymis mál,
sem liggja nú fyrir Alþir.gi.
Kaffi í dag
Drekkið síðdegiskaffið í dag hjá
kvenféiagi Laugamessóknar, í
funda-rsal félagsins í l:jallara
kirkjunnar.
Prentarakonur
haida fund næstkcmandi þriðju
dagskvöld í Aðaístræti 12, kl. 8.30.
Unglingadeild Í.E.
biður félagsmenn að fjölmenna
í ÍR-húsið kl. 10—12 f.h. í dag ti!
að selja merki Bandalags æsku-
lýðsfélaganna.
Bréfaskifti
Hi'. F. Spoelstra, Heerevzeg 197,
Meeden-Gr., Hollandi, óskar eftir
bréfaskiptum við íslending, á
ensku eða þýzku, en kveðst auk
þess geta lesið frönsku og donsku.
„í Dagrenning“ í Bæjarbíói
Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir
um helgina franska mynd, „í dag-
rennir.g“, sem hvarvetna hefur
hlotið afburða dóma. Aðalhlutverk
ið er leikið af hinum þekkta leik-
ara Jean-Pierre Aurnont, en auk
hans koma fram í myndinni marg
ir heimsfrægir listamenn, svo sem
Picasso — Andre Labarthe — Je-
an Rostand — Jean-Paul Sartre
André Gide — Daníel Lafache og
L.0 Corbusier.
Bangsimon íinnur hala Asnans
Happdrætti Hringsins
Dregið var á föstudaginn 14. þ.
m. hjá boi'garfógeta um happ-
drætti, sem haft var til styrktar
barnaspítalasjóð Hringsins. Upp
komu þessi númer: nr. 0985 þvotta
vél. 0480 strauvél. 0072 steikarofn.
0686 gólfteppi. 0717 hálsfesti. 0501
leikhúskjóll. 0821 kertastjakar.
0746 kvöldkjóll. 1708 handrit. 0759
appelsínukassi. 1000 myndavél. —
Vinninganna sé vitjað í Verzlun
Haralclar Árnasonar (Herradeild-
in). -
rr'
• Utvarp •
Sunnudagur 16. nóvember:
8.30 Veðurfregnir. 9.10 Veður-
fregnir. 11,00 Messa í Dómkirkj-
unni (séra Óskar J. Þorláksson).
12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Lrindi:
„Hafið og huldar lcndur", eftir
Rachel Carson; IV. Sjór og vind-
ur (Hjörtur Halldórsson mennta
skólakennari). 14.00 Messa i Dóm-
kirkjunni (séra Jón Auðuns dóm-
prófastur setur séra Jón Þorvarðs
son inn í embætti sem sóknarprest
í Háteigsprestakalli; hinn ný-
kjörni prestur prédikar). 15.15
Fréttaútvarp til íslendinga erl.
n---------------------□
íslenzkur iðnaður spar-
ar dýrmætan erlendan
gjaldeyri, og eykur
verðmæti útflutnings-
ins. —
□---------------------□
15.30 Miðdegistónleikar (plötur).
16.30 Veðurfregnir. 18.25 Veður-
fregnir. 18.30 Barnatími (Kvenn-
skátafélag Reykjavíkv.r): a) Fram
haldssaga litlu krakkanna: —
„Bangsimon“ eftir Mihie; IV. —
(Helga Valtýsdóttir les). — b)
Skemmtiefni úr skátalífinu: Upp-
lestur, söngur og ýmsar frásagnir
(10 skátatelpur skcmmta) 19.30
Tónleikar: Wilhelm Backhaus leik-
ur á píanó (plötur). 19.45 Aug-
lýsingar. — 20.00 Fréttir. 20.20
Tónleikar (plötur); Divertimento
nr. 10 í F-dúr fyrir tvö horn og
strengjahljómsveit eftir Mozart
(Sinfóníuhljómsveitin í Phiiadelp-
híu; Eugene Ormandy stjórnar).
20.40 Erindi: Um keltnesk örnefni
á Islapdi; síðara erindi (Heimann
Pálsson lektor). 21.00 Frá fimmta
móti norrænna kirkjutónlistar-
manna: Norsk kirkjutónlist (tekin
á segulband á hljómleikum í Dóm
kirkjunni 8. júlí s.l.). — Arild
Sandvold, Rolf Karlsen og Ludvig
Nielsén leika á orgel. Guðmundur
Jónsson og Söngflokkur Hafnar-
fjavðarkirkju syngja; Ariid Sand-
vold stjórnar. — Páll ísólfsson
flytur skýringar. 21.45 Upplestur:
Lárus Pálsson leikari les kvæði
eftir Jónas Hallgrímsson. 22.05
Gamlar minningar: Gamanvísur
og dægurlög. Hljómsveit. undii
stjórn Bjarna Böðvarssonar leik-
ur. Söngvarar: Sigríður Hannes-
dóttir, Baldur Hólmgeirsson og
Erlingur Hansson. 22.35 Danslög
(plötur). 23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 17. nóvembcr:
8.00 Morgunútvarp. — 9.10 Veður
fregnir. 12.10—13.15 Hádegisút-
varp. 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30
Veðurfregnir. 17.30 íslenzku-
kennsla; II. fl. 18.00 Þýzku-
kennsla; I. fl. 18.25 Veðurfregnir.
18.30 Tónleikar (piötur). 19.00
Þingfréttir. 19.20 Lög úr kvik-
myndum (plötur). 19.45 Auglýsing
ar. — 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarps
hljómsveitin; Þórarinn Guðmunds
son stjórnar: Svíta eftir Antonin
Dvorák. 20.40 Um daginn og veg-
inn (frú Lára Sigurbjörnsdóttir).
21.00 Einsöngur: Guðmundur Bald
vinsson syngur; Fritz Weisshap-
pel aðstoðar: a) „Amarilii“ eftir
Caccini. b) „Syngið, syngið, svan-
ir mínir“ eftir Jón LaxJal. c)
„Islands Iag“ eftir Björgvin Guð-
mundsson. d) „Ideale" eftir Tosti.
e) „Torna a Sorrento" eftir
Curtis. f) „ísland ögrum skorið"
Sigvalda Kaldalóns. 21.15 Erindi;
Hvað er guðspekin? (Jakob Krist-
insson fyi'rum fræðslumálastjóri).
121.45 Búnaðarþáttur: Um gin- og
klaufaveiki (Sigurður E. Hlíðar
yfirdýralæknir). 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. 22.10 „Désirée“,
saga eftir Annemavie Selinko
(Ragnheiður Hafstein). — XX.
22.45 Dans- og dægurlög: Dinah
Shore syngur (plötur). 23.00.DaS'
skrárlok.
tl
Erlendar útvarpsstöðvar: '
Noregur: — Bylgjulengdir 202.2
m., 48.50, 31,22, 19.78. — Fréttir
Auk þess m. a.; kl. 18.45 Sunnu
dags-fílharmonískir hljómleikar.
20.40 Danslög.
Danmörk: — Bylgjulengdir:
1224 m., 283, 41.32, 31,51.
Auk þess m. a.: kl. 17.00 Hljóm
leikar, „Schwanengesang" eftir
Schubert. 17.80 Upplestur, Bodil
Ibsen. 19.25 Fiðlu- og píanóleikur.
20.15 Dar.slög.
SvíþjóS: — Bylgjulengdir 25.47
m., 27.83 m.
England — Bylgjulengdir 25
Auk þess m. a.: kl. 18.20 Leik-
rit. 20.50 Hljómleikar „Evrópa
syngur".
m., 40.31. — Fróttir kl. 01.00 —
03.00 — 05.00 — 06.00 — 10.00 —
12.00 — 15.00 — 17.00 — 19.00
— 0. —
Auk þess m. a.: kl. 10.20 Ur rií
stjórnai'greinum blaðanna. 16.30
Skemmtiþáttur. 17.30 Danslög.
22.15 The Billy Cotton band
show. —
Fimm mínúlna krossgála
SKVRINGAR.
Lárétt: — 1 ekki beinar — 7
fiskar — 9 forsetning — 10 fanga
mark — 11 slagur — 13 skafl —
14 klippti sundur — 16 kind —
17 fæddi — 18 nokkuð slæma.
Lóorctt: — 2 bókstafur — 3
fæða — 4 stinga sér niður — 5
félag — 6 umturnar — 8 brjóta —
10 óþjáll í viðmóti — 12 samhljóð
ar — 15 forskeyti — 17 band.
Lausn síöustu krossgátu.
I.nrétt: — 1 glöggar — 7 álar —
9 LL — 10 ef — 11 ká — 13 alin
ltöbj<5 vncvgunbaffinn
16 Ra
17 Ol
— 14 atar
18 skrokka.
LóSréti: — 2 lá -
gala — 5 gr. — 6
skass — 10 Eirík — 12 át — 15
aur — 17 Ok.
- 3 öll
rofna
— Það vill vist ekki svo vcl til
að þú liafir Iiöfuðverkjapillur?
★
Verkstjórinn: — Hvers vegma i
fjandanum komið þér svona seint
í dag. Hafið þér elcki vekjara-
klukku, eða hvað?
Verkamaðurinn: — Jú.
— Hringdi hún ekki?
— Jú.
— Hvers vegna komuð þér þá
ekki á réttum tíma?
— Ég háttaði í vitlaust rúm í
gærkveldi.
★
Jón og Bjarni voru að koma úr
afmælisveizlu, og voru mikið við
skál. Lentu þeir í þrætu, og þrátt-
uðu lengi, þangað til Jón segii-
— Þú ert svo rnikill bölvaður
aumir.gi og eitthvert skoffm, að
það ætti að heimta skemmtana-
skatt af jaiðarförinni þinni!
-k
Hún: — Hefurðu aldrei elskaS
aðra stúlku en mig.
Hann: —- Ju, ég elskaði hana
Ester Helgadóttur í eitt ár, þrjá
mánuði, tvær vikur og fjóra daga,
og einn eftirmiðdag þar að auki.
★
— Hvað segir konan yðar, þeg-
ar þér komið svona seint heim á
nóttunni?
— Ég er ókvæntuv.
— Hvers vegna komið þér þá
svona seint heim á nóttunni?
★
— I Skotlandi fá söngvarar
aldrei blómvendi?
— Nú, hvað fá þeir þá?
— Bara blómafræ!
★
— Siáið þér ekki að hér stend-
ur „prívat" og aðgangur oannað-
ur?
— Ég les aldi'ei það sem er
„prívatí1.
★
— Hvað mundirðu gera, ef lækn
irinn þinn segði þcr að þú ættir
aðeins eftir eina viku ólifað?
— Ég mundi fara og leita upps
annan lækni.